SunnudagsMogginn - 19.09.2010, Blaðsíða 48
48 19. september 2010
É
g nefndi það í síðasta þætti að
Halldór Þorsteinsson fyrrver-
andi bókavörður og skólastjóri
hefði lagt til orðið nostrari yfir
„perfeksjónista“. Nú hefur Halldór bent
mér á að í stað Besserwisser mætti nota
orðið spakvitringur. Þýska orðið er að vísu
skemmtilegt og hljómar vel með öllum
sínum s-um en það verður tilgerðarlegt í
íslensku samhengi. Orðið spakvitringur er
hæfilega háði blandið til að viðhafa um
mann sem þykist vita allt betur en aðrir.
Hressileg er greinin eftir Halldór Þor-
steinsson í Morgunblaðinu þann 24. mars
2001. Þar hæðist hann að mönnum sem
segjast „kenna námskeið“. Halldór skrif-
ar: „Nemendur fara á eða eru á námskeiði,
sækja það eða innrita sig á það o.s.frv.
Kennarar halda hins vegar námskeið en
engum manni með óbrenglaða málkennd
eða íslensk eyru dettur í hug að tala um að
kenna eða læra námskeið“. Þetta sagði
Halldór árið 2001. Nú bið ég lærimeistara
um allt land að spyrja sjálfa sig: „Held ég
námskeið eða kenni ég námskeið?“
Í umræddri grein ræðir Halldór Þor-
steinsson einnig um þá tilhneigingu Ís-
lendinga að krydda mál sitt með erlendum
slettum og nefnir m.a. „comment“ og
„category“ í því sambandi. Í framhaldi af
því langar mig að vekja athygli á hve al-
gengt það er orðið að fólk þýði beint úr
ensku tiltekin orðasambönd. Eitt af þeim
nýrri er „að gefa einhverjum fingurinn“
(„give him the finger“: sýna honum lítils-
virðingu); þessu fylgir víst fingramál,
miður kurteislegt. Orðasambandið er
óviðfelldið og minnir reyndar óþægilega
mikið á orðtök sem merkja allt annað: a)
að rétta einhverjum (litla) fingur (gefa
einhverjum færi á sér eða sinna lítilli bón,
en fá yfir sig meira síðar, sem sagt: láta alla
höndina eins og Týr forðum); og b) að
lyfta ekki (litla) fingri (veita ekki minnstu
hjálp). Gætum við kannski blásið lífi í orð-
takið„að gefa einhverjum langt nef“ (en
sleppt þó öllum handahreyfingum)? Það
er að vísu þýtt úr útlensku líka (sbr.
þýsku: jemandem eine lange Nase mac-
hen), og ekki gamalt í málinu eftir því sem
Jón G. Friðjónsson segir í þeirri stórmerku
bók, Mergur málsins, þar sem hann skýrir
merkingu og uppruna orðtaka.
Lítum nú á þrjú óskyld atriði.
a) Oft heyrist sagt: „hundruðir
manna“. Þar með hafa menn sett orðið
hundrað í kvenkyn (í fleirtölunni). Hefðin
mælir með hvorugkyninu: Þarna voru
hundruð manna saman komin (ekki
„hundruðir“ manna saman komnar). Þeir
sem tala um „hundruðir“ eru sennilega
undir áhrifum frá orðinu þúsund sem er
bæði notað í hvorugkyni og kvenkyni
(mörg þúsund/margar þúsundir). Margir
munu eflaust segja að þetta sé „eðlileg
þróun“.
b) Ofnotkun vissra orða er áberandi.
Eiríkur Jónsson frá Prestbakka fór eitt
sinn yfir texta sem ég hafði þýtt og benti
mér á að ég gæti til tilbreytingar sagt
„umfram allt“ í stað „fyrst og fremst“.
