SunnudagsMogginn - 19.09.2010, Blaðsíða 2

SunnudagsMogginn - 19.09.2010, Blaðsíða 2
2 19. september 2010 4-8 Vikuspeglar Oprah Winfrey, Teboðið og vonarstjarna Englendinga. 17 Byggt á blekkingum Rætt við Lucy Prebble sem fjallar um græðgina og snjóboltaáhrif lyg- innar í leikritinu Enron sem er á leið á fjalir Borgarleikhússins. 20 Vont að vera ókurteis og nískur Töfrar leikhússins kynntir fyrir áhorfendum framtíðarinnar 22 Gleði og djúp sorg Söngkonan Guðbjörg Magnúsdóttir, sem þekkir glímuna við sjúkdóma af eigin raun, syngur á hátíðartónleikum Ljóssins. 27 Dansfélagar óþarfir Stórir hópar línudansara taka samræmd, sjóðheit kántrídansspor. 28 Blautir kossar Brúnós Raxi hleypir hundinum í rollurnar. 32 Sóknarfæri í matnum Baldvin Jónsson vinnur ötullega að kynningu íslenskra matvæla í Bandaríkjunum. 36 Aulinn fær upp- reisn æru Hjartaknúsarinn Justin Long í viðtali við Sunnudagsmoggann 38 Balkan eða dauði! Æringjarnir í Varsjárbandalaginu taka balkan- og klezmertónlistina með trompi. 40 Úr messanum í matreiðsluna Ítalskt og norrænt í bland hjá Jakobi Magnússyni, veitingamanni á Horninu. Lesbók 52 Stúdía í mannlegu atferli Paul Auster á miklu skriði í nýjustu bók sinni Sunset Park. 54 Gægjuhneigð og kvennaval Umsagnir um sýningar á Kjarvalsstöðum og í Nýlistasafninu. 20 Efnisyfirlit Forsíðumyndina tók Ernir Eyjólfsson af Amiinu. Umsjón Sunnudagsmoggans: Pétur Blöndal, pebl@mbl.is Umsjón Lesbókar: Einar Falur Ingólfsson, efi@mbl.is Ritstjórn Sunnudags- moggans: Arnar Eggert Thoroddsen, Árni Matthíasson, Bergþóra Njála Guðmundsdóttir, Bergþóra Jónsdóttir, Helgi Snær Sigurðsson, Hugrún Halldórsdóttir, Hólmfríður Gísladóttir, Inga Rún Sigurðardóttir, Ingveldur Geirsdóttir, Kolbrún Bergþórsdóttir, Kristín Heiða Kristinsdóttir, Orri Páll Ormarsson, Signý Gunnarsdóttir , Skapti Hallgrímsson. 44 Augnablikið Þ að var stanslaust kapphlaup allan tímann. Ég vaknaði rúmlega sex og fór ekki að sofa fyrr en tólf.“ Það veður á Ómari Ragn- arssyni þegar hann lýsir viðburðaríkum afmælisdegi. „Brjálað að gera allan tímann!“ Afmælisbarnið, sem kallar ekki allt ömmu sína þegar annríki er annars vegar, er enn að ná sér nið- ur eftir hasarinn: fjölmiðlaviðtöl, æfingar, óvæntar uppákomur, afmælisveisla, stúss og stuð, og svo auðvitað skemmtunin í Salnum um kvöldið. „Ég var búinn að ákveða að hafa nokkra bílana minna við Salinn og þurfti að sinna því. Einn þeirra stend- ur venjulega á bak við súlu í bílakjallaranum í út- varpshúsinu, pínulítill Prinz sem er nákvæmlega eins og fyrsti bíllinn sem ég átti, og ég var búinn að fara með hann suðureftir. En svo var hringt í mig í ofboði um kvöldið því þeir í útvarpshúsinu ætluðu sjálfir að nota þennan bíl og uppgötvuðu að eigand- inn hafði stolið honum, þannig að ég þurfti að fara að skila honum, það var alls konar svona auka ves- en sem bættist við.