SunnudagsMogginn - 19.09.2010, Blaðsíða 26

SunnudagsMogginn - 19.09.2010, Blaðsíða 26
26 19. september 2010 Þ að vakti athygli íslenzks vís- indamanns, sem er nýkominn úr ferð til Kína, að einu gilti við hverja hann talaði, hálærða kollega sína eða manninn á götunni, allir virtust stefna að einu og sama marki. Tal- ið er að Kína verði mesta efnahagsveldi heims innan tveggja áratuga. Fyrir allmörgum árum spurði ég þá- verandi sendiherra Ísraels á Íslandi, hvernig hann mundi lýsa gyðingum. Hann svaraði: ef 10 gyðingar sitja í kring- um borð deila þeir hart hver við annan og engir tveir eru sammála. Ef einhver kem- ur utan frá og veitist að þeim snúa þeir umsvifalaust bökum saman gegn þeim hinum sama. Við Íslendingar stefnum augljóslega ekki að einu og sama marki. Við deilum hart innbyrðis en sameinumst ekki þó að okkur sé vegið utan frá. Það eru alltaf einhverjir í okkar hópi, sem standa með andstæðingum okkar, eins og skýrt hefur komið í ljós í sögu okkar allri. Í Sögu Íslands, sjöunda bindi, segir Helgi Þorláksson um það, sem úrskeiðis fór á 17. öldinni: „Það fer ekki á milli mála, að Íslend- inga skorti samtakamátt til að sporna við dönsku valdi. Íslenzkir höfðingjar áttu jafnan í deilum og voru ofurseldir dönsk- um yfirvöldum, sem skömmtuðu þeim embætti.“ Hefur nokkuð breytzt? Sundrung þjóðarinnar og sundurlyndi endurspeglast í viðbrögðum við hruninu og nær hámarki í umræðum um skýrslu þingmannanefndarinnar og tillögur hennar um að draga nokkra fyrrverandi ráðherra fyrir landsdóm. Sennilega eru mestu mistök okkar að hafa ekki lagt áherzlu á að skapa víðtæka pólitíska samstöðu strax eftir hrun. Í stað þess að leggja áherzlu á að sameina þjóðina hefur henni skipulega verið sundrað með ESB- umsókninni og með Icesave-málinu. Og nú er augljóslega allt að springa í loft upp á Alþingi vegna landsdómsmálsins. Stjórnmálaflokkar breytast stundum í forarpytti, þegar mikil átök verða innan þeirra. Nú er þann forarpytt að finna í Samfylkingunni. Ég hef ekki trú á því að íslenzku þjóð- inni sé í mun að koma fram refsiábyrgð á hendur ráðherrum í þeirri ríkisstjórn, sem sat hér í aðdraganda hrunsins. Hins vegar held ég að það skipti meginmáli, að þjóðin verði sátt við niðurstöður þess uppgjörs, sem nú stendur yfir um að- draganda og ástæður hrunsins. Verði það ekki, komust við ekkert áfram við að byggja upp nýtt samfélag á grunni feng- innar og erfiðrar reynzlu. Þess vegna verða þeir, sem ábyrgð báru að axla þá ábyrgð með einhverjum hætti. Íslenzka þjóðin hefur lifað af margvíslegar hörmungar. Við höfum lifað af nátt- úruhamfarir í ellefu hundruð ár, eldgos, snjóflóð. Við höfum lifað af sjúkdómsfar- aldra, mannfall, aflabrest, verðfall á af- urðum okkar á erlendum mörkuðum. Við hamfarir af því tagi verður ekki ráðið. Hrunið má hins vegar telja fyrstu ham- farir beinlínis af mannavöldum frá því að Ísland byggðist, að fullveldisafsali und- anskildu. Þess vegna verður að gera það upp með opnum og gagnsæjum hætti og eins og lög landsins segja til um. Nú má vel vera, að lögin um ráðherraábyrgð og landsdóm séu úrelt og þess vegna ekki nothæf. Sumir úr hópi yngri kynslóðar lögfræðinga hafa fært rök að því. Aðrir lögvísindamenn eru þeim ekki sammála. Þennan þátt málsins hefði þurft að ræða fyrr. Jónína Michaelsdóttir, sú vísa kona, segir í grein í Fréttablaðinu sl. þriðjudag: „Með allri virðingu fyrir alþingis- mönnum þá eru þeir óhæfir til þess að dæma um sekt eða sakleysi samþings- manna sinna og beinlínis ósæmilegt að leggja það til.