Morgunblaðið - 08.02.2010, Side 9

Morgunblaðið - 08.02.2010, Side 9
Fréttir 9INNLENT MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 8. FEBRÚAR 2010 einfalt & ódýrt! Ódýrt kjötf ars398kr.kg 40%afsláttur Hlíðasmára 14 sími 588 2122 www.eltak.is Eltak sérhæfir sig í sölu og þjónustu á vogum Bjóðum mesta úrval á Íslandi af smáum og stórum vogum Hafðu samband líðas ára 14 Sí i 588 2122 .eltak.is • Engjateigur 5 • Sími 581 2141 • www.hjahrafnhildi.is Opið virka daga frá kl. 10-18 laugardaga frá kl. 10-16 Verðhrun 60-80% afsláttur www.birkiaska.is Birkilauf- Betulic Birkilauf hefur góð áhrif á bæði vökvajafnvægi líkamans og húð, örvar starfsemi nýrna og þvagfæra. Hraðar efnaskiptum og losar vatn úr líkamanum, dregur úr bólgum og afeitrar líkamann (detox). „UPPISTAÐA aflans í strandveið- unum er þorskur. Það er með ólík- indum að hægt sé að auka þær veiðiheimildir verulega á sama tíma og þær eru skornar niður inn- an aflamarkskerfisins,“ segir Frið- rik J. Arngrímsson, framkvæmda- stjóri LÍÚ, á heimasíðu sambandsins. Friðrik gagnrýnir ákvörðun ráðherra um 6 þúsund tonna afla í strandveiðum harð- lega, en það er veruleg aukning frá veiðunum síðasta sumar. Strandveiðitímabilið verður jafnframt lengt um einn mánuð. „Þetta frumvarp sjávarútvegsráðherra er full- komin vanvirða við sjómenn og útvegsmenn sem hafa tekið á sig skerðingu aflaheimilda til þess að byggja upp fiskistofna.“ Rúmlega 550 bátar stunduðu strandveiðar sl. sumar. Friðrik segir veiðarnar sóun á verðmætum vegna lakari gæða aflans og offjárfest- ingar í bátum og búnaði, sem engin þörf er fyrir. „Í flestum tilvikum var um að ræða aðila sem hafa selt frá sér aflaheimildir og dæmi eru um að starfs- menn banka og tryggingafélaga hafi stundað þessar veiðar og þannig tekið vinnu frá atvinnusjómönnum. Þessar veiðar eru ekkert annað en sóun, hvar sem á þær er litið.“ aij@mbl.is Sóun og vanvirða Friðrik J. Arngrímsson „VIÐ fögnum því að framhald verði á strandveiðunum og teljum að þær hafi heppnast mjög vel í fyrra,“ seg- ir Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda. Hann sagði að í mörg ár hefði ver- ið óánægja með fiskveiðistjórn- unarkerfið, en með þessari ákvörð- un hefði verið loftað út. Komið hefði verið til móts við gagnrýnendur og umræðan hefði breyst með strand- veiðunum. „Í fjölda ára hefur það verið harðlega gagnrýnt að menn hafa ekki fengið að róa án þessa að eiga kvóta. Með strandveiðunum gefst mönnum kostur á að fara að fiska og fá einhverjar tekjur af því,“ sagði Örn. Hátt í 600 bátar fengu leyfi til strandveiða í fyrra og segist Örn ekki eiga von á að fjöldi báta breytist mikið í ár. Margir smábátasjómenn hefðu nýtt síðustu mánuði fiskveiðiársins í strandveiðarnar. Um 200 bátar hefðu í fyrra bæst við þann hóp sem áður hefði verið á hand- færaveiðum. Gamlir bátar hefðu verið sjósettir að nýju og fengið haffærisskírteini og skemmtibátar verið dubbaðir upp og settir inn í kerfið. „Þátttakan í fyrra var miklu meiri en ég átti vona á og sýnir hversu gífurleg þörf var á þessum möguleika í sjósókninni,“ segir Örn. aij@mbl.is Gífurleg þörf Örn Pálsson Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn Eftir Ágúst Inga Jónsson