Morgunblaðið - 04.02.2010, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 04.02.2010, Blaðsíða 4
4 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. FEBRÚAR 2010 BÚAST má við að í ár liggi hafís hér við land í minna en eina viku á vetrinum, samkvæmt spá Páls Bergþórs- sonar veðurfræð- ings. Hlýtt hefur verið á og við Jan Mayen sl. sex mánuði, það er ágúst til janúar, en straumar berast gjarnan frá eynni að Íslandsströndum á hálfu ári. Straumurinn varðveitir vel frávik sjávarhita frá meðallagi sem ræður miklu um hafís. Þetta er í 42. sinn sem Páll gerir hafísspá. Í þeirri fyrstu sem hann gerði árið 1969 var spáð ís við land- ið í fimm mánuði og það fór nærri lagi. Síðan hefur hafis alltaf legið skemur við land og oftast í sam- ræmi við spá Páls. sbs@mbl.is Eftir Sigurð Boga Sævarsson sbs@mbl.is „ÞÓTT snjólétt hafi verið nánast um allt land í janúar vil ég fremur telja það tilviljun en túlka slíkt sem stór- kostlega breytingu á veðurfari,“ seg- ir Einar Sveinbjörnsson veðurfræð- ingur. Næstu daga má hins vegar búast við frosti víða um landið og hugsanlega éljagangi á Norðaust- urlandi, svo sem í Þistilfirði. Um helgina gæti svo aftur hlýnað með áttum úr suðaustri en spár eru ann- ars misvísandi hvað framhaldið varðar. Í öllu falli eru þó engin veru- leg straumhvörf í vændum. „Kalda loftið yfir Skandinavíu hefur að hluta til borist vestur yfir hafið og til okkar sem birtist í því að núna er éljagangur fyrir austan.“ Aldrei alhvítt í Reykjavík Í yfirliti Trausta Jónssonar um veðráttu janúarmánaðar kemur fram að óvenjulega snjólétt hafi ver- ið um stærstan hluta landsins í mán- uðinum. Í Reykjavík var aldrei al- hvít jörð í mánuðinum en flekkótt í sex daga. Janúar án alhvítra daga hefur ekki komið frá 1940. Þó var janúar 2002 með mildasta móti en þá var aðeins alhvítt í einn dag. Á Akureyri er hins vegar mark- verðast að úrkoman mældist aðeins 0,8 mm og hefur aldrei verið svo lítil. „Stóru tíðindin eru þau hve úr- komulítið hefur verið fyrir norðan. Þurrkatíð að vori eða snemmsumars er ekki sérlega fátíð, en óhætt er segja að mjög óvenjulegt að nánast engin úrkoma falli í þetta langan tíma um hávetur.“ Svipað og árið 1987 „Hér hefur verið hlýtt og milt dag eftir dag. Oft var hér um miðjan daginn fimm til sjö stiga hiti,“ sagði Hermann Hólmgeirsson veður- athugunarmaður á Staðarhóli í Að- aldal. Þar fór hitastig í janúar hæst í fimmtán gráður og niður í átján stiga frost á öðrum degi ársins. Veðráttu mánaðarins segir Her- mann, hafa verið sambærilega því sem var 1987. Veðurblíða á þeim ár- um hafi þó ekki verið algild. Her- mann var landpóstur í sveitum Þing- eyjarsýslu í ríf tuttugu ár og þurfti þá oft að brjótast með bréf í ófærð og illviðrum sem varla gerist í dag. Mildur mánuður sagður tilviljun  Alhvítt en aldrei snjókoma á Akureyri  Miklar hitasveiflur á Staðarhóli Morgunblaðið/Árni Sæberg Ganga Blíðviðri hefur verið um allt land alveg síðan um áramót. Vel hefur viðrað til útiveru og allar framkvæmdir utanhúss hafa gengið greiðlega. Janúar var snjóléttur um allt land. Lítil úrkoma. Spáin fyrir næstu daga lofar góðu. Mild veðrátta hefur verið ríkjandi á Staðarhóli í Aðaldal, þar sem er veðurathugunarstöð. FJÁRMÁL Álftaness voru til umfjöllunar á tveggja og hálfr- ar klukkustundar löngum fundi samgöngu- nefndar Alþingis í gær. Björn Val- ur Gíslason, for- maður nefndar- innar, sagði að við fyrstu sýn væri vandséð hvernig ætti að vera hægt að leysa úr fjár- hagsvandanum. „Það þarf aðkomu fleiri að endurreisninni en sveitarfé- lagsins sjálfs. Þetta er gríðarlega erfið staða og samkvæmt þeim upp- lýsingum sem við höfum er ekkert sveitarfélag sem kemst nálægt því að vera eins illa statt og sveitarfélag- ið Álftanes þótt mörg séu illa leikin og stefni í óefni sums staðar.