“ Það er mikið til í þessu, ekki sízt í ljósi þess, að sumir núverandi þingmanna sátu á Alþingi síðustu ár og höfðu ekki frumkvæði að því sjálfir að krefjast að- gerða af hálfu stjórnvalda. En lög eru lög, þótt þau séu frá 1905 en hafa að vísu verið endurskoðuð síðan. Eigi ekki að beita þeim á þeirri forsendu að þau séu úrelt verður slík ákvörðun ekki tekin nema að undangengnum mjög ítarlegum um- ræðum á Alþingi og úti í samfélaginu, sem leiði til víðtækrar sáttar um slíka niðurstöðu. Sumir óttast að verði einhverjir fyrr- verandi ráðherrar ákærðir fyrir lands- dómi nú muni fleira fylgja í kjölfarið. Í því sambandi er bent á að núverandi rík- isstjórn hafi gert samninga við erlend ríki, sem lagt hefðu gífurlegar byrðar á almenning, ef þeir hefðu orðið að veru- leika, án þess að efnisleg rök væru fyrir slíkri samningagerð í alþjóðlegum samn- ingum, sem við erum aðilar að. Spurt er, hvort sú gerð geti ekki fallið undir ákvæði laga um ráðherraábyrgð. Þær umræður, sem nú þegar hafa farið fram í kjölfar skýrslu þingmannanefnd- arinnar benda til þess, að áður en nokkr- ar ákvarðanir eru teknar um ákærur á hendur einstökum fyrrverandi ráðherr- um þurfi að ræða hina lagalegu hlið málsins út í yztu æsar. Sumir þeirra lög- fræðinga, sem talað hafa fyrir þeirri skoðun, að lögin um landsdóm séu úrelt segja, að hugsanleg brot fyrrverandi ráð- herra eigi að fá sömu meðferð í réttar- kerfinu og önnur brot sem talin eru sak- næm. Er víst að sú aðferð sé réttlátari? Umræður um hina efnislegu hlið máls- ins, þ.e. hvort tilefni sé til að ákæra fyrr- verandi ráðherra eða ekki, geta ekki farið fram af nokkru viti fyrr en skýr nið- urstaða liggur fyrir um málsmeðferð. Það væri hörmulegt ef meðferð og af- greiðsla þessa máls á Alþingi yrði til þess að auka enn á sundurlyndi og sundrungu íslenzku þjóðarinnar. Þess vegna er hyggilegt að ræða alla þætti málsins í botn áður en endanleg ákvörðun er tek- in. Þess vegna á ekki að hraða afgreiðslu þessa máls. Hamfarir af mannavöldum Af innlendum vettvangi … Styrmir Gunnarsson styrmir@mbl.is A ndsog áhorfenda fylltu salinn. Þeir biðu í of- væni eftir að hann kæmi úr kafinu. Var hon- um óhætt eða hafði hann orðið fyrir hnjaski? Óhappið þegar Greg Louganis, fremsti dýfir heims, rak hnakkann í stökkbrettið í undanrásum dýf- ingakeppni Ólympíuleikanna í Seoul 1988 er með þeim eftirminnilegri frá þessu stærsta íþróttamóti heims í seinni tíð. Milljónir áhorfenda um allan heim fundu til með kappanum á þessum degi fyrir 22 árum. Louganis var að reyna hálfþrefalt heljarstökk aftur á bak þegar hann rak höfuðið í þriggja metra brettið. Til allrar ham- ingju var hann ekki að stökkva af tíu metra pallinum, þá hefði höggið orðið ennþá verra. Öllum til léttis kom Louganis fljótt úr kafinu. Hann synti að stiganum upp úr lauginni og vippaði sér upp á bakkann. Þar fór hins vegar ekkert milli mála að hann var sár, blóð draup úr hnakkanum og dýfirinn var reik- ull í spori. Honum var strax komið undir læknishendur. Gert var að sárum hans til bráðabirgða en Louganis harðneitaði að fara á spítala fyrr en keppni í undan- rásum væri lokið. 