Morgunblaðið - 12.02.2010, Qupperneq 28
28 Minningar
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. FEBRÚAR 2010
✝ Halldóra Bene-diktsdóttir fædd-
ist í Reykjavík 8.10.
1964. Hún lést af
slysförum 30.1.
2010.
Halldóra var gift
Kristjáni Gunn-
arssyni, deild-
arstjóra hjá Lands-
virkjun. Kristján
fæddist 14.5. 1961.
Börn Halldóru og
Kristjáns eru: Bene-
dikt, f. 20.2. 1990,
Kristín Edda, f. 19.1.
1995, og Gunnar, f. 11.8. 2002.
Þau búa í Brekkubyggð 28,
Garðabæ.
Foreldrar Halldóru eru Bene-
dikt Steindórsson, f. 18.7. 1939 í
Brautarlandi í Víðidal í V-
Húnavatnssýslu, og Þórey Eyj-
ólfsdóttir, f. 21.6. 1942 á Klypp-
stað í Loðmundarfirði. Systkini
Halldóru eru: a) Sigurbjörg, f.
4.10. 1967, hún var í sambúð með
Bjarna Þór Þórhallssyni sem lést
1997. Þau eiga einn dreng, Þór-
hall Breka, f. 7.11. 1992. b) Stein-
dór, f. 5.12. 1969, hann var í sam-
búð með Báru
Helgadóttur sem lést
2004. Þeirra börn
eru Eva Þórey, f.
18.12. 1991, Sara
Rós, f. 5.9. 1994, og
Benedikt Samúel, f.
1.11. 1997.
Foreldrar Krist-
jáns eru Gunnar
Skaftason, f. 22.2.
1927 í Reykjavík, og
Kristín Edda Korn-
erup-Hansen f. 5.12.
1932 í Reykjavík.
Systkini Kristjáns
eru a) Skafti, f. 5.12. 1959, maki
hans er Súsanna Davíðsdóttir, f.
6.9. 1958, börn Berglind Björk, f.
9.4. 1992, Birta Dögg, f. 25.12.
1994, og Ásdís Hrund, f. 26.11.
1997, b) Guðrún Edda, f. 24.8.
1966, maki hennar er Amid Dera-
yat, f. 5.6. 1964, börn Eva Mítra,
f. 20.9. 2003, og Ívar Armin, f.
4.12. 2005. Halldóra vann við
teikningar í þróunardeild Öss-
urar hf.
Útförin Halldóru fer fram frá
Vídalínskirkju í Garðabæ í dag,
12. febrúar 2010, kl. 15.
Elsku Dóra mín.
Það er mér óendanlega erfitt að
setja eitthvað vitrænt niður á blað
við þessar aðstæður. Þetta er allt
enn svo óraunverulegt, óréttlátt og
sorglegt. Að þú skulir ekki vera hjá
mér og krökkunum lengur er hræði-
leg tilfinning og tilhugsun. Þú, svo
yndislega góð og falleg persóna og
besta mamma í heimi. Þú sem alltaf
vildir allt fyrir alla gera. Elsku Þór-
ey, Benedikt, Silla og Steindór, það
er mikið lagt á okkur. Spurningar
eru margar en fátt er um svör.
Við vorum búin að hlakka til þess-
arar helgarferðar með vinahópnum
og áttum saman notalega stund á
föstudagskvöldinu í Húsafelli. Laug-
ardagurinn rann upp bjartur og fag-
ur og var ferðinni heitið í stuttan
bíltúr á Langjökul. Á