Morgunblaðið - 12.02.2010, Side 23

Morgunblaðið - 12.02.2010, Side 23
Minningar 23 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. FEBRÚAR 2010 ✝ Gísli Ragnar Pét-ursson fæddist í Reykjavík 8. desem- ber 1937. Hann lést á heimili sínu 2. febr- úar síðastliðinn. Foreldrar hans voru þau Pétur Sig- urðsson frá Árna- nesi, f. 20.9. 1897, d. 24.9. 1971, og Krist- ín Gísladóttir frá Mosfelli, f. 12.11. 1903, d. 3.10. 1988. Systkini Gísla eru Svava Jóhanna, f. 11.12. 1930, Sigurður, f. 1.4. 1933, d. 26.7. 1967, og Geir, f. 5.8. 1943, d. 2.2. 2008. Árið 1961 kvæntist Gísli Védísi Elsu Kristjánsdóttur, f. 23.8. 1942. Þau skildu 1973. Börn þeirra eru: 1) Elsa Dóróthea, myndlistarmaður og kennari, f. 24.8. 1961, maki hennar er Jón Hrafn Hlöðversson bygging- arfræðingur, f. 26.5. 1962, þau eiga eina dóttur, Áróru Veru, f. 10.2. 2003. 2) Kristján Einar, skipstjóri, f. 1.10. 1962. Eiginkona hans er El- ísabet Einarsdóttir kennari, f. 31.5. 1967, börn þeirra eru, Kol- beinn Tumi, f. 2.11. 2002, og Auð- ur Elsa, f. 26.6. 2004. Frá fyrra hjónabandi á Krist- ján einn son, Hörð, f. 19.11. 1985, sam- býliskona hans er Lára Davíðsdóttir, f. 17.7. 1986. Frá fyrra hjónabandi á El- ísabet eina dóttur, Hörpu Dögg Sævars- dóttur, f. 19.4. 1984, sonur hennar er Bjarki Freyr Sturlu- son, f. 24.6. 2007. Gísli gekk í Versl- unarskólann og lauk þaðan prófi árið 1956. Að loknu námi vann hann ýmis störf hjá SÍS, m.a. á skrif- stofu Iceland Product Inc. í NY 1957-8. Árin 1961-1969 var hann kaup- félagsstjóri á Þórshöfn á Langa- nesi. Þá fluttist hann til Reykja- víkur þar sem hann vann við bókhald og skrifstofustörf. Frá 1991 og fram á síðasta dag starfaði Gísli sem fulltrúi hjá Fé- lagsþjónustu Reykjavíkurborgar í fjármála og rekstrardeild. Gísli var bindindismaður frá 1979 og vann margvísleg þjónustustörf í þágu AA-samtakanna. Útför Gísla Ragnars fer fram frá Fossvogskirkju í dag, föstu- daginn 12. febrúar, kl. 13. Fyrstu kynni mín af tengdaföð- ur mínum Gísla Ragnari eru mér ákaflega eftirminnileg. Hann sagði mér sögu, dæmisögu. Sagan sner- ist um það hve ýmis vandamál í lífi manns verða í raun smá ef maður óhræddur býður þeim birginn. „Ég vaknaði um miðja nótt 9. nóv- ember 1983 við það að mér er sagt að fara á fætur og ganga yfir Hellisheiði,“ sagði hann. „Úti var hríðarveður, dimmt og kalt. Ég setti kaffi á brúsa, smurði mér rúgbrauð með kæfu og setti eitt rautt epli í bakpokann. Að svo búnu gekk ég út.“ Síðan lýsti hann svaðilför sinni yfir heiðina, hvar hann var nærri keyrður niður af vöruflutningabíl þar sem hann puttabrotnaði og hvernig hann neitaði sífellt að gefast upp. „Að lokum komst ég yfir heiðina, hrak- inn og kaldur en frjáls maður, laus við tóbaksfíknina.