aij@mbl.is BJARTSÝNI ríkir meðal smábáta- sjómanna um að grásleppuvertíðin, sem hefst fyrir norðan land í næsta mánuði, geti gefið góðar tekjur. Ís- lenskir sjómenn komu með 11.518 tunnur af hrognum að landi í fyrra og var útflutningsverðmæti grá- sleppuhrogna og kavíars um 2,6 milljarðar króna í fyrra. Það mun vera hærri upphæð en nokkru sinni fyrr. Íslendingar voru í fyrra með um helming heimsframleiðslunnar á hrognum. Á föstudag var haldinn í Kaup- mannahöfn fundur grásleppuveiði- manna og kavíarframleiðenda frá þeim fjórum löndum sem eru með nánast alla heimsframleiðsluna, það er Íslandi, Noregi, Grænlandi og Nýfundnalandi. Þetta var í 21. skipti sem fundur sem þessi var haldinn að frumkvæði Landssambands smá- bátaeigenda. „Á síðasta ári var í heiminum land- að um 24 þúsund tunnum af hrogn- um og var það nokkru minna en reiknað hafði verið með,“ segir Örn Pálsson framkvæmdastjóri Lands- sambands smábátaeigenda. „Við höfðum reiknað með að heimsfram- leiðslan yrði um 28 þúsund tunnur, en veiðin brást nánast alveg við Ný- fundnaland. Þar af leiðandi er birgðastaða hrognaverkenda lakari en gert var ráð fyrir og þeir hefðu viljað. Vegna aflabrestsins við Ný- fundnaland lá við skorti á markaðn- um, en á móti fékkst gott verð fyrir afurðirnar. Við teljum að markaðir séu mjög góðir um þessar mundir og því er ástæða til bjartsýni. Ég vil samt brýna fyrir sjómönnum að hefja ekki veiðar fyrr en þeir hafa örugga kaupendur að því sem þeir veiða og á góðu verði,“ segir Örn Pálsson. Morgunblaðið/Kristinn Bryggjuspjall Það er oft mikið líf í kringum smábátana og bryggjuspjallið hluti af hverdeginum. Framundan er grásleppuvertíð sem ætti að geta skilað drjúgum tekjum miðað við stöðu á mörkuðum og hátt gengi. Sjómenn bjartsýnir á grásleppuvertíðina Útflutningsverðmæti hrogna og kavíars um 2,6 milljarðar í fyrra Í HNOTSKURN »Í fyrra voru gefin út 277leyfi til grásleppuveiða. »Áætla má að um þúsundmanns hafi verið á grá- sleppuveiðum og unnið við hrognasöltun í landi. »Kavíarverksmiðjur eru áAkranesi, Kópavogi og Reykjanesbæ. SAMKVÆMT bráðabirgðatölum Fiskistofu hefur útflutningur á óunnum ísfiski bæði minnkað að magni til og einnig sem hlutfall af heildarafla á tímabilinu september 2009 til janúar 2010 samanborið við september 2008 til janúar 2009. Verulegur breytileiki er þó eftir teg- undum. Á fyrra tímabilinu voru flutt út 20.915 tonn af óunnum fiski en því seinna 14.929 tonn. Lækkunin er 5.986 tonn eða 28,6%. 9,4% af heildarafla Á fyrra tímabilinu var útflutning- ur á óunnum ísfiski 12,8% af heildar- afla, en á því síðara var hann 9,4% af heildarafla, en frá 2003 hefur hlut- fallið að mestu farið vaxandi. Sam- kvæmt úrtakskönnunum Hagstofu Íslands eru vísbendingar um að störfum við fiskvinnslu hafi fjölgað undanfarin misseri. Í fréttatilkynningu frá sjávarút- vegsráðuneytinu segir jafnframt að stefna Jóns Bjarnasonar sjávarút- vegs- og landbúnaðarráðherra sé að knýja eigi á um frekari fullvinnslu afla hérlendis, en mikil aukning í út- flutningi á óunnum afla undanfarin ár hafi ekki skapað ásættanlegt jafn- vægi milli þessara markaða. Minni út- flutningur

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.