SunnudagsMogginn - 19.09.2010, Blaðsíða 45

SunnudagsMogginn - 19.09.2010, Blaðsíða 45
19. september 2010 45 Lífsstíll B ækur eru veikleiki minn eins og sést á yf- irfullum bókaskápnum heima hjá mér. Þessi veikleiki hefur sjálfsagt alltaf verið til staðar og löngum hefur mér fundist að jólin kæmu ekki nema ég fengi í það minnsta eina bók í jólagjöf. Veikleikinn tók hins vegar að ágerast upp úr tvítugu og eig- inlega að breytast í nokkurs konar fíkn. Þá fór það að gerast æ oftar að ég fór út til að kaupa mér einhverja flík sem mig vantaði en fann ekkert og kom í stað- inn heim með einhvern doðrantinn eða þá eitthvað fyrir heimilið. Ástandið varð sérstaklega slæmt þegar ég bjó er- lendis og tókst að þefa upp allar bóka- útsölur og lagersölur sem haldnar voru. Bókafjallið óx og dafnaði, fyllti bóka- hillur, náttborð og skrifborð og endaði á gólfinu. Að- alvandamálið tók þó við þegar flutt var á milli borga og ég tala nú ekki um á milli landa. Þá svitnaði ég og bylti mér í svefni yfir þeim sem ég varð að láta af hendi en vandamálið var orðið svo slæmt að eitthvað varð undan að láta. Svo flutti ég með allt hafurtaskið heim og byrj- aði að safna upp á nýtt. Nú finnst mér mjög gaman að finna gamlar og skondnar bækur og er alltaf á höttunum eftir einhverju skrýtnu. Nýlega var ég í Kolaportinu og lenti þar á spjalli við vinalegan bóksala sem ég keypti hjá hina merku bók Heilsufræði ungra kvenna. Þar má finna mjög svo þarfar upplýsingar fyrir ungar konur eins og um það hvernig best sé að velja föður að börnum sín- um. Á 900 krónur fannst mér ég hafa gert reyfarakaup og bóksalinn sagði mér að koma svo við aftur einn daginn til að kíkja í skápinn. Þar væru alltaf að bætast við undarlegar bækur. Ég mun örugglega taka hann á orðinu einn dag- inn og halda áfram að bæta við nýjasta hauginn. Það er nefnilega ekkert grín að vera bókaormur svo ekki sé talað um þegar áhugi á ýmiskonar gömlum og furðulegum hlutum bætist þar ofan á. Ég er hætt að berjast á móti veikleik- anum í dag en reyni að forðast staði sem ég veit að verða mér hættulegir. Það er að segja staði þar sem finna má forvitnilegar bækur á of góðu verði. Stundum ræð ég samt bara ekki við og finnst alltaf jafn skemmtilegt að bæta við nýrri í safnið. Einn daginn eignast ég svo bara vonandi íbúð eða hús þar sem ég get innréttað bókaherbergi og látið fara vel um allar gersemarnar sem ég hef sankað að mér. Þá munu bækurnar allar fá sitt pláss og ég get hætt að sofa illa yfir því að þurfa hugsanlega að gefa einhverjar þeirra frá mér. Bókafjall sem stækkar Lestur bóka vekur með manni forvitni, fræðir mann og skemmtir. Fátt er notalegra en að sitja inni með góða bók í haustrigningunni. María Ólafsdóttir maria@mbl.is ’ Nýlega var ég í Kolaportinu og lenti þar á spjalli við bóksala sem ég keypti hjá hina merku bók Heilsufræði ungra kvenna. Fyrir bókaorma og áhugafólk um bókafólk ætti í raun að vera skyldumæting á menningarhátíðina Kultur Festival í Stokkhólmi sem haldin er í borginni í ágúst ár hvert. Hátíðin endar nefnilega á því að allri Dronn- inggatan eins og hún leggur sig er breytt í bókamarkað og hlýtur það að teljast með stærstu bókamörkuðum heims. Á markaðnum er að finna bækur úr ótal ólíkum flokkum og ætti að reynast áhugasömum auðvelt að rölta um og sökkva sér ofan í litríka bókakili sem þar er að finna. Götu breytt í markað Stokkhólmur er draumastaður bókaorma í ágúst. Það blundar í okkur mörgum að lesa ekki einungis bækur heldur líka að prófa að skrifa eina sjálf. Í því tilfelli getur verið mjög gott að fara á námskeið í skapandi skrif- um eða öðru álíka sem hjálpar fólki við að taka fyrsta skrefið. Síðan er um að gera að safna hugmynd- unum sínum saman á einn stað í bók eða á tölvuna. Þannig týnast þær ekki eða gleymast en það er jú afar svekkjandi að týna afbragðs góðri hugmynd. Eins er mikilvægt að vera ekki feiminn og leyfa öðrum að skoða það sem maður skrifar. Það verður að þjálfa vilji maður einhvern tímann geta leyft algjörlega ókunnug- um lesendum að lesa. Á netinu eru líka til rithringir þar sem hægt er að setja inn ljóð og sögur og um að gera að nýta sér tæknina til að prófa sig áfram. Svo er um að gera að skrifa sem mest og æfa sig og líka að koma aftur að einhverju sem maður byrjaði á en var ekki ánægður með og gat ekki klárað. Þannig vilja oft bestu textarnir verða til. Rithöfundur kemur upp úr skúffunni Tölvutæknin auðveldar ritstörfin í dag. Morgunblaðið/Arnaldur Laugh, Cry, Eat Some Pie: A Down-to- Earth Recipe for Living Mindfully er hnyttinn og skemmtilegur titill á nýrri bók eftir Deanna Davis en bókin er sambland af sjálfshjálpar- og upp- skriftabók. Bráðnuð súkkulaðibaka Í bókinni blandar höfundurinn sinni eigin lífsspeki og annarra í léttum dúr saman við bökuuppskriftir. Líkt og með uppskriftir fer það síðan eftir smekk fólks hvort því líkar við slíka bók. Davis er fyrirlesari og hefur hald- ið smiðjur tengdar þessu málefni en hún hefur áður gefið út tvær sjálfs- hjálparbækur. Davis heldur því fram að, líkt og lífið, snúist bökubakstur um það að blanda saman hráefnum sem ekki eru endilega góð ein og sér og gera þannig úr þeim eitthvað góm- sætt. Hún mælist til þess að fólk nýti sér hlátur, vináttu og meðvitaða virkni í lífinu til að komast í gegnum erfið tímabil. Hverju viðfangsefni í bókinni fylgir viðeigandi uppskrift af svipuðum toga eins og Chocolate Meltdown Pie en í bókinni leikur höfundur sér líka mjög að orðaleikjum í tengslum við mat og andlega heilsu. Bókin er mjög á léttu nótunum sem kannski hentar ekki öll- um en hún er gæti verið forvitnileg fyr- ir mataráhugafólk í leit að sjálfu sér. Í það minnsta má þá alla vega nota uppskriftirnar til að baka sér eitthvað gott. Sjálfshjálpar- bakstur Líkt og lífið snýst bökubakstur um það að gera eitthvað gott úr ólíkum hráefnum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.