Morgunblaðið - 04.02.2010, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 04.02.2010, Blaðsíða 19
Umræðan 19KOSNINGAR 2010 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. FEBRÚAR 2010 Það þarf heilt þorp til að ala upp barn ER LÍÐUR að lokum kjörtímabilsins er rétt að líta yfir farinn veg og meta hvernig gengið hef- ur að ná þeim mark- miðum í skólastarfi sem að var stefnt. Að leið- arljósi var höfð skóla- stefna Akureyrarbæjar sem byggist á þekkingu, leikni, virðingu og vellíð- an. Áherslur Einstaklingsmiðað nám og þátt- taka nemenda og foreldra í mótun skólastarfs. Þróunarstarf var eflt í samstarfi við Háskólann á Akureyri (HA) og hafa allir skólar unnið að nýbreytni og þróunarverkefnum. Má nefna verkefni er tengjast agamálum, læsi, einstaklingsmið- uðum kennsluháttum, mati á skóla- starfi og foreldrasamtarfi. Mikil vinna hefur verið lögð í samstarf skólastiga, samræmd haustfrí og samstarf um ráðstefnur. Að foreldrum sé auð- veldað val um grunn- skóla með því að hver skóli skilgreinir sérstöðu sína og áherslur í starfi. Gefnir eru út upplýs- ingabæklingar, kynning- arfundir haldnir og for- eldrum boðið í skólana. Með samstarfi við ýmsa aðila hefur tekist að auka fjölbreytni list- og verk- greina í samræmi við áhuga nem- enda. Faglegt og fjárhagslegt sjálfstæði leik- og grunnskóla eflt. Unnin rekstraráætlun skólanna og fylgst með því að hún haldi. Allir grunn- skólakennarar fengu fartölvu í þeim tilgangi að auka upplýsingaflæði. Skólastjórnir við grunnskóla séu með þátttöku foreldra, kennara og nemenda. Með nýjum grunn- skólalögum kom inn ákvæði um skólaráð. Eftir Elínu Margréti Hallgrímsdóttur Höfundur er bæjarfulltrúi, formaður skólanefndar og býður sig fram í 2. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins á Akureyri. Í nýlegri viðhorfskönnun töldu 95% foreldra að börnunum liði vel í skólanum, um 96% töldu að metn- aður kennara væri mikill. Sama hlutfall foreldra taldi að kennarar sýndu barni þeirra virðingu og sanngirni. Þá töldu 92% viðfangs- efni skólans áhugaverð fyrir barnið þeirra. Horft til framtíðar Umræða hefur verið um hagræð- ingaraðgerðir og leiðir til að lækka kostnað vegna reksturs grunnskóla. Það er eðlilegt og nauðsynlegt að slík umræða fari fram og leitað verði leiða til að ná niður kostnaði. En þess verður að gæta að ekki sé rasað um ráð fram og breytingar gerðar áður en tekist hefur að meta áhrif þeirra til fullnustu á faglegt starf skólanna svo og líðan og um- hverfi barna. Elín Margrét Hallgrímsdóttir Áætlanir gera enn ráð fyrir að framkvæmdir við álver Norðuráls í Helguvík geti hafist á 2. ársfjórð- ungi þessa árs. Við þetta má bæta að starfshópur fjármálaráðherra hefur undanfarið kannað og útfært mögulega aðkomu lífeyrissjóða að fjármögnun stærri verkefna. Þar hefur einkum verið horft til fram- kvæmda vegna samgöngu- mannvirkja og uppbyggingar í ferðaþjónustu auk verkefna sem nú eru að komast á fram- kvæmdastig. Nokkur dæmi: Háskólasjúkrahús Forval vegna hugmynda- samkeppni um skipulag lóðarinnar við Hringbraut stendur yfir og stefnt er að því að framkvæmdir geti hafist næsta ár. Samgöngumannvirki Unnið er að undirbúningi sam- göngumiðstöðvar við Hlíðarfót í Reykjavík, auk þess sem fram- kvæmdir við tvöföldun á 7 km kafla á Suðurlandsvegi og veghluti á Vesturlandsvegi hafa verið boðin út. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi. Á LIÐNUM árum hefur Garðabær kapp- kostað að byggja upp sveitarfélag þar sem íbú- arnir hafa notið góðrar og tryggrar þjónustu, þrátt fyrir lágmarksá- lögur á íbúa. Um þessa leið hefur ríkt almenn ánægja og sátt meðal bæjarbúa. En rekstarforsendur sveitarfélaga eru gjörbreyttar frá því sem við höfum búið við síðustu ár. Garðabær stendur vel í sam- anburði við önnur sveitarfélög, jákvæð rekstarnið- urstaða var á síðasta ári, skuldir á hvern íbúa eru almennt lægri en gerist í kringum okkur og allar lyk- iltölur eru bænum hagstæðar. Hin sterka fjárhagsstaða bæjarins gerir sveitarfélaginu auðveldara um vik að bregðast við þeim samdrætti í tekjum sem framundan er á þessu ári. Í stað aukinnar skattbyrðar á íbúa og hækkunar á þjón- ustugjöldum hefur verið ráðist í hagræðingar, laun lækkuð, dregið úr yfirvinnu og verkefnum for- gangsraðað. Ef til þess kemur að á næstu ár- um þurfi að ganga enn lengra í þessum efnum, er nauðsynlegt að hafa kjark og þor til að eiga víð- tækara samráð við bæjarbúa. Í samvinnu við íbúana eigum við að forgangsraða verkefnum í þágu allra Garðbæinga. Það á að vera skýr krafa bæjarbúa að bæj- arfulltrúar temji sér opna og gegnsæja stjórnsýslu, sérstaklega þegar þeir ráðstafa skatttekjum íbúanna, þannig að ákvarðanir séu hafnar yfir allan vafa. Stöndum vörð um grunnþjónustuna Samfara breyttu efnahags- umhverfi þá er mikilvægt að standa vörð um grunnþjónustu fyr- ir unga sem og eldri íbúa Garða- bæjar. Við eigum að tryggja að öll- um börnum líði vel í Garðabæ og að þau geti fundið sér farveg í íþrótta- eða tómstundastarfi sem þarf að vera í samfellu við skóla- starfið. Jafnframt verðum við að hlúa að allri þjónustu sem snertir bæjarbúa með ráðdeild og skynsemi að leið- arljósi. Við eigum að standa vörð um okkar ágæta bæjarfélag um leið og við tryggjum fjölbreytt samfélag þar sem börnin þroskast í leik og starfi, foreldrarnir ala upp börnin sín í öruggu umhverfi og afi og amma fá notið áhyggjulausra ævikvölda. Stöndum vörð um hagsmuni Garðbæinga Eftir Pál Hilmarsson Páll Hilmarsson Höfundur er frambjóðandi í 1. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ. Í MÁLEFNUM eldri borgara hefur margt verið vel gert und- anfarin misseri í Garða- bæ. Nú er hins vegar brýnt að hjúkr- unarheimilið í Sjálandi rísi hratt og sú þjónusta sem þar er ráðgerð, meðal annars útibú frá heilsugæslunni, taki til starfa. Unga fólkið Leita þarf leiða til að koma til móts við ýmsa þætti sem varða ungt fólk í Garðabæ nú þegar fjármála- umhverfið gerir því erfitt um vik að fjárfesta í húsnæði og reka ökutæki. Atvinnurekstur Mikilvægt er að blómlegur at- vinnurekstur þrífist í bænum og því þarf að halda álögum á fyrirtæki í lágmarki. Þetta skiptir miklu máli enda helst ásættanlegur rekstr- argrundvöllur þeirra í hendur við