Morgunblaðið - 04.02.2010, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 04.02.2010, Blaðsíða 20
20 Minningar MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. FEBRÚAR 2010 ✝ Gunnlaugur Niel-sen fæddist á Seyðisfirði 19. júní 1953. Hann lést 22. janúar 2010. Foreldrar Gunn- laugs eru Hjalti Niel- sen, f. 7. desember 1924, d. 2. ágúst 1967, og Áslaug Gunnlaugsdóttir Nielsen, f. 23. nóv- ember 1932. Gunn- laugur var elstur sex systkina og eru þau Kristín Theódóra Nielsen, f. 2. maí 1955, Vilhelmína Nielsen, f. 9. september 1957, Þóra Lind Nielsen, f. 26. mars 1963, Ax- el Emil Nielsen, f. 6. júní 1965, og Hjalti Nielsen, f. 20. nóvember 1967. Gunnlaugur kvæntist 13. ágúst 1980 Friðnýju Heiðu Þórólfsdóttur, f. 9. febrúar 1958. Foreldrar henn- ar eru Þórólfur Jónsson, f. 17. ágúst 1923, og Guðný Laxdal, f. 13. desember 1925, d. 29. september 2006. Börn Gunnlaugs og Frið- nýjar Heiðu eru Guðný Nielsen, f. 13. ágúst 1979, Þórólfur Nielsen, f. 7. júní 1981, sambýliskona Lára Hannesdóttir, f. 19. september 1983, og Þorsteinn Jökull Nielsen, og sem deildarstjóri Orkudeildar 1991-1994. Hann sat í stjórn fyr- irtækisins um sinn og 1989-1993 var hann stjórnarformaður þess. Frá 1994 starfaði Gunnlaugur hjá Landsvirkjun. Fram til 2008 vann hann á Verkfræði- og fram- kvæmdasviði fyrirtækisins, í fyrstu sem yfirverkfræðingur, þá sem verkefnastjóri á Véla- og rafbún- aðardeild sviðsins og síðar sem deildarstjóri Orkuflutnings- og þróunardeildar sviðsins. Frá 2008 til dánardags vann hann sem yf- irverkfræðingur á skrifstofu for- stjóra. Auk þessa var Gunnlaugur fulltrúi Landsvirkjunar í franska verkfræðifyrirtækinu HECLA 2001-2008 og í svissneska verk- fræðifyrirtækinu Sipenco 2002- 2009. Gunnlaugur var meðlimur í Verkfræðingafélagi Íslands og Rafmagnsverkfræðingadeild fé- lagsins auk þess að vera virkur í starfi fyrir Staðlaráð Íslands á raf- tæknisviði 1990-2005. Frá árinu 1988 bjó Gunnlaugur ásamt fjölskyldu sinni í Garðabæ, fyrst í Löngumýri en síðar í Skóg- arlundi. Gunnlaugur sat í vara- stjórn Ungmennafélags Stjörn- unnar í fimm ár og sinnti ritarastörfum á kappleikjum fé- lagsins í handknattleik í rúman áratug. Útför Gunnlaugs fer fram frá Vídalínskirkju í dag, fimmtudaginn 4. febrúar, og hefst athöfnin kl. 15. f. 30. desember 1990. Gunnlaugur ólst upp á Seyðisfirði. Þegar hann var 14 ára lést faðir hans af slysförum. Eftir það dvaldi hann einn vet- ur á Ísafirði þar sem hann tók landspróf og næsta vetur þar á eftir var hann í Menntaskólanum á Akureyri. 1971 flutti Gunnlaugur ásamt móður sinni og systk- inum til Reykjavíkur, fór í Menntaskólann í Reykjavík og lauk stúdentsprófi 1974. Þá lá leið- in í grunnnám í rafmagnsverk- fræði við Háskóla Íslands og út- skrifaðist hann þaðan 1980. Þá tóku við verkfræðistörf hjá Raun- vísindastofnun Háskóla Íslands og síðar Rafmagnsveitum ríkisins. Ár- ið 1981 hélt Gunnlaugur ásamt konu sinni og börnum til Kaup- mannahafnar í framhaldsnám í raf- magnsverkfræði við Tækniháskól- ann í Danmörku. Þaðan útskrifaðist hann 1983 og sama ár flutti fjölskyldan aftur heim til Ís- lands. Þá hóf Gunnlaugur störf hjá verkfræðistofunni Rafteikningu þar sem hann starfaði í um áratug Það er rangt að tíminn lækni öll sár, en tilfinningar dofna af álagi er árin líða. Og þá sem maður elskar kveður maður aldrei – þeir lifa alla tíð í hugskoti þess veruleika er bíður þeirra er lifa þá sem deyja. Bróðir minn var mér ekki einung- is bróðir en að auki vinur kær. Hve góður hann var mér ungum, fóstraði mig við brunn bróðurkærleiks og vinarþels og mótaði mig í mynd alls þess besta sem hann kunni. 