Morgunblaðið - 12.02.2010, Side 1
F Ö S T U D A G U R 1 2. F E B R Ú A R 2 0 1 0
STOFNAÐ 1913
35. tölublað
98. árgangur
Landsprent ehf.
MBL.IS
Morgunblaðið
hvar sem er
hvenær sem er
95
ára
mbl.is
DAGLEGT LÍF
VINSÆLAR TÁNINGSMÆÐUR,
VILTU ÞAÐ MEÐ RAMSES?
«MENNINGFÓLK
Einlægni lykill að
góðu stefnumóti
6
Eftir Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
HOLLENSKI seðlabankinn lagðist
gegn því að Kaupþing opnaði útibú
fyrir sparireikning sinn Kaupthing
Edge í Hollandi sumarið 2008 vegna
áhyggna af ótraustri stöðu íslensks
efnahagslífs, skömmu eftir að Lands-
bankinn opnaði Icesave-reikninginn í
Hollandi í maí sama ár.
Um líkt leyti lýstu seðlabankar
Ítalíu og Spánar yfir sambærilegum
áhyggjum þegar Kaupþing hafði þar
uppi sömu áform, sem svo runnu út í
sandinn við hrun bankans.
Samkvæmt heimildum Morgun-
blaðsins kom það skýrt fram á fund-
um Kaupþings með Seðlabanka Hol-
lands að ekki kæmi til greina að opna
útibú Kaupthing Edge í Hollandi þar
sem íslenski innistæðutrygginga-
sjóðurinn ábyrgðist tryggingar. Ís-
land væri ekki talið standa undir því.
Jafnframt kom fram á þessum
fundum að Seðlabanki Hollands ætti
í viðræðum við Landsbankann þar
sem lýst hefði verið sömu áhyggjum.
Nokkur útibú í startholunum
Þegar þarna var komið sögu var
Kaupþing búið að ráða starfsfólk til
starfa við útibúið í Hollandi, en bank-
inn hafði einnig ráðið fólk til starfa
við fyrirhuguð útibú á Ítalíu og Spáni.
Kaupþing hvarf hins vegar frá
áformum um stofnun útibús Kaup-
thing Edge í Hollandi eftir að ljóst
varð að seðlabanki landsins myndi
ekki leggja blessun sína yfir það.
Hafði bankinn þá íhugað að stofna
dótturfélag í Hollandi þannig að
útibúið nyti baktryggingar hollenska
innistæðutryggingasjóðsins, ellegar
að reka það í gegnum breska dóttur-
félagið Singer & Friedlander þannig
að innistæður yrðu tryggðar af
breska tryggingasjóðnum.
Komu í veg fyrir stofnun
Kaupthing Edge í Hollandi
» Hollenski seðlabankinn treysti ekki Íslandi
» Kaupþing íhugaði stofnun dótturfélags
» Bankinn hafði sömu áform á Spáni og Ítalíu
Eftir Þórð Gunnarsson
thg@mbl.is
STÓRU íslensku bankarnir,
Kaupþing, Landsbankinn og
Glitnir, áttu umfangsmikil
endurhverf viðskipti við Evr-
ópska seðlabankann (ECB)
fram á mitt sumar 2008. Alls
sóttu bankarnir sér um fimm
milljarða evra þangað, eða
sem nemur 880 milljörðum
króna á gengi dagsins í dag. Öll viðskiptin áttu sér
stað í gegnum starfsstöð ECB í Lúxemborg, en ís-
lensku bankarnir voru allir með útibú þar. Ná-
kvæm skipting lánanna á hvern banka fyrir sig
liggur ekki fyrir, en samkvæmt heimildum Morg-
unblaðsins sótti Glitnir sér 1,2 milljarða evra, um
211 milljarða króna, til ECB.
