Morgunblaðið - 12.02.2010, Side 22

Morgunblaðið - 12.02.2010, Side 22
22 Umræðan MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. FEBRÚAR 2010 ÞRÍR andstæðingar innanlands- og sjúkra- flugsins svöruðu illu til eftir að hafa lesið þrjár greinar í Morg- unblaðinu um flugvöll- inn í Vatnsmýrinni og nú síðast frá mér 19. desember 2009. Tíu dögum seinna gleymdu þremenningarnir því að hlutverk Reykjavík- ur sem höfuðborgar felur í sér ábyrgð og skyldur gagn- vart öllum landsmönnum hvort sem búið er á höfuðborgarsvæðinu eða úti á landi. Í Reykjavík eru stærstu sjúkrahús landsins sem bjóða upp á helstu tækni- og sérfræðiþekkingu í læknisþjónustu hérlendis. Árangurs- laust hefur talsmönnum Betri byggð- ar verið bent á að þeir landsmenn sem búa fjarri höfuðborginni þurfa að reiða sig á ákveðna öryggiskeðju þeg- ar neyðartilfelli koma upp. Tillöguna um að miðstöð innanlands- og sjúkra- flugsins verði í 50 km fjarlægð frá Reykjavík myndi brjálæðingur sam- þykkja. Hugmyndin um að öllum bráðatilfellum á landsbyggðinni verði sinnt með hægfleygum þyrlum frá Reykjavík í stað sjúkraflugvéla sem staðsettar eru á Ísafjarðarflugvelli og Akureyri er dæmd dauð og ómerk. Hún lengir flutningstímann sem af þessu hlytist þegar sjúklingur úti á landi verður að komast undir lækn- ishendur í Reykjavík. Þegar þetta er haft í huga geta þyrlur ekki leyst af hólmi vel útbúnar flugvélar með jafn- þrýstibúnaði. Þyrlur gagnast vel þar sem flugvélar geta ekki lent svo sem úti á sjó, inni á hálendi og þar sem langt er í næsta sjúkraflugvöll. Vel útbúnar flugvélar sem mest hafa ver- ið notaðar við sjúkraflug hér á landi fljúga meira en helmingi hraðar en þyrlur Landhelgisgæslunnar og geta flogið meira en þrisvar sinnum hærra. Andstæðingar Reykjavík- urflugvallar gleyma því að sjúkra- flugvélarnar geta farið stystu og fljót- förnustu leiðir milli staða þegar mikið liggur við. Í slæmum veðrum og mik- illi ísingu þurfa þyrlurnar að fara með ströndum, í hlýrra lofti vegna þess að þær taka á sig mun meiri ísingu en flugvélar. Þá þurfa þyrilblöðin að fara mun lengri vegalengd í ísingunni en flugvélavængurinn vegna snúnings þeirra í kringum þyrluna. Aukabún- aður utan á þyrlunum safnar á sig ís sem þyngir þær og dregur úr afköst- um, má þar nefna björgunarspil, kastara o.fl. Af þessum sökum eins og öðrum skiptir veðurfar minna máli ef annar hreyfill þyrlunnar bilar á flugi, þá er útilokað að hún geti haldið lág- markshæð á blind- flugsleiðum víða yfir landinu og þarf því oft af þeim sökum í örygg- isskyni að fljúga lengri leið með ströndum fram. Fyrir þetta þræta tals- menn betri byggðar þegar þeir krefjast þess að öllum bráðatilfellum verði sinnt með þyrlum frá höfuðborgarsvæðinu án þess að fjarlægðin skipti nokkru máli. Hvaða bull er þetta sem andstæðingar Reykjavíkurflugvallar hlaupa með í fjölmiðla þegar þeir vita ósköp vel að þessi tóma vitleysa myndi strax kosta alltof mörg manns- líf? Þessar rangfærslur setja þre- menningarnir fram gegn betri vitund í þeim tilgangi að afskræma allar staðreyndir tengdar sjúkrafluginu. Vegna veðurfarslegra aðstæðna í Reykjavík skipta allar flugbrautirnar þrjár miklu máli til að flugvöllurinn geti áfram þjónað öllum lands- mönnum af sama öryggi og hingað til. Til eru mörg dæmi um að sjúkra- flugmenn á leiðinni frá Vestfjörðum, Norður- og Austurlandi hafi þurft að treysta á gömlu NA-SV-brautina vegna mikils hvassviðris. Haft skal í huga að þar sem flugvöllurinn í Vatnsmýrinni hefur alltaf verið teng- ing landsbyggðarfólks