Hann sagði mér líka að ég mætti stundum
setja „augum litið“ í stað „séð“: „Fegursta
fjall sem ég hef augum litið.“ Kannski ör-
lítið upphafinn stíll, en í anda innihaldsins
hér. Við vorum svo sammála um að það
væri tilgerðarlegt að „berja eitthvað aug-
um“ eins og sumir hafa gert til að líkjast
Laxness.
c) „Ég er að borda,“ sagði stúlka í far-
símann sinn á flugvellinum. Hún var í
þann veginn að ganga um borð. Þarna er
þá eins og gamli rd-framburðurinn sé
kominn aftur: nordan hardan gerdi gard.
Og enn að öðru: Í eftirfarandi vísu eru
sennilega fleiri t en dæmi eru um:
Eitt sinn þeyttust út um nótt
átta kettir hratt og létt.
Tuttugu rottur títt og ótt
tættu og reyttu á sléttri stétt.
Leikum við börnin og látum þau telja
t-in. Hjálpum þeim síðan að yrkja hlið-
stæða vísu með s-um eða n-um.
Og til að blanda mér í vinsæla um-
ræðu í samfélaginu vísa ég að lokum í bréf
frá árinu 1895 þar sem Stefán Stefánsson
náttúrufræðingur skrifar Valtý Guð-
mundssyni (tökum í leiðinni eftir áhrifum
dönskunnar): „Og svo hef ég heyrt að
Tobba tanta [Þorbjörg Sveinsdóttir, föð-
ursystir Einars Benediktssonar] karakter-
iseri þitt pólitíska stand svo, „að þú sért
sokkinn svo svívirðilega djúpt í stjórn-
arskrármálinu að þú standir með annan
fótinn í rassgatinu á andskotanum“.“
Besserwisser =
spakvitringur
’
Gætum við kannski
blásið lífi í orðtak-
ið„að gefa ein-
hverjum langt nef“ (en
sleppt þó öllum handa-
hreyfingum)?
Er tilgerðarlegt að tala um að „berja eitthvað augum“ til að líkjast Laxness?
Morgunblaðið/Einar Falur
Tungutak
Baldur Hafstað
baldurh@hi.is
Þ
að gefst ekki mikill tími í samtöl
þegar listamaðurinn Ólafur Elí-
asson er annarsvegar. Eina
stundina er hann á hinum enda
línunnar á Reykjanesbrautinni, aðra í
fundarherberginu í i8 galleríi og loks ber-
ast símaskilaboð um morguninn eftir
þegar mesti hasarinn er yfirstaðinn. Á
fimmtudag gaf hann Listasafni Íslands
verk, samsett úr ljósmyndum af bílum
föstum í ám, sem hann fékk frá Íslend-
ingum. Í tilefni af því var opnuð sýning á
verkum hans í Listasafninu. Og má segja
að viðtalið sé samsett eins og ljós-
myndasýningin í Listasafni Íslands.
Reykjanesbraut
„Eitt af mínum fyrstu ljósmyndaverkum
var brúasería, sem ég gerði árið 1993,“
segir hann undir stýri á Reykjanesbraut-
inni. „Þá keyrði ég um landið og myndaði
brýrnar, aðallega á hringveginum. Þegar
ég fór síðan að ferðast um hálendið, þá
voru brýrnar þar enn færri en nú, og ég
þurfti að komast yfir árnar. Eins og allir
vita er aðalatriðið að stoppa ekki úti í
miðri á. Þannig kynntist ég því, að sitja í
bíl og fylgjast með því hvernig aðrir
keyrðu. Það er fróðlegt að fylgjast með
þeirri menningu á hálendinu – hverjir
kunna að keyra í á og hvaða leið þeir
fara.“
Og árnar gegna margvíslegu hlutverki.
„Ef litið er á þær sögulega, þá er landi oft
skipt niður með því að nota árnar sem
landamörk, til dæmis á milli hreppa og
sveita – að fara yfir á er að fara úr einu
landi yfir í annað,“ segir Ólafur. „En það
hefur alltaf verið torvelt að komast yfir ár.
