Morgunblaðið - 08.02.2010, Síða 19

Morgunblaðið - 08.02.2010, Síða 19
Minningar 19 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 8. FEBRÚAR 2010 ✝ Una Herdís Grön-dal fæddist í Reykjavík 15. janúar 1926. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Eir 29. janúar síðast- liðinn. Foreldrar hennar voru Guðmundur Laxdal Friðriksson, bifreiðastjóri, f. 23.11. 1887, d. 2.1. 1957, og Guðrún Þor- láksdóttir, f. 28.9. 1892, d.20.8. 1973. Herdís var einkabarn þeirra hjóna. Hinn 7. júlí 1956 gift- ist Herdís Inga Baldri Gröndal, tónlistarmanni og skrifstofustjóra, f. 18.10. 1920, d. 20.3. 1986. Hann var yngsti sonur hjónanna Bene- dikts Þ. Gröndal og Sigurlaugar Guðmundsdóttur Gröndal. Ingi og Herdís eignuðust tvö börn. Þau eru: 1) Guðrún Guð- munda Gröndal, framhaldsskóla- hún fiðlunám í Tónlistarskólanum í Reykjavík og lauk þaðan fulln- aðarprófi tíu árum síðar, árið 1955. Herdís var fiðluleikari með Sinfón- íuhljómsveit Íslands frá stofnun hennar árið 1950 og starfaði hún þar nær óslitið fram til hausts 1993. Hún vann svo hlutastarf á skrifstofu hljómsveitarinnar fram til ársins 2000. Herdís var ákaflega skapandi manneskja. Hún hafði dálæti á bók- menntum, ekki síst ljóðlist, mynd- list var henni nákomin og hún hafði næmt auga fyrir fegurð hlut- anna. Hún var líka náttúruunnandi sem sótti kraft og andagift til jarð- arinnar. Hún ferðaðist töluvert, um Evrópu, til Bandaríkjanna og til Indlands. Án nokkurs vafa var þó tónlistin sá strengur sem hæst óm- aði í hennar sál. Hún var næmur hlustandi og fylgdist af lifandi áhuga með framgangi ungs tónlist- arfólks og tónlistarinnar í landinu. Útför Herdísar fer fram frá Kópavogskirkju í dag, mánudaginn 8. febrúar 2010, og hefst athöfnin kl. 15. kennari, f. 5.7. 1958, gift Jóni Halldóri Jónassyni upplýs- ingafræðingi, f. 19.4. 1958. Þeirra börn, Össur Ingi Jónsson, f. 16.5. 1988, og Hjálm- ar Snorri Jónsson, f. 10.2. 2001. 2) Svein- björn Össur Gröndal, smiður, f. 17.12. 1959, sambýliskona hans er Þóra Jóns- dóttir, öryggis- fulltrúi, f. 12.2. 1963. Sonur þeirra er Ás- grímur Karl Gröndal, f. 4.6. 1997. Herdís ólst upp í Reykjavík. Fjór- tán ára fékk hún berkla og lauk þar með allri venjulegri skóla- göngu. Hún fékkst við að teikna og mála og fimmtán ára fékk hún inn- göngu í Handíðaskólann, langyngst allra nemenda. Hún fékk fullan bata af berklunum og fiðlan vitjaði hennar í draumi. Nítján ára hóf Nú er hún elsku móðir mín látin. Hún var hávaxin, grönn og ljós á húð og hár. Glaðlynd, kvik og ör, sólargeisli foreldra sinna og svo margra annarra. Hún var einkabarn, alin upp í mikilli fátækt en dálæti og ein- angraðist frá öðrum börnum vegna berklanna. Hún vandist því að fara eigin leiðir og hafa ofan af fyrir sér sjálf. Tæplega tvítug fylgdi hún köllun sinni og hóf fiðlunám af innlifun, einurð og ósérhlífni. Hún varð fiðluleikari, giftist fiðluleikara og líf hennar varð tónlistarlíf. Móðir mín ól okkur systkinin upp af umhyggju og einstöku frjálslyndi. Ég minnist þess varla að hún hafi beinlínis kennt mér nokkurn skapaðan hlut, en hún skapaði einstaklega elskuríkt, frjálst og áreynslulaust andrúms- loft þar sem öll miðlun gerðist af