Morgunblaðið - 04.02.2010, Blaðsíða 25
Dagbók 25
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. FEBRÚAR 2010
Orð dagsins: Hver er sá, er mun gjöra
yður illt, ef þér kappkostið það sem
gott er? (1Pt. 3, 13.)
Snjókoma veldur usla í Danmörkuog Danir mega búast við köldu
veðri næstu vikurnar. Í Vancouver
var hins vegar svo hlýtt í janúar að
það á sér engin fordæmi frá því mæl-
ingar hófust. Í Vancouver hefjast ól-
ympíuleikar innan tíu daga og snjó-
leysið veldur skipuleggjendum
þeirra áhyggjum. Hlýindin í Vancou-
ver eru rakin til náttúrufyrirbærisins
El Nino, sem skýtur upp kollinum á
nokkurra ára fresti í austurhluta
Kyrrahafsins og getur staðið yfir í ár
eða meira. El Nino merkir barnið.
Nafnið er vísun í jesúbarnið og dreg-
ið af því að fyrirbærið hefst yfirleitt
rétt eftir jól. Einnig hefur verið
óvenjuhlýtt í norðurhluta Atlants-
hafsins. Á meginlandi Evrópu hafa
snjóþyngsli áhrif á umferðina, en á
Grænlandi er snjóleysið til trafala.
Ekki er talið óhætt að fara um á
hundasleðum í norðvesturhluta
landsins vegna þess að slóðarnir eru
lagðir ís. Í fréttum þar sem varað er
við færðinni á Grænlandi er tekið
fram að ekki sé um brandara að
ræða.
x x x
Inn um lúgur margra landsmannahefur undanfarna daga borist
póstur, sem merktur er Nasdaq. Hélt
Víkverji fyrst að hér væri komin til-
kynning um óvænta eign á banda-
ríska hlutabréfamarkaðnum eða níg-
erískur svikamyllupóstur, en þegar
nánar var að gáð stóð einnig Verð-
bréfaskráning Íslands á umslaginu. Í
umslaginu var bréf með upplýsingum
um hlutabréfaeign Víkverja. Sú eign
var reyndar ekki mikils virði fyrir
hrun, en nú er hún einskis virði. Fyr-
irtækin, sem Víkverji átti í hlutabréf,
eru gjaldþrota.
x x x
Fannst Víkverja það bera heldurundarlegu skopskyni vitni að
senda út upplýsingar um verðlausar
eignir, áminningu um afleitar fjár-
festingar. Í skýringum á bakhlið
bréfsins var þó tekið fram með sér-
kennilega daufu letri, eins og til að af-
saka sendinguna, að halda beri hluta-
bréfaeign til haga þótt um sé að ræða
gjaldþrota fyrirtæki þar til þrotabúin
hafi verið gerð upp. víkverji@mbl.is
Víkverjiskrifar
Krossgáta
Lárétt | 1 allhvassan
vind, 8 smáöldur, 9
beina, 10 reið, 11 áans,
13 korn, 15 með lús, 18
skerti, 21 stórfljót, 22
munnbita, 23 bjórnum,
24 gata í Reykjavík.
Lóðrétt | 2 kaka, 3 pen-
ings, 4 kerling, 5 veið-
arfærið, 6 espa, 7 nagli,
12 spils, 14 sjó, 15 sjá, 16
vinningur, 17 botnfall,
18 skjót, 19 illt, 20 slát-
urkeppur.
Lausn síðustu krossgátu
Lárétt: 1 detta, 4 sólin, 7 lúkan, 8 ógnar, 9 art, 11 reif,
13 hráa, 14 ólmur, 15 fjöl, 17 ólar, 20 kal, 22 undin, 23
ellin, 24 iðrar, 25 tjara.
Lóðrétt: 1 dílar, 2 takki, 3 asna, 4 snót, 5 lúnar, 6 narra,
10 romsa, 12 fól, 13 hró, 15 fauti, 16 öldur, 18 lalla, 19
ranga, 20 knár, 21 lest.