12 ár skilja okkur að og ég elti þig, bróðir minn, sem sonur væri – vinum þín- um og þér ég fylgdi sérhvert spor. Þú kenndir mér svo margt og frá þér stafaði hlýja og ástúð til lítils drengs. Þú varst 14 ára þegar faðir okkar dó og sú reynsla markaði þig. Þú varst elstur okkar – ófæddur bróðir átti enn eftir nokkra mánuði í móð- urkviði – og ábyrgðin mikil sem þú skynjaðir. Ábyrgðarfullur og traust- ur eins og þú varst og sá vanmáttur sem þú fannst eflaust fyrir við að halda utan um ástvini þína hafði mikil áhrif á þig. Stundum varstu svolítið hrjúfur sem oft er vörn þeirra sem eru hjartahlýrri og betri en veröldin á skilið – þú varst vinur sem stóðst eftir þegar aðrir voru farnir. Traust og tryggð eru tvær dyggðir sem lýsa þér vel. Þegar þú ungur hafðir unnið þér inn sumar- hýru þá komstu að hausti með hana heim og stóðst að móðurbaki, enda barnahópurinn stór – nánast engu hafðir þú eytt yfir sumarið. Einhvern veginn fannst mér að þín bestu ár væru þau sem koma áttu og til eru þeir sem eiga sín bestu ár ungir meðan aðrir eiga þau síðla ævi. Mér fannst einsog þín ár væru þau sem eftir voru. Farið að róast um, lífstakturinn betri og fín- ustu drættir þínir að birtast, rétt eins og í gömlu víni sem sýnir glæsi- leik sinn einungis er ár hafa liðið. Eftir að sjúkdómur þinn var greindur sá ég oft þreytu og áhyggj- ur í andliti þínu. Þessi hræðilegi sjúkdómur sem étur menn að innan, einangrar og lokar þá af inni í sjálf- um sér og dregur tjald á milli manns og veraldar. En það voru dýrmæt rúm tvö ár sem okkur voru gefin með þér, þegar við gátum umvafið þig og elskað. Í þér gall sjaldan mest en þú varst bjarg sem svo margir stóðu á. Traustari mann þekki ég ekki og mér þykir undur vænt um þig – hjartans vinur, það er sárt að sjá á eftir þér. Þó við töluðum sjaldnar saman en við báðir vildum, þá var svo margt sem ég vildi segja þér og svo margt sem ég vildi gera með þér en umfram allt að þakka fyrir allt. Hversu vel ég man þegar ég hjúfraði ungur telpu þína ljósa og drengi bjarta – bróðir minn, ég vernda þau fyrir þig. Skart áttu í henni Heiðu þinni og betri konu má ekki einu sinni finna í sögum og börn þín mótuð af foreldrum sínum, traust og hjartahlý. Allt á sinn tíma – í daglegum veru- leika er hamingja okkar falin. Jarð- vist þín er liðin en líf er af lífi og í börnum þínum og vitund minni er minning þín geymd. Hvíldu í friði bróðir minn. Axel. Elsku Gulli minn, nú ertu farinn á nýjan stað og veit ég í hjarta mínu að nú líður þér vel. Pabbi, Óli og öll hin hafa tekið vel á móti þér. Þú valdir fallegan dag í þetta ferðalag, sjálfan bóndadaginn og nákvæmlega 19 mánuðum eftir að þú óskaðir eftir að ég myndi koma þér til aðstoðar, og varð ég að sjálfsögðu við þeirri bón. Þú varst mikill nákvæmnismað- ur og því er þetta einhvern veginn allt í þínum anda. Fæddur 19. júní á sjálfan kvenréttindadaginn og þú sem varst jú svolítil karlremba áður en þú varðst veikur. Á þessum tíma mynduðum við af- ar gott og náið systkinasamband, svona eins og við áttum þegar við vorum yngri. Við lásum mikið af bókum þegar við vorum lítil og feng- um sjaldan færri en tylft bóka í jóla- gjöf og það var alltaf smá keppni um hvort okkar fengi fleiri bækur. Þeg- ar ég hafði lokið lestri minna bóka þá var það oftar en ekki þannig að þú hafðir geymt þar til síðast að lesa Prins Valíant-bók þess árs og því sat ég á móti þér og