Morgunblaðið - 12.02.2010, Síða 10
10 Fréttir
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. FEBRÚAR 2010
Arion banki er ekki búinn aðbíta úr nálinni með ósvífna
ákvörðun til að hygla stærstu
skuldurum Íslandssögunnar
Páll Vilhjálmsson blaðamaðurskrifar í gær: „Fréttir af fjár-
málahryðjuverkum Baugsfeðga
halda áfram að leka út. Þeim Jóni
Ásgeiri og Jóhannesi Jónssyni
leiðst að taka snúning ofan á
snúning meðan útrásargalskap-
urinn stóð sem
hæst.
Ætla mætti
að eftir hrun,
þegar fáheyrð
ósvífni þessara
manna stendur
afhjúpuð,
myndu ábyrgir
aðilar sameinast um að úthýsa
feðgunum úr íslensku viðskiptalífi.
En því er ekki að heilsa og
Baugsfeðgar njóta stuðnings á
ólíklegustu stöðum.
Arion banki sem á milljarða úti-standandi hjá feðgunum lítur
bersýnilega á það sem sérstakt
hlutverk sitt að þeir fái áfram að
stunda sína iðju.
Amx vekur athygli á frétt í
RÚV um að yfirveðsettur 400 fer-
metra fjallakofi Jóhannesar Jóns-
sonar í Eyjafirði verði mögulega
yfirtekinn af Arion banka vegna
þess að ekki er greitt af 370 millj-
óna króna skuld sem hvílir á setr-
inu.
Hversdagsfólk kemst ekki upp
með að borga ekki af húsnæði
sínu en fá sérmeðferð með aðrar
eigur sínar, líkt og Arion býður
Baugsfeðgum hvað versl-
unarveldið Haga áhrærir.
Arion banki þarf að útskýra
hvers vegna bankinn leggur slíka
fæð á íslenska þjóð að Baugs-
feðgar fái stuðning bankans til að
stunda áfram fjármálahryðjuverk-
in með alræmdum afleiðingum.“
Getur einhver bent á annanbanka í heiminum sem er
sama um almenningsálit og
traust?
Undarlegur erindisrekstur
Byggt á upplýsingum frá Veðurstofu Íslands
Veður víða um heim kl. 18.00 í gær að ísl. tíma °C Veður
Reykjavík 6 skýjað Lúxemborg -4 snjókoma Algarve 17 léttskýjað
Bolungarvík 6 súld Brussel -2 skýjað Madríd 5 léttskýjað
Akureyri 5 skýjað Dublin 6 léttskýjað Barcelona 7 léttskýjað
Egilsstaðir 1 heiðskírt Glasgow 6 heiðskírt Mallorca 8 léttskýjað
Kirkjubæjarkl. 3 skýjað London 2 léttskýjað Róm 7 skýjað
Nuuk -1 léttskýjað París -2 snjókoma Aþena 13 skýjað
Þórshöfn 4 léttskýjað Amsterdam -1 skýjað Winnipeg -16 skýjað
Ósló -10 þoka Hamborg -2 skýjað Montreal -5 léttskýjað
Kaupmannahöfn -2 heiðskírt Berlín -2 snjókoma New York 0 heiðskírt
Stokkhólmur -8 heiðskírt Vín -2 snjókoma Chicago -7 léttskýjað
Helsinki -9 skýjað Moskva -12 léttskýjað Orlando 6 heiðskírt
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://morgunbladid.blog.is/
HALLDÓR STAKSTEINAR
VEÐUR
12. febrúar Fjara m Flóð m Fjara m Flóð m Fjara m Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 5.51 3,7 12.06 0,8 18.06 3,4 9:33 17:52
ÍSAFJÖRÐUR 1.36 0,6 7.47 2,0 14.10 0,5 19.57 1,8 9:50 17:45
SIGLUFJÖRÐUR 3.36 0,5 9.50 1,3 16.15 0,3 22.35 1,1 9:33 17:28
DJÚPIVOGUR 3.10 1,8 9.16 0,5 15.08 1,6 21.16 0,3 9:06 17:18
Sjávarhæð miðast við meðalstórstraumsfjöru Sjómælingar Íslands/Morgunblaðið
Á laugardag
Suðvestan 8-13 m/s og rigning
með köflum eða skúrir, en hæg-
ara og úrkomulítið A-lands. Hiti
breytist lítið.