við sjúkrahús borgarinnar er tilvera hans helsta meginforsenda þess að þungamiðja læknisþjónustu landsins verði áfram í höfuðborginni. Krafan um að loka einni aðalflugbrautinni 2016 er sett fram á fölskum forsendum sem allir sjúkraflugmenn snúast gegn. Stjórn- endur sjúkrahúsanna á höfuðborg- arsvæðinu, talsmenn sveitarstjórn- anna á landsbyggðinni og meirihluti borgarstjórnar leggjast gegn þessari kröfu Einars Eiríkssonar, Gunnars H. Gunnarssonar og Arnars Sigurðs- sonar. Undanfarin ár hafa sjúkraflug- vélar sinnt nærri 600 neyðartilfellum á ári á meðan sjúkraflugferðir með þyrlum hafa verið um 100 á jafn- löngum tíma. Rangfærslurnar um sjúkraflugið Eftir Guðmund Karl Jónsson Guðmundur Karl Jónsson » Árangurslaust hefur talsmönnum Betri byggðar verið bent á að þeir landsmenn sem búa fjarri höfuðborginni þurfa að reiða sig á ákveðna öryggiskeðju þegar neyðartilfelli koma upp. Höfundur er farandverkamaður. ÖLL ÆTTUM við að geta verið sammála um að brýnasta verk- efni okkar um þessar mundir er að efla með öllum ráðum verð- mætasköpun í landinu. Og þegar við tölum um verðmætasköpun hljótum við að vera að tala um útflutning eða gjaldeyrisöflun og í þeim efnum erum við Íslendingar sem betur fer sæmilega vopnum búnir til sóknar, með alla þá orku, sjávarafla og hreinan landbúnað sem við eigum, það er að segja ef við hefðum við stjórnvölinn fólk sem þorir að nota þau tækifæri sem við höfum. Sala á raforku hef- ur gefið okkur vaxandi gjaldeyr- istekjur undanfarin ár í formi ál- og járn- blendisframleiðslu og gætum við gert mun betur í þeim efnum ef ekki væri sífellt á ferð- inni eitthvert aft- urhaldslið sem virðist halda að peningarnir vaxi á trjánum og jafn- vel að verðmæta- sköpun sé fólgin í auk- inni skattheimtu og rís upp á endann með mótmæli ef eitthvað á að gera til framfara fyrir þessa þjóð okkar. Forsætisráðherra okkar leyfði sér að lýsa þeirri ofureðlilegu von sinni að atvinnulíf á Suðurnesjum yrði komið á sæmilegt skrið með vorinu, það varð til þess að aft- urhaldsliðið á stjórnarheimilinu hundskammaði ráðherra fyrir að leyfa sér slíkt og annað eins. – Er annars yfirleitt nokkur von til þess að svona stjórnvöld komi einhverju góðu til leiðar í atvinnumálum okk- ar? Nú verðum við að gera þá ský- lausu kröfu til þingmanna vorra að þeir taki virkilega saman höndum og vinni af fullum krafti og heil- indum að framgangi þeirra mála sem geta orðið þjóð vorri til bjarg- ar á þessum erfiðu og alvarlegu tímum. Er kannski kominn tími til að flengja eitthvað annað í miðbænum en potta og pönnur? Kannski þó fyrr hefði verið. Við verðum einfaldlega að selja orkuna þeim sem tilbúnir eru að kaupa og það vill bara svo til að í heiminum hefur verið ágætur markaður fyrir ál undanfarna ára- tugi og það höfum við notfært okk- ur, en sem betur fer virðast vera að opnast fleiri möguleikar fyrir okkur um þessar mundir og er það mjög af hinu góða að fá fleiri stoðir undir atvinnulíf okkar. Auk þess búum við yfir þeim kostum að geta framleitt ál með mun minni mengun en aðrar þjóðir og þar með lagt okkar af mörkum í baráttunni við gróðurhúsaáhrifin sem virðast vera ein stærsta ógn við heimsbyggðina á okkar dögum Varðandi það sem reynt er að halda á lofti í dag að við séum að rýra kosti framtíðarinnar í virkj- unarmálum – hvað ef forfeður okk- ar hefðu hugsað þannig? Líklega værum við ennþá í moldarkofunum með lýsislampann sem ljósgjafa. Á sextándu öld skrifaði enskur hugs- uður eitthvað á þá leið að nú væri búið að finna allt upp sem