sjálfu sér. Ég var orðin nokkuð stálpuð er mér skildist að það var ekki sjálfsagður hlutur á hverju heimili að breyta stássstofunni í grafíkverkstæði, málarastúdíó eða æfingapláss, eða eldhúsinu í kerta- gerð og tauþrykksstofu, hvað þá barnaherbergjunum í fótanudd- stofur. Mamma var einstaklega hug- myndarík og opin fyrir nýjum straumum. Þannig tók heimilið gagngerum breytingum á fárra ára fresti, nýir litir, nýtt vegg- fóður, nýir stílar og húsgögnunum var svipt um allt hús. Saman stóð- um við í stórræðum á þessu sviði ár og síð og alla tíð, hvernig sem aurastaðan á heimilinu var. Og hún rétti mér bækur, setti plötur á fóninn, þreyttist aldrei á að ræða og hlusta, stöðugt lifandi og áhugasöm um hvaðeina sem mér fannst merkilegt. Það var ekki ónýtt veganesti. Móðir mín var félagslynd kona, vinamörg og átti sérstaklega auð- velt að ná sambandi við sér yngra fólk. Hún var listamaður, frjáls í anda og gleymdi ekki að lifa lífinu. Hún var tilfinningarík og tengdist sterkum böndum. Hún umvafði okkur, fólkið sitt. Hugsaði af natni um aldraða móður sína inni á heimilinu og síðar um eiginmann sinn í veikindum hans, en fráfall hans um aldur fram varð henni þungbært. Hún var alla tíð mik- ilvægur áhrifavaldur í mínu lífi og sonum mínum frábær amma. Þegar hún fékk Alzheimer- greininguna aldamótaárið man ég að við horfðumst í augu og vissum báðar að þessa vegferð myndum við ganga saman. Við fetuðum okkur þennan stíg, hratt og hægt, slétt og bratt, en alltaf niður á við. Vissulega vorum við ekki einar á ferð og að leiðarlokum vil ég þakka af alhug öllu því góða og trygga fólki sem fylgdi henni um lengri eða skemmri tíma. Ég kveð móður mína með þakk- læti og mun sakna hennar alla ævi. Guðrún Guðmunda. Una Herdís, eða Stella eins og við kölluðum hana, var æskuvin- kona móður okkar Elínar sem lést fyrir 18 árum. Stella hefur því ver- ið hluti af lífi okkar systra alla tíð. Það er gaman að hugsa til þess að jafn ólíkir persónuleikar sem þær vinkonur voru, móðir okkar stór- borgar- og tískudama og Stella bó- hem, listamaður og tónlistarmað- ur, þá voru þær bestu vinkonur frá barnaskólaárum og alla tíð upp frá því. Höfðu oft mjög ólíkar skoð- anir á hlutunum og gátu orðið ósáttar en sættust alltaf aftur, því þær gátu ekki hvor án annarrar verið. Þær eru margar ljúfar minningarnar frá æskuárunum. Fyrst þegar við heimsóttum Stellu og Inga þar sem þau bjuggu hjá foreldrum Stellu í Blesugróf niður við Elliðaárnar. Þar var ævintýra- heimur, hænsnakofi, nóg af rab- arbara og lítill lystigarður fyrir framan húsið með krókóttum stíg- um og fallegum blómum. Síðar var ekki síður skemmtilegt að koma í heimsókn eftir að Gunna Munda og Bjössi fæddust að fá að passa og leika við þau systkinin. Enn síð- ar þegar við systur vorum orðnar aðeins eldri, vissum við ekkert skemmtilegra en þegar Stella kom við hjá okkur í Bólstaðarhlíðinni, gjarnan seint á kvöldin eftir æf- ingar hjá sinfóníunni og þá var sest í eldhúsið og mikið spjallað og hlegið. Eftir dágóða stund vorum við systurnar sendar í rúmið því vinkonurnar vildu skiljanlega fá að spjalla í friði, en okkur þótti það súrt, því Stella var svo fjörug og