las þær á hvolfi, því ekki var hægt að bíða með að lesa bókina á eftir þér. Við rifjuðum upp liðna tíð bæði sára og ljúfa og nutum samverunnar til hins ýtrasta. Áttum margt sam- eiginlegt þegar betur var að gáð og nutum þess að deila því saman. Ég segi gjarnan að ég hafi verið á vín- námskeiði í 19 mánuði því fróðari mann í þeim efnum er vart hægt að finna. Þú komst með þá hugmynd að ég myndi fá mér vínbúgarð en það verður ekki hægt án þín svo við ger- um það bara þegar við hittumst næst. Við nutum hverrar árstíðar sem kom og fögnuðum þeim áfanga í hvert sinn. Þú sagðir við mig fyrir nokkrum vikum að þig langaði að ná vorinu en sagðir um leið að það yrði nú að öllum líkindum ekki og það grétum við bæði. Við ákváðum strax í upphafi að gefast ekki upp fyrr en í fulla hnefana og við fundum lausn á hverri áskoruninni sem mætti okkur á þessari leið. Í okkar orðaforða er ekkert til sem heitir að geta, kunna eða vita ekki, við fundum þá bara út úr því. Oft göntuðumst við með það þegar við þurftum að byrsta okkur „pínu- lítið“ að það væri afar heppilegt að hafa nóg af „Ömmu-Dóru genum“. Ef viljinn er nógu sterkur þá er næstum allt hægt. Þetta var stans- laus barátta í 19 mánuði og við gáf- um ekkert eftir. Oft afar erfitt en aldrei leiðinlegt. Að fá að vera með þér þennan tíma er ég óendanlega þakklát fyrir. Ég sendi þér kæra kveðju nú komin er lífs þíns nótt, þig umvefji blessun og bænir ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði nú sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Vitur maður sagði: „Þegar dyrnar til himins opnast í hálfa gátt við það að einhver ástvinur vor gengur þar inn þá berst um leið til vor eitthvað þaðan af hinum himneska andvara“. Megi hinn himneski andvari sefa sorg allra sem syrgja Gulla. Þín systir, Kristín Theodóra (Dóra). Kveðja frá mágkonu og svila. Í minningabók okkar og Gulla eru þéttskrifaðar síður af ótalmörgum líflegum og skemmtilegum atvikum og fullt af frábærum myndum. Þeg- ar við flettum í bókinni þá sjáum við á fyrstu síðu Gulla og Heiðu í til- hugalífinu og strax á næstu síðu með fjölskylduna sína sem þau byrjuðu að mynda fyrir rúmum 30 árum. Fyrst kom Guðný, síðan kom Þór- ólfur og loks Þorsteinn Jökull. Næst birtast nokkrar myndir frá dvöl fjöl- skyldunnar á námsárunum í Dan- mörku þar sem hann var í fram- haldsnámi í verkfræði. Af nákvæmni og elju sóttist honum námið einstak- lega vel á meðan Heiða hugsaði um börn og bú. Alltaf var samt tími fyrir grill og glens þegar maður heimsótti þau og hann gaf sér stund til að líta uppúr námsbókunum. Fljótlega eftir heimkomuna var farið í stuttar og langar fjölskyldu- ferðir og oftar en ekki voru vöðlur, veiðistangir og veisluföng í farangr- inum. Við flettum t.a.m. mörgum síðum með minningum frá Hraunflöt þar sem veiddir voru vænir silungar og stundum grillað í grenjandi rign- ingu og alltaf eru allir brosandi á myndunum. Margar eftirminnilegar ferðir höfum við farið með Gulla og Heiðu og var ein slík veiðiferð í Krossá. Það var ekki veiðin sem við minnumst, enda lítil sem engin í þeirri ferð, heldur var það, að þegar við komum að veiðihúsinu var ástand þess ekki alveg samkvæmt samningi. Gulli var nú ekki að erfa það við umsjónarmanninn heldur sagðist hann vera með „tvær katt- þrifnar systur að sunnan“ sem færu nú létt með að tækla þrifin. Eftir það ákváðu þær systur að hér eftir skyldi einungis farið í veiði með þeim kumpánum þar sem öll þjón- usta væri innifalin. Það var sam- þykkt á staðnum. Það er