Morgunblaðið - 12.02.2010, Side 14

Morgunblaðið - 12.02.2010, Side 14
14 FréttirVIÐSKIPTI | ATVINNULÍF MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. FEBRÚAR 2010 Eftir Bjarna Ólafsson bjarni@mbl.is EIGNARHALDSFÉLAGIÐ Vestia ehf., dótturfyrirtæki Landsbankans, fer nú með allt hlutafé í Icelandic Group hf. í kjölfar þess að bankinn hefur tekið yfir eignarhald á móð- urfélagi þess, Eignarhaldsfélaginu IG ehf. Í kjölfarið verður sú breyt- ing á stjórn fyrirtækisins að stjórn- arformaðurinn, Friðrik Jóhannsson, mun víkja sæti en í staðinn mun Steinþór Baldursson, framkvæmda- stjóri Vestia, taka sæti í stjórn Ice- landic. Steinþór segir ákvörðun um tíma- setningu og fyrirkomulag sölu fyr- irtækisins ekki verða tekna fyrr en við lok þriðja ársfjórðungs á þessu ári. „Næstu mánuði mun Vestia styðja við stjórnendur þess svo hægt sé að fullnýta tækifæri í rekstrinum og hámarka verðmæti hlutafjár þess. Vestia mun, þegar aðstæður skapast, bjóða Icelandic Group til sölu í opnu ferli eða skrá hlutabréf félagsins á skipulegan verðbréfamarkað í því skyni að tryggja jafnræði fjárfesta,“ segir Steinþór. Í tilkynningu frá Vestia segir að tilfærsla eignarhaldsins sé unnin í góðu samráði og samstarfi við fyrri eigendur félagsins. Hún muni ekki hafa nein áhrif á stefnu eða dag- legan rekstur Icelandic Group held- ur styðja við yfirstjórn fyrirtækisins og renna frekari stoðum undir þau verðmæti sem í rekstri félagsins fel- ast. Skuldir greiddar niður Eignarhaldsfélagið IG var stofnað í október 2008 til að fara með eign- arhald á Icelandic Group. Lands- bankinn vildi á þessum tíma ekki taka þá áhættu að færa félagið inn í eignasafn sitt, enda höfðu eigur bankans erlendis verið frystar að til- skipan breska fjármálaráðuneytis- ins. Bankinn lánaði þannig IG ehf., sem var í eigu útgerðarfélaganna Hraðfrystihússins Gunnvarar og Brims, 160 milljónir evra, eða sem nemur 29 milljörðum króna á nú- virði, til að setja inn í Icelandic Gro- up til að skuldastaða félagsins liti betur út í augum erlendra kröfuhafa þess. En fjármunirnir voru notaðir til að greiða niður skuldir Icelandic Group. Vegna þessa gjörnings var kleift að halda áfram rekstri Icelandic Group, en bæði Gunnvör og Brim eru stórir birgjar félagsins. Láninu sem veitt var IG ehf. verður nú breytt í hlutafé, eins og áður sagði. Icelandic Group í hendur Vestia Friðrik hættir sem stjórnarformaður og Steinþór tekur við Morgunblaðið/Árni Sæberg Vestia Landsbankinn hefur nú tekið yfir hlutafé í Icelandic Group og fært til eignaumsýslufélagsins Vestia. Ákvörðun um sölu verður tekin á árinu. FYRIRTÆKIÐ A. Karlsson hefur verið lýst gjaldþrota. Þorsteinn Ein- arsson skipta- stjóri segir að reynt verði að selja fyr- irtækið sem fyrst, í einu lagi eða í bútum. Verslun fyrirtækisins er opin í dag. 36 stöðugildi eru hjá fyr- irtækinu. A. Karlsson hefur verið rekið með tapi undanfarin ár, en tapið á árinu 2008 nam 477 milljónum króna. Skuldir fyrirtækisins í árs- lok 2008 námu tæplega 900 millj- ónum, um helmingur skamm- tímaskuldir. Stærsti kröfuhafinn er Landsbanki Íslands. Atorka seldi og lánaði A. Karlsson er fyrirtæki sem sel- ur vörur á sviði heilbrigðismála, húsgögn og fleira. Atorka keypti fyrirtækið árið 2004 og í fram- haldi sameinaðist það fyrirtækinu Besta hf. Í árslok 2007 seldi Atorka hlut sinn í A. Karlssyni. Kaupendur voru tveir, Hraun- hólar ehf. sem keypti 51% og Beta ehf. sem keypti 49% hlut. Beta er alfarið í eigu Atorku, en Hraunhólar eru í eigu Lindu B. Gunnlaugsdóttur, forstjóra A. Karlssonar. Atorka lánaði fyrir kaupverðinu. A. Karls- son gjald- þrota Reynt verður að selja sem fyrst Eftir Þórð Gunnarsson thg@mbl.is ÞEGAR kröfulýsingar Glitnis í þrotabú fjárfestingafélagsins Fons urðu opinberar veltu margir vöngum yfir kröfum vegna samninga sem virt- ust hafa verið gerðir rétt fyrir hrun eða jafnvel eftir það. Við fyrstu sýn virðist sem bankinn hafi gert framvirka samninga við Fons, sem var í eigu Pálma Haralds- sonar og Jóhannesar Kristinssonar, þann 8. október – degi eftir að Fjár- málaeftirlitið setti skilanefnd yfir bankann. Fons greiddi inn á samning Morgunblaðið hefur undir höndun- um gögn sem sýna fram á að sumir samninganna voru framlengdir allt að því þrettán sinnum. Upphaflegi samningurinn er því gerður allt að ári áður en Fons verður gjaldþrota, en krafan sem lýst er í þrotabúið byggist á síðustu framlengingunni, en þá stof- nast til nýs samnings. Sem dæmi má nefna að einn samn- inganna, sem var gerður vegna fram- virkra viðskipta með hlutabréf í FL Group, var upphaflega gerður í jan- úar 2008. Síðasta framlenging er gerð þann 30. september 2009, en þá greið- ir Fons 1,9 milljarða inn á samning- inn. Upphaflegt virði samningsins var 2,9 milljarðar, en lokakrafan bankans á hendur Fons hljóðar upp á mismun- inn auk vaxta, 1,3 milljarða. Það er sú krafa sem Glitnir gerir í þrotabú fé- lagsins. Skiptastjóri Fons hefur hafnað öll- um kröfum Glitnis í Fons vegna fram- virkra samninga að svo stöddu. Samningar framlengdir í hruninu Þegar framvirkir samningar eru fram- lengdir stofnast til nýrra samninga Morgunblaðið/Frikki Glitnir Framvirkir hlutabréfasamn- ingar við Fons oft framlengdir. Eftir Bjarna Ólafsson bjarni@mbl.is MARGT bendir til þess að sumar svokallaðar forex-gjaldeyrisvið- skiptasíður séu notaðar af eitur- lyfjahringjum til að þvo illa fengið fé. Bandaríska eiturlyfjaeftirlitið (DEA) tók þátt í því þegar reikn- ingar Finanzas Forex voru frystir þar í landi. Panamíska vefsíðan Panamoney- .net, sem býður einstaklingum upp á slík forex-viðskipti lofar gríðar- legum ársvöxtum án áhættu. Nokk- uð hefur verið um að Íslendingar hafi fest fé sitt hjá síðunni, en einn- ig tóku margir Íslendingar þátt í vefsíðunum Finanzas Forex og Vanfunds og töpuðu umtalsverðum fjárhæðum þegar þeim síðum var lokað. Þær síður voru einnig stað- settar í Panama. Gríðarháir vextir Ómar Þór Ómarsson, sérfræðing- ur hjá Fjármálaeftirlitinu, segir fólk eiga að varast vefsíður sem lofi umtalsvert meiri ávöxtun en gerist og gengur á markaði, einkum ef síðurnar taki fram að engin áhætta sé af viðskiptunum. „Ef eitthvað hljómar of gott til að vera satt er ástæða til að fara varlega,“ segir hann. Á vefsíðu Panamoney segir að ávöxtun á dag geti orðið allt að 2,8 prósent. Fyrirtækið er með öðrum orðum að lofa hátt í 1.500 prósent ársávöxtun. Þar er einnig tekið fram að ef ávöxtun á tilteknum degi er neikvæð, er ekki dregið af við- skiptareikningi viðkomandi. Áhætt- an á því með öðrum orðum að vera engin – bara gróði, ekkert tap. Þá er annað hættumerki fólgið í verðlaunum, sem viðskiptavinir fá ef þeir beina vinum og vandamönn- um í viðskipti við síðuna. Slík verð- laun benda sterklega til þess að um svokallaða Ponzi-svikamyllu sé að ræða. Svikamyllur notaðar við peningaþvætti Flest bendir til þess að Panamoney.net sé nýjasta panamíska svikasíðan Svik Algengt er að svikamyllur á sviði gjaldeyrisviðskipta séu með höf- uðstöðvar í Panama, enda þarf engin leyfi til að stunda slík viðskipti þar. ● ALÞJÓÐLEGA leikjafyrirtækið Activi- sion-Blizzard, sem m.a. gefur út leikina World of Warcraft, Call of Duty of Guit- ar Hero, skilaði 113 milljóna dollara hagnaði í fyrra. Jafnast það á við um 14,5 milljarða króna. Velta á árinu nam 4,3 milljörðum dala, sem er töluverð aukning frá árinu 2008 þegar veltan nam þremur millj- örðum dala og fyrirtækið var rekið með 107 milljóna dala tapi. Útgáfa nýjasta Call of Duty-leiksins, Modern Warfare 2, skipti miklu fyrir fyr- irtækið, en hann sló öll sölumet í geir- anum. Blizzard græðir ● NASDAQ OMX Iceland hf. hefur samþykkt að H.F. Verðbréf verði við- urkenndur ráðgjafi (e. Certified Advi- ser, CA) á First North Iceland. Hlut- verk viðurkennds ráðgjafa felst í því að vera til ráðgjafar og aðstoðar fyr- irtækjum við skráningu á First North og á meðan bréf þeirra eru í við- skiptum á markaðnum. Þórður Frið- jónsson, forstjóri NASDAQ OMX Ice- land, segist bjóða H.F. Verðbréf velkomin til starfa. „Það er mikilvægt að fyrirtæki í vexti sem hyggja á skráningu á First North-markaðinn geti leitað eftir faglegri ráðgjöf og að- stoð sérfróðra aðila á borð við H.F. Verðbréfa. Það hjálpar til við að byggja upp hlutabréfamarkaðinn.“ H.F. Verðbréf ráðgjafi á First North Iceland ● HILMAR Veigar Pétursson, forstjóri CCP, er nýr for- maður Samtaka upplýsingatækni- fyrirtækja (SUT) og tekur við af Þór- ólfi Árnasyni. Samtök upplýs- ingatæknifyrir- tækja eru starf- rækt undir Sam- tökum iðnaðarins, en innan SUT eru fimmtíu fyrirtæki í upplýsingatækniiðn- aði, með á annað þúsund starfs- mönnum. Hilmar var áður varafor- maður SUT, en við því embætti tekur Jón Ingi Björnsson, framkvæmdastjóri Trackwell, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá Samtökum iðnað- arins. Nýr forstjóri SUT Hilmar Veigar Pétursson ● ARION banki lækkaði yfirdrátt- arvexti frá og með deginum í gær, um 1 prósentustig og kjörvexti óverð- tryggðra skuldabréfa um 0,5 prósentu- stig. „Kjörvextir eftir breytingu eru 9,25%. Vextir óverðtryggðra innlána lækka minna eða um 0,4 til 0,5 pró- sentustig. Vaxtabreytingin er til komin vegna lækkunar stýrivaxta Seðlabank- ans í lok janúar,“ segir í fréttatilkynn- ingu frá Arion banka. Arion lækkar vexti Stuttar fréttir …

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.