SunnudagsMogginn - 19.09.2010, Síða 27

SunnudagsMogginn - 19.09.2010, Síða 27
19. september 2010 27 K úrekahattar, silfruð vesti, taktföst tónlist og fætur sem hreyfast. Reglulega hittist hópur fólks – aðallega kvenna – til að dansa línudans. Þótt um sé að ræða hópdans er hver og einn dansari óháður hinum, sem er kannski lykillinn að þeim vinsældum sem línudansinn nýtur. Línudansinn á rætur sínar að rekja til Bandaríkjanna og var upphaflega dans- aður við kántrítónlist, en nú er dansað við nánast alla tegund tónlistar að sögn Óla Geirs Jóhannessonar, danskennara sem er með nokkra hópa línudansara á sínum snærum. „Stærsti hópurinn sem mætir í dag er fólk sem hefur gaman af því að dansa en vantar dansfélaga. Þarna eru líka þeir sem hafa kynnst þessari teg- und af dansi og vilja stýra sér sjálfir, enda hafa þeir getuna, tæknina og þörfina til þess.“ Óli Geir heldur upp á 30 ára starfs- afmæli sem danskennari um þessar mundir, en 15 ár eru síðan hann hálfpart- inn „lenti í“ línudansinum. „Þetta var bara verkefni sem ég tókst á hendur og hefur verið mjög skemmtilegt enda er mjög gaman að þessum kúltúr. Dansinn er í raun fyrst og fremst önnur hlið á músíkstefnunni, kántrítónlistinni, og þetta tengist henni því mikið. Upp- haflega dressaði fólk sig líka upp þegar það hittist til að dansa – kom sérstaklega í vestum, gallabuxum og með hatta þegar það mætti á böll. Það var fólk sem hafði áhuga á þessum kúrekakúltúr og amer- íska kántrílífsstílnum.“ Í dag eru búningarnir hins vegar meira til gamans. „Það hafa verið ótrúlega miklar framfarir í línudansinum síðustu fimmtán ár,“ heldur Óli Geir áfram. „Stærsti hópurinn sem ég er með eru konur á miðjum aldri, og margar þeirra byrjuðu hjá mér fyrir tíu árum eða svo, en hafa haldið þessu áfram síðan.“ Dansað eftir getu og hraða Hann segir línudansinn henta fólki á öll- um aldri. „Hver og einn dansar einfald- lega eftir sinni getu. Ég er t.d. með 70 eldri borgara í Kópavogi í þremur hóp- um, og þar dansa hóparnir í takt við hraða og getu hvers hóps fyrir sig.“ Hann segir ómögulegt að segja hversu margir stundi línudans með reglulegum hætti. „Ég er með um 150 manns í línudansi en það eru fleiri hópar, bæði á höfuðborg- arsvæðinu og úti á landsbyggðinni.“ Stærsti hvatinn til danssporanna er fé- lagsskapurinn að hans sögn. „Í gegn um aldirnar hefur dans fært fólk saman og fyrirbærið dansleikur var búið til þannig að fólk með sama áhugamál hefði tæki- færi til að hittast. Yfirleitt er það þannig þar sem dans er annars vegar – fólk kem- ur ekki bara til að dansa heldur líka til að upplifa félagsskapinn, músíkina og ánægjuna. Og línudans er alveg stórkost- legt form til að hittast og vera saman.“ „Það hafa verið ótrúlega miklar framfarir í línudansinum síðustu fimmtán ár,“ segir Óli Geir sem sýnir hér stúlkunum sporin. Morgunblaðið/Ómar Hattur og vesti eru til hátíðarbrigða. Upphaflega vildu línudansarar upplifa tónlistina og lífsstílinn sem línudansinn tengist. Línudansinn hentar fólki á öllum aldri enda dansar hver hópur í takt við eigin getu og hraða. Stærsti hópurinn eru konur sem hafa dansað hjá Óla Geir í um áratug og haft gaman að. Dansað að hætti kúreka Stórir hópar fólks á öllum aldri stunda línudans, þar sem hver og einn er sinn eigin herra en nýtur um leið þess að leggja sitt á vogarskálarnar við sjóðheit, samræmd kántríspor. Bergþóra Njála Guðmundsdóttir ben@mbl.is Dansinn er í raun fyrst og fremst önnur hlið á mús- íkstefnunni, kántrítónlist- inni, og þetta tengist henni því mikið.

x

SunnudagsMogginn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.