SunnudagsMogginn - 19.09.2010, Blaðsíða 27

SunnudagsMogginn - 19.09.2010, Blaðsíða 27
19. september 2010 27 K úrekahattar, silfruð vesti, taktföst tónlist og fætur sem hreyfast. Reglulega hittist hópur fólks – aðallega kvenna – til að dansa línudans. Þótt um sé að ræða hópdans er hver og einn dansari óháður hinum, sem er kannski lykillinn að þeim vinsældum sem línudansinn nýtur. Línudansinn á rætur sínar að rekja til Bandaríkjanna og var upphaflega dans- aður við kántrítónlist, en nú er dansað við nánast alla tegund tónlistar að sögn Óla Geirs Jóhannessonar, danskennara sem er með nokkra hópa línudansara á sínum snærum. „Stærsti hópurinn sem mætir í dag er fólk sem hefur gaman af því að dansa en vantar dansfélaga. Þarna eru líka þeir sem hafa kynnst þessari teg- und af dansi og vilja stýra sér sjálfir, enda hafa þeir getuna, tæknina og þörfina til þess.“ Óli Geir heldur upp á 30 ára starfs- afmæli sem danskennari um þessar mundir, en 15 ár eru síðan hann hálfpart- inn „lenti í“ línudansinum. „Þetta var bara verkefni sem ég tókst á hendur og hefur verið mjög skemmtilegt enda er mjög gaman að þessum kúltúr. Dansinn er í raun fyrst og fremst önnur hlið á músíkstefnunni, kántrítónlistinni, og þetta tengist henni því mikið. Upp- haflega dressaði fólk sig líka upp þegar það hittist til að dansa – kom sérstaklega í vestum, gallabuxum og með hatta þegar það mætti á böll. Það var fólk sem hafði áhuga á þessum kúrekakúltúr og amer- íska kántrílífsstílnum.“ Í dag eru búningarnir hins vegar meira til gamans. „Það hafa verið ótrúlega miklar framfarir í línudansinum síðustu fimmtán ár,“ heldur Óli Geir áfram. „Stærsti hópurinn sem ég er með eru konur á miðjum aldri, og margar þeirra byrjuðu hjá mér fyrir tíu árum eða svo, en hafa haldið þessu áfram síðan.“ Dansað eftir getu og hraða Hann segir línudansinn henta fólki á öll- um aldri. „Hver og einn dansar einfald- lega eftir sinni getu. Ég er t.d. með 70 eldri borgara í Kópavogi í þremur hóp- um, og þar dansa hóparnir í takt við hraða og getu hvers hóps fyrir sig.“ Hann segir ómögulegt að segja hversu margir stundi línudans með reglulegum hætti. „Ég er með um 150 manns í línudansi en það eru fleiri hópar, bæði á höfuðborg- arsvæðinu og úti á landsbyggðinni.“ Stærsti hvatinn til danssporanna er fé- lagsskapurinn að hans sögn. „Í gegn um aldirnar hefur dans fært fólk saman og fyrirbærið dansleikur var búið til þannig að fólk með sama áhugamál hefði tæki- færi til að hittast. Yfirleitt er það þannig þar sem dans er annars vegar – fólk kem- ur ekki bara til að dansa heldur líka til að upplifa félagsskapinn, músíkina og ánægjuna. Og línudans er alveg stórkost- legt form til að hittast og vera saman.“ „Það hafa verið ótrúlega miklar framfarir í línudansinum síðustu fimmtán ár,“ segir Óli Geir sem sýnir hér stúlkunum sporin. Morgunblaðið/Ómar Hattur og vesti eru til hátíðarbrigða. Upphaflega vildu línudansarar upplifa tónlistina og lífsstílinn sem línudansinn tengist. Línudansinn hentar fólki á öllum aldri enda dansar hver hópur í takt við eigin getu og hraða. Stærsti hópurinn eru konur sem hafa dansað hjá Óla Geir í um áratug og haft gaman að. Dansað að hætti kúreka Stórir hópar fólks á öllum aldri stunda línudans, þar sem hver og einn er sinn eigin herra en nýtur um leið þess að leggja sitt á vogarskálarnar við sjóðheit, samræmd kántríspor. Bergþóra Njála Guðmundsdóttir ben@mbl.is Dansinn er í raun fyrst og fremst önnur hlið á mús- íkstefnunni, kántrítónlist- inni, og þetta tengist henni því mikið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.