líka einstaklega ljúft að skoða myndirnar úr skíðaferðinni til Sviss og menningarferðinni til Ítalíu sem jafnframt var afmælisgjöfin hans pabba. Í báðum þessum ferðum var menningu og mat gerð fullkomin skil. Þó svo Gulli væri mikill veið- maður var hann ekki síður áhuga- maður um mat og þegar kom að þekkingu á góðum vínum, þá komust fáir með hælana þar sem hann hafði tærnar. Hann smitaði auðveldlega út frá sér og sameinuðum við svil- arnir þessa ástríðu okkar með ótal matarveislum. Það var mér mikill heiður að Gulli skyldi bjóða mér í árnefnd Hítarár og eru margar mínar ljúfustu minn- ingar um Gulla tengdar Hítaránni. Þar er m.a. uppáhaldsveiðistaður okkar beggja og eins og Gulli sagði: „Besti veiðistaður Íslands“. Mikið hefur verið rætt um veiðiaðferðir og veiðistaði, þyngd á línu og flugu. Alltaf var maður að læra eitthvað nýtt í hvert skipti. Þegar búið var að fara eina umferð yfir veiðistað, þá var sest niður og farið skipulega yfir ferlið og hvernig best væri að tækla næstu umferð og ekki má gleyma að hvíla veiðistað.Við eigum mörg minningabrot og fleiri frábærar myndir eftir sem gaman verður að orna sér við seinna meir. Þessari bók verður ekki lokað, né heldur sett upp í hillu til að rykfalla, heldur verður henni flett aftur og aftur og minning um góðan dreng lifir ávallt í huga okkar og hjarta. Anna og Elfar. Gunnlaugur Nielsen, mágur minn, er látinn, langt fyrir aldur fram eftir erfið veikindi. Gulli var sérstakur maður í jákvæðum skilningi þess orðs. Hann var, eins og hann orðaði það sjálfur, seintekinn. En þeir sem „náðu honum“ áttu trúnað hans og traust. Gulli fékk sinn skammt af erfið- leikum í lífinu, bæði þegar hann missti föður sinn aðeins 14 ára gam- all og í veikindunum sem hann glímdi við á þriðja ár og drógu hann loks til dauða. Þrátt fyrir þessa erf- iðleika var hann mikill gæfumaður, bæði í einkalífi og starfi. Mest var gæfa Gulla að kynnast Heiðu, konu sinni, ungur og eyða með henni líf- inu. Heiða hefur stutt dyggilega við bakið á Gulla í störfum hans og áhugamálum. Saman áttu þau miklu barnaláni að fagna. Börnin þeirra, þau Guðný, Þórólfur, og Þorsteinn Jökull, eru hvert öðru betur gerð og bera foreldrum sínum fagurt vitni. Fjölskyldan hefur sinnt Gulla í veik- indum hans af stakri natni og um- hyggjusemi og gert honum lífið eins bærilegt og nokkur kostur var. Þar átti Dóra, systir Gulla, líka afar stór- an þátt, sem seint verður full þakk- aður. Hún tók að sér að hjúkra Gulla heima, svo hann þyrfti ekki að fara á sjúkrahús, nema til að gangast undir aðgerðir. Það var honum og fjöl- skyldunni allri mikils virði. Gulli tók veikindum sínum af æðruleysi og þolinmæði og lét í ljós einlægt þakk- læti fyrir allt sem fyrir hann var gert. Gulli var mikill fjölskyldumaður og bar hag barna sinna og stórfjöl- skyldunnar allrar mjög fyrir brjósti. Honum þótti innilega vænt um heimsóknir ættingja og vina. Það sá maður vel, allt fram undir það síð- asta, þótt hann gæti ekki tjáð sig með orðum. Aðdáunarverð og að ég held óvenjuleg, er sú djúpa væntumþykja og tryggð sem hann bar til vina sinna. Þegar hann nefndi þá á nafn bætti hann „vinur minn“ við með áherslu. Hann lagði mikla áherslu á að rækta vel samböndin við vinina og í veikindum Gulla hefur komið vel í ljós hversu nána og góða vini hann átti, því þeir heimsóttu hann og sinntu honum mikið og vel. Komu jafnvel oftar en einu sinni frá út- löndum, gagngert til að heimsækja hann á meðan hann var veikur. Gulli var ástríðufullur veiðimað- ur