skemmtileg. Stella var líka fyrsti ökukennarinn okkar, fór með okk- ur upp í Rauðhóla og þar fengum við að taka í bílinn. Alla tíð hefur Stella verið þátttakandi í okkar lífi, barnanna okkar og eigin- manna, glaðst með okkur á öllum stórum og smáum stundum í okkar lífshlaupi. Nú er Stella okkar kom- in til Inga síns og saman spila þau á fiðlurnar sínar. Hugur okkar er nú hjá Gunnu Mundu og Bjössa og þeirra fjölskyldum sem misst hafa yndislega móður, tengdamóður og ömmu. Aníta og Helen. Ég var lítill þegar ömmur mínar létust svo ég man ekki eftir þeim en ég átti tvær skáömmur. Föð- ursystur sem var yndislega hlý og notaleg og svo Lellu. Þegar for- eldrar mínir þurftu af bæ, sem gerðist allt of sjaldan var ég stundum sendur til Lellu í gist- ingu. Þar var svo gaman. Ekki þannig að hláturbunan stæði út úr manni heldur fékk maður að vera í friði með að gera eins lítið og mað- ur vildi og að grúska og skoða og spekúlera, lesa og hlusta. Þar var trompet uppi á vegg. Og fiðla. Og alls konar skrýtnir hlutir sem maður fékk að skoða. Lundabyggð á vegg inni á baði og ferhyrningur málaður fyrir ofan hjónarúmið því liturinn var svo róandi. Bjössi stórifrændi jafnvel í röndóttum buxum rétt búinn að gera eitthvað sem maður sjálfur gæti aldrei og á leið í annað ævintýri. Elsku Gunna með margræða brosið sitt og aug- un sem sjá í gegnum allt. Skraut- gluggi, stórhættuleg hnífa- paraskúffa, geymsla full af furðuverkum, hrekkjusvín og Ingi frændi að lesa inni í litla herbergi með skegg. Bakvið var gangstéttin sem Frakkar myndu aldrei nota og út um eldhúsgluggann var Esjan ekki óyfirstíganleg. Ekki dót en uppi í skáp í langa herbergi voru hlutir sem mátti skoða. Kínverska pensla mátti nota til að búa til furðulegar teikningar og ótrúlegar bækur voru fullar af öllu því sem manni hafði ekki enn dottið í hug. Alger lúxus var að fá að sofa í efri kojunni sem var ekki fyrir ofan neðri kojuna heldur næstum því uppi í lofti svo ekki sæist hvað maður hafði tekið með sér til að skoða fyrir svefninn. Og maður fékk að fara á bak við og ofan í hljómsveitargryfju í Óperunni. Og síðast en ekki síst var magnyl eit- ur. En hver var Lella og af hverju var hún mér svona mikils virði? Af hverju fannst mér hún svo merki- leg? Ég vissi ekki einu sinni hvað hún hét. Ég kallaði hana bara Lellu og veit ekki af hverju. Ég fékk að vera hjá henni af og til en vissi ekkert um hana. En ég vissi að henni fannst hitt og þetta um þetta og hitt sem allt var óskap- lega merkilegt þó maður skildi ekki nokkurn skapaðan hlut í því. Því ef maður var hjá Lellu eða hún kom í heimsókn blökuðu eyrun meir en annars því umræðurnar voru alltaf forvitnilegar. Það var nú bara það að manni var tekið eins og maður var. Engar kröfur og engir kassar. Áhugi á öllu sem var að gerast í heiminum svo manni fannst maður ekki vera svo skrýtinn þrátt fyrir allt. Á ung- lingsárunum fór ég jafnvel í heim- sókn nokkrum sinnum til að spjalla og rifjaði upp með sjálfum mér hvað það var notalegt að vera lítill gaufari í pössun hjá Lellu frænku. Seinna meir hef ég oft hugsað um það hvort mér gæti nokkurn tímann tekist eins vel með litlu frændsystkinin sem stundum slæð- ast