Á sunnudag
Hæg vestlæg átt og smá skúrir
eða él. Gengur í allhvassa norð-
anátt um kvöldið með snjó-
komu N-lands, en léttir til syðra
og kólnar ört í veðri.
Á mánudag og þriðjudag
Ákveðin norðanátt með éljum
eða snjókomu N- og A-lands og
talsverðu frosti um land allt.
Á miðvikudag og fimmtudag
Minnandi N-átt og léttir víða til,
en áfram frost um land allt.
VEÐRIÐ NÆSTU DAGA
SPÁ KL. 12.00 Í DAG
Hæg suðlæg átt og stöku skúr-
ir, en gengur í suðaustan 8-13
m/s með rigningu S- og V-
lands í kvöld. Hiti 2 til 7 stig, en
sums staðar vægt frost í inn-
sveitum NA-lands.
AÐ MISSA eiginkonu úr krabbameini – áhrifa-
þættir kvíða og þunglyndis hjá ekklum eftir missi
er heiti rannsóknar sem Arna Hauksdóttir gerði
meðal sænskra ekkla og kynnt verður nk. mánu-
dag. Aðalhluti rannsóknarinnar tók til 907 manna í
Svíþjóð sem misst höfðu eiginkonu úr krabba-
meini. Að auki var gögnum safnað frá 330 giftum
mönnum til samanburðar.
Í ljós kom að þeir ekklar sem enn voru ein-
hleypir 4-5 árum eftir missinn áttu frekar á hættu
að þurfa að kljást við sálræna og líkamlega erf-
iðleika en ekklar sem voru komnir í nýtt ástarsam-
band á sama tíma. Mesta áhættan mældist fyrir
þunglyndi, tilfinningadoða og að vakna upp á næt-
urnar með kvíða. Ekklar sem komnir voru í nýtt
ástarsamband voru ekki í frekari áhættuhópi en
giftir menn.
86% ekklanna töldu að upplýsa ætti nánasta
ættingja strax og ljóst væri orðið að krabbameinið
yrði ekki læknað. 80% þeirra hafði verið sagt að
krabbamein eiginkonu þeirra væri ólæknandi, þar
af fjórðungi í vikunni fyrir andlátið.
Markaðir voru nokkrir forspárþættir fyrir und-
irbúning, sem mögulega má hafa áhrif á innan
heilbrigðiskerfisins. Bætt umönnun manna sem
eiga deyjandi eiginkonur vegna krabbameins
myndi minnka áhættu ekkla á langvinnum heilsu-
farsvandamálum.
Í niðurstöðum Örnu segir m.a. að nota mætti
rannsóknina í inngripsrannsókn sem hefði það að
markmiði að hafa áhrif á undirbúning fyrir ást-
vinamissi. Slíkt inngrip gæti haft lýðheilsuleg
áhrif með því að minnka sálræn og líkamleg
heilsuvandamál ekkla.
Málstofan er mánudaginn 15. febrúar kl. 12:10-
12:50 í stofu 201, 2. hæð, Eirbergi, Eiríksgötu 34.
Hætta á þunglyndi í kjölfar fráfalls
Ekklum sem eru einhleypir 4-5 árum eftir missi hættara við erfiðleikum
NIÐURSTAÐA hefur náðst um þann ágreining sem ríkt hefur um fram-
kvæmd forvals Vinstri grænna í Reykjavík milli stjórnar og efstu fram-
bjóðenda, segir í yfirlýsingu frá VG í Reykjavík. En frambjóðendur fengu
misvísandi upplýsingar um túlkun forvalsreglnanna frá kjörstjórn.
Kjörstjórn hefur í framhaldinu ákveðið að víkja og segja af sér embætti,
en við tekur ný uppstillingarnefnd. Til að tryggja gagnsæi og taka af allan
vafa verða þau atkvæði sem greidd voru bréflega endurtalin að við-
stöddum umboðsmönnum frambjóðenda og fulltrúum stjórnar VG.
Tölurnar verða birtar sérstaklega á www.vg.is.
Kjörstjórn VG víkur