Morgunblaðið - 04.02.2010, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 04.02.2010, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. FEBRÚAR 2010 Viðtal viðforsætis-ráðherra í Kastljósi Sjón- varps breyttist í undarlega uppá- komu. Ekkert var sjálfsagðara en að hafa slíkt viðtal við Jóhönnu Sigurðardóttur í tilefni af árs- afmæli ríkisstjórnar. Þess ut- an á hún fjölmörgum spurn- ingum ósvarað. En áhorfandinn hafði ekki þá til- finningu að forsætisráðherra landsins væri mættur í sjón- varpssal. Þetta hafði fremur þann brag að fenginn hefði verið góðkunnur rabbari í morgunspjall í útvarp. Jó- hanna fékk að fara með hina löngu og hefðbundnu lofgerð- arrollu um hin miklu störf þeirra Steingríms. Þótt það sé orðið verulega þreytt efni, en þó ekki eins þreytt og þau Jó- hanna og Steingrímur segjast vera, þá er ekki hægt að finna að því þótt fréttamaðurinn leyfði þessu efni að spilast einu sinni enn. Svona í tilefni tímamótanna. En engin svör fengust við neinum spurn- ingum sem fréttamaðurinn reyndi að koma fram með þeg- ar færi gafst. Þegar spurt var um „skjald- borgina“ hófst endurflutn- ingur ræðunnar, sem nýlega var lokið. Þegar spurt var um bankana varð Jóhanna Sig- urðardóttir eins og fjarlæg vera utan úr bæ og staðfesti að hún væri oft jafnhissa og aðrir utan úr bæ. Einhvern tíma áður hefði Jóhanna Sig- urðardóttir átt til orð og þau stór um það siðleysi sem við- gengst í hinum endurreistu bönkum. Helst virtist hún telja að gott væri að gefa mönnum tugi milljarða í af- skriftum til að þeir gætu borg- að ef þeir yrðu seinna dæmd- ir! Það var erfitt fyrir þá sem hlýddu að trúa sín- um eigin eyrum. Og þegar reynt var að spyrja hana um pukrið sem er einkenni hennar ríkisstjórnar sem lofaði gegnsæi, þá hófst þula um reglur í tugatali sem væri búið að setja eða yrðu settar. Það var ekki um það spurt. Og ráðherrann sem margoft er búinn að lýsa Icesave- samningnum sem góðum samningi, sem bæri að sam- þykkja, tilkynnir nú að Svavar Gestsson hafi ekki ráðið við verk sitt sem samningamaður Íslands. Samþykkti hún skip- un hans á sínum tíma? Og í hverju fólst hæfnisleysið, fyrst hann skilaði samningi sem Steingrímur sagði „glæsi- legan“ og Jóhanna lagði fyrir þingið án þess að lesa, því þá var ekki búið að þýða hann. Ísland er í varnarstöðu og forsætisráðherrann kemur í sjónvarpsþátt, fær rúman tíma og silkihanska-meðferð, en á daginn kemur að hún hef- ur ekkert fram að færa. Eini fréttapunkturinn var um van- hæfi Svavars sem samninga- manns. Og sá fréttapunktur snýst í rauninni ekki um hann, heldur um það að þar með stundi Jóhanna því loks upp sem hún treystir sér ekki til að viðurkenna beint: Icesave- samningurinn er stórgallaður. Væri hann það ekki þyrfti ekki að snupra samninga- manninn. Stuðningsmönnum ríkis- stjórnarinnar og sérstaklega þeim sem styðja Samfylkingu hlýtur að hafa verið brugðið eftir að hafa horft á viðtalið við Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra. Það var ekkert sem benti til að verið væri að tala við for- sætisráðherra þjóð- arinnar} Kastljóssviðtalið Það var út affyrir sig gott framtak hjá Jóni Bjarnasyni, sjáv- arútvegs- og land- búnaðarráðherra, að láta þýða spurningar og svör vegna að- ildarumsóknar Íslands að Evrópusambandinu. Nú hef- ur þýðingin vegna landbún- aðarins verið birt, en sjávar- 0útvegshlutinn verður birtur eftir nokkrar vikur. Framtak Jóns leiðir hins vegar hugann að tvennu. Annars vegar þeirri skrif- finnsku og þýðingarkostnaði sem fylgir Evrópusamband- inu, en