hægt væri og tími uppfinninga væri því liðinn, ættum við kannski að gera hans væntingar að okkar? Nei, við getum verið viss um að nýjar kynslóðir eiga eftir að gera stórar og miklar umbætur á þeim aðferðum sem við notum í dag við okkar raforkuframleiðslu og eins getum við reiknað með merkilegum uppgötvunum á nýjum orkugjöfum sem okkur órar ekki fyrir í dag, þannig að við ættum ekki að búast við því að það verði einhver sérstök stöðnun í framförum á plánetu okk- ar þegar okkar kynslóð kveður þessa jörð. Við verðum að gera okkur fulla grein fyrir alvöru þess að uppbygg- ing í dag er virkilega til að hlúa að lífvænlegri framtíð barnanna í land- inu okkar. Eftir Hjálmar Magnússon » Varðandi það sem reynt er að halda á lofti í dag að við séum að rýra kosti framtíð- arinnar í virkjunarmál- um – hvað ef forfeður okkar hefðu hugsað þannig? Hjálmar Magnússon Höfundur er fyrrv. framkvæmdastjóri Atvinna eða ekki atvinna ÓLÍNA Þorvarð- ardóttir, alþingismaður og varaformaður sjáv- arútvegsnefndar Al- þingis, vandar endur- skoðunarfyrirtækinu Deloitte hf. ekki kveðj- ur í Morgunblaðsgrein 11. febrúar 2010 í tilefni úttektar Deloitte á áhrifum fyrningarleiðar á stöðu sjávarútvegs á Íslandi. Skýrslan var unnin fyrir Landssamband íslenskra útvegs- manna og út af fyrir sig ber að þakka þingmanninum fyrir að vekja ræki- lega athygli á úttektinni, því nið- urstaða hennar á vissulega erindi í þjóðmálaumræðuna nú þegar það er yfirlýst stefna og ásetningur rík- isstjórnarinnar að feta leið fyrningar gegn sjávarútvegsfyrirtækjum lands- ins. Skýrsluna er að finna á heimasíðu LÍÚ. Úttektin var unnin fyrir Lands- samband íslenskra útvegsmanna og færð eru þar rök fyrir því að fyrning- arleiðin myndi kollvarpa núverandi skipulagi sjávarútvegsins og „setja flest núverandi sjávarútvegsfélög í þrot og afskrifa þyrfti stóran hluta af skuldum þeirra, sem þýddi tap fyrir bankakerfið.“ Ólína lætur sér sæma að útvegsmenn hafi hreinlega „keypt“ niðurstöður Deloitte og að úttektin sé „einfaldlega litprentað áróðursrit á glanspappír: Villuflagg sem þeir [LÍÚ-menn] veifa til þess að afvega- leiða umræðuna“. Lái mér hver sem vill að Deloitte sitji ekki þegjandi und- ir slíkri árás eins helsta talsmanns Al- þingis í sjávarútvegsmálum á fyr- irtækið mitt. Að vísu verður að segja að þessi umræðuhefð er kunnugleg. Sumir stjórnmálamenn kjósa helst að svara andstæðum skoðunum eða nið- urstöðum með því að ata sjálfa mál- flytjendurna auri frekar en svara því sem þeir segja eða meina! Vita skal Ólína það, og aðrir sem vita vilja, að niðurstöður úttekta af hálfu Deloitte hafa aldrei verið sölu- vörur og fást ekki keyptar, enda vinnum við í samræmi við verk- lagsreglur Deloitte og siðareglur endurskoð- enda. Ólína leiðir fram á völlinn háskólaprófess- orinn og hagfræðinginn Þórólf Matthíasson og segir að sá hafi látið sér í té skriflegt álit á fyrningarskýrslu Deloitte. Pró- fessorinn heldur því meðal annars fram, að það að sjávarútvegsfyrirtæki skipti á aflaheimildum eða leigi afla- heimildir sín á milli sé sambærilegt við það að háar fjárhæðir séu teknar út úr sjávarútveginum í formi auð- lindagjalds. Sú niðurstaða hans er al- gjörlega galin. Okkar nálgun og að- ferðarfræði gengur út á að kanna hvaða áhrif ný skattlagning í formi fyrningarleiðar myndi hafa á sjóð- streymi sjávarútvegsfélaga fram í tímann í þeim raunveruleika sem við búum við en ekki tilbúnu hagfræðilík- ani á borð við það sem prófessorinn lagði fyrir Ólínu. Það dylst engum sem málið hefur skoðað