“ Einn bílanna sem skemmtunargestir Ómars gátu barið augum var 24 ára gamall Suzuki-jeppi, og í glugganum bæði seríós og kókflöskur. „Þegar tíma- ritið National Geography var með úttekt á Kára- hnjúkamálinu gerðu þeir þennan bíl að umtalsefni og sögðu að þessi furðulegi fréttamaður svæfi í þessum eldgamla litla jeppa uppi á hálendinu og lifði bara á kóka kóla og seríósi,“ útskýrir sá furðu- legi. Óvæntu uppákomurnar náðu hámarki þegar umhverfisráðherra tilkynnti í beinni útvarps- útsendingu að stefnt yrði að því að afmælisdag- urinn, 16. september, yrði gerður að degi íslenskrar náttúru. „Það var hringt í mig og sagt að ég yrði strax að koma upp í útvarp, og ég sagði að ég kæm- ist ekki því ég væri fastur í búningi sem ég ætlaði að vera í í veislu sem átti að hefjast klukkan fimm. En þá fékk ég bara skipun og mér sagt að ég yrði að koma og ég yrði þá bara að koma of seint í afmæl- isveisluna. Ég veit að þegar fréttamenn segja þetta við kollega sína þá þýðir ekki að vantreysta þeim,“ segir Ómar og er enn að endurupplifa annríkið og eril dagsins. En það var jú víst einhver tilgangur með öllu þessu stússi og það er dýrmætt, segir Ómar, að nú eigi Íslendingar loksins ákveðinn dag tileinkaðan íslenskri náttúru, þótt það hefði svosem „mátt vera hvaða dagur sem er,“ bætir hann hógvær við. Und- arlegt, að við höfum ekki átt þennan dag fyrr. „Það er tvennt sem leggur grundvöllinn að sjálfsmynd okkar sem þjóðar og ímynd út á við og það er land og tunga. Án þessa erum við Íslend- ingar ekkert,“ segir afmælisbarnið með áherslu og hefur hárrétt fyrir sér. Dagur íslenskrar tungu er 16. nóvember, á fæð- ingardegi Jónasar Hallgrímssonar, Dagur íslenskrar náttúru 16. september, á fæðingardegi Ómars Ragnarssonar. Tveir höfðingjar sem hafa verið óþreytandi við að minna okkur á uppruna okkar. Báðir vel að vegtyllunni komnir. ben@mbl.is Ómar Ragnarsson í essinu sínu á sjötugsafmæli sínu í Salnum í Kópavogi sl. fimmtudag. Morgunblaðið/Eggert Seríós og kókflöskur 20. september Fyrirlestur Elísabetar Jökulsdóttir, Fót- boltasögur, er sá fyrsti í hádegisfyr- irlestraröðinni Hvernig verður bók til? á vegum Bókmennta- og list- fræðastofnunar Háskóla Íslands. Þangað koma íslenskir höfundar og lýsa vinnulagi sínu frá hugmynd að fullfrágenginni bók. 23. september Námskeið hjá Heimilisiðn- aðarfélaginu í saumi skírnarkjóla hefst. Í fyrsta tíma sauma nem- endur prufur en fullvinna síðan kjólana undir leiðsögn kennara. 23. september Októberfest á Ís- landi skipulagt af Stúdentaráði Há- skóla Íslands í samstarfi við AM Events hefst. Við mælum með … 23. september Leikritið Enron verður frumsýnt í Borgarleikhúsinu. Í sýningunni fer saman flugbeitt saga, mikið sjónarspil og leikhústöfrar. Enron fjallar um ris og fall samnefnds stórfyrirtækis þar sem einum svívirðilegasta skandal í sögu fjármálaheimsins er umbreytt í leikræna frásögn. Sýningin er mikið sjónarspil þar sem töfrum leikhússins er beitt til að knýja verkið áfram með tónlist, dansi og sjónrænum tilþrifum. Sjónarspilið Enron
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.