Morgunblaðið - 12.02.2010, Síða 2

Morgunblaðið - 12.02.2010, Síða 2
2 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. FEBRÚAR 2010 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir ritstjorn@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Ívar Páll Jónsson, fréttastjóri, ivarpall@mbl.is Menning menning@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar mbl.is/sendagrein, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Eftir Hlyn Orra Stefánsson hlynurorri@mbl.is STJÓRN og stjórnarandstaða hafa komið sér saman um helstu áherslu- atriði í nýjum samningaviðræðum við Breta og Hollendinga um Icesave, ef af nýjum viðræðum verður. Af hálfu Íslendinga verður lögð höfuðáhersla á að við þurfum ekki að taka lán fyrir þeim kostnaði sem Bretar og Hollendingar hafa lagt út vegna tapaðra innistæðna á Icesave- reikningunum, heldur verði reynt að láta þrotabú Landsbankans duga. Þessi breyting hefði í för með sér að ríkissjóður Íslands þyrfti ekki að greiða neina vexti vegna Icesave. Að sögn Sigmundar Davíðs Gunnlaugs- sonar, formanns Framsóknarflokks- ins, er ljóst að þetta myndi spara að minnsta kosti 300 milljarða. Jón Daní- elsson, prófessor við London School of Economics, telur að vaxtakostnað- ur ríkissjóðs af fyrri Icesave-samn- ingnum hefði numið 387 milljörðum. Þessi hugmynd er þó m.a. þeim vandkvæðum háð að það er ekki alfar- ið undir Íslendingum, Bretum og Hol- lendingum komið hvernig farið er með þrotabú Landsbankans, heldur ákveður slitastjórn það að teknu tilliti til allra kröfuhafa. Meginkröfur Breta og Hollendinga eru annars vegar þær, að þeir fái til baka 20 þúsund evrur fyrir hvern reikning, en það er lágmarksinni- stæðutrygging á Evrópska efnahags- svæðinu, og hins vegar þær að sátt hafi náðst hér á landi. „Ég tel að við séum búin að stilla saman strengi varðandi veganesti inn í nýtt viðræðuferli ef það kemst af stað,“ segir Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra. Ekki sé hægt að segja til um hvort farið verði í form- legar viðræður í næstu viku. Sigmundur Davíð segir næstu skref í málinu vera að hitta aftur þá sér- fræðinga sem stjórnvöld hafa fengið til liðs við sig. Í samvinnu við þá verði unnið að tæknilegum útfærslum og drögum að samningsmarkmiðum Ís- lands. Enn sé töluvert langt í land áð- ur en slík drög liggi fyrir. Sparar yfir 300 milljarða  Samkomulag um að engin lán verði tekin vegna Icesave, en þrotabú Landsbank- ans gangi upp í kostnaðinn  Búin að stilla saman strengi, segir fjármálaráðherra Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Steingrímur J. Sigfússon GRASAGARÐURINN í Laugardalnum í Reykja- vík er lifandi safn undir berum himni og paradís göngumannsins og besta vinar hans, hundsins. Grasagarðurinn var stofnaður árið 1961 og hlut- verk hans er að varðveita plöntutegundir og efla skilning manna á mikilvægi gróðurs. Í garðinum eru varðveittar um 5.000 tegundir plantna sem gefa hugmynd um fjölbreytni gróðurs í tempr- aða beltinu nyrðra. VINIR Á GÖNGU UM GRASAGARÐINN Morgunblaðið/Ómar HÆSTIRÉTTUR dæmdi í gær karlmann í tveggja ára fangelsi fyrir margvísleg hegningarlaga- og barnavernd- arlagabrot gegn þremur ungum börnum sínum, sem hon- um hafði verið treyst fyrir. Brotin voru framin á sameig- inlegu heimili þeirra á tæplega þriggja ára tímabili. Í dómi Hæstiréttar segir að málið sé án fordæmis og að maðurinn eigi sér engar málsbætur. Héraðsdómur