Upphaflega stunduðu íslensku bankarnir hin
„klassísku“ ástarbréfaviðskipti þar sem þeir lögðu
bréf hver annars að veði gegn láni hjá ECB. Um
mitt sumar 2008 gætti hins vegar aukinnar hörku
hjá peningamálayfirvöldum í Evrópu gagnvart ís-
lensku bönkunum, og þeim gert skylt að leggja
fram önnur og sterkari veð. Við því urðu bank-
arnir að einhverju leyti. Afleiðingar þess má með-
al annars merkja á því að ECB í Lúxemborg er
líklega með stærstu einstöku krónueigendum í
heimi í dag, en bankinn á talsvert magn af skulda-
bréfum útgefnum af Íbúðalánasjóði. Landsbank-
inn lagði fram þau bréf sem veð gegn láni hjá
ECB. Fjármálaráðuneytið, Seðlabanki Íslands og
skilanefnd Landsbankans eiga nú í viðræðum um
að kaupa bréfin til baka í skiptum fyrir evrur, en
nokkuð hefur verið fjallað um þau viðskipti á síð-
um Morgunblaðsins.
ECB mun að öllum líkindum tapa talsverðu fé á
viðskiptum sínum við bankana, líkt og Seðlabanki
Íslands sem þurfti að færa 250 milljarða tap á rík-
issjóð vegna endurhverfra viðskipta við íslenska
banka.
Í HNOTSKURN
»Bankarnir fengu 880 millj-arða króna hjá ECB í Lúx-
emborg. Mest fór til Kaup-
þings og Landsbanka.
»Bankarnir settu bréf hverannars að veði, þar til ECB
herti kröfur. Samið er um
kaup ríkisins á íslenskum
bréfum sem voru lögð að veði.
880 milljarða fyrirgreiðsla hjá ECB
ECB Jean Claude
Trichet bankastjóri.
Íslenskar álftir dvelja flestar á Bretlandseyjum yfir veturinn, en sumar hafa þó vetursetu hér á landi, þ.á m. þessar álftir á ísi lagðri Reykjavíkurtjörn.
Álftir ganga á spegilsléttu vatni
Morgunblaðið/Ómar
VESTIA ehf., dótturfyrirtæki
Landsbankans, fer nú með allt
hlutafé í Icelandic Group hf. í kjöl-
far þess að bankinn hefur tekið yfir
eignarhald á móðurfélagi þess,
Eignarhaldsfélaginu IG ehf. Í kjöl-
farið verður sú breyting á stjórn
fyrirtækisins að stjórnarformað-
urinn, Friðrik Jóhannsson, mun
víkja sæti en í staðinn tekur Stein-
þór Baldursson, framkvæmdastjóri
Vestia, sæti í stjórn Icelandic. »14
Vestia fer nú með allt
hlutafé í Icelandic Group
„ÞETTA ER
sigur,“ segir Eg-
ill Jóhannsson,
forstjóri Brim-
borgar hf. Sam-
göngu- og sveit-
arstjórnarráðu-
neytið úrskurð-
aði í gær að
Reykjavíkurborg
hefði brotið gegn
jafnræðisreglu þegar Brimborg var
neitað um að skila lóð sem fyrir-
tækið hafði fengið á Esjumelum á
Kjalarnesi.
Fyrirtækinu var úthlutað lóðinni
2006 en það skilaði henni 9. október
2008, daginn eftir hrunið. Brim-
borgarmenn töldu að lítið mál yrði
að skila lóðinni, en borgarráð ákvað
nokkru síðar að breyta reglum aft-
urvirkt og kærði Brimborg þá
ákvörðun í fyrra. „Við greiddum 113
milljónir króna í gatnagerðargjöld
og að teknu tilliti til verðbóta og
vaxta er upphæðin orðin enn hærri,“
segir Egill sem væntir þess að
Reykjavíkurborg endurgreiði Brim-
borg útlagðan kostnað. sbs@mbl.is
Borgin braut á Brimborg
í lóðamálinu á Esjumelum
Egill Jóhannsson
BILL Clinton,
fyrrverandi
Bandaríkja-
forseti, var í
gærkvöldi flutt-
ur á sjúkrahús í
New York þar
sem hann gekkst
undir hjartaað-
gerð. Að sögn
fréttastofu ABC-
sjónvarpsstöðvarinnar var Clinton
með slæman verk fyrir brjósti. Ráð-
gjafi Clintons sagði í viðtölum við
fjölmiðla vestra að honum liði vel
og hann myndi áfram sinna hjálp-
arstörfum í kjölfar skjálftanna á
Haítí, en hann er erindreki Samein-
uðu þjóðanna þar.
Clinton fór í hjartaagerð
Bill Clinton