SunnudagsMogginn - 19.09.2010, Blaðsíða 17
19. september 2010 17
N
afnið Enron er nánast orðið að samnefnara
fyrir gjaldþrot og fjársvik. Á örfáum árum
varð olíufélag í hefðbundnum rekstri að einu
stærsta fyrirtæki Bandaríkjanna. Ekkert var
félaginu óviðkomandi, nema átti nýjar lendur í virkjun
vatns og vinda, það fjárfesti um allan heim og fór meira
að segja í samvinnu við eina stærstu myndbanda-
leigukeðju Bandaríkjanna um að bjóða bíómyndir á
breiðbandi. Enron var í fremstu röð, fyrirtæki, sem var
alltaf skrefi á undan og malaði gull þar til allt hrundi á ör-
skotsstundu. Á bak við ímyndina og glansinn reyndist
ekki vera neitt innihald. Hagnaðurinn var búinn til með
bókhaldsbrellu, sem gekk út á það að færa framtíð-
artekjur af fjárfestingum strax til bókar, og endurskoð-
endurnir skrifuðu upp á. Fjárfestingar Enron voru mis-
heppnaðar og til að fela tapið voru búnir til hliðarsjóðir,
sem í orði voru ótengdir fyrirtækinu, en voru það alls
ekki í raun. Þegar blekkingin var afhjúpuð hrundi spila-
borgin og ekkert stóð eftir.
Saga Enron er nú á leið á svið í Borgarleikhúsinu í leik-
gerð Lucy Prebble.
Prebble nam bókmenntir í háskóla og því liggur
kannski ekki beint við að demba sér út í að skrifa leikrit
um hina flóknu fjármálagjörninga á bak við söguna um
Enron.
Áhugi á óræðum heimi fjármálanna
„Ég byrjaði á að lesa allt sem ég komst yfir um fyrirtækið
og það sem gerðist þar,“ segir hún. „Í raun settist ég á
skólabekk í hagfræði því að ég hef ekki stúderað hag-
fræði, stærðfræði, fjármál eða neitt af þessum hlutum
sérstaklega. Ég hafði þó alltaf áhuga á þessum heimi, að
hluta til vegna þess að ég skildi hann ekki. En þegar ég
var að klára háskóla fóru margir vinir mínir í viðskipti af
einhverjum toga og það sama átti við um systkini mín og
mér hefur alltaf fundist áhugavert hvað viðskipta- og
fyrirtækjaheimurinn er óræður. Þar á ég til dæmis við
hugtök eins og áhættu. Einhver gæti fengist við áhættu-
mat, eða áhættustýringu sem engin leið er að segja hvað
þýðir í raun. Það eru deildir og svið, sem þegar upp er
staðið snúast um að þéna peninga með einhverjum hætti,
en bera ólíka merkmiða. Þarna vinnur fólk í litlum deild-
um stórra fyrirtækja og er ekki endilega að velta fyrir sér
hvað fyrirtækið gerir í heild sinni. Ef til dæmis er um að
ræða olíufélag fæst fólkið ekki endilega við að selja olíu og
ekki víst að það sjái nokkurn tíma olíu í tengslum við
vinnuna á ævi sinni. Þessi uppskipting á ábyrgð – út-
þynning á ábyrgð – finnst mér mjög áhugaverð. Hvernig
einstaklingi getur fundist hann vera góð persóna, en þó
verið að hlaða undir eitthvað, sem hann gerði sér grein
fyrir ef hann settist niður og ræddi málið að hann trúir
ekki á pólitískt. Þetta er mjög algengt á Vesturlöndum og
í fyrirtækjaheiminum.“
Þurr fjármál verða að spennusögu
Prebble segir að eftir því sem hún hafi lesið meira um
orkuiðnaðinn hafi áhuginn aukist.
„Það er hægt að breyta þessum frekar þurru fjármálum
í spennusögu,“ segir hún. Prebble byrjaði frá grunni þeg-
ar hún fór að vinna að leikritinu og kveðst hafa gert sér
grein fyrir að margir væru í sömu stöðu og hún, „slökkva
á fréttunum þegar viðskiptafréttirnar hefjast eða henda
viðskiptakálfinum í dagblaðinu í ruslið“. Því ætti hún
eitthvað sameiginlegt með mörgum áhorfendum. „Ég
reyndi að snúa þessu mér í hag, ef það var eitthvað, sem
ég skildi ekki, þyrfti ég að átta mig á hvað væri á seyði til
að geta skýrt það fyrir öðrum. Þannig nálgaðist ég verk-
efnið.“
Prebble fellst á að fjármálaheimurinn sé mjög flókinn
og bætir við að það sé með vilja gert. „Í þessum heimi eru
sérstaklega fjármálagjörningar hannaðir þannig að erfitt
sé að skilja þá, stundum til að fela og stundum til að
1985 1986 1987 1988 1989 1990 1991 1992
1985 Enron stofnað við samruna HoustonNatural Gas og InterNorth og til
verður stærsta gasdreifingar-fyrirtæki Bandaríkjanna
með u.þ.b. sextíu þúsund kílómetra gasleiðslunet.
1986 Kenneth Lay verður stjórnarfor-maður og framkvæmdastjóri.
Sem stjórnarformaður og framkvæmdastjóri
Houston Natural Gas leiddi hann samrunann.
1989 Jeff Skilling, áðuraðaleigandi McKinsey
& Company, kemur inn í Enron
1990 Jeff Skillingræður Andrew
Fastow sem framkvæmdastjóra
Enron Finance Corperation
Svik og
prettir hf.
Fyrirtækið Enron var byggt á
blekkingum og þegar þær voru
afhjúpaðar hrundi það eins og
spilaborg. Þetta segir Lucy
Prebble, höfundur leikritsins
Enron, sem er á leið á fjalir
Borgarleikhússins. Þar er
fjallað um græðgina og hvernig
lygin getur verið eins og snjó-
bolti, sem hleður utan á sig þar
til ekki verður aftur snúið.
Karl Blöndal kbl@mbl.is
Halldóra Geirharðsdóttir í hlutverki hinnar sívökulu ́fréttakonu, sem lýsir uppgangi og falli Enron eins og kappleik.
Ljósmynd/Grímur Bjarnason
Lucy Prebble sló í gegn á Bretlandi með leikritinu um Enron,
sem var frumsýnt í London í fyrra. Hún nam bókmenntir og
réðist því ekki á garðinn þar sem hann er lægstur þegar hún
ákvað að gera flókin fjármál þess fyrirtækis að yrkisefni.
Prebble kom að handritsgerð sjónvarpsþáttanna Secret
Diary of a Call Girl, sem byggja á dagbókum vændiskonu.
Hún er nú að vinna að hugmynd að kvikmynd um unga Breta,
sem austur-þýska öryggislögreglan Stasi fékk til að vinna fyr-
ir sig. „Aftur er ég farin að fást við blekkingar,“ segir hún.
Lucy Prebble verður þrítug á næsta ári.
Aftur í blekkingarnar