aðeins þessi fyrsta út- gáfa af landbún- aðarhlutanum er 146 blaðsíður. Hins vegar minnir þetta á hve van- hugsað gönuhlaup umsóknin að ESB er. Umsóknin nýtur hvorki stuðnings utan þings né innan, og ekki einu sinni innan ríkisstjórnarinnar. Hún er þar að auki kostnaðarsöm, bæði beint vegna þeirrar vinnu sem í hana fer, og óbeint eins og komið hefur í ljós í Icesave-málinu. Um- sóknin er í senn slæm hug- mynd og illa tímasett. Umsóknin að ESB er í senn slæm hugmynd og illa tímasett } Gott framtak en slæmt mál S teinunn Valdís Óskarsdóttir, þing- maður Samfylkingarinnar, hefur upplýst þjóðina um að hún horfi á sjónvarp og sæki þangað hug- myndir. Einn daginn horfði Stein- unn Valdís á sjónvarpsstöð og sá yfirheyrslu yfir Tony Blair, fyrrum forsætisráðherra Bretlands, um aðdraganda innrásarinnar í Írak árið 2003. Hún virðist hafa lifað sig mjög inn í það sem hún sá og steig fram með mikl- um lúðrablæstri og tilkynnti að brýnt væri að rannsaka ákvörðun íslensku ríkisstjórn- arinnar um að styðja innrásina í Írak. Árið 1999 studdi Samfylkingin loftárásir NATÓ á Júgóslavíu en þær voru án sam- þykkis Sameinuðu þjóðanna. Það var siðferði- lega umdeild ákvörðun en því kýs Steinunn Valdís sennilega að gleyma. Árið 2003 tóku forystumenn ríkisstjórnarinnar, Davíð Oddsson og Hall- dór Ásgrímsson, ákvörðun um að styðja innrásina í Írak en þar hafði vitfirringurinn Saddam Hussein árum sam- an dundað við að myrða landsmenn sína og brotið gegn öllum samþykktum Sameinuðu þjóðanna. Þessi stuðn- ingur varð gríðarlega umdeildur og olli töluverðri ólgu í þjóðfélaginu. Í æsingnum gleymdist að þetta var ákvörð- un sem skipti umheiminn sáralitlu enda einungis um að ræða yfirlýsingu á pappírsblaði. Íslendingar eiga ekki eigin her, sendu því ekki hermenn til Íraks til að berjast og urðu ekki að þola mannfall. Hörðustu andstæðingar þessarar ákvörðunar íslenskra stjórnvalda töluðu eins og augu umheimsins mændu ásakandi á Ísland vegna stuðnings við innrásina. En þessi stuðningur, sem fólst ekki í neinu nema litlu já-i á pappír, fór að mestu framhjá umheim- inum þótt nokkrir erlendir grínistar gerðu góðlátlegt grín að stuðningi litlu þjóðarinnar sem á ekki einu sinni her. Nú er næsta víst að flestallir óska þess að aldrei hefði komið til innrásar í Írak. En það er engin ástæða til að kalla íslenska ráða- menn til ábyrgðar fyrir að hafa stutt á papp- írsbleðli helstu vinaþjóð Íslendinga, Banda- ríkin. En þingmaður sem þráir sviðsljósið æpir á nefnd sem á að ræða gamla ákvörðun. Þingmaðurinn virðist halda að enn sé góð- æri á Íslandi og þess vegna hægt að stofna nefnd um mál sem skiptir ekki lengur nokkru máli. Það væri nær að þingmaðurinn beindi þeirri fyrirspurn til ríkisstjórnarinnar hvað hefði orðið um aðgerðina „sláum skjaldborg um heimilin“. Jafn- framt ætti þingmaðurinn að leggja til að stofnuð yrði nefnd til að rannsaka af hverju lítið sem ekkert hefur orðið úr fögrum loforðum velferðarstjórnarinnar til hinna skuldsettu þegna. Slík nefnd ætti vitaskuld að starfa fyrir opnum tjöldum og kalla ráðherra í yf- irheyrslur þar sem þeir svara fyrir vanrækslusyndir sín- ar. Beinar útsendingar ættu að sjálfsögðu að vera frá fundum nefndarinnar. Þjóðin myndi taka slíkri nefnd fagnandi, enda væri þar verið að fjalla um mál sem skipt- ir landsmenn öllu máli. kolbrun@mbl.is Kolbrún Bergþórsdóttir Pistill Erindisleysi Steinunnar Valdísar Um 12% fyrirtækja hafa gert áhættumat FRÉTTASKÝRING Eftir Egil Ólafsson egol@mbl.is M jög mikið vantar upp á