Morgunblaðið - 04.02.2010, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 04.02.2010, Blaðsíða 15
Daglegt líf 15 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. FEBRÚAR 2010 Börn og tengdabörn Bjarna Rafnar, fyrrver- andi yfirlæknis fæðingar- og kvensjúkdóma- deildar Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri og Bergljótar konu hans, komu færandi hendi á dögunum og afhentu kvennadeild sjúkrahússins peningagjöf auk ljósmynda af þeim hjónum.    Bjarni heitinn var starfandi læknir á Akureyri frá því snemma árs 1955 þar til í apríl 1989, fyrst sem heimilislæknir og sérfræðingur en eingöngu sem sérfræðingur frá 1968. Hann stofnaði kvennadeild sjúkrahússins fyrir 39 ár- um. Peningagjöfin er eyrnamerkt kvennadeild- inni til tækjakaupa.    Margir fyrrverandi samstarfsmenn Bjarna voru viðstaddir athöfn á FSA þegar gjöfin var af- hent, þar á meðal nokkrar ljósmæður sem störf- uðu í áratugi með Bjarna.    Í febrúarblaði ferðatímarits Lonely Planet er Akureyri í fjórða sæti á lista yfir sex staði sem þeir, sem hafa ferðast til alþekktra áfangastaða á borð við París, Róm og Madríd ættu að heim- sækja. Frá þessu er sagt á heimasíðu Akureyr- arbæjar.    „Augljóst er að hér er um mikla og góða aug- lýsingu að ræða fyrir bæinn. Í umfjöllun blaðs- ins segir meðal annars að Akureyri hafi vinn- inginn umfram höfuðborgina Reykjavík þegar þessir staðir eru bornir saman „eftir útliti (feg- urð). Mælt er með kaffihúsunum í miðbænum þar sem sé afslappað andrúmsloft í anda Par- ísarborgar, Minjasafninu í gamla Innbænum, miðnæturgolfi (Arctic Open) næturlífinu og Bautanum þar sem hægt er að bragða lunda og hrossaket,“ segir jafnframt á heimasíðu Akur- eyrar.    Húrra! Frönsk kvikmyndahátíð hefst í Borg- arbíói á morgun og stendur fram í næstu viku. Nikulás litli (Le Petit Nicolas) verður þar á boð- stólum ásamt fleira.    Vetraríþróttahátíð ÍSÍ hefst á laugardaginn kl. 16 í Skautahöllinni. Þar verða íslensku kepp- endurnir á vetrarólympíuleikunum í Vancouver kynntir og að glæsilegri setningarathöfn lokinni hefst leikur íshokkíliða SA og SR á Íslands- mótinu. Allir eru velkomnir og aðgangur ókeyp- is. Hátíðin stendur til 21. mars. AKUREYRI Skapti Hallgrímsson Morgunblaðið/Skapti Til minningar Alexander Smárason yfirlækn- ir, Þórunn Rafnar dóttir Bjarna og Berg- ljótar, og Ingibjörg Jónsdóttir deildarstjóri. Bónus Gildir 4. - 7. febrúar verð nú áður mælie. verð E.S maískorn í dós 340 g ................... 39 85 114 kr. kg Ali ferskur heill kjúklingur ................... 698 898 698 kr. kg Bónus ferskar kjúklingalundir ............. 1.598 1.798 1.598 kr. kg KF frosið nautahakk, 620 g ................ 598 798 598 kr. kg Bónus pitsumix, 500 g....................... 198 298 396 kr. kg Bónus möffinsmix, 500 g ................... 198 298 396 kr. kg Pampers bleiur stór pk. ...................... 2.198 2.389 2.198 kr. pk. Kostur Gildir 4. - 8. febrúar verð nú áður mælie. verð Goða grísabógur ................................ 498 830 498 kr. kg Ungnautahamborg. 120g, 3 stk.......... 423 564 141 kr. stk. Great Value smarties kex, 454 g ......... 375 469 826 kr. kg Best Yet maískorn í dós, 432 g ........... 99 139 229 kr. kg Don Simon safi epli/appels. 1 ltr ........ 