og vínsafnari, en líka afar ná- kvæmur og vandvirkur í öllu sem hann gerði. Nákvæmnin kom fram í öllu, líka vínsöfnuninni og veiði- mennskunni, því öll vínin hans og upplýsingar um þau voru nákvæm- lega skráð, eins og veiðistaðirnir, sem hann hefur ófáa heimsótt. Hann var lífsnautnamaður og hafði gaman af að elda og borða góðan mat með fínu vínunum. Bræðurnir áttu margar góðar stundir saman á ferðalögum, í veiðiferðum og við að skipuleggja, undirbúa og elda stór- veislur, sem ekki gleymast. Og þeg- ar þeir voru ekki saman að elda, sendu þeir hver öðrum skilaboð um hvað væri í pottunum og hvað skyldi drukkið með. Ekki síst ef einhver þeirra taldi sig vera með fínni veislu en hinir í það skiptið. Með Gulla er genginn mikill höfðingi sem sárt verður saknað, en líka minnst með þakklæti og væntumþykju. Elín Smáradóttir. Gunnlaugur Nielsen frændi minn og vinur okkar hjóna er fall- inn frá eftir baráttu við erfiðan sjúkdóm. Hann var nokkrum árum eldri en ég, elstur af fimm systk- inum. Gulli fæddist og ólst upp á Seyðisfirði og þar man ég fyrst eft- ir honum. Hann var elsta barna- barn afa okkar og ömmu, þeirra Vilhelmínu og Gunnlaugs. Svo kom Dóra Stína systir hans og síðan ég. Hann var svo heppinn að vera ná- lægt föðurömmu sinni Dóru og líka rétt hjá ömmu okkar og afa. Gulli naut því óskiptrar athygli og sérstakrar stöðu í hópi okkar barnabarnanna og oft gekk mikið á í stórum og fjörugum hópi. Þegar ég flutti frá Seyðisfirði var Gulli orðinn unglingur sem ég leit upp til. Hann flutti síðan frá Seyðisfirði með móður sinni og systkinum til Reykjavíkur eftir að faðir hans lést um aldur fram af slysförum. Fjöl- skyldan bjó á Suðurgötunni og Gulli gekk í MR. Þar var ég heima- gangur þegar ég kom suður og byrjaði í MR eins og hann. Áslaug frænka, mamma hans Gulla, var einkar gestrisin og alltaf var mann- margt á heimilinu og mikið skegg- rætt, leikið og glaðst. Það kom að því að Gulli kynntist eftirlifandi eiginkonu sinni og lífs- förunaut, Friðnýju Heiðu Þórólfs- dóttur, og ég mínum, Magnúsi Norðdahl. Ljóslifandi í huga mín- um er minning frá kvöldstund að sumarlagi fyrir austan þegar við Gulli sátum saman við varðeld hjá frænku okkar í Egilsstaðaskógi með hugann hjá nýrri kærustu og nýjum kærasta, Heiða að syngja í Ísrael og Maggi á sjónum. Við bæði með framtíðina óráðna en ást og til- hlökkun til þess sem verða vildi. Þegar börnin komu til sögunnar efldust tengslin og áttum við góðar stundir saman. Maggi var í veiði- skap með Agnúanum, veiðifélagi vina og skólafélaga, og ekki leið á löngu þar til Gulla var boðið með norður í Laxárdal til vikulangra og árlegra veiða. Eftir það varð ekki aftur snúið og Gulli tekinn í þetta kostafélag með pomp og prakt enda féllu þau Gulli og Heiða vel inn í hópinn. Ekki spillti það fyrir að snemma fylgdu synirnir Þórólf- ur, Þorsteinn Jökull og Magnús Davíð feðrum sínum til veiða og urðu óaðskiljanlegur hluti vina- hópsins. Rætur Gulla voru fyrir austan og þangað fór hann reglulega. Bæði til þess að njóta útiveru og til að hitta ættingja sína og það gladdi for- eldra mína mikið þegar Gulla og fjölskyldu bar að garði. Það var alltaf gott að koma til þeirra Heiðu og Gulla, alltaf svo notalegt og ró- legt. Fallegt heimili þeirra bar með sér að þar fóru samhent hjón sem var umhugað um samband sitt og velferð barnanna sinna sem eru einstaklega vel gerð og hæfileika- rík. Að leiðarlokum minnist ég Gulla Gunnlaugur Nielsen

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.