SunnudagsMogginn - 19.09.2010, Blaðsíða 20

SunnudagsMogginn - 19.09.2010, Blaðsíða 20
B örnin eru ein augu. Ætla ekki að missa af neinu sem á daga þeirra Karlssona drífur á sviði Kúlunnar í Þjóðleikhúsinu. Ýmsir kynlegir kvistir verða á vegi Karlssona, svo sem furðufugl í rjóðri sem pantar tvöfalda vitleysu með stórum skammti af dellu. Unga kynslóðin hlær. Einnig koma við sögu þeir kumpánar Trítill Snáði Smárason og Lítill Minni Minnstason, auk fugls sem heitir því ágæta nafni Fuglinn minn. Þegar sögunni vindur fram reynast þeir Karli yngsta Karlssyni betri en enginn og forða honum undan tönn tröllskess- unnar ógurlegu Truntu Sólar sem lagt hafði sér eldri bræður hans tvo og nafna til munns. Börnin eiga líka sinn þátt í lífgjöf Karls en þau hrópa eins og lungun leyfa þegar hann biður þau á ögurstundu um að hjálpa sér að kalla á vinina. Von- andi hefur Þjóðleikhúsið ekki verið með kveikt á desibilamælum á þeirri stundu, þá verða þeir vísast ekki notaðir aftur. Börnin lifa sig inn í sýninguna og verður ekki um sel þegar Tóbías í turninum les veðurfréttir, þar sem fram kemur að óveður sé í aðsigi í Þjóðleikhúsinu og gestir beðnir að halda kyrru fyrir í sætum sínum. Einhver andlit stara spyrjandi á kennarana. Boðskapurinn í sögunni fer ekki framhjá börn- unum, séu menn ókurteisir og nískir getur farið illa. Annað árið í röð býður Þjóðleikhúsið leik- skólabörnum í elstu deildum í heimsókn í leikhúsið með kennurum sínum, til að fræðast um leikhúsið og kynnast töfraheimi þess. Að þessu sinni er spunnið og leikið út frá gamla ævintýrinu Karlsson, Lítill, Trítill og fuglarnir. Öllum leikskólum á höfuðborgarsvæðinu er boðið og, að sögn Friðriks Friðrikssonar leikstjóra, eru fimmtíu sýningar fyrirhugaðar, þrjár á dag. Í fyrra fengu börnin að sjá ævintýrið um Búkollu en Friðrik segir upplagt að vinna með ævintýrin enda leggi flestir leikskólar mikið upp úr þeim í sínu starfi. „Þetta er hluti af uppeldinu en börnin þurfa að gera sér grein fyrir því að leikhúsið er annað en sjónvarp og tölvuleikir,“ segir Friðrik en þetta er í sumum til- fellum fyrsta leikhúsupplifun barnanna. Að sýningu lokinni fá börnin að skoða sviðið og á bak við í fylgd leikaranna í sýningunni, Baldurs Trausta Hreinssonar og Lilju Guðrúnar Þorvalds- dóttur. Þegar þau búa sig undir brottför verður ekki annað heyrt en lífsreynslan hafi verið eftirminnileg. „Þetta var ógeðslega skemmtilegt,“ trúir eitt barnið blaðamanni fyrir og annað bætir um betur: „Þetta er besta leikrit í heimi!“ Þriðja barnið víkur sér að blaðamanni og spyr hvort hann hafi sagt söguna. Blaðamaður neitar því, svolítið snortinn. Vegur manns verður varla meiri en að vera ruglað saman við kyntröllið Baldur Trausta ... Sögumaðurinn Baldur Trausti Hreinsson er duglegur að virkja krafta barnanna meðan á sýningunni stendur. Í lokin fá prins og prinsessa að standa á sviðinu með honum. Tvöföld vitleysa með stórum skammti af dellu Bak við tjöldin Ljósmyndir: Ernir Eyjólfsson ernir@mbl.is Texti: Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Hókus, pókus. Aldrei er of snemmt að kynnast töfrum leikhússins. 20 19. september 2010
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.