Morgunblaðið - 04.02.2010, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 04.02.2010, Blaðsíða 32
Sett Tökur sem þessar þurfa jafnan heljarinnar mannskap. Eftir Helga Snæ Sigurðsson helgisnaer@mbl.is FÉLAGARNIR úr Vaktaþáttunum; þeir Georg, Ólafur Ragnar og Daníel, sneru aftur í gærkvöldi á kunnuglegar slóðir, bensínstöðina við Laugaveg þar sem Vakta-ævintýrið hófst með Næturvaktinni. Verkefnið var þó af öðrum toga, að taka upp efni í sjö stutt innslög til að minna Íslendinga á mikilvægi kvikmynda- og þáttagerðar og vekja athygli á niðurskurði rík- isins á styrkjum til kvikmyndagerðar og þeim fyrirætlunum ríkisútvarpsins að skera hressi- lega niður í innkaupum á íslensku, leiknu sjón- varpsefni og kvikmyndum. Public announcement „Það vantar gott, íslenskt orð fyrir þetta en í Ameríku kalla þeir þetta „public announce- ment“,“ sagði kvikmynda- og sjónvarpsþátta- leikstjórinn Ragnar Bragason í gær. Tilkynn- ing til almennings. „Fólk er að kalla eftir íslenskum kvikmyndum og sjónvarpsefni, að það sé partur af okkar menningu til framtíðar,“ segir Ragnar. Fólkið sem gerði Vaktaþættina og kvikmynd- ina Bjarnfreðarson stendur að gerð þessara innslaga eða tilkynninga en Sagafilm lagði til tól og tæki og er rétthafi að myndefninu. „Þetta eru þessar þrjár lykilpersónur, Ólafur, Georg og Daníel úr Vaktaþáttunum,“ segir Ragnar. Næturvaktin verði endurvakin í eitt andartak og í innslögunum verði ákveðnar rang- hugmyndir um íslenska kvikmyndagerð. „Hef trú á því að hægt sé að laga þetta“ Ragnar hefur gagnrýnt niðurskurð ríkisins í framlögum til kvikmyndagerðar harðlega að undanförnu. „Maður verður bara að tjá sig um þetta, þetta er orðið nett þreytandi fyrir ís- lenska kvikmyndagerðarmenn, að vera sífellt að réttlæta tilvist kvikmynda og sjónvarps- efnis,“ segir Ragnar. Aðrar menningarþjóðir hafi áttað sig á mikilvægi kvikmyndagerðar fyr- ir mörgum áratugum og kvikmyndir settar jafnhátt opinberlega og aðrar listgreinar. „Fólk er misbölsýnt. Ég hef trú á því að það sé hægt að laga þetta og að stjórnvöld, forsvars- menn þessa lands, átti sig á því menningarslysi sem er í uppsiglingu. Við erum ekki, ef ég á að vera alveg hreinskilinn, að tala um sérstaklega háar upphæðir, í heildarsamhengi hlutanna.“ Næturvaktin endurvakin  Georg Bjarnfreðarson og félagar sneru aftur á bensínstöðina í gær til að leiðrétta ákveðnar rang- hugmyndir um íslenska kvikmyndagerð  Sjö stutt innslög verða tekin upp og þeim beitt í baráttunni Nei, svona! Ragnar Bragason kemur skila- boðum til Péturs Jóhanns Sigfússonar. Ólafur Ragnar mun efalaust snara út gullmolunum. Hress Ragnar Bragason leikstjóri var vel stemmdur. Ragnar hefur verið kraftmikill í réttindabaráttu kvikmyndagerðarmanna. Morgunblaðið/Heiddi Grínaktugt Þeir félagar, Daníel og Ólafur Ragnar komnir í blússandi gír, enda á gömlum og (kærum) heimaslóðum. MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. FEBRÚAR 2010 SÝND Í ÁLFABAKKA SÝND Í ÁLFABAKKA OG AKUREYRI SVEPPI – BJÖRGVIN FRANS – GÓI FRÁBÆR TEIKNIMYND ÞAR SEM SVEPPI FER Á KOSTUM Í HLUTVERKI LEMMAFrá höfundi SHREK Sýnd með íslensku tali SÝND Í ÁLFABAKKA OG KRINGLUNNI FRÁ RAGNARI BRAGASYNI KEMUR EIN B BJARNFREÐ SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI, AKUREYRI, KEFLAVÍK OG SELFOSSI DENZEL WASHINGTON OG GARY OLDMAN ERU FRÁBÆRIR Í ÞESSARI MÖGNUÐU SPENNUMYND Í ANDA I AM LEGEND OG MAD MAX Í , KRINGLUNNI, AKUREYRI, KEFLAVÍK OG SELFOSSI Fráskilin..með fríðindum Frá höfundi/ leikstjóra SOMETHING'S GOTTA GIVE SÝND Í KRINGLUNNI HHH -T.V., KVIKMYNDIR.IS TILNEFND TIL 3 GOLDEN GLOBE VERÐLAUNA FRÁBÆR MYND / KRINGLUNNI THE BOOK OF ELI kl. 5:50D - 8:10D - 10:40D 16 IT'S COMPLICATED kl. 5:30 - 8 - 10:30 12 SHERLOCK HOLMES kl. 8 - 10:40 12 PLANET 51 m. ísl. tali kl. 5:50D L / ÁLFABAKKA THE BOOK OF ELI kl. 8D - 10:30D 16 DIGITAL SHERLOCK HOLMES kl. 5:20 - 8 - 10:40 12 WHERE THE WILD THINGS ARE kl. 5:50 - 8 - 10:30 7 BJARNFREÐARSON kl. 5:50 - 8 - 10:30 L UP IN THE AIR kl. 8 - 10:20 L PLANET 51 m. ísl. tali kl. 5:50D L DIGITAL SHERLOCK HOLMES kl. 5:20-8-10:40 LÚXUS VIP

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.