Reykjavíkur hafði áður dæmt manninn í 18 mánaða fangelsi, en Hæstiréttur þyngdi dóminn í tvö ár. Þá var staðfest að maðurinn skyldi greiða börnunum bætur – einu 1,2 milljónir kr. og hinum tveimur 600.000 kr. hvoru. Uppeldisaðstæður barnanna, áður en til vist- unar á fósturheimili kom, hafa haft alvarlegar afleiðingar á andlega líðan þeirra. Kastaði hnífum að syni sínum Málið kom upp í byrjun árs 2008 og eftir könnun barnaverndaryfirvalda var því skotið til lögreglu. Mað- urinn neitaði staðfastlega sök en börnin, sem eru fædd á árunum 1993, 1995 og 1999, báru öll vitni gegn honum. Var maðurinn m.a. ákærður fyrir að hafa kastað hníf- um að syni sínum og valdið honum með því sári og hótað drengnum með eftirlíkingu af skammbyssu sem hann hélt að væri hlaðin byssa. Lokaði dóttur sína úti á náttfötum í vetrarkulda Maðurinn var og ákærður fyrir að hafa handjárnað eldri dóttur sína við ofn og handleikið síðan hníf fyrir framan hana og fyrir að hafa í nokkur skipti slegið hana í andlitið. Einnig var hann ákærður fyrir að hafa í nokkur skipti slegið yngri dóttur sína í andlitið og klipið fast í kinnar hennar. Þá var hann ákærður fyrir að hafa hrint stúlkunni fullklæddri ofan í baðkar sem var fullt af köldu vatni og haldið henni þar stutta stund. Þá lokaði hann stúlkuna úti í skamman tíma að vetri til, er kalt var í veðri, og barnið á náttfötunum einum fata. Þá var maðurinn ákærður fyrir að hafa drepið heim- ilisköttinn að tveimur barna sinna ásjáandi og fyrir að vekja þau drukkinn í nokkur skipti til að láta þau vinna ýmis húsverk. annaei@mbl.is Tveggja ára fangelsi fyrir brot gegn börnum sínum  Mál sem er án fordæmis að mati Hæstaréttar  Hand- járnaði dóttur sína og hótaði syninum með eftirlíkingu byssu DRÖGIN að samningum við Breta og Hol- lendinga frá því í desember 2008 eru að mati Ingi- bjargar Sólrúnar Gísladóttur, fyrr- verandi formanns Samfylkingar- innar, merking- arlaust plagg. „Þetta hefur enga þýðingu og er eitt af mörgum plöggum sem framleidd voru af Hollendingum og send til okkar,“ segir Ingibjörg. Drögin hafi aldrei komið á hinn pólitíska vettvang. „Þetta kom ekki inn á mitt borð og ábyggilega ekki heldur til annarra ráðherra.“ Spurningar vakni þó um það hvort einhver fleiri gögn hafi ekki verið lögð fyrir þingið. „Þegar menn segj- ast hafa lagt fram öll gögn málsins þá eiga þeir að hafa lagt fram öll gögn. Því hlýtur sú spurning að vakna af hverju þetta var ekki kynnt þinginu fyrr og hvernig sé með annað tengt samningaferlinu.“ annaei@mbl.is Drögin eru merkingar- laust plagg Ingibjörg Sólrún Gísladóttir Spyr hvort öll gögn tengd samningaferl- inu séu komin fram „Það er mjög dapurlegt að menn skuli núna enn eina ferð- ina vera tilbúnir að tjalda til hverju sem er til að verja eigin stöðu, jafnvel þótt það geti valdið stórkostlegum skaða í viðræðunum,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson um grein sem Indriði Þorláksson, aðstoð- armaður fjármálaráðherra, skrifar í Fréttablaðið og birtingu fjármálaráðuneytisins á drög- um að samningum við Breta og Hollendinga frá því í desember 2008. „Það er með ólíkindum að komið sé fram með þessum hætti. Og ekki í fyrsta skipti. Oft áður hefur á viðkvæmum tímapunktum komið eitthvað frá forystumönnum ríkisstjórn- arinnar sem er skaðlegt hags- munum Íslands,“ segir hann. Dapurleg hegðun

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.