“ Þessi saga lýsir vel áræði hans, krafti og dugnaði. Þegar ákvörðun var tekin, var ekkert sem stöðvaði hann. Oft hringdi hann í mig til að fá álit mitt á stjórnmálaástandinu. Við dvöldum aldrei lengi við þær dægurvísur, heldur fórum að horfa á hlutina í stóra samhenginu þar sem við veltum fyrir okkur heim- speki og trúmálum. „Ég trúi því,“ sagði hann gjarnan. Og trúin var honum mikilvæg og hann var mjög virkur í sínu trúarlífi. Stundum kom pósturinn óvænt heim til okkar með pakka. Síðasti pakkinn var úttroðinn af sælgæti. Sendandi Gísli Ragnar Pétursson. Þannig var Gísli, hann fékk hug- mynd og framkvæmdi hana. Síðast hitti ég Gísla fyrir tveimur vikum þegar hann gaf dóttur okkar Ya- maha-orgelið sitt. Hann kvaddi mig glaðlega með þeim orðum að sér þætti gott að geta gefið henni orgelið því hann vissi að gleði hennar væri enn meiri en sín og hljóðfærið kæmi að góðum notum. Ég kveð kæran tengdaföður minn með þessum orðum og votta aðstandendum hans og vinum mína dýpstu samúð. Blessuð sé minning Gísla Ragn- ars Péturssonar. Jón Hrafn Hlöðversson. Í dag er kvaddur Gísli Ragnar Pétursson. Gísla kynntist ég þegar ég kom til starfa sem fjármála- stjóri Félagþjónustunnar í Reykja- vík fyrir allmörgum árum. Þá mætti mér fljótlega afar viðkunn- anlegur maður með bros á vör. Þar var kominn Gísli Ragnar sem ég átti svo eftir að starfa með næstu árin. Fljótlega kynntist ég því hvern- ig hann vann störf sín, af kost- gæfni, alúð og samviskusemi. Hon- um var líka teyst til að annast mörg flókin fjármálaleg úrlausn- arefni sem tengdust félagslegri að- stoð. Öll verk sín leysti hann vel af hendi. Gísli bar virðingu fyrir starfinu sínu enda af þeirri kyn- slóð. Vinnan var honum afskaplega mikilvæg og var hann enn við störf þegar hann lést 72 ára að aldri. Þegar Gísli varð sjötugur lét hann hafa eftir sér „svo lengi sem borg- inni þóknast og ég er enn metinn hæfur mun ég halda áfram að vinna fyrir hana“. Allir sem starfa við félagsþjónustu vita að starfið getur oft verið vandasamt og reyn- ir á skilning og innsæi. Gísla tókst með afbrigðum vel að mæta fólki þar sem það var statt og hefur hann t.d. aðstoðað ófáa einstak- linga í gegnum tíðina við gerð skattframtala og það að ná tökum á fjármálum sínum. Verk hans í þeim efnum voru þannig að eftir þeim var tekið víða í samfélaginu. Það verður því ekki auðvelt að finna starfsmann sem fetar í fót- spor Gísla. Við Gísli tókum oft spjall saman um vinnuna eða bara lífið sjálft. Hann rifjaði oft upp ár- in þegar hann vann í kaupfélaginu á Kópaskeri og miðlaði hann mörgu gagnlegu og skemmtilegu af þeirri reynslu sinni. Með þessum orðum vil ég þakka Gísla fyrir góð kynni og allt hans góða starf í þágu félagslegrar þjónustu í Reykjavík. Fjölskyldu og vinum sendi ég samúðarkveðjur. Kynslóðir koma, kynslóðir fara, allar sömu ævigöng. Gleymist þó aldrei eilífa lagið við pílagrímsins gleðisöng. Ingamann/Matthías Jochumsson. (Þjóðlag frá Schlesíu, 1842.) Stella K. Víðisdóttir. Af starfsmannahópnum í Síðu- múla 39 var Gísli Ragnar elstur en þó aðeins í árum talið. Gísli Ragn- ar hélt sér vel líkamlega, fór sinna ferða fótgangandi og stundaði ræktina reglulega. Þegar starfs- hópurinn var að skipuleggja þátt- töku í Lífshlaupinu var það kapps- mál að hafa Gísla Ragnar í liði því það þótti tryggt að framlag hans gæfi liðinu gott forskot. Það var á allan hátt gott að hafa Gísla Ragn- ar í liði því hann var góður sam- starfsfélagi og það var lán fyrir okkur sem hér störfum að fá að þekkja hann og starfa með honum. Öll störf vann hann af sérstakri al- úð og samviskusemi og ávann sér bæði virðingu meðal samstarfs- manna og þeirra einstaklinga sem hann veitti ráðgjöf og stuðning. Gísla Ragnari var það mikið kappsmál að þeir sem stóðu höll- um fæti gætu leitað aðstoðar hans og ráðgjafar en hann vann við ým- is fjármál tengd félagslegri aðstoð og veitti aðstoð við skattframtals- gerð. Gísli Ragnar sagði gjarnan frá því að þegar hann hóf störf hjá Reykjavíkurborg fyrir rúmum 20 árum hafði hann ákveðna fordóma gagnvart félagslegri þjónustu en sá fljótlega að sú þjónusta er bæði mikilvæg og fallegt fyrirbæri. Gísli var góður vinnufélagi og gott var að hitta hann í kaffistofunni og eiga með honum samræðustund. Hann var heill hafsjór af fróðleik um menn og málefni og var örlátur á að deila með okkur minningum sínum bæði frá þeim árum er hann bjó fyrir norðan og einnig veru sinni vestan hafs. Gísli Ragnar hafði þann fallega sið að þakka fyrir samræður með hlýju handtaki, hann kunni að hrósa og láta hlý orð falla í garð samstarfsmanna, eitthvað sem við hin gleymum of oft að huga að í dagsins önn. Þitt starf var farsælt, hönd þín hlý og hógvær göfgi svipnum í. Þitt orð var heilt, þitt hjarta milt og hugardjúpið bjart og stillt. (Höf. ók.) Blessuð sé minning Gísla Ragn- ars Péturssonar, við þökkum fyrir allt hans góða starf, þær dýrmætu minningar og ógleymanlegu stund- ir sem hann gaf okkur. Börnum hans og fjölskyldu vottum við sam- úð okkar. Fyrir hönd samstarfsfólks á þjónustumiðstöð Laugardals og Háaleitis, Kristjana Gunnarsdóttir og Þóríds L. Guðmundsdóttir. Vinur okkar, Gísli Ragnar Pét- ursson, er látinn. Kynni okkar af Gísla hófust eftir að hann var kos- inn í þjónustunefnd Tjarnargötu 20 þar sem AA-samtökin og fleiri 12 spora samtök halda fundi sína. Á upphafsárum Gula hússins frá 1990-1994 sá Gísli um fjármál hússins og lagði þar með grunn að farsælu uppbyggingarstarfi húss- ins og þjónustu þess við góðan málstað. Gísli var síðan kosinn gjaldkeri þegar þjónustunefndin tók yfir rekstur hússins árið 2001 og gegndi því starfi til síðasta dags. Fljótlega kom í ljós að Gísla var mjög umhugað um að húsið þjón- aði sem best tilgangi sínum og hann sá fljótt að húsið þyrfti mik- illar endurnýjunar við og koma þyrfti rekstri þess í fastan farveg. Meðal annars sá Gísli um samn- inga við Reykjavíkurborg vegna leigu og viðhalds. Gísli vann daglega í fjármálum hússins og gætti þess í hvívetna að aðhaldi og skynsemi væri beitt í rekstri hússins og við uppbygging- arstarfið. Gísli var reynslumikill maður og við sem störfuðum með honum í nefndinni fundum að best var að Gísli ætti ávallt síðasta orðið. Hann naut sín við hin ýmsu störf. Þrátt fyrir háan aldur var enginn fremri Gísla við garðyrkju- störf og almenn umhirðustörf þar sem hann vann baki brotnu heilu dagana. Við í þjónustunefnd viljum þakka Gísla fyrir samstarfið og samveruna gegnum árin. Það var alltaf glatt á hjalla og Gísli naut sín í góðum félagsskap, alltaf ung- ur í anda, en hann var aldurs- forseti nefndarinnar. Hans er sárt saknað. Við vottum ættingjum Gísla okk- ar dýpstu samúð. Guð blessi minn- ingu góðs drengs. Þjónustunefnd Tjarnargötu 20. Gísli Ragnar Pétursson ✝ Aðalheiður RósaBenediktsdóttir fæddist hinn 9. júní 1917 á Mosfelli í Svínavatnshreppi, A- Húnavatnssýslu. Hún lést hinn 1. febrúar 2010. Foreldrar Að- alheiðar voru Bene- dikt Helgason, f. 2. október 1877, d. 28. apríl 1943, og Frið- rikka Guðrún Þor- láksdóttir, f. 11. des- ember 1886, d. 18. apríl 1973. Systkini Aðalheiðar eru Helga, f. 1908, d. 1989, Zophanías, f. 1909, d. 1986, María, f. 1910, d. 1999, Ingigerður, f. 1911, d. 2004, Jón, f. 1912, d. 1981, Helgi, f. 1914, d. 1982, Gísli, f. 1915, d. 1994, Þórður, f. 1919, d. 1977, Margrét, f. 1921, Guðrún, f. 1924, d. 2001, Sigurlaug, f. 1927, d. 1930, og Steingrímur, f. 1929. Aðeins tvö systkini hennar af stórum systk- inahóp, eru enn á lífi, þau Margrét og Steingrímur. Var hún stolt af systkinum sínum og mat þau mikils. Um tvítugt eignaðist Aðalheiður Guðrúnu Ásu, f. 31. maí 1937. Hún fór í fóstur til Helgu, systur Að- alheiðar, og Jóhanns, manns hennar, á Seljateigi við Reyðarfjörð. Börn Ásu hafa verið í góðu sambandi við ömmu sína sem líkaði það vel. Hinn 22. apríl, 1943 giftist Að- alheiður Páli Ágústi Finnbogasyni prentmyndasmíðameistara. Eign- uðust þau þrjú börn: Unnur, f. 16. nóvember 1946. Börn hennar eru Aðalheiður Rós, Ágústa Þóra, Páll Sæ- þór og Jóhann Guð- berg. Rúnar, f. 8. febr- úar 1950. Börn hans eru Einar Óli, Ása Heiður og Arna Rún. Sævar, f. 10 ágúst 1954. Börn hans eru Loftur og Særún Heiða. Barnabörnin þeirra Aðalheiðar og Páls eru 15. Að- alheiður og Páll skildu. Aðalheiður bjó fyrstu ár ævi sinnar á Mosfelli, síðan á Skinnastöðum og flutti til Blöndu- óss 8 ára gömul. 9 ára fór hún að Beinakeldu, A-Húnavatnssýslu, og var þar að mestu til 14 ára aldurs. Þá fór hún til Maríu, systur sinnar, að Þorkelshóli í Húnavatnssýslu og síð- an austur á Reyðafjörð. 16 ára kom hún til Reykjavíkur, gerðist hún vinnukona og síðar ráðskona. Eftir 1942 bjó hún sér og sínum heimili í Reykjavík. Hún starfaði mestan sinn starfsaldur við saumastörf m.a. hjá Belgjagerðinni við góðan orðstír. Einnig vann hún ýmis önnur störf, þar til hún fór á eftirlaun. Hún hafði einnig gaman af að ferðast og fór m.a. að heimsækja frændgarð sinn í Kanada. Hún bjó síðast á Nausta- hlein 4 í Garðabæ, þar til hún flutti á Hrafnistu í Hafnarfirði og naut góðr- ar aðhlynningar þar síðustu árin. Útför Aðalheiðar fer fram frá Neskirkju í dag, 12. febrúar 2010, og hefst athöfnin kl. 13. Það hljóðnar yfir hugarranni þegar elskuleg frænka mín er af heimi horf- in, eins og það hlýnaði og birti í hug manns þegar fundum bar saman allt frá bernskustundum mínum. Heilsa hennar var á þrotum, það var ljóst á síðustu samfundum. Hún orðin eins og skuggi af sjálfri sér og henni því ef- laust hvíldin kær eftir annasaman og langan ævidag. Munabjört er minn- ingin um mæta mannkostakonu sem stóð af einstakri prýði sína lífsvakt, átti ærna gleði og yl öðrum að veita og myndir minninganna sækja heim hugans borg, dugnaðurinn og kraft- urinn í öllum verkum, viljaþrekið og tápið í fyrirrúmi, horfði alltaf vondjörf til framtíðar, hvað sem á gekk, trúar- traust hennar einlægt og vissu vafið. Bernska hennar og æska erfiði mörk- uð, svo óhæfa þætti í dag, en aldrei látið bugast, mótlætið stældi kjark og þor um leið, það varð lífsmiðið mætast að taka upprétt og af ríkri reisn á móti því sem að höndum bar á ævileið og því markmiði fylgt alla tíð. Hún frænka mín var fönguleg og fríð kona og hiklaus í allri framgöngu, alltaf bú- in sem allra bezt, hún átti ætíð ein- staklega fallegt heimili sem bar myndarskap hennar og listfengi gott vitni, enda hvers konar listsköpun henni afar hugleikin, alúðarfull var gestrisni hennar, hún naut þess að veita vel og enn eru í minni málsverð- irnir dýrðlegu hjá henni á skólaárum mínum. Hún var með afbrigðum gjaf- mild og þess naut ég sem barn, en kærleikur hennar frænku minnar fylgdi mér allt frá bernsku og var mér hinn dýrmætasti. Hún var kona greind hið bezta og glöggskyggn, fylgdist ævinlega vel með allri sam- félagsumræðu og tók sjálfstæða og ígrundaða afstöðu til mála. Hún var enda skemmtileg viðræðu, átti þessa ríku kímnigáfu ættarinnar og átti auðvelt með að vinza kjarnann frá hisminu, kom beint til dyranna af eðl- islægri hreinskilni sinni. Hún var frændrækin mjög og ættfróð, minni hennar áður trútt, enda átti hún væn- an sjóð vísna og sagna og ekki ýkja- mörg ár frá því ég skráði eftir henni og fékk birta raunsanna bernsku- mynd sem lýsti ljóslega sárri og bit- urri reynslu hennar sem barns hjá vandalausum. Börn hennar og barna- börn voru stolt hennar, þau öll um- hyggju hennar og elskusemi vafin og glaðst yfir hverjum nýjum áfanga þeirra á ævibraut. Frá minningu hennar Öllu frænku á ég margar kær- ar myndir, umfram allt yljaðar þeirri elskusemi sem hún auðsýndi mér og mínum, þær munamyndir geymi ég í hugumklökkri þökk fyrir allt og allt. Börnum hennar og afkomendum öðr- um sendum við Hanna okkar einlæg- ustu samúðarkveðjur. Auðlegð þeirra mikil í minningunum um kærleiksríka og heilsteypta konu sem lagði svo mikið af mörkum þeim á auðnuveg. Veri mín elskulega frænka kært kvödd. Þar fór um veg sönn kona mik- illar hjartahlýju. Blessuð sé hennar mæta minning. Helgi Seljan. Ég kveð þig, hugann heillar minning blíð, hjartans þakkir fyrir liðna tíð, lifðu sæl á ljóssins friðar strönd, leiði sjálfur Drottinn þig við hönd. (Guðrún Jóhannsdóttir.) Guðrún. Aðalheiður R. Benediktsdóttir ✝ Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og amma, STELLA OLSEN, Suðurási 32, Reykjavík, andaðist á líknardeild Landspítalans í Kópavogi þriðjudaginn 9. febrúar. Birgir Ólafsson, Telma Birgisdóttir, Finnur Kolbeinsson, Snorri Birgisson, Martha Sandholt Haraldsdóttir og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.