Morgunblaðið - 08.02.2010, Síða 17
Minningar 17
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 8. FEBRÚAR 2010
✝ Elín Svava Sigurð-ardóttir húsmóðir
fæddist í Reykjavík 7.
ágúst 1920 og lést hún
á Landsspítala í Foss-
vogi 31. janúar 2010.
Foreldrar hennar
voru Sigurður Hall-
dórsson frá Gegn-
ishólaparti í Gaul-
verjabæjarhreppi,
verkstjóri hjá Reykja-
víkurborg, f. 11. ágúst
1894, d. 16. mars 1978
og Marólína Guðrún
Erlendsdóttir hús-
móðir frá Hópi í Grindavík, f. 13.
nóvember 1900, d. 23. mars 1973.
Systkini Elínar eru Halldór Grét-
ar f. 12. október 1921, d. 30. desem-
ber 1982, Erlendur f. 12. apríl 1924.
d. 5. apríl 1995, Jóna Lísbet f. 8.
ágúst 1925, Oddgeir f. 7. febrúar
1932 og Margrét f. 26. maí 1944.
Elín Svava giftist 2. desember
1939 Magnúsi Bergsteinssyni húsa-
smíðameistara f. 14. janúar 1915 í
Reykjavík og d. 10. mars 1999. For-
eldrar hans voru Bergsteinn Jó-
barnabörnin 17. Elín fæddist á
Lindargötu 36, í Rvík og ólst þar
upp hjá foreldrum sínum ásamt
systkinum, auk þess bjuggu í sama
húsi föðurforeldrar hennar Halldór
og Margrét og tveir föðurbræður
ásamt fjölskyldum, enda var húsið
oftast kallað „Halldórshús“ af ætt-
ingjum og vinum. Elín var ung að
árum þegar hún giftist Magnúsi og
hófu þau búskap á Snorrabraut 48,
fluttu þaðan á Karlagötu en byggðu
sér síðan hús að Blönduhlíð 12.
Leiðin lá aftur á Snorrabrautina
þar sem þau keyptu lítið hús á
Snorrabraut 24 sem Magnús byggði
hæð ofan á. Árið 1985 fluttust þau
að Skaftahlíð 42 og bjuggu þar síð-
ustu ár ævinnar. Sumarhús byggðu
þau sér í Grímsnesi þar sem þau
voru meðan heilsan leyfði.
Elín var einstök eiginkona, móð-
ir, amma og langamma. Húsmóðir
af guðs náð og var mikill gesta-
gangur á hennar heimili, hún hjálp-
aði og studdi alla sem til hennar
leituðu og stóð heimili hennar alltaf
opið. Snyrtimennska var henni í
blóð borin, enda fylgdi því að klæð-
ast að morgni að snyrta sig og
greiða.
Útför Elínar Svövu fer fram frá
Dómkirkjunni í Reykjavík í dag, 8.
febrúar 2010, og hefst athöfnin kl.
13.
hannesson múr-
arameistari í
Reykjavík, f. 6. jan
1878 í Litlagerði í
landi Stórólfshvolfs,
Hvolhr., Rang., d. 21.
maí 1940 og Ragn-
hildur Magnúsdóttir
húsmóðir, f. 20. nóv-
ember 1879 í Holts-
múla í Landsveit,
Rang., d. 27. desem-
ber 1935.
Börn Elínar og
Magnúsar eru: 1)
drengur f. 7. nóv-
ember 1939, d. 18. janúar 1940. 2)
Bergsteinn Ragnar f. 31. mars 1941,
maki Else Möllnits Magnússon. 3)
Marólína Arnheiður f. 24. júlí 1942,
d. 6. nóvember 2006, maki Bogi Sig-
urðsson. 4) Ragnhildur Magnúsdóttir
f. 29. desember 1947, maki Kristinn
Eymundsson. 5) Sigrún f. 4. febrúar
1950. 6) Magnús Svavar f. 6. janúar
1954, maki Hafdís Magnúsdóttir. 7)
Margrét Halla f. 9. desember 1954,
maki Hafsteinn Kristjánsson.