149 199 149 kr. ltr Purex fljótandi þvottaefni, 1,47 ltr....... 595 789 405 kr. ltr Fjarðarkaup Gildir 4. - 6. febrúar verð nú áður mælie. verð Svínakótilettur úr kjötborði ................. 945 1.198 945 kr. kg Nauta-fille úr kjötborði ....................... 2.498 2.998 2.498 kr. kg Grillaður kjúklingur ............................ 790 970 790 kr. stk. FK kjúklingabringur............................ 1.781 2.375 1.781 kr. kg Ísfugl 1/1 ferskur kjúklingur ............... 722 963 722 kr. kg Fjallalambs lambalæri frosið .............. 1.150 1.437 1.150 kr. kg Ali BBQ steik..................................... 1.199 1.998 1199 kr. kg Hagkaup Gildir 4. - 7. febrúar verð nú áður mælie. verð Íslandsgrís bayonne skinka................. 949 1.898 949 kr. kg Íslandsgrís lundir............................... 1.425 2.598 1.425 kr. kg Íslandsnaut hryggvöðvi (file)............... 2.379 3.398 2379 kr. kg Holta heill kjúklingur .......................... 569 949 569 kr. kg Egils pepsi max, 2 ltr ......................... 179 259 179 kr. stk. Kornstykki......................................... 69 99 69 kr. stk. Kornbrauð ........................................ 279 469 279 kr. stk. Krónan Gildir 4. - 7. febrúar verð nú áður mælie. verð Grísalundir erlendar........................... 1.498 2.598 1498 kr. kg Grísahnakkasn. úrb. kryddaðar ........... 898 1.798 898 kr. kg Grísahnakki úrb. sneiðar .................... 898 1.698 898 kr. kg Grísakótilettur krydd./grísagúllas ........ 898 1.598 898 kr. kg Grísakótilettur ................................... 898 1.498 898 kr. kg Grísasíður pörusteik........................... 559 798 559 kr. kg Krónan gouda ostur sneiðar 26%........ 536 824 536 kr. pk. Nóatún Gildir 4. - 7. febrúar verð nú áður mælie. verð Folaldagúllas .................................... 1.398 1.798 1.398 kr. kg Folaldalundir .................................... 2.498 3.389 2.498 kr. kg Folalda innralæri ............................... 1.698 2.649 1.698 kr. kg Folaldahakk...................................... 298 498 298 kr. kg Folalda piparsteik.............................. 1.798 2.898 1.798 kr. kg Lamba framhryggjarsneiðar ................ 1.598 1.998 1.598 kr. kg Honeytop naanbrauð......................... 169 269 169 kr. pk. Þín Verslun Gildir 4. - 10. febrúar verð nú áður mælie. verð Ísfugls kjúklingabringur úrb. ............... 2.094 2.992 2.094 kr. kg Maggi súpa aspastvenna ................... 195 275 195 kr. pk. Weetabix morgunkorn, 430 g.............. 498 575 1.159 kr. kg Capri Sonne djús, 5x200 ml............... 349 449 70 kr. stk. Nabisco Oreo kexkökur, 176 g ............ 229 298 1.302 kr. kg Corny Coconut múslístk., 6x25 g......... 335 435 56 kr. stk. Lambi salernispappír Ltc., 6 stk. ......... 529 645 89 kr. stk. Helgartilboð Folalda- og grísakjöt á tilboði Eftir Önnu Sigríði Einarsdóttur annaei@mbl.is ÞAÐ er líf og fjör í íþróttatíma stúlkna í4. bekk Víkurskóla. Stúlkurnar eru áfleygiferð í boltaleik og allar takaþær þátt í Lífshlaupinu sem nú stendur yfir. Það gera raunar allir 334 nem- endur skólans, sem og fjöldi kennara og jafn- vel líka foreldrar. „Við höfum lagt ríka áherslu á að allir séu með,“ segir Hólmar Björn Sigþórsson, íþrótta- kennari í Víkurskóla, en skólinn hefur tekið þátt í Lífshlaupinu