inn. Að vekja áhuga þeirra á furðum heimsins litlum sem stórum. Sennilega næ ég því ekki og get þá bara kennt internetinu um en ég er þakklátur fyrir að hafa fengið að vera hjá þessari konu sem áreynslulaust hafði svo djúpstæð áhrif á mig. Victor. Una Herdís Gröndal  Fleiri minningargreinar um Una Herdís Gröndal bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. ✝ Ingibjörg Ingi-marsdóttir fædd- ist á Akureyri 12. febrúar 1930. Hún lést á Grund í Reykja- vík 31. janúar 2010. Foreldrar hennar voru þau Margrét K. Steinsdóttir, hús- móðir, f. 10. mars 1896, d. 28. ágúst 1982, og Ingimar A. Óskarsson, nátt- úrufræðingur og kennari, f. 27. nóv- ember 1892, d. 2. maí 1981. Bræður Ingibjargar voru Óskar, þýðandi, f. 2. nóvember 1928, d. 12. febrúar 1996, og Magn- ús, hljómlistarmaður, f. 1. maí 1933, d. 21. mars 2000. Árið 1955 giftist Ingibjörg Brynj- ólfi Vilhjálmssyni, f. 25.12. 1929. mennt og starfaði um tíma hjá bæj- arskrifstofunum á Akranesi, en lengstan starfsferil sinn vann hún sem fulltrúi á skrifstofu Kenn- araskólans, nú Kennaraháskólans. Þar starfaði hún þar til hún varð sjötug og gott betur, því hún vann þar út allt það ár að ósk skólans. Hún naut sín vel í starfi sínu þar og átti hylli bæði kennara og nemenda og eignaðist góða vini meðal starfs- fólksins. Hún var félagslynd, bókelsk og tónelsk, spilaði á gítar og hafði góða söngrödd, en þegar líða tók á ævina hefti MS-sjúkdómurinn hana mjög mikið hvað varðaði þátttöku í félagslífi. Síðustu árin þegar halla tók undan fæti var Ingibjörg í dag- vistun hjá MS-félaginu á Sléttuvegi og undi hag sínum vel hjá því ágæta fólki. Frá síðla hausts 2008 átti hún heimili sitt á Grund í Reykjavík. Ingibjörg verður jarðsungin frá Fríkirkjunni í Reykjavík í dag, 8. febrúar 2010, og hefst athöfnin kl. 11. Þau slitu samvistir. Synir þeirra eru Ingi- mar, f. 6. október 1955, og Haraldur, f. 5. nóvember 1959. Barnabörn Ingibjarg- ar, börn Haraldar eru, Þórleifur, f. 1985, Jón Gunnar, f. 1986, tvíburarnir Andri og Björgvin, f. 1987, Eva, f. 1989, d. 1999, Aron Ingi, f. 1997, og Nana, f. 1998. Ingibjörg ólst upp á Dalvík ásamt foreldrum sínum og bræðrum frá 1936 til ársins 1945, en þá flutti fjölskyldan til Reykja- víkur og þau Margrét og Ingimar áttu alla tíð heimili sitt á Langholts- vegi 3. Ingibjörg var gagnfræðingur að Í dag kveðjum við elskulega mág- konu mína, Ingibjörgu Ingimars- dóttur, sem í fjölskyldunni er aldrei kölluð annað en Systa. Systa var það sem ég kalla ein af hvunndagshetjum okkar. Setti alltaf aðra í forgang, vildi ekkert tilstand í kringum sig. Það væri ekki í hennar anda að vera hér með lofgjörð að henni látinni. Hún barðist við MS- sjúkdóminn í tugi ára og lét aldrei bilbug á sér finna. Stundaði vinnu á skrifstofu Kennaraháskólans fram til sjötugs og eignaðist þar góða vini sem sýnt hafa henni ræktarsemi í gegnum árin. Einnig átti hún vinkvennahóp frá æskuárunum sem alltaf héldu tryggð við hana og sem hún mat mjög mik- ils. Haustið 2008 flutti Systa af Sléttu- vegi 7 inn á Grund í Reykjavík og varð hvers manns hugljúfi, þakklát fyrir allt sem fyrir hana var gert og kvartaði aldrei. Það var yndislegt að finna hvað