Áður fyrr var horft til þess, hver kæmist
yfir Þjórsá á hestbaki. Það má segja, að
þetta sé skemmtileg hlið á hugmyndinni
um menningu andspænis náttúru –
hvernig við erum enn að glíma við nátt-
úruna. Við erum bara komin á stærri
hesta.“
Þegar Ólafur auglýsti eftir ljósmyndum
stóð ekki á viðbrögðum. „Það er gaman
að sjá, að fólk tekur alltaf myndir þegar
illa gengur hjá öðrum,“ segir hann glett-
inn í bragði. „Þá er alltaf til staðar ljós-
myndari og honum leiðist ekkert að sjá
annan bíl fastan úti í á. Ég fékk sumar af
myndunum sendar og fólkið sem hafði
tekið þær var auðvitað ekki fólkið í bíl-
unum!“
Og myndirnar eru fjölbreyttar, ýmist
gamlar eða nýjar, af jeppum og fjalla-
bifreiðum af öllum stærðum og gerðum;
stundum er sem árnar eða fljótin hafi
gripið bílana í tröllslegar krumlur sínar,
en á öðrum hefur ísinn kannski brostið
undan þeim. „Þetta er lítil sería, sem sýn-
ir á skemmtilegan hátt, því það er húmor
í þessum myndum, stórbrotið landslag,
mikla vatnavexti, hrikaleg fjöll og stóra
bíla sem hallast út á hlið eða eru nánast á
hvolfi úti í á.“
Þegar Ólafur sýndi ljósmyndirnar í
New York í fyrra, þá upplifðu áhorfendur
þær með öðrum hætti en Íslendingar eiga
að venjast. „Gestir sýningarinnar í New
York skildu ekki af hverju Íslendingar
voru að keyra út í á. Þeir héldu að þeir
hefðu lent í árekstri eða misst bílinn út af
veginum og kastast langt, langt út í ána.
Ég þurfti að skýra þetta út: „Nei, nei, það
þykir eðlilegt á Íslandi að keyra út í á.“
Þetta var í fyrra, Ísland hafði verið mikið í
fréttum, þannig að sumir kinkuðu kolli:
„Nú já, þykir það ekkert skrýtið. Hvað er
eiginlega í gangi þarna!?“ Ég hafði gaman
af því.“
Það var líka skemmtilegt að safna
myndunum saman, að sögn Ólafs. „Sumir
sendu myndir og aðrir vildu ekki senda
þær, því þeim fannst ekki gaman að sýna
bíla fasta úti í á. En mitt framlag fólst bara
í því að miðla myndunum áfram. Kannski
það flokkist sem alþýðulist, þar sem fólk-
ið sjálft hefur tekið myndirnar. Ég bjó
bara til umgjörðina og síðan er þetta
komið upp á vegg. Það má segja að ég hafi
aðstoðað við að færa verkið frá fólki til
listasafns. Ég ætla að gefa listasafninu
verkið og nú eru myndirnar þar til sýnis,
35 skemmtilegar myndir, sem eru ólíkar á
marga vegu.“
Bent hefur verið á að ljósmyndir af
jeppum, sem sitja fastir í ám, séu að
mörgu leyti táknrænar fyrir hrunið, hvort
sem horft sé til þeirra ógangna sem bank-
arnir rötuðu í eða þeirrar flóðbylgju reiði
sem fylgdi í kjölfarið.
„Þetta hefur verið nefnt áður og auð-
vitað er það satt. En þegar ég byrjaði á
þessari hugmynd, þá gekk allt vel á Ís-
landi. Þannig séð var verkið ekki við-
brögð við hruninu. Auðvitað má halda því
fram, að Ísland sé fast úti í á. En maður
verður að gæta sín, því það er meira
spunnið í verkið en það – það má ekki
„Við erum
bara komin á
stærri hesta“
Ólafur Elíasson sótti efnivið myndaraðar af bíl-
um sem sitja fastir í ám í myndaalbúm Íslend-
inga. Hann gaf Listasafni Íslands verkið og var
sýning á því opnuð í lok vikunnar. Hér ræðir
hann um list, bíla og ár, hálendið, ferðalögin og
sitthvað fleira.
Pétur Blöndal pebl@mbl.is
Lesbók