Barnabörnin eru 14 og barna-
Elskulega amma okkar, sem hefur
verið miðpunktur heimsókna okkar til
Reykjavíkur lengi, hefur kvatt eftir
stutt veikindi. Við nutum ekki í upp-
vextinum nema að litlu leyti samvista
við föðurömmu og afa okkar. Foreldr-
ar okkar fluttu þegar við vorum ung
til Svíþjóðar og skildu svo nokkrum
árum síðar. Eftir skilnaðinn flutti
móðir okkar með okkur systkinin til
Íslands aftur en faðir okkar varð eftir
í Svíþjóð. Eins og oft vill verða var
ekki samgangur við föðurfólkið á Ís-
landi nema að litlu leyti, ekki síst
vegna þess að faðir okkar varð eftir í
Svíþjóð. Auk þess fluttum við systk-
inin öll burt frá Reykjavík löngu fyrir
tvítugsaldurinn og í dag búa þrjú í
Svíþjóð og eitt á Austurlandi. Á ung-
lingsaldrinum þegar við systkinin
urðum sjálfstæðari tókum við sjálf
upp á því að líta við hjá þeim ömmu og
afa þegar við áttum leið um Snorra-
brautina, þar sem þau bjuggu lengst
af. Alltaf var tekið vel á móti okkur og
áttum við margar ljúfar og góðar
stundir með ömmu og afa yfir mjólk-
urglasi og súkkulaðikexi frá Frón.
Elsta dóttir þeirra hjóna, Malla
frænka, reyndist okkur systkinunum
vel í gegnum árin og sá hún til þess að
sambandið héldist þar til hún sjálf
veiktist og féll frá fyrir nokkrum ár-
um. Eftir að Malla frænka féll frá hef-
ur Raggý systir hennar fyllt það
skarð. Það þykir okkur vænt um. Auk
þess höfum við nokkur barnabörnin
haldið sambandi og hist af og til og
vonandi tekst okkur að halda því
áfram.
Amma var hlý og góð kona sem alla
tíð sinnti sínu fallega heimili afar vel.
Hún var alltaf í sama góða skapinu og
lét afa, sem var afar stríðinn, ekki
trufla það. Amma var vön því að hafa
vinnukonu sem sá um þrifin og mun-
um við vel eftir henni í hagkaups-
sloppnum með skupluna á höfðinu.
Amma var alltaf vel til höfð og glæsi-
leg kona. Hún var vinamörg og var
stöðugur straumur gesta á heimilinu.
Hafði hún gaman af því að spjalla við
alla um það sem helst var á döfinni
hverju sinni enda fylgdist hún vel með
þjóðfélagsmálunum. Hún hélt skýrri
hugsun til síðustu stundar og mundi
hún alltaf vel nöfn barnabarna sinna
og hvar þau eru stödd í lífinu. Spurði
hún alltaf um þau í hverri heimsókn
okkar ef þau voru ekki með. Spurði
hún fregna af móður okkar sem henni
þótti vænt um. Hún lét sér einnig
annt um yngstu systkini okkar, sam-
mæðra, þau Bjarka Má og Ester
Birnu.
Þau hjónin voru afar samrýnd og
sáum við vel hversu mikinn hlýhug og
virðingu þau báru fyrir hvort öðru.
Þegar afi dó var stutt í 60 ára brúð-
kaupsafmæli þeirra og var afi búinn
að kaupa gjöfina handa ömmu. Amma
sagði að hann hefði fundið það á sér í
hvað stefndi. Hann sofnaði svefninum
langa eina nóttina við hlið ömmu. Hún
saknaði hans ávallt afar sárt og nú er
hún komin til hans og tveggja barna
þeirra sem líka eru farin.
Reykjavík verður ekki söm nú þeg-
ar við höfum ekki okkar elskulegu
ömmu til að líta til og eiga gott spjall
við hana og Sigrúnu frænku og dóttur
hennar sem bjó hjá henni.
Elsku amma, við kveðjum þig með
söknuði. Megi minning þín lifa.
Elín, Magnús, Sólveig og
Björg Bergsteinsbörn.
Aðfaranótt sunnudagsins 31. jan-
úar hélt ástkær amma okkar, Elín
Svava Sigurðardóttir í langþráða ferð
sína til fundar við Magnús afa eftir
langvinn og erfið veikindi. Elín amma
lést á 90. aldursári sínu og má með
sanni segja að ævi hennar hafi verið
bæði fyllt af djúpri gleði jafnt sem
djúpri sorg á löngu æviskeiði hennar.
Minningarnar flæða þegar litið er
til baka yfir farinn veg. Ást, kærleikur
og hlýja eru helstu minningar okkar
um ömmu. Amma var boðberi blíðu
og umhyggju hvort sem það ein-
kenndist í áhyggjum hennar af heilsu
okkar eða áhuga hennar á lífi okkar,
leik og starfi. Má með sanni segja að
Ella amma og Maggi afi hafi verið
okkur einna stærsta hvatning til þess
að feta bæði veg lærdóms og lífs með
heiðarleika, seiglu og þrótti. Heimili
ömmu og afa var ávallt okkur opið og
eigum við systur yndislegar minning-
ar frá þeim tímum sem við dvöldum
hjá þeim, hvort sem það var hér í
bænum eða griðastaðnum þeirra í
Skógargerði í Grímsnesi, þar sem afi
byggði þeim bústað með alúð og natni
sinni og amma gerði að björtum heimi
gleði og ævintýra.
Amma kenndi okkur öllum hinar
ótrúlegustu vísur og sögur og auðgaði
trú okkar bæði á æðri mátt sem og
hin furðulegustu ævintýri með söng
sínum og lífsgleði. Amma var afa bæði
góð eiginkona sem og vinur og átti afi
ljúfa ævidaga við hlið ömmu enda var
ást þeirra hrein unun að verða vitni
að. Annað einkennismerki ömmu var
ástríða hennar í eldhúsinu þar sem
hún fór um sem stormsveipur í
bernsku okkar og í huga okkar lifa
sælar endurminningar bæði úr eld-
húsinu á Snorrabraut jafnt sem í
Skaftahlíðinni. Aldrei var komið að
tómu búrinu hjá ömmu enda var það
yfirleitt yfirfullt af gómsætu heima-
bökuðu bakkelsi, kleinum og stór-
kostlegum tertum sem betur hefðu
farið í listatímariti en í litla gráðuga
munna barnabarna sem elskuðu ekk-
ert heitar en að komast í snertingu við
gómsætu súkkulaðikökurnar hennar
ömmu. Má segja að þessi ástríða
hennar hafi þó gætt líf hennar ljúfsár-
um trega undir það síðasta enda
missti amma mestan part sjónar sinn-
ar sem og þjáðist af þungum verkjum
vegna liðagigtar sem kom í veg fyrir
að hendur hennar lékju meistaraleik
sinn á þessu sviði undir það síðasta.
Elsku hjartans amma okkar, við
kveðjum þig með sömu orðum og við
kvöddum ástkæran afa okkar og
þökkum með öllu hjarta okkar að hafa
verið þeirri gjöf gæddar að hafa
kynnst þinni einstöku sál.
Ég sendi þér kæra kveðju
nú komin er lífs þíns nótt,
þig umvefji blessun og bænir
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði nú sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því,
þú laus ert úr veikinda viðjum
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér,
og það er svo margs að minnast
svo margt sem um hug minn fer,
þó þú sért horfinn úr heimi
ég hitti þig ekki um hríð,
þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir.)
Ástarkveðja,
Dagbjört Erla, Elín Halla,
Lilja Dögg og Arnheiður Sif.
Elín Svava
Sigurðardóttir
Fleiri minningargreinar um Elín
Svava Sigurðardóttir bíða birtingar
og munu birtast í blaðinu næstu
daga.
✝
Elskuleg móðir mín, tengdamóðir, amma og lang-
amma,
INGIGERÐUR STEINÞÓRSDÓTTIR,
áður til heimilis
Langagerði 106,
lést á Droplaugarstöðum miðvikudaginn 3. febrúar.
Jarðarförin fer fram frá Bústaðakirkju fimmtu-
daginn 11. febrúar kl. 13.00.
Jórunn Sigurbergsdóttir, Pálmi Ólafsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
Okkar ástkæri,
RUNÓLFUR ENGILBERTSSON
Bifreiðarstjóri,
frá Vatnsenda í Skorradal
andaðist á LSH Fossvogi föstudaginn 5. febrúar. Jarðarförin auglýst
síðar.
Börn, systkyni og aðrir aðstandendur hins látna.
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir,
afi og langafi
ÓLAFUR ÁGÚST VETURLIÐASON
múrari, Vesturtúni 38
lést á Landakoti föstudaginn 5. febrúar
Kristín Guðmundsdóttir,
Andrea Ólafsdóttir, Erlendur G Gunnarsson,
Guðrún Ólafsdóttir,
Ármann Ólafsson, Árdís Olga Sigurðardóttir,
Helga Ólafsdóttir, Bergur Helgason,
Ágúst Ólafsson, Rebekka Rut S Carlsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
PÉTUR FRIÐRIKSSON
Sunnubraut 6,
Þorlákshöfn,
verður jarðsunginn frá Þorlákskirkju, Þorlákshöfn
miðvikudaginn 10. febrúar kl. 14.00.
Guðlaug Guðnadóttir,
Ingveldur Pétursdóttir, Andrés Kristjánsson,
Sesselja Pétursdóttir, Einar Gíslason,
Guðni Pétursson, Hrönn Sverrisdóttir,
Friðrik Pétursson, Steinunn Gísladóttir,
Magnús Jón Pétursson, Sigurrós Hulda Svanhólm,
afa- og langafabörn.
Í dag, 8. febrúar
2010, hefði gamall kær
vinur minn orðið 45
ára.
45 ár eru ekki hár
aldur, en það er
kannski langur tími
fyrir þann sem var ekki alltaf sáttur
með sitt. Ekki það að lífið sé neinn
leikur. Það er mikil fyrirhöfn og
mikil vinna ef vel á að komast í
gegnum það. Það sem einkenndi
Hrafn var dugnaður, gleði og orka.
Hrafn hreif fólkið með sér, alltaf
hress og kátur og skemmtilegur
karakter. Hrósaði fólki reglulega
þegar því gekk vel. Alltaf síbrosandi
og virtist vera mjög hamingjusamur
sjálfur.
Ég kynntist Hrafni á unglingsár-
um. Þá vorum við bæði á fullu í
dansi. Hann bjó í Kópavogi og ég í
Reykjavík. Hrafn var einn af flott-
ustu dönsurum sem ég hef kynnst.
Smart strákur, átti marga vini og
var alltaf hrókur alls fagnaðar þar
sem hann kom.
Ég var ekki í miklu sambandi við
Hrafn síðustu ár eftir að hann flutti
á Ólafsfjörð. En þau fáu skipti sem
ég hitti hann var hann alltaf skæl-
brosandi og hress, kannski var það
„front“ hjá honum, hér skal ekki
fullyrða um það. En þegar ég frétti
af andláti hans þá runnu tár niður
kinnarnar á mér, í raun í nokkra
daga á eftir. Og gera það líka þegar
ég skifa þessa grein. Fyrir 7 mán-
uðum síðan var ég að hugsa um
Hrafn Franklin
Friðbjörnsson
✝ Hrafn FranklinFriðbjörnsson
fæddist í Vest-
mannaeyjum 8. febr-
úar 1965. Hann lést á
heimili sínu, Bylgju-
byggð 61 í Ólafsfirði,
28. júní 2009.
hvort ég ætti að skrifa
um hann nokkur orð,
en ég vissi ekki alveg
hvað ég ætti að skrifa.
Ekki það að ég þyrfti
að hugsa mig vel um,
heldur er svo margt
skemmtilegt og fallegt
hægt að skrifa um
hann Hrafn. Það var
kannski frekar hversu
langt það ætti að vera.
Minningarnar
streymdu fram.
Hrafn valdi sér að
læra sálfræði, og varð
að sjálfsögðu meistari í þeirri grein
eins og mörgu öðru. Hann var mikið
fyrir að tjá sig og segja sína skoðun,
og einnig góður hlustandi þegar við
átti. Þetta starf hentaði honum því
vel. Síðan fékk hann útrás í dans-
inum og líkamsræktinni, sem hann
var líka mjög góður í.
Þegar Hrafn dó, þá dó einnig ein
af okkar aðal-poppstjörnum í heim-
inum, Michael Jackson. Ég er ekki
frá því að Hrafn hafi verið betri
dansari en hann. Ég setti því Mich-
ael á fóninn þegar ég skrifaði þessa
grein, en skipti þó fljótlega um og
setti lagið Cuba á. Hrafn brosir ef-
laust núna og kannast vel við þann
dans. Sá dans var gjarnan stiginn í
gamla daga þegar gamli vinahópur-
inn hittist. Með þessum annars fá-
tæklegu minningum um góðan
dreng vil ég segja að ég er mjög
þakklát fyrir að hafa fengið að kynn-
ast honum. Og ég vona að honum líði
vel núna. Hann má vera stoltur af
því sem hann náði að gera á sínum
stutta líftíma. Vil ég biðja góðan guð
að styrkja fjölskyldu hans og börnin
hans. Þau mega vera stolt af því að
hafa átt hann sem föður og son.
Hvíl þú í friði, kæri vinur.
Linda Katrín Urbancic