hún hafði náð vel til starfsfólksins og vil ég hér með færa þeim öllum kærar þakkir fyrir umönnunina og einstaklega gott við- mót. Systa var bókhneigð og unni tón- list sem og bræður hennar Óskar og Magnús. Bára frænka hennar á Dal- vík minnist margra góðra stunda heima hjá Margréti og Ingimar á Dalvík þar sem Systa og bræðurnir ólust upp. Söngur og hljóðfæraleikur skemmti gestum, en Systa spilaði listavel á gítar og hafði fallega söng- rödd. Á yngri árum, eftir að Systa flutti með fjölskyldu sinni til Reykja- víkur frá Dalvík, tók hún mikinn þátt í félagsstarfi og fór með hópi á heimsmót Lýðræðissinnaðrar æsku sem haldið var í Búkarest um miðja síðustu öld, þar sem hún sýndi ásamt öðrum þjóðdansa og söng í svoköll- uðum „Búkarestkór“ undir stjórn Jóns Ásgeirssonar tónskálds og var sú ferð henni mjög eftirminnileg. Siglt var til Þýskalands og farið það- an með lest til Rúmeníu og gat á þeirri leið að líta rústir síðari heims- styrjaldarinnar. Það hafði mikil áhrif á hópinn. Ég ætla ekki að hafa mörg orð hér um Systu, eins og áður sagði vildi hún ekki hafa sig í forgrunni. Hún var einstaklega skapgóð og bar sín óblíðu kjör með þvílíku jafnaðargeði að maður var stundum agndofa og auðmjúkur gagnvart þvílíku æðru- leysi. Synirnir og barnabörnin voru númer eitt í hennar huga. Kæru bræður, Ingi og Haddi. Guð gefi ykkur styrk til að takast á við móðurmissinn og hafið í huga að nú líður henni vel í nýjum heimkynnum, hefur sameinast foreldrum sínum og bræðrum. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibjörg Sigurðardóttir.) Guð blessi minningu góðrar konu. Vertu kært kvödd, elsku Systa mín. Ingibjörg (Inga). Mig langar í fáum orðum að minn- ast föðursystur minnar, Ingibjargar, eða Systu, eins og hún var alltaf köll- uð. Hún lést 31. janúar sl., rétt tæp- lega áttræð. Hún var ein ljúfasta og hógværasta manneskja sem ég hef kynnst. Hún tók alltaf á móti manni með blíðu brosi og lét öllu fólki sem hitti hana líða eins og það væri merkilegasta fólkið í öllum heimin- um. Um fertugt fór hún að finna fyrir hreyfihömlun í fótunum sem smám saman ágerðist og leiddi loks til löm- unar. Hún hafði nokkru áður verið greind með sjúkdóm sem kallaður er M.S. og var bundin í hjólastól síðustu 25 árin. En aldrei heyrðist kvörtun- artónn né óánægja frá henni með þau hlutskipti. Hún var óendanlega þakklát fyrir hvert viðvik sem gert var fyrir hana, sama hversu lítið það var. Það var alltaf gaman að heimsækja Systu og spjalla um menn og málefni og heima og geima því hún var gáfuð, víðlesin og hafði góða kímnigáfu. Ef fleiri hefðu að geyma eins mikla ljúf- mennsku og æðruleysi og hún væri heimurinn margfalt betri. Ég er ekki í minnsta vafa um að henni líði betur núna og að heill englaskari hafi tekið á móti henni og bætt henni í sinn hóp. Ég er þakklát fyrir að hafa átt frænku eins og Systu, eins stór manneskja og hún var. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibjörg Sigurðardóttir.) Ása Magnúsdóttir. Ingibjörg Ingimarsdóttir  Fleiri minningargreinar um Ingi- björgu Ingimarsdóttur bíða birting- ar og munu birtast í blaðinu næstu daga.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.