SunnudagsMogginn - 19.09.2010, Blaðsíða 44

SunnudagsMogginn - 19.09.2010, Blaðsíða 44
44 19. september 2010 Hvað ertu að hlusta á um þessar mundir? Er núna föst í nýju Arcade Fire, The Suburbs, frábær plata og snilldarlega upp- sett. Svo hef ég líka mikið verið að hlusta á Plastic Beach með Gorillaz, Miami Horror og The Seeds. Hvaða plata er sú besta sem nokkurn tíma hefur verið gerð að þínu mati? Næsta plata með Mamm- út. Eða Bad Reputation með Thin Lizzy. Get ekki valið. Hver var fyrsta platan sem þú keypt- ir og hvar keyptir þú hana? Keypti Bob Marley kasettu í kolaport- inu með pabba. Við vorum á leiðinni til Frakklands þar sem við keyrðum samfleytt í 2 vikur. Tengi plötuna sterk- lega við bílveiki og uppköst. Hvaða íslensku plötu þyk- ir þér vænst um? Kafbátamúsík með Ens- ími og allar smáskífur Dýra Guðmundssonar. Hvaða tónlistarmaður værir þú mest til í að vera? Einhverskonar blanda af Arnari í Mammút og Beyoncé. Og spila bara kántrí. Hvað syngur þú í sturtunni? „I will always love you“ með Whitney Houston því það er með svo löngum sérhljóðum. Syng það svo mjööög hægt. Hvað fær að hljóma villt og gal- ið á föstudagskvöldum? Thin Lizzy og Andrew W.K. Var að ræna hljóðkerfinu hennar Kötu svo næsta helgi verður blast. En hvað yljar þér svo á sunnudagsmorgnum? Beach House, Chad Van- Gaalen og Neil Young hafa verið sunnudagsvinir mínir undanfarið, en ein- söngur hundsins sem ég bý með er að komast í toppsætið. Hann er alveg talent. Í mínum eyrum Ása Dýradóttir, bassaleikari Mammút og listnemi Hlustar á Whitney Houston í sturtunni Á́sa hamrar bassann. Hinir og þessir flokkar verða á komandi RIFF- kvikmyndahátíð, meðal annars tekur einn þeirra, „Sound on sight“ á tónlistarmyndum. Sex myndir verða sýndar í ár. The Genius Within – The Inner Life of Glenn Gould fjallar um líf samnefnds píanósnillings, Do it Again fjallar um tónlistarblaðamann sem reynir að koma Kinks saman aftur og ODDSAC fjallar um hljómsveitina Animal Collective. Little Blue Nothing fjallar um sellópar frá Tékk- landi, Með hangandi hendi er mynd um Ragnar Bjarnarson og Hvar er snjórinn? eða Where’s the Snow? fjallar um Airwaves. Tónlistarmyndir á RIFF Úr Where’s The Snow? Listamaðurinn Stanley Donwood. Maðurinn á bakvið listræna umslagshönnun allra Radiohead umslaganna, Stanley Donwood, sýnir list sína um þessar mundir í San Francisco. Donwood og Thom Yorke, leiðtogi Radiohead, kynntust í listaskóla og hafa unnið náið saman síðan en Radiohead er sem kunnugt er eitt skýrasta dæmið í dag um svokallað listarokk eða „art-rock“. Donwood sýnir verki sín um þessar mundir í FIFTY24SF galleríinu í San Francisco og kall- ast sýningin Over Normal. Þar er að finna verk í stíl sem Radioheadaðdáendur ættu að þekkja gjörla en auk þess er að finna hljóðverk, Overnormalizer, sem hann vann með John Matthias. Stanley Donwood sýnir verk sín S ú tónlist sem enginn hefði nokkurn tíma veðjað á að myndi lifa, fyrsta bylgja tölvupopps, hefur haldið nú- tímapoppurum hugföngnum und- anfarin ár. Heyra má áhrifin víða, í tónlist popprisa eins og Lady Gaga til sveita eins og Ladytron sem fylgja línum hins upprunalega forms mjög nákvæmlega. Tölvupoppið var í raun réttu skapað af Dusseldorf-sveitinni Kraftwerk. Um 1978, á sama tíma og pönkið reið röftum í Bretlandi tóku ungir tónlistarmenn að búa til tónlist á ónýtar tölvur fremur en ónýta gítara. Hum- an League (ekki sú sveit sem gerði popp- snilldina Dare) og Ultravox (heldur ekki sú sveit sem átti eftir að plaga vinsældalista) voru með fyrstu sveitunum af því taginu en svo áttu merki eins og Factory og Mute eftir að veita þessari stefnu skjól, þar á meðal dú- ettinum sem hér er til umfjöllunar, Orchest- ral Manoeuvres in the Dark, eða OMD. Stálkaldir, vélmennalegir hljóðgervlar svifu þar yfir takföstum trommuheilum og ímyndin spilaði mikið inn í eins og hjá áþekkum listamönnum, stílhreinir og óper- sónulegir störðu þeir félagar, Paul Humpreys og Andy McCluskey, framan í myndavélarn- arnar og sama „firring“ og minimalismi lék um umslagshönnun. Fyrstu plötur OMD voru eðall en síðar fór dúettinn að nudda sér upp við hárblásið popp eins og svo margir þeirra líka, með vafasömum árangri í heild- ina. Síðasta hljóðversplata OMD, Universal, kom út 1996 og féll flatt enda „eitís“ bak- sýnisspegillinn ekki kominn upp um það leyti. OMD kom svo saman á nýjan leik árið 2005 og hefur platan nýja, sem ber hinn íburðarmikla titil History of Modern verið að mjatla síðan. Þegar hlustað er heyrist mjög greinilega að lagt var upp með að flagga þeim hljómum og þeirri áferð sem gerði OMD á sínum tíma svo einstaka og svo byltingarkennda. Þannig hljóma feit og frumstæð hljóðgervlahljóð sem gætu hafa verið af plötu frá 1982 reglulega og OMD leita markvisst rótanna. Hvort aðdáendur Ladytron og annarra ný-eitíssveita eiga eftir að lepja þetta upp er hins vegar önnur saga. Þegar poppið var kalt Nútíma uppfærsla tölvupopps frá áttunda og níunda ára- tugnum hefur valdið því að gömul stríðshross nýta sér tækifærið og hoppa upp á vagninn. OMD er þar á meðal. Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is Voru OMD mögulega „alvarlegri“ fyrirrennarar að Pet Shop Boys? Hér er sveitin, anno 2010. (f.v.) Paul Humpreys og Andy McCluskey. Þegar talað er um listrænan hápunkt OMD er plötunni Architecture & Morality frá 1981 jafnan teflt fram, en hún er þriðja plata dú- ettsins. Platan þótti bera með sér fullkomna sam- þættingu á kaldranalegri, ómannlegri tilraunastarfs- semi og glúrnum eyrum fyrir bragðgóðum popp- krókum. Á plötunni eru smellirnir „Souvenir“, „Joan of Arc“ og „Maid of Orleans“. Þeim hörðustu er svo bent á að tékka á fyrstu tveimur plötunum og tvær þær næstu á eftir þessari eru heldur ekki slæmar. Meistara- verkið Tónlist
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.