6
8
11
15
22
1
24
12
3
10
17
21
4
9
13
18
23
14
5
19
7
20
2
16
(21. mars - 19. apríl)
Hrútur Þú átt ekki að snúa upp á þig þótt
þér falli ekki öll þau ráð sem vinir þínir
gefa þér. Láttu því hendur standa fram úr
ermum og komdu þeim málum í fram-
kvæmd sem hafa setið á hakanum.
(20. apríl - 20. maí)
Naut Það er hætt við að þú verðir svikin/n
í dag. Njóttu þess að leika við börnin, fara
í bíó eða hitta vini þína.
(21. maí - 20. júní)
Tvíburar Þig langar að vita hvað þú átt að
leggja fyrir þig í þessu lífi. Kannski er
ástæðan sú að þú hefur framkvæmt í stað
þess að hafa áhyggjur upp á síðkastið.
(21. júní - 22. júlí)
Krabbi Samræður innan fjölskyldunnar
verða þýðingarmeiri núna og á næstu vik-
um en oft áður. Trú þín á fjölskyldunni
veitir þér hugrekki til þess að mæta því
sem koma skal.
(23. júlí - 22. ágúst)
Ljón Þú verður að standa fast á þínum
rétti, hver svo sem að þér sækir. Ef hugur
þinn beinist að sama hlutnum aftur og aft-
ur þá veistu hvað það þýðir.
(23. ágúst - 22. sept.)
Meyja Til að ná árangri verður þú að
hunsa litlu röddina innra með þér sem
segir: „Þú getur þetta ekki“. Þú getur ef
þú vilt, mundu það.
(23. sept. - 22. okt.)
Vog Nú þegar tæknin hefur tekið flest
völd verður þú að fylgjast með sem aðrir
og tileinka þér það sem hún hefur upp á
að bjóða. Ekki snuða sjálfa/n þig bara til
þess eins að vera kurteis.
(23. okt. - 21. nóv.)
Sporðdreki Himintunglin raða sér upp og
hjálpa þér með einbeitinguna. Farðu þér
hægt, eyddu og sparaðu álíka mikið.
(22. nóv. - 21. des.)
Bogmaður Mikilvægar samræður eiga sér
stað. Ef þú einblínir á þær verður þú of
þröngsýn/n, en ef þú hunsar það sem máli
skiptir, hrynur allt.
(22. des. - 19. janúar)
Steingeit Þú þarft ekki að láta eins og
engum líki við þig. Hafðu auga á smáat-
riðunum því þau geta vegið þungt.
(20. jan. - 18. febr.)
Vatnsberi Til þess að sanna ágæti hug-
mynda þinna er þér nauðugur einn kostur
að framkvæma þær. Dagurinn í dag færir
þig skrefi nær markmiði þínu.
(19. feb. - 20. mars)
Fiskar Þú hefur sankað að þér upplýs-
ingum og getur nú farið að vinna úr þeim.
Þú óttast kringumstæður, sem þú ræður
ekki við. Notaðu hrós í stað skamma, nýtt
samkomulag í stað lögsóknar.
Stjörnuspá
4. febrúar 1956
Verslunarbanki Íslands var
stofnaður. Hann varð hluti af
Íslandsbanka árið 1990.
4. febrúar 1968
Fárviðri gekk yfir Vestfirði og
var verst á Ísafjarðardjúpi.
Heiðrún II frá Bolungarvík
fórst með sex mönnum. Varð-
skipið Óðinn bjargaði átján
manna áhöfn breska togarans
Notts County sem strandaði
við Snæfjallaströnd. Annar
breskur togari, Ross Clevel-
and, sökk og fórust nítján
manns en einn, Harry Eddom,
fannst á lífi eftir hrakninga í
hálfan annan sólarhring.
