Morgunblaðið - 04.02.2010, Blaðsíða 8
8 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. FEBRÚAR 2010
Á LAUGARDAG nk. kl. 13:00,
stendur UNIFEM á Íslandi fyrir
fundi um réttindabaráttu kvenna, í
húsnæði Miðstöðva Sameinuðu
þjóðanna að Laugavegi 42. Sigríður
Lillý Baldursdóttir mun fjalla um
Peking-aðgerðaáætlunina og Pek-
ing-ráðstefnuna fyrir 15 árum, en
Sigríður Lillý var sjálf formaður
undirbúningsnefndar stjórnvalda
vegna ráðstefnunnar í Peking og
fór fyrir sendinefndinni. Þá mun
Brynhildur G. Flóvenz, dósent við
lagadeild Háskóla Íslands, fjalla um
kvennasáttmála Sameinuðu þjóð-
anna frá árinu 1979 og gildi hans
fyrir bæði íslenskar konur og kyn-
systur þeirra um allan heim.
Fundurinn stendur í um klukku-
tíma. Aðgangur er ókeypis og eru
allir velkomnir.
Áhrif Fiðrildaáhrif eru samtök-
unum Unifem ofarlega í huga.
Unifem-umræður
VÍS og Vinnueft-
irlitið hafa tekið
upp samstarf
sem miðar að því
að efla forvarnir
gegn vinnuslys-
um, en talið er að
með einföldum
og ódýrum að-
gerðum megi
fækka vinnuslysum verulega.
Samstarfið verður innsiglað með
sameiginlegri ráðstefnu um for-
varnamál sem haldin verður í dag,
4. febrúar. Á ráðstefnunni verða
forvarnaverðlaun VÍS veitt í fyrsta
skipti fyrirtækjum sem talin eru til
fyrirmyndar eða hafa náð góðum
árangri í forvarnamálum. Stefnt er
að því að forvarnaráðstefna VÍS og
Vinnueftirlitsins verði árlegur við-
burður.
Forvarnaverðlaun
og ráðstefna
Eftir Skapta Hallgrímsson
skapti@mbl.is
NÝTT deiliskipulag fyrir austur-
hluta miðbæjarins á Akureyri verð-
ur auglýst einhvern næstu daga,
skv. samþykkt bæjarstjórnar frá því
í fyrradag. Ýmsar breytingar hafa
verið gerðir á tillögunni frá því hún
var kynnt almenningi snemma á síð-
asta ári, t.d. er ekki gert ráð fyrir því
að íbúðabyggð rísi við Torfunefs-
bryggju austan Glerárgötu. Síkið
umdeilda er hins vegar á sínum stað.
„Með tillögunni eru sett fram
ákveðin markmið, ekki síst það að
meginstefnur í miðbænum verði aðr-
ar en nú; götur og stígar liggi í aust-
ur-vestur í stað norður-suðurs eins
og nú og þannig myndist sólarsvæði.
Við viljum gera miðbæinn vistlegri
þannig að fólk sæki meira í að vera
þar,“ sagði Hermann Jón Tómasson
bæjarstjóri við Morgunblaðið.
Kynningarfundur og heimasíða
Um óformlega kynningu var að
ræða í fyrra en nú hefst hin lög-
bundna sem stendur að lágmarki í
sex vikur. Hermann Jón segir að
gert sé ráð fyrir kynningarfundi síð-
ari hluta mánaðarins og sett verði
upp heimasíða þannig að bæjarbúar
geti glöggvað sig sem best á málinu.
„Mér líst ágætlega á skipulagið í
heild sinni. Við höfum reynt að fara
yfir öll atriði sem lýst var efasemd-
um um; þrengingu Glerárgötunnar,
hæð húsa, byggingarmagn og síkið
og höfum gert töluverðar breytingar
frá upphaflegu tillögunni.“
Skipulagssvæðið nær yfir helsta
viðskipta- og verslunarkjarna mið-
bæjarins. Svæðið afmarkast að
sunnan af Kaupvangsstræti og að
norðan af Strandgötu, að vestan af
Hafnarstræti, göngugötunni, og að
austan af ströndinni og lóð menning-
arhússins Hofs.
Miklar breytingar verða gerðar á
Glerárgötunni samkvæmt tillögunni;
gatan verður færð örlítið til austurs
og akreinum fækkað úr fjórum í
tvær auk þess sem hámarkshraði
verður 30 km. Um er að ræða stofn-
braut en Vegagerðin hefur sam-
þykkt fyrirhugaðar breytingar.
Gert er ráð fyrir byggingum þar
sem nú eru bílastæði milli Skipagötu
og Glerárgötu en að bílakjallarar í
nýjum húsum leysi þau af hólmi.