“ Á fundinn komu allir þrír fulltrúar minnihlutans. Einnig kom bæjar- stjóri og Kristinn Guðlaugsson, for- seti bæjarstjórnar, og Margrét Jónsdóttir, formaður bæjarráðs. Gert er ráð fyrir að eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga skili tillögum vegna Álftaness til sam- gönguráðherra í dag. runarp@mbl.is Erfitt að leysa úr vandanum Samgöngunefnd ræð- ir fjármál Álftaness Björn Valur Gíslason ÞÓTT flestir vonist til að þurfa aldrei að reiða sig á björgunarbát, má segja að fáir hlutar skips- ins séu jafn mikilvægir. Því er nauðsynlegt að sjá til þess að björgunarbáturinn sé í toppstandi ef á þarf að halda. Þessir færeysku sjómenn ákváðu að nota sólarglætuna í Reykjavík í gær til að skola aðeins af fagurrauðum björgunarbát sín- um, þegar ljósmyndari Morgunblaðsins átti leið um Miðbakkann. Færeyskir sjómenn spúla af fagurrauðum björgunarbát sínum Morgunblaðið/Árni Sæberg Halda björgunarbátnum í góðu standi Eftir Rúnar Pálmason runarp@mbl.is STARFSMAÐUR við innritunarborð Icelandair í Leifsstöð meinaði manni sem var á leið til Banda- ríkjanna á þriðjudag að taka með sér handtösku á hjólum, svokallaða flugfreyjutösku, í flugvélina. Starfsmaðurinn sagði að ástæðan væri sú að í kjöl- far sprengjutilræðisins í flugvél yfir Detroit um jólin hefðu verið settar nýjar reglur sem bönnuðu að töskur á hjólum væru teknar með í flugvélar á leið til Bandaríkjanna. Engar slíkar reglur hafa verið settar. Guðmundur Björnsson læknir var á leið með tveimur kollegum sínum á læknaráðstefnu í Or- lando. Engin biðröð var við innritunarborðið og þeir komust því strax að. „Þá sagði konan við borð- ið að það mætti ekki taka með handfarangur sem væri á hjólum. Ég hváði við,“ sagði Guðmundur í samtali við Morgunblaðið. Kom tölvunni fyrir í tösku ferðafélaga Hann spurði konuna við innritunarborðið nokkrum sinnum út í þessar reglur, hvort það skipti einhverju máli að hann væri með gullkort Icelandair sem þeir fá sem ferðast mikið með flug- félaginu, en fékk ávallt sömu svör: Hann gæti ekki tekið töskuna með vegna nýrra öryggisreglna. Að lokum varð hann að láta töskuna af hendi og hún var innrituð með öðrum farangri. „Ég þurfti að koma því sem var í töskunni minni, tölvu og lesefni, á félaga mína, og ná mér í plastpoka,“ sagði hann. Guðmundur kveður töskuna alls ekki hafa verið óvenjustóra, heldur fremur litla og netta. Þegar Guðmundur kom inn í fríhöfn hitti hann kunningja sinn, en hann var á leið til Orlando með sömu vél, sem spókaði sig þar um með sams konar tösku og hafði verið tekin af Guðmundi. Reyndar var taska kunningjans mun stærri. „Ég spurði hann hvernig hann hefði komist í gegn með töskuna og hann sagði að hann hefði eitthvað þurft að tuða við þær og heimta að fá hana í gegn,“ sagði Guð- mundur. Hann bætti því við að hann væri mjög óánægður með þessa framkomu enda hefðu honum augljóslega verið gefnar rangar upplýsingar. Sagt að vegna öryggis mætti handtaska ekki vera á hjólum  Starfsmaður sagði ástæðuna vera nýjar reglur vegna tilræðisins í Detroit Hafís verður við landið skemur en viku þetta árið Páll Bergþórsson Guðjón Arngrímsson, upplýs- ingafulltrúi, Icelandair, segir að í þessu tilfelli hafi einhver mis- skilningur átt sér stað. Engin regla sé í gildi um að bannað sé að taka handtöskur á hjólum með í flugvélar. Á hinn bóginn mælist flugfélagið til þess að fólk taki með sér eins lítinn handfarangur og það komist af með til að flýta fyrir öryggisleit í flugstöðinni. Misskilningur Morgunblaðið/RAX

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.