4. febrúar 1968
Snjóflóð féll á tvö hús við Suð-
urgötu á Siglufirði en engin
slys urðu. Tæpum sjö árum
síðar féll aftur snjóflóð á sömu
hús.
4. febrúar 2003
Listasafn Háskóla Íslands
fékk 894 verk eftir Þorvald
Skúlason listmálara að gjöf úr
dánarbúi Sverris Sigurðs-
sonar, skissur, teikningar,
vatnslitamyndir o.fl. Áður
höfðu Sverrir og Ingibjörg
Guðmundsdóttir kona hans
gefið Háskólanum 140 lista-
verk.
Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson.
Þetta gerðist…
Björn Jónsson,
Suðurbraut 2 í
Hafnarfirði, er
níutíu og fimm
ára í dag, 4. febr-
úar.
95 ára
MARGT verður um manninn á dvalarheimilinu
Höfða á Akranesi í dag þegar Sigríður Guðmunds-
dóttir fagnar 100 ára afmæli sínu með kaffiboði
fyrir ættingja og vini. Afkomendur Sigríðar eru
116 talsins í fjórum ættliðum, en sjálf er hún elst í
tíu systkina hópi.
Sigríður er fædd og uppalin á Sigurðsstöðum,
en giftist ung Þórði Þ. Þórðarsyni og fluttist þá á
Hvítanes þar sem þau héldu heimili þar til Þórður
lést árið 1989. Saman ráku þau flutninga- og rútu-
fyrirtækið ÞÞÞ, en Sigríður var fyrst kvenna í
Borgarfirði til að taka bílpróf árið 1930 og keyrði
bæði rútur og vörubíla.
Sigríður er afskaplega ern eftir aldri, sinnir handavinnu, spilar vist
a.m.k. einu sinni í viku, fer í öll þau ferðalög sem henni bjóðast, fylgist
vel með þjóðmálum og er áköf knvattspyrnuáhugakona enda amma
tveggja fyrrverandi landsliðsmanna. Spurð um eftirminnileg afmæli í
tímans rás segir Sigríður aldrei hafa viljað láta hafa fyrir sér í tilefni
dagsins og því sé hún löngu búin að gleyma fyrri afmælisdögum. Ætt-
ingjar Sigríðar telja að skýra megi langlífi hennar með því hversu já-
kvæð og léttlynd Sigríður hafi alla tíð verið.
Sigríður Guðmundsdóttir 100 ára
Kaffiboð í tilefni dagsins
Sudoku
Frumstig
7 5 6 2 8
6 2 1 7
9 8
4 9 6 1
1 7 2 4
2 4 9
6 1 8
5
5
5 4
9 2 7
5 1
3 8 7 1
9 2 3 8
3 1 7
7 9 4
8 1
6 3 2
9
2 8 9 5
6 8 3 1
4 5
3 9 2
1 8
5 6
2 4 1
6 5 4 7 1 2 8 3 9
3 2 7 9 4 8 1 5 6
8 9 1 5 3 6 2 4 7
9 8 6 4 5 1 7 2 3
1 4 3 2 6 7 9 8 5
5 7 2 8 9 3 4 6 1
7 1 5 3 2 4 6 9 8
2 3 8 6 7 9 5 1 4
4 6 9 1 8 5 3 7 2
5 2 4 3 9 1 8 6 7
1 3 6 8 7 4 9 2 5
8 9 7 5 6 2 4 1 3
7 5 3 1 2 8 6 4 9
6 4 1 9 5 7 3 8 2
9 8 2 4 3 6 7 5 1
2 7 8 6 1 9 5 3 4
4 1 5 7 8 3 2 9 6
3 6 9 2 4 5 1 7 8
2 8 7 9 5 3 6 4 1
4 6 9 2 8 1 5 7 3
3 5 1 7 4 6 9 2 8
8 1 6 5 7 2 3 9 4
9 2 5 4 3 8 1 6 7
7 3 4 6 1 9 8 5 2
6 9 3 8 2 7 4 1 5
5 7 8 1 6 4 2 3 9
1 4 2 3 9 5 7 8 6
Efsta stigMiðstig Lausn síðustu sudoku
Þrautin felst í því að fylla
út í reitina þannig að í
hverjum 3x3-reit birtist
tölurnar 1-9. Það verður
að gerast þannig að hver
níu reita lína bæði lárétt
og lóðrétt birti einnig töl-
urnar 1-9 og aldrei má tví-
taka neina tölu í röðinni.
Í dag er fimmtudagur 4. febrúar,
35. dagur ársins 2010
Skák
Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is
1. d4 Rf6 2. c4 g6 3. Rc3 d5 4. Rf3 Bg7
5. Db3 dxc4 6. Dxc4 0-0 7. e4 a6 8. Be2
b5 9. Db3 c5 10. dxc5 Be6 11. Dc2
Rbd7 12. Be3 Rg4 13. Bd4 Rde5 14.
Rxe5 Rxe5 15. Hd1 Da5 16. 0-0 Hfd8
17. b3
Staðan kom upp í heimsmeistara-
keppni landsliða sem lauk fyrir
skömmu í Bursa í Tyrklandi. Ísraelski
stórmeistarinn Emil Sutovsky (2.657)
hafði svart gegn Egyptanum Moha-
med Ezat (2.471). 17. … Hxd4! 18.
Hxd4 Rc6! svartur fær nú tvö létta
menn fyrir hrók. 19. Hdd1 Bxc3 20.
h3 Rd4 21. Dd3 Dxa2 22. Bg4 Bxg4
23. hxg4 Dxb3 taflið er nú léttunnið á
svart. 24. Kh1 b4 25. Hc1 a5 26. Hfd1
a4 27. e5 Dd5 28. c6 Dxc6 29. Dxd4
Bxd4 30. Hxc6 Bxe5 31. Hc4 a3 og
hvítur gafst upp saddur lífdaga.
Svartur á leik.
Brids
Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is
Hart barist.
Norður
♠874
♥ÁDG94
♦Á54
♣D4
Vestur Austur
♠Á ♠G105
♥1073 ♥862
♦G1086 ♦932
♣KG985 ♣Á732
Suður
♠KD9632
♥K5
♦KD7
♣106
Suður spilar 4♠.
Í tvímenningi Bridshátíðar er raðað
eftir stöðu, þannig að efstu pör hverju
sinni spila innbyrðis. Lokaumferðin
var fjörug. Júlíus Sigurjónsson og
Þröstur Ingimarsson mættu Upmark
og Wrang á fyrsta borði, en sigurveg-
arar mótsins, Fredin og Gottlieb,
spiluðu á móti Jóni Baldurssyni og
Þorláki Jónssyni á öðru borði. Wrang
og Upmark voru í brjálæðislegri
toppaleit og stýrðu sögnum í 3G. Þröst-
ur kom út með lauf og vörnin tók 6
slagi. Hitt borðið var vitrænna. Þorlák-
ur passaði í vestur, Gottlieb vakti á 1♥
og fékk spaðasvar. Nú doblaði Þorlák-
ur til úttektar með láglitina. Norður
redoblaði, Jón sagði 2♣ og Fredin 4♠.
Með ♦G út fást 11 slagir, en Þorlákur
spilaði út laufi og vörnin tók þar tvo
slagi. En Fredin las vel í sagnir, djúp-
svínaði ♠9 og vann sitt spil.
Nýbakaðir
foreldrar?
Sendið mynd af
barninu til birtingar í
Morgunblaðinu
Frá forsíðu mbl.is er einfalt
að senda mynd af barninu
með upplýsingum um
fæðingarstað, stund, þyngd,
lengd, ásamt nöfnum
foreldra. Einnig má senda
tölvupóst á barn@mbl.is