blómlega þjónustu til bæjarbúa. Barnafjölskyldan Í Garðabæ eigum við fyrirmynd- arskóla-, -íþrótta- og -tómstunda- samfélag. Foreldrar hafa val um góða leik- og grunnskóla og öflugt íþrótta- og tómstundastarf er í boði fyrir börn og ungmenni með hvata- peningum sem létta á kostnaði fjöl- skyldnanna. Mikilvægt er þó að sveitarstjórnarmenn sofni ekki á vaktinni og vinni sífellt að því að stuðla að þeim markmiðum sem sett hafa verið fram í skóla-, forvarna- og fjöl- skyldustefnu bæjarins. Miðbærinn okkar Huga þarf að uppbygg- ingu miðbæjarins þar sem ljóst er að hugmyndir um nýjan miðbæ verða ekki að veruleika um sinn og hafa opinn huga gagnvart hugmyndum um hvernig best megi nýta þá um- gjörð sem við höfum nú. Ef til vill mætti nýta hluta gamla Hagkaups- hússins undir félags- og menningar- starfsemi ýmiss konar. Áherslur skipta alla máli Að halda álögum lágum og for- gangsraða vel við fjárhagsáætl- anagerð, að skipulag bæjarins sé mótað með hagsmuni íbúanna að leiðarljósi, að bæjaryfirvöld hlusti á rödd íbúanna, að hafa aðgang að óspilltri náttúru Garðabæjar og geta þar notið útivistar – þessi mál eru meðal þeirra sem ég vil berjast fyrir. Garðbæingar, ég bið um ykkar stuðning til góðra verka og heiti að vinna af hugsjón og heiðarleika. Eftir Ragnýju Þóru Guðjohnsen Ragný Þóra Guðjohnsen Höfundur er lögfræðingur, með MA- próf í uppeldis- og menntunar- fræðum, doktorsnemi og sækist eftir 2.-3. sæti í prófkjöri Sjálfstæð- ismanna í Garðabæ. Ég óska eftir stuðningi ykkar til góðra verka PRÓFKJÖR síðustu vikna fyrir bæjarstjórn- arkosningarnar í vor hafa einkennst af lé- legri þátttöku. Aðeins 30-40% hafa mætt til að kjósa en hinir sitja heima. Hverju veldur? Það má með sanni segja að ákveðinn doði ríki yfir áhuga almenn- ings á stjórnmálum. Fólk er búið að fá sig fullsatt af karpi stjórnmálamanna og lengir eftir því að sjá raunveru- legar aðgerðir. Mikið hef- ur verið rætt um aukið lýðræði en einn þáttur í því er að almenningur fái að velja fólk á framboðs- lista. Reyndar eru flest prófkjör í dag eingöngu ætluð félagsmönnum en það er illa farið með lýð- ræðið ef aðeins lítill hluti þeirra nýtir sér atkvæð- isrétt sinn. Krefjandi verkefni framundan Sveitarstjórnir landsins standa frammi fyrir erfiðu verkefni þar sem tekjustofninn hefur lækkað gríðarlega en þörfin fyrir þjónustu er sú sama eða jafnvel meiri en áð- ur var. Verkefni stjórnmálamanna næstu misserin felast því fyrst og fremst í því að sýna ráðdeild og skynsemi í rekstri. Standa þarf vörð um grunnþjónustuna og spara af skynsemi með langtímahagsmuni íbúanna að leiðarljósi. Prófkjörin eru til þess að velja það fólk sem íbúar treysta fyrir þessu vanda- sama verkefni. Því er mikilvægt að félagsmenn taki þátt og leggi sitt af mörkum við að velja öflugt og gott fólk til starfa. Prófkjör sjálfstæðismanna í Mosfellsbæ 6. febrúar Við sjálfstæðismenn í Mosfellsbæ göngum til prófkjörs um næstu helgi og mikilvægt er að fé- lagsmenn mæti og taki þátt í að velja öflugt fólk á lista. Veljum sig- urstranglegan lista sem vinnur að krafti og heiðarleika fyrir Mosfell- inga næstu fjögur árin. Upplýs- ingar um Bryndísi má finna á www.bryndisharalds.is Bryndís Haraldsdóttir Bryndís Haraldsdóttir Höfundur er varabæjarfulltrúi og býður sig fram í 2. sæti í prófkjöri sjálfstæðismanna í Mosfellsbæ. Lýðræðið og þátttaka almennings forðum. Og Ragnar í Gámaþjón- ustunni á Ísafirði má bíta í það súra epli, svo dæmi sé nefnt, að láta bíla sína aka norður á Strand- ir, mörg hundruð kílómetra sér til yndisauka, svo hann geti sótt sorpið á suðurhluta Vestfjarða, í stað þess að renna stystu leið sem ætti að vera galopin að allra áliti nema að vísu Vegagerðarinnar. Munið eftir almanakinu, Vestfirð- ingar góðir! Hjá nefndu fyrirtæki er aukinn kostnaður að óþörfu upp á hundruð þúsunda því reglur eru reglur sem okkar ágæta Vegagerð hefur bitið í sig. Hér er enginn að heimta að moka snjó uppi á fjöll- um þegar allt er á kafi. En þjóð- hagsleg hagkvæmni er látin lönd og leið og heimskulegar snjó- mokstursreglur látnar ráða, hvernig sem viðrar. Hér virðist vanta svolítinn sveigjanleika að dómi vegfarandans. Svo einfalt er nú það. Spurningin er hvort hér sé ekki verið að vinna gegn náttúrulög- málunum og ekkert hugsað um mannlega þáttinn. Má ekki bless- að fólkið njóta þess þegar vel viðr- ar? Er þetta hægt, Matthías? Þess skal getið að Dynjand- isheiðin er búin að vera fær vikum saman í blíðunni. Höfundur er bókaútgefandi og starfs- maður á plani á Brekku í Dýrafirði. Höfundur er bæjarfulltrúi Á-lista á Álftanesi. in hafði verið opin í rúma þrjá mánuði, voru orðnir hátt í 50 þús- und. Gert hafði verið ráð fyrir að um 60 þúsund gestir heimsæktu sundlaugina árlega, og var sú spá af mörgum talin óhóflega bjart- sýn. Nú stefnir hins vegar í að sú tala nálgist 100 þúsund. Það sem ég hins vegar vil benda á og tel umhugsunarvert, er það að bygging þessarar glæsilegu sundlaugar kostaði tæpan milljarð, sem nánast er sama upphæð og sveitarfélagið tapaði í efnahags- hruninu vegna erlendra lána. Hvers vegna talar enginn um að efnahagshrunið hafi „sett sveitar- félagið á hausinn“? Er það vegna þess að það er of satt? Eða er það kannski ekkert fréttnæmt? Það er sorglegt að umfjöllun um svo alvarlega hluti skuli ekki geta verið málefnaleg og byggð á stað- reyndum í stað þess að byggjast á stóryrðum, klisjum og sleggju- dómum. Móttaka að- sendra greina MORGUNBLAÐIÐ birtir alla útgáfudaga aðsendar um- ræðugreinar frá lesendum. Blaðið áskilur sér rétt til að hafna greinum, stytta texta í samráði við höfunda og ákveða hvort grein birtist í umræðunni, í bréfum til blaðsins eða á vefnum mbl.is. Blaðið birtir ekki greinar, sem eru skrifaðar fyrst og fremst til að kynna starfsemi einstakra stofnana, fyr- irtækja eða samtaka eða til að kynna viðburði, svo sem fundi og ráðstefnur. Innsendikerfið Þeir sem þurfa að senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Form- ið er undir liðnum „Senda inn efni“ ofarlega á forsíðu mbl.is. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/ sendagrein Ekki er lengur tekið við greinum sem sendar eru í tölvupósti.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.