35 mínútum eftir óhappið var hann því mættur aftur á brettið og lauk keppni með stæl. Tryggði sér sæti í úrslitum dýfingakeppninnar. Að því búnu féllst hann á að fara á spítala, þar sem hann var greindur með vægan heilahristing, auk þess sem sauma þurfti fimm spor í hnakkann. „Ég áttaði mig ekki á því hvað ég var nálægt brett- inu,“ rifjaði Louganis upp síðar. „Mér krossbrá þegar ég rak höfuðið í það. En í raun var höggið þyngra fyrir stoltið en höfuðið.“ Nokkrum dögum síðar mætti Louganis galvaskur til leiks og varði fyrstur manna gullið í dýfingum af þriggja metra bretti sem hann hafði fyrst unnið í Los Angeles fjórum árum áður. Hann gerði slíkt hið sama í keppni á tíu metra palli. Enginn dýfir komst með tærnar þar sem Greg Louganis hafði hælana á þessum árum. Var HIV-smitaður þegar slysið varð Umfjöllun um atvikið blossaði upp aftur sex árum síðar þegar Louganis, sem er samkynhneigður, upplýsti í sjónvarpsviðtali við Barböru Walters að hann væri HIV- jákvæður og hefði verið greindur þegar slysið varð. „Ég var logandi hræddur um að valda fleira fólki skaða og langaði að vara Puffer lækni við en fraus hreinlega og gerði það ekki,“ sagði hann í endurminningum sínum árið 1995 en Puffer þessi læknir gerði upphaflega að sár- um hans án þess að notast við hanska. „Á þessum tíma- punkti var allt í flækju, HIV-smitið, áfallið og skömmin af því að hafa rekið höfuðið í. Að mér læddist sá hræði- legi grunur að ferli mínum væri lokið.“ Puffer læknir var upplýstur um smit Louganis árið 1995 og lét þá rannsaka sig. Til allrar hamingju reyndist hann HIV-neikvæður. Endurminningar Louganis, Breaking the Surface, urðu metsölubók í Bandaríkjunum og upp úr þeim var gerð sjónvarpsmynd með sama nafni árið 1996. Mario nokkur Lopez fór þar með aðalhlutverkið. Louganis er orðinn fimmtugur. Hann er af samósku og sænsku foreldri en var ættleiddur af grísk-amerískum foreldrum og óx úr grasi í Kaliforníu, gekk meðal annars í grunnskóla sem heitir því ágæta nafni Valhöll. Loug- anis setti sundskýluna í skúffuna fljótlega eftir Ólymp- íuleikana í Seoul og hefur fengist við eitt og annað síðan. Lék meðal annars hlutverk í nokkrum kvikmyndum, þeirra kunnastar eru víst Touch Me (1997) og Waterco- lors (2008), ef það hringir einhverjum bjöllum. Í dag eiga hundar hug Louganis allan og keppa mál- leysingjarnir hans, Dr. Schivago, Captain Woof Blitzer og Dobby, reglulega í hundafimi. Engum sögum fer af hæfni þeirra. Louganis hefur ritað bók um hundahald ásamt Betty nokkurri Sicora, For the Life of Your Dog. orri@mbl.is Louganis lemur höfðinu við brettið Bandaríkjamaðurinn Greg Louganis á hátindi ferils síns. ’ Á þessum tíma- punkti var allt í flækju, HIV- smitið, áfallið og skömmin af því að hafa rekið höfuðið í. Að mér læddist sá hræðilegi grunur að ferli mínum væri lokið. Á þessum degi 19. september 1988 Nú eiga hundar hug kappans allan. Louganis rekur höfuðið í stökkbrettið á Ólympíuleikunum í Seoul.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.