að fyrning- arleiðin er stórhættuleg fyrir rekstur starfandi sjávarútvegsfyrirtækja og myndi setja rekstur margra þeirra í þrot með tilheyrandi kostnaði fyrir bankakerfið og ríkisvaldið. Þingmaðurinn heldur því fram að Deloitte skorti forsendur fyrir úttekt sinni. Það er einfaldlega rangt. For- sendurnar sem við styðjumst meðal annars við koma fram í landsfund- arályktun Samfylkingarinnar frá 29. mars 2009, en þar segir í svokallaðri „sáttargjörð um fiskveiðistefnu“: „All- ar aflaheimildir í núverandi fisk- veiðistjórnunarkerfi verða innkallaðar eins fljótt og auðið er og að hámarki á 20 árum“ og einnig: „Auðlindasjóður býður aflaheimildir til leigu. Greiðslum fyrir aflaheimildir er dreift á það ár þegar þær eru nýttar.“ Skýr- ara getur það ekki verið og auðvitað er unnt að meta áhrif þessa á rekstur sjávarútvegsfyrirtækja. Ef til eru villuflögg í þessari umræðu þá er grein þingmannsins sjálfs og boð- skapur hagfræðiprófessorins nær- tækustu dæmin um slíkt. Formælendur fyrningarleiðarinnar hafa hátt á torgum um óskaplegar skuldir sjávarútvegsins. Ýmsir álits- gjafar og þáttastjórnendur ljós- vakamiðla bergmála og auka jafnvel við skuldirnar svo hundruðum millj- arða króna skipti, svo betur fari í mál- flutningi þeirra. Heildarskuldir sjáv- arútvegsins hafa vissulega aukist á undanförnum árum en heildarskuldir atvinnulífsins hafa hins vegar aukist mun meira. Deloitte telur að sjávar- útvegurinn geti að mestu staðið undir skuldbindingum sínum og sú atvinnu- grein er reyndar betur í stakk búin til slíks en flestar aðrar greinar. Fyrningarleið í sjávarútvegi myndi breyta þessari stöðu á dramatískan hátt því hún kallar á afskriftir skulda, sem myndi lenda á bönkum og þar með á ríkissjóði, sem þyrfti þá að fjár- magna bankana á nýjan leik. Umræð- an ein um fyrningarleiðina hefur þeg- ar skapað mikla óvissu í sjávarútveginum og fjármálakerfinu. Íslensk þjóð og burðargreinin í at- vinnulífi hennar þurfa á allt öðru að halda nú um stundir en óvissu og pólí- tískri ævintýramennsku. Eftir Þorvarð Gunnarsson » Fyrningarleið í sjáv- arútvegi kallar á af- skriftir skulda, sem lendir á bönkum og þar með ríkissjóði sem þyrfti þá að fjármagna bankana á nýjan leik. Þorvarður Gunnarsson Höfundur er löggiltur endurskoðandi og forstjóri Deloitte hf. Fyrning og villuflagg Ólínu MORGUNBLAÐIÐ birtir alla útgáfudaga aðsend- ar umræðugreinar frá lesendum. Blaðið áskilur sér rétt til að hafna greinum, stytta texta í samráði við höfunda og ákveða hvort grein birtist í umræðunni, í bréfum til blaðsins eða á vefnum mbl.is. Blaðið birtir ekki greinar, sem eru skrifaðar fyrst og fremst til að kynna starfsemi einstakra stofnana, fyrirtækja eða samtaka eða til að kynna viðburði, svo sem fundi og ráðstefnur. Innsendikerfið Þeir sem þurfa að senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðs- ins. Formið er undir liðnum „Senda inn efni“ of- arlega á forsíðu mbl.is. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein Ekki er lengur tekið við greinum sem sendar eru í tölvupósti. Í fyrsta skipti sem formið er notað þarf notand- inn að nýskrá sig inn í kerfið en næst þegar kerfið er notað er nóg að slá inn netfang og lykilorð og er þá notandasvæðið virkt. Ekki er hægt að senda inn lengri grein en sem nemur þeirri hámarkslengd sem gefin er upp fyrir hvern efnisþátt en boðið er upp á birtingu lengri greina á vefnum. Nánari upplýsingar gefur starfsfólk greinadeild- ar. Móttaka aðsendra greina

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.