að íslensk fyrirtæki hafi uppfyllt ákvæði reglugerðar sem leggur þá skyldu á fyrirtæki að gera áhættumat á vinnu- stöðvum. Könnun sem VÍS gerði hjá 300 fyrirtækjum á síðasta ári sýndi að aðeins 12% fyrirtækja væru búin að gera slíkt mat. Í Danmörku hafa um 75% fyrirtækja látið vinna lögbundið áhættumat og þetta hlutfall er enn hærra meðal stærstu fyrirtækjanna. Leifur Gústafsson, fagstjóri hjá Vinnueftirlitinu, segir að í þessum samanburði verði að hafa í huga að reglugerð um að gera skuli skriflegt áhættumat á vinnustöðum hafi tekið gildi árið 2006, en sambærileg reglu- gerð í Danmörku hafi tekið gildi 13 ár- um fyrr. Staðan hjá Dönum þremur árum eftir gildistöku reglugerðar- innar hafi ekki verið ólík því sem hún er núna hjá okkur. Staðan er mismunandi milli vinnu- staða. Aðeins 6% fyrirtækja sem eru með innan við 5 starfsmenn höfðu lát- ið vinna áhættumat, en um 31% fyrir- tækja með fleiri en 20 starfsmenn höfðu látið vinna slíkt mat. Leifur segir að lengi hafi áherslur í vinnuvernd snúist um eftirlit. Menn hafi hins vegar áttað sig á því að þrátt fyrir aukið eftirlit hafi vinnuslysum ekki fækkað eins og vænst var. Þess vegna hafi menn á seinni árum verið að leggja aukna áherslu á forvarnir. Reglugerð um skipulegt vinnu- verndarstarf á vinnustöðvum gerir ráð fyrir að á vinnustöðum eigi að vera til staðar öryggistrúnaðarkerfi og að gert sé skriflegt áhættumat. Mark- miðið er að unnið sé skipulega að því inni á vinnustöðunum að fækka vinnu- slysum. Leifur segir að þarna sé á ferðinni ný hugsun og það taki tíma að fá fólk og fyrirtæki til að vinna eftir henni. Tilgangurinn með áhættumati sé ekki síst sá að fá fólk til að hugsa um ör- yggismál og hvar séu mestar líkur á að slys verði. Slysum fækkaði eftir hrunið Árlega þurfa um 9.000 manns að leita sér aðstoðar vegna vinnuslysa hér á landi og rannsóknir sýna að enn fleiri verða fyrir heilsutjóni vegna at- vinnusjúkdóma. Vinnuslysum fjölgaði umtalsvert þegar þenslan var sem mest í hagkerfinu, en hefur síðan fækkað aftur eftir hrunið. Þar skiptir verulegu máli sá mikli samdráttur sem orðið hefur í byggingariðnaði. Þó er talið að vinnuslys í byggingariðnaði á hverja vinnustund hafi ekki fækkað eftir hrunið. Leifur sagði að tímar þenslu og sparnaðar væru ekki sérstaklega hag- stæðir vinnuvernd. Á tímum þenslu þyrftu hlutirnir að ganga hratt fyrir sig í fyrirtækjunum og menn gæfu sér oft ekki tíma til að huga að slysa- vörnum. Núna þegar fyrirtækin þyrftu að spara væri viss hætta á að menn teldu sig ekki hafa efni á að huga að vinnuvernd. Hann sagði að margt væri hægt að gera í vinnu- vernd án þess að það kostaði mikla peninga. Það væri hægt að gera mikið í því að stuðla að auknu öryggi á vinnustöðum ef menn tileinkuðu sér þá hugsun að nauðsynlegt væri að huga að forvörnum inni á vinnustöð- unum. Morgunblaðið/Heiddi Eiturefnaslys Rannsóknir á Vesturlöndum benda til þess að 3-4% af lands- framleiðslu glatast vegna heilsutjóns á vinnustöðum. Árið 2006 var sett reglugerð um að vinnustaðir ættu að gera skriflegt áhættumat. Mikill minnihluti fyrirtækja hefur lokið við að gera slíkt mat. Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon 9000 manns þurfa árlega að leita sér aðstoðar vegna vinnuslysa hér á landi. 45-60 milljarðar eru taldir vera kostnaður þjóðarbúsins af heilsutjóni á vinnustöð- um á hverju ári. 12% fyrirtækja hafa lokið við gerð lögbundins áhættu- mats. 5 látast að jafnaði árlega í vinnuslysum á Íslandi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.