Meginmarkið deiliskipulagstillög-
unnar eru að skapa aðstæður fyrir
uppbyggingu sem kemur til móts við
og fellur að núverandi byggð; að
fjölga íbúðum í miðbænum; að móta
aðlaðandi miðbæjarrými sem eykur
á gæði byggðarinnar; að styrkja Ak-
ureyri sem svæðiskjarna og höfuð-
stað Norðurlands, og að gera miðbæ
Akureyrar enn áhugaverðari
áfangastað ferðamanna og gesta,
eins og segir í greinargerð.
Sem fyrr segir er í deiliskipulag-
inu gert ráð fyrir síkinu, sem mikið
var rætt um þegar skoski arkitekt-
inn Graeme Massie setti hugmynd-
ina fyrst fram. Skv. tillögunni verður
síkið 14 metra breitt og 120 metra
langt, frá Bótinni að Skipagötu og
síðan heldur tengingin áfram þaðan
upp að Hafnarstræti.
„Með því að draga sjóinn inn að
hjarta bæjarins næst tenging milli
Ráðhústorgs og Hafnarstrætis og
Pollsins. Þessi framkvæmd er lykil-
þáttur í því að endurlífga miðbæinn
og mun skapa nýja og sérstæða
ímynd fyrir Akureyri,“ segir í grein-
argerð með deiliskipulagstillögunni.
Átta bæjarfulltrúar samþykktu að
auglýsa deiliskipulagstillöguna,
báðir fulltrúar VG og bæjarfulltrúi
L-lista voru á móti.
Ný og sérstæð ímynd
Gert ráð fyrir síki í miðbæ Akureyrar 30 km hámarkshraði á Glerárgötu sem
verður tvær akreinar Byggt á bílastæðum en bílakjallarar leysa þau af hólmi
Breyting Miðbær höfuðstaðar Norðurlands breytist mikið ef síkið, sem hér sést á teikningu, verður að veruleika.
Árið 2004 fékk Ragnar Sverrisson
kaupmaður til liðs við sig 12 fyrir-
tæki sem stofnuðu Akureyri í önd-
vegi, sjálfseignarstofnun um efl-
ingu miðbæjarins. Tilgangurinn
var að festa betur í sessi það hlut-
verk miðbæjarins að vera þunga-
miðja menningar, menntunar, við-
skipta og þjónustu utan
höfuðborgarsvæðisins.
Akureyri í öndvegi hélt alþjóð-
lega hugmyndasamkeppni um
skipulag miðbæjarins 2005 í kjöl-
far viðamikils samráðs við íbúa og
fulltrúa atvinnulífsins en helstu
skilaboð samráðsfunda voru þau
að snúa þyrfti við neikvæðri þró-
un. Það mætti t.d. gera með því að
fjölga íbúðum og hafa þar mat-
vöruverslun. Miðbærinn þyrfti að
vera grænni, skjólmeiri og litríkari
og ýmislegt fleira var nefnt. Alls
bárust 147 tillögur í hugmynda-
samkeppnina frá um 40 löndum,
Graeme Massie Architects frá
Skotlandi hlutu fyrstu verðlaun og
hafa síðan haldið áfram að þróa
hugmynd sína í samstarfi við
bæjaryfirvöld. Deiliskipulagið er
afrakstur þeirrar vinnu.
Þungamiðja utan höfuðborgarsvæðisins
„DAGSKIPUN
Ögmundar virðist
sú að aðeins megi
halda því fram
sem er í samræmi
við hugmyndir
hans. Þá sem það
gera ekki virðist
mega kalla öllum
illum nöfnum.
Þetta kemur mér
á óvart því ég hef
aldrei reynt Ögmund Jónasson að
ódrengskap,“ segir Þórólfur Matt-
híasson, prófessor við HÍ.
Í grein í norska blaðinu Aftenpost-
en fyrr í vikunni segir Þórólfur mik-
ilvægt að Íslendingar samþykki Ice-
save-samninginn. Þetta sjónarmið
gagnrýndi Ögmundur Jónasson í
Morgunblaðinu í gær. Í pistli á vef-
setri sínu í fyrrakvöld segir Ögmund-
ur ritsmíð Þórólfs vera „níðskrif“.
Þórólfur segir að skuldbindingar
sem Íslendingar undirgangast vegna
Icesave verði á bilinu 120 til 180
ma.kr. að núvirði, sem greiðist á átta
árum. Það segir Ögmundur líkinda-
reikning þar sem málstaður Íslend-
inga sé talaður niður. sbs@mbl.is
Illnefnin
koma mér
á óvart
Þórólfur undrast
gagnrýni Ögmundar
Þórólfur
Matthíasson