frá upphafi. Kennarar skól- ans hafa verið duglegir að taka þátt, „enda er þetta varla hægt án þeirra,“ útskýrir Hólmar. Þá eru börnin líka hvött til að draga foreldra sína með sér út um helgar. Flestir í íþróttum Þó nokkur undirbúningur liggur að baki Lífshlaupsþátttökunni og er búið að fara vel yfir það með krökkunum hvernig þau þurfi að hreyfa sig svo það nái upp í þann klukkutíma sem þau eiga að hreyfa sig dag hvern. Rösk hreyfing í frímínútum og hádegi getur þar tal- ist með, sem og íþróttaiðkun utan skóla. Stundirnar geta því verið fljótar að hlaðast upp. Í upphafi fyrsta tíma hvers dags sjá kenn- ararnir síðan um að skrá inn hreyfingu krakk- anna daginn á undan, enda hafa verið brögð að því að börnin gleymi að skrá sig. Yngstu börn- in eru auk þess hvött til að fá foreldra sína til að skrá fyrir sig hreyfingu dagsins, t.d. yfir kvöldmatnum, sem þau geta svo skilað á miða. „Það er mikið um að krakkarnir sem hér eru gangi í skólann,“ segir Hólmar. Börnin séu auk þess dugleg að hreyfa sig og þar hafi nálægðin við Egilshöll og íþróttastarf Fjölnis sitt að segja. Enda leggja flest þeirra stund á ein- hverjar íþróttir. „Aðstaðan hér í nágrenninu er mjög góð.“ Margir leiki t.a.m. fótbolta með Fjölni, iðka frjálsar íþróttir eða æfi fimleika. Þá sé líka öflugt starf á vegum Skautafélagsins Bjarnarins þar sem æft sé bæði íshokkí og list- dans á skautum, auk þess sem karate er í boði í skólanum. Víkurskóli hefur staðið sig vel í Lífshlaupinu sl. tvö ár og fékk skólinn raunar þrenn verð- laun fyrsta árið. Þannig fengu börnin fyrstu verðlaun í flokki tímalengdar og þriðju verð- laun fyrir fjölda daga. Kennarar skólans stóðu sig ekki síður, en þeir fengu önnur verðlaun í flokki dagafjölda. „Við erum nefnilega svolítið duglegir líka,“ segir Hólmar. Skemmtileg stemning skapast í skólanum þá daga sem Lífshlaupið stendur yfir. Farið er í leiki og göngutúra sem jafnvel allur skólinn tekur þátt í, en þátttaka í Lífshlaupinu hvetur marga til að halda áfram að hreyfa sig. „Við reynum allt- af að vera á toppnum, en þó að þetta sé keppni þá er þetta líka leikur fyrir okkur.“ Morgunblaðið/Árni Sæberg Tilbúnar í Lífshlaupið Hólmar Björn Sigþórsson íþróttakennari kennir stelpunum í 4. bekk reglur boltaleiksins. „Fyrir okkur er þetta leikur“  Allir nemendur Víkurskóla taka þátt í Lífshlaupinu  Foreldrar og kennarar einnig hvattir til þátttöku  Flestir í íþróttum utan skóla Í leik Jarþrúður Pálmey Freysdóttir, sem snýr baki í ljósmyndara, á fullri ferð. Þær Jarþrúður Pálmey Freysdóttir og Katla Jónsdóttir í 4. bekk Víkurskóla taka báðar þátt í Lífshlaupinu og gerðu líka í fyrra. „Ég æfi fimleika fimm sinnum í viku, tvo og hálfan tíma í senn,“ segir Jarþrúður Pálm- ey. Katla leggur hins vegar stund á frjálsar íþróttir. „Ég er búin að æfa í tvö ár og æfingarnar eru tvisvar til þrisvar í viku, klukkutíma í senn,“ segir Katla. Að hennar mati er hástökk skemmtilegasta greinin. Tímana sem upp á vantar þá daga sem ekki eru æfingar eru þær hins vegar sam- mála um að nýta í að vera úti að leika sér. „Mér finnst ekki gaman að vera inni,“ út- skýrir Jarþrúður Pálmey og Katla bætir við: „Ég reyni oftast að vera úti að leika mér.“ Skemmtilegast að vera úti

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.