Morgunblaðið - 12.02.2010, Side 27
Minningar 27
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. FEBRÚAR 2010
Sigsteins og Helgu, um að taka á
móti varaforsetafrúnni og fylgdar-
liði hennar sem þau að sjálfsögðu
gerðu með sínum einstaka myndar-
brag.
Sigsteinn var hreppstjóri í Mos-
fellshreppi frá árinu 1964 til ársins
1984. Hann var formaður sóknar-
nefndar Lágafellssóknar 1973-78.
Sigsteinn lét einnig að sér kveða í
félagsstarfi. Hann var til að mynda
einn af stofnendum Lionsklúbbs
Kjalarnesþings árið 1965 og var með
fyrstu félögunum í karlakórnum
Stefni.
Eiginkona Sigsteins, Helga, var
fyrsta konan sem gegndi starfi odd-
vita í hreppsnefndum á Íslandi og
fyrsta konan sem kosin var í hrepps-
nefnd. Fæðingardagur Helgu, 18.
september, var nýverið gerður að
árlegum jafnréttisdegi Mosfellsbæj-
ar. Helga lést árið 1999.
Ég varð þeirrar gæfu aðnjótandi
að kynnast þeim hjónum persónu-
lega. Mér er t.d. minnisstætt þegar
ég flutti sem drengur með ömmu
minni á Hulduhóla í Mosfellssveit að
ekki leið nema um einn sólarhringur
þar til Sigsteinn hreppstjóri bankaði
upp á og bauð okkur velkomin með
sínum höfðingsskap í sveitina.
Ég sendi börnum Sigsteins og
Helgu, Magnúsi og Kristínu,
tengdabörnum, Mörtu og Grétari og
fjölskyldunni allri mínar innilegustu
samúðarkveðjur. Með Sigsteini
Pálssyni er genginn mikill heiðurs-
maður sem setti mikinn svip á sína
sveit og bar hag hennar alla tíð fyrir
brjósti.
Haraldur Sverrisson, bæj-
arstjóri Mosfellsbæjar.
Mörgum sumrum á sjöunda tug
síðustu aldar eyddi ég í skjóli þeirra
Sigsteins Pálssonar og Helgu Magn-
úsdóttur á Blikastöðum. Þetta voru
árin sem maður var önnum kafinn
við að skilja við æskuna, tileinka sér
heim hinna fullorðnu og það er
óhætt að segja að Blikastaðaheimilið
hafi verið háskóli fyrir ungan mann í
þeim erindagjörðum. Þarna kynntist
maður ungum sem öldnum hvaðan-
æva úr samfélaginu og líka frá öðr-
um löndum, einkum Danmörku. En
það var aldrei vafi hverjir voru við
stjórnvölinn í þessum háskóla lífs-
ins. Helga og Sigsteinn stýrðu þessu
stóra heimili og vinnustað af næmni
og röggsemi.
Það sem einkenndi Sigstein Páls-
son mest í mínum huga var það að
fara vel með. Ég man það ætíð að
það var ekkert sérstaklega spenn-
andi að vera í þeim hópnum sem
fylgdi síðasta heyvagni heim eftir
langan dag. Maður sat oftast undir
stýri á „Fergusyninum“ oftast í
fyrsta gír í lága drifinu og Sigsteinn
fylgdi gangandi með hrífuna sína í
hönd og safnaði saman öllu heyi sem
slæðst hafði á veginn yfir daginn.
Sigsteinn var líka óþreytandi við
að segja okkur sögur um efni sem
gæti komið sér vel í lífinu. Sérstak-
lega man ég eftir söguna um gömlu
konuna sem hafði það fyrir sið að
draga alltaf hrífuna á eftir sér á
túninu í hvert skipti er farið var
heim í mat og kaffi. Þessi kona sagði
Sigsteinn, safnaði í svuntuna sína
heyfóðri sem dugað hefði fyrir geml-
ing í heilan vetur.
Ein minning er mér afar minn-
isstæð sem lýsir Sigsteini mjög vel.
Það var einhverju sinni að mikið af
heyi var flatt en tilbúið til hirðingar
en veðurspáin slæm þannig að menn
þurftu að hafa snör handtök til að
bjarga heyjum í hús. Mitt hlutverk
var að moka heyi á vagn og keyra á
móti þeim sem sáu um að moka af
heima í hlöðu. Það var kapp í fólki
og metnaður minn var sá að vera
sem fljótastur að moka á vagninn og
komast sem lengst með vagninn á
móti þeim sem mokuðu af. Í þessum
hamagangi gætti ég ekki alltaf
nægilega að því að ganga vel frá
hverjum farmi þannig að ekki
slæddist hey í flutningunum. Þegar
dagur var að kveldi kominn og
margir vagnar farið um slóðina og
sá fyrir endann á að ná öllu heyi í
hús birtist Sigsteinn á vegarslóðinni
skammt fyrir vestan þurrkhjallinn
með hrífuna sína og ekki var kalli
skemmt. Undir niðri held ég þó að
hann hafi verið feginn að tekist hafði
að bjarga heyjum undan rigningu.
En frá því er skemmst að segja að
Sigsteinn tók sér stöðu fyrir framan
dráttarvélina sem ég ók þannig að
ég varð að stöðva. Hann las mér
pistil um hvernig menn eiga að um-
gangast hey og lét síðan hrífuna
hvína yfir „húddið“ á vélinni með
þeim afleiðingum að hrífan brotnaði.
Ég man það eins og það hefði gerst í
gær hvernig honum rann reiðinn
þarna á vegarslóðinni. Þarna fékk
hann útrás fyrir það að hafa þurft að
horfa upp á það heilan dag hversu
mikið hefði slæðst af heyi og svo
held ég líka að hann hafi séð svolítið
eftir hrífunni.
Sigsteinn átti mikið, barst ekki á
og var trúr því sem honum var
treyst fyrir. Í stuttu máli þá var
hann traustur heiðursmaður. Bless-
uð sé minning Sigsteins Pálssonar.
Jón Sigurðsson.
Sigsteinn vinur minn og Lions-
félagi er fallinn í valinn. Það er gæfa
hvers manns að eignast tryggan vin.
Við suma standa kynnin stutt og
skilja lítið eftir, aðrir eru þannig að
mann langar að lengja kynnin og
efla. Sigsteinn var einn þeirra. Heið-
arleiki og hreinskilni voru að mínu
mati hans aðalsmerki. Með þessum
orðum get ég sagt að Sigsteinn var
mikill áhrifavaldur í mínu lífi. Hann
var meðmælandi minn inn í Lions-
hreyfinguna á Íslandi. Hann veitti
mér sannarlega af örlæti hjartans
og leiðbeindi eins og honum var ein-
um lagið.
Sigsteinn var glæsilegur fulltrúi
Lions og sinnti flestum trúnaðar-
störfum í klúbbi sínum. Hann vann
þar fórnfúst starf og árangursríkt.
Ég minnist söluferða okkar með
rauða fjöður í Mosfellsbæ þar sem
hann þekkti marga og kynnti mig
fyrir þeim. Einnig fórum við í út-
reiðartúra saman um Mosfellsbæ.
Hann var einstakur félagi, til hans
var gott að leita. Fyrir ungan mann
var einstakt að fá að kynnast Sig-
steini, eiga hann að sem vin og ráð-
gjafa. Símtöl okkar, kaffifundir og
umræður um sameiginleg áhugamál
voru einstaklega gefandi. Ætíð kom
maður fróðari frá fundum hans.
Hann var oft dulur um eigin hagi, en
mjög næmur á annarra aðstæður.
Við gátum rætt málefni af hrein-
skilni og skipst á skoðunum, sem var
mér mjög gagnlegt.
Við félagarnir í Lionsklúbbi Mos-
fellsbæjar kveðjum Sigstein vin
okkar með miklum söknuði. Lions-
hreyfingin á Íslandi hefur misst einn
sinn tryggasta og jafnframt elsta
starfandi Lionsfélaga í heimi, 104
ára að aldri. Nú hefur hann fengið
verðskuldaða hvíld. Ég votta fjöl-
skyldu hans og vinum mína dýpstu
samúð.
Minning Sigsteins mun lifa með
mér um alla tíð.
Jón Bjarni Þorsteinsson.
Sigsteinn Pálsson, bóndi frá
Blikastöðum, er fallinn frá í hárri
elli. Sigsteinn og Helga Magnús-
dóttir, eiginkona hans, mörkuðu
djúp spor í sögu okkar Mosfellinga.
Bæði tóku þau virkan þátt í mótun
samfélagsins með störfum sínum
fyrir sveitarfélagið og félagsstörfum
af ýmsum toga. Áhugi þeirra á vel-
ferð og uppgangi Mosfellshrepps
var afgerandi og einlægur. Allt frá
barnæsku man ég vel eftir því
hversu mikilvirk Sigsteinn og Helga
voru í okkar fallegu sveit. Persónu-
leg kynni mín af Sigsteini hófust
ekki fyrr en hann var orðinn aldr-
aður maður en þá var hann enn eld-
hress og fullur lífsorku. Ég vitna oft
til þessara kynna, enda eru þau mér
sérstaklega minnisstæð. Það var
tónlistaráhugi minn sem leiddi okk-
ur saman. Fyrsta heimsóknin var
ákveðin með nokkurra daga fyrir-
vara og þau hjónin tóku á móti mér
með glæsilegu kaffihlaðborði. Þess-
um móttökum gleymi ég aldrei. Eft-
ir að Sigsteinn hafði spurt mig ýt-
arlega um líðan ættingja minna innti
hann mig eftir erindinu. Ég tjáði
honum að ég hefði um nokkurt skeið
haft augastað á gamla fjósinu á
Blikastöðum sem æfingahúsnæði
fyrir hljómsveit sem ég lék með.
Sigsteinn tók vel í erindið en bað
mig að koma aftur á sinn fund
nokkru síðar til að skoða aðstæður.
Ekkert óðagot frekar en fyrri dag-
inn hjá Blikastaðabóndanum. Þegar
ég mætti öðru sinni tjáði bóndinn
mér að hann væri ákveðinn í því að
leigja hljómsveitinni aðstöðuna en
hann gæti ekki afhent hana fyrr en
eftir nokkrar vikur. Ég áttaði mig
ekki á því hvað var því til fyrirstöðu
að við gætum flutt inn strax en Sig-
steinn sagðist hafa samband við mig
þegar húsnæðið væri tilbúið. Allt
stóð eins og stafur á bók. Hann boð-
aði mig á sinn fund í fjósinu gamla
nokkru síðar. Þegar ég mætti þang-
að fullur eftirvæntingar gekk ég inn
í þau glæsilegustu salarkynni sem
nokkur hljómsveit getur ímyndað
sér. Búið að steypa nýtt gólf, leggja
nýtt rafmagn og hitalögn, nýir
gluggar og gler. Okkur leið vel í
Blikastaðafjósinu og þar sömdum
við vinsælustu lögin okkar. Húsa-
leiguna greiddum við ætíð á gjald-
daga, það hvarflaði aldrei neitt ann-
að að okkur. Hjá Sigsteini höfðum
við fengið þá bestu kennslustund
sem völ var á í nákvæmni manna á
milli og í viðskiptum. Síðar starf-
rækti Björgvin, bróðir minn, orgel-
verkstæði í rúman áratug í fjósinu
og smíðaði þar 22 pípuorgel sem
hljóma nú í kirkjum vítt og breitt
um landið.
Ég kveð Sigstein á Blikastöðum
með virðingu og þökk. Blessuð sé
minning hans.
Karl Tómasson.
Kveðja frá Lionshreyfingunni
Í dag kveðjum við Sigstein Páls-
son, mikinn höfðingja og vin og einn
af frumkvöðlum Lionshreyfingar-
innar. Þó Sigsteinn væri orðinn há-
aldraður og tilbúinn til að kveðja
þennan heim, kom andlátsfréttin um
hann á óvart. Hann var alltaf til
staðar og maður reiknaði með Sig-
steini um aldur og ævi.
Sigsteinn var stofnfélagi í Lions-
klúbbi Mosfellsbæjar og var hann
virkur félagi í Lionshreyfingunni í
tæp 45 ár. Starfið í Lions var Sig-
steini mikilvægt, naut hann sam-
vista við félagana og að leggja lið
þeim sem minna mega sín. Sigsteinn
var einn af máttarstólpunum í sinni
sveit og einnig í Lions. Hann naut
virðingar vegna þekkingar sinnar og
reynslu og vegna sinna góðu eig-
inleika. Hann var mikill leiðtogi, yf-
irvegaður og fastur fyrir, höfðingi
heim að sækja, glaðvær og hlýr. Það
var hógværð og virðing, sem mér
fannst einkenna hann öðru fremur.
Sigsteinn var ekki bara elsti karl-
maður á Íslandi, hann var einnig
elsti Lionsfélagi í heimi. Þetta vakti
athygli í höfuðstöðvum Lions í
Bandaríkjunum, en þeir eru ekki
margir Lionsfélagarnir, sem eru
eldri en hreyfingin sjálf, sem stofn-
uð var 1917. Alþjóðaforsetar Lions
sem hafa heimsótt Ísland síðasta
áratuginn, hafa sóst eftir að hitta
Sigstein, til að sýna honum virðingu
og veita viðurkenningar fyrir giftu-
samlegt starf. Sigsteinn hefur tekið
á móti þeim með virðuleika, hlýju og
gleði. Hann hefur sýnt þeim myndir
af þeim sem honum þótti vænst um,
Helgu sinni, öllum afkomendunum
og svo af Blikastöðum. Síðan hefur
hann boðið upp á kaffi og konfekt,
léttur og kátur og jafnan stutt í
húmorinn. Ég hef látið þessa fyrr-
verandi forseta vita, að elsti Lions-
félagi í heimi sé nú látinn og hafa
þeir beðið fyrir samúðarkveðjur til
fjölskyldunnar og þakkir fyrir að
hafa fengið að hitta þennan höfð-
ingja. Er þessum kveðjum frá al-
þjóðahreyfingunni hér komið til
skila.
Lionshreyfingin á Íslandi hefur
misst einn af sínum tryggu og virtu
félögum. Við erum stolt af því að
hafa haft hann í okkar röðum. Við
þökkum fyrir gott starf í Lions og
mikilvægt framlag til samfélagsins.
Börnum Sigsteins, þeim Kristínu og
Magnúsi og þeirra fjölskyldum,
sendum við innilegar samúðarkveðj-
ur. Við minnumst Sigsteins í djúpri
þökk og virðingu.
Fyrir hönd Lionshreyfingarinnar
á Íslandi,
Guðrún Björt Yngvadóttir
fjölumdæmisstjóri.
✝
Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur
samúð og vinarhug við andlát og útför bróður
okkar, frænda og vinar,
FINNBOGA GUNNARSSONAR,
Suðurvíkurvegi 8,
Vík.
Guð blessi ykkur öll.
Magnea, Símon
og aðrir aðstandendur.
✝
Innilegar þakkir fyrir samúð og vinarhug vegna
andláts og útfarar ástkærrar móður okkar, tengda-
móður, ömmu og langömmu,
JARÞRÚÐAR GRÉTU JÓNSDÓTTUR,
Varmalæk.
Sérstakar þakkir til starfsfólks Dvalarheimilis
aldraðra Borgarnesi.
Birna Jakobsdóttir, Halldór Bjarnason,
Jón Jakobsson, Kristín Guðbrandsdóttir,
Helga Jakobsdóttir, Hallgeir Pálmason,
Sigurður Jakobsson, Heiðbjört Ósk Ásmundsdóttir,
Magnea Jakobsdóttir, Ragnar Andrésson,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Hjartans þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur
hlýhug og virðingu við fráfall ástkærs eiginmanns
míns, föður, tengdaföður, afa og langafa,
JÓNS G. ÞÓRARINSSONAR
fyrrv. söngkennara og orgelleikara,
Skúlagötu 40,
Reykjavík.
sem lést á hjartadeild Landspítalans sunnudaginn
17. janúar.
Helga Jónsdóttir,
Sigrún Stella Jónsdóttir, Jón Þorvaldsson,
Þórarinn Jónsson, Halla Sigurðardóttir,
Magnús Þór Jónsson, Þórunn Þórisdóttir
og fjölskyldur.
✝
Elskulegur frændi minn,
SIGURJÓN ÓLAFSSON
frá Hlaðhamri,
Hrútafirði,
lést á Hrafnistu í Reykjavík þriðjudaginn 9. febrúar.
Útförin fer fram frá Guðríðarkirkju Grafarholti föstu-
daginn 19. febrúar kl. 13.00.
Fyrir hönd aðstandenda,
Ólafur Hjálmarsson.
✝
Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma,
JÓNA EINARSDÓTTIR
frá Leirulækjarseli,
Arnarkletti 12,
Borgarnesi,
andaðist á Landspítalanum við Hringbraut
miðvikudaginn 10. febrúar.
Útförin verður gerð frá Borgarneskirkju laugar-
daginn 20. febrúar kl. 14.00.
Börn, tengdabörn, ömmu- og langömmubörn.
✝
Ástkær systir okkar,
ANNA KRISTÍN RAGNARSDÓTTIR,
Alicante,
Spáni,
lést á heimili sínu laugardaginn 6. febrúar.
Útför hennar verður auglýst síðar.
Guðný Ragnarsdóttir,
Þórdís Ragnarsdóttir,
Jónas Ragnarsson.