Morgunblaðið - 12.02.2010, Blaðsíða 17
Daglegt líf 17
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. FEBRÚAR 2010
www.noatun.is
GRÍSALUNDIR
MEÐ SÆLKERA-
FYLLINGU
KR./KG
1799
Ö
ll
ve
rð
er
u
bi
rt
m
eð
fy
rir
va
ra
um
pr
en
tv
ill
u
og
/e
ða
m
yn
da
br
en
gl
BOLLURNAR
GOTT Í
FP SULTUR
OG MARMELAÐI
4 TEGUNDIR
239KR./STK.
GALLO RISOTTO
2 TEGUNDIR
598KR./PK.
KELLOGG’S
CORN FLAKES 500 G
549KR./PK.
ALLRA
HVEITI, 2 KG
199 KR./PK.
BBESTIR
Í KJÖTI
ÚRKJÖTBOR
ÐI
ÚR
KJÖTBORÐI
ÓDÝRT
Við gerum
meira
fyrir þig
40%
afsláttur
2998
DÖNSK HERRA-
GARÐSÖND, 2,6 KG
KR./STK.1999
3998
50%
afsláttur
„Ég hef safnað að mér græjum í
gegnum árin því ég komst að því
að þegar ég þurfti að treysta á
aðra til að taka upp þá gerðist
ekki neitt. Maður var búinn að
búa til helling af lögum en komst
aldrei í stúdíó,“ segir rapparinn
Guðjón Örn Ingólfsson, sem kall-
ar sig Ramses þegar kemur að
tónlistinni.
Guðjón treystir á einstaklings-
framtakið og er núna í þann mund
að fara að gefa út sína þriðju plötu
á netinu með frumsaminni hipp-
hopptónlist. Guðjón tekur allt efn-
ið upp sjálfur í stúdíói sem hann
og félagi hans hafa komið sér upp
í skúr. Hann mælir tvímælalaust
með því að áhugasamir tónlist-
armenn geri slíkt hið sama og taki
málin í eigin hendur til að koma
sér á framfæri.
Útgáfupartí á Prikinu
„Við erum tveir félagar með
þetta. Þetta kostar sitt en það
borgar sig, það er líka dýrt að fara
aðrar leiðir, fá upptökustjóra og
láta mastera þetta. Af hverju ekki
bara að læra þetta sjálfur fyrst
þetta er áhugamálið, ef menn
treysta sér til þess?“ Það gerði
Guðjón, sem hefur verið að fikta
við hipphoppið frá árinu 2000 og
sent ýmislegt frá sér. Nýja platan,
sem kemur út í næstu viku, heitir
Viltu það og verður fáanleg
ókeypis á netinu. Tónlistin er öll
eftir Guðjón, undir nafni Ramses-
ar, en sumir textarnir eru samdir
með hjálp félaga hans auk þess
sem nokkrir gestir koma fram í
sumum lögum.
Seinna á árinu gerir Guðjón svo
ráð fyrir að gefa út aðra og veiga-
meiri plötu sem seld verður í
verslunum. Hann segir hipp-
hoppið hins vegar vera hálfgerðan
útlaga hjá íslenskum plötuútgáf-
um og -sölum því það þyki ekki
eins söluvænt og „sveitaballa-
vælupoppið“.
Í tilefni nýju plötunnar ætlar
Guðjón að hafa útgáfupartí á
Prikinu fimmtudaginn 18. febr-
úar. „Þar verður dj-teymi og svo
verða góðir gestir auk þess sem
ég flyt einhver lög. Þetta verður
gott partí og allir sem hafa aldur
til velkomnir.“ una@mbl.is
Viltu það með Ramses?
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Ramses Guðjón hefur sankað að sér græjum. Hann mælir hiklaust með því að þeir, sem dreymir um að gera tónlist, taki málin í eigin hendur.
www.myspace.com/
herraskitsama
TIMBURMENN eru sjálf-
skaparvíti sem flestir þekkja
og allir hata.
„Ég ætla aldrei að drekka
aftur“ er loforð sem margir
gefa sér í hádeginu á sunnu-
degi eftir stíft skemmt-
anahald. Metnaðarfullt, en
þú veist að það mun senni-
lega ekki ganga eftir.
Hinsvegar er eitt og ann-
að sem hægt er að gera bæði
til að fyrirbyggja timb-
urmenn og láta þá hverfa hraðar.
Í grunninn er þetta ekkert flókið, aðalatriðin
eru að borða nóg, drekka nóg og sofa nóg. Hér
eru samt nokkur atriði sem hjálpa verulega til.
Fyrirbyggjandi:
– Ekki drekka áfengi (það er prinsippatriði að
nefna þetta).
– Ekki fara á djammið á fastandi maga. Góður
kvöldmatur hægir á alkóhóláhrifunum.
– Drekktu rólega, ekki sturta í þig.
– Drekktu eitt glas af vatni á móti hverju glasi
af áfengi eftir að þú byrjar að drekka. Ein af
helstu ástæðum timburmanna er vökvaskortur í
kerfinu, vatnið vinnur gegn því.
– Fáðu þér eitthvað í gogginn áður en þú sofn-
ar þegar þú kemur heim af djamminu. Það hjálp-
ar litla lifrargreyinu að takast á við erfiði nætur-
innar og gefu þér orku til að opna augun þegar
þú vaknar.
Eftir á:
– Reyndu að ná góðum svefni. Þegar þú vakn-
ar, láttu það verða þitt fyrsta verk að fá þér
orkuríkan morgunmat.
– Bananar eru góð þynnkufæða, þeir vinna
gegn kalíumskorti sem eftir óteljandi klósett-
ferðir vegna þvagræsandi áhrifa áfengis.
– Ekki fá þér kaffi. Það vekur þig kannski
tímabundið, en vinnur gegn þegar ofþornuðum
líkama.
– Ávextir og ávaxtasafi hafa reynst mörgum
vel til að tempra vanlíðan.
Að sigrast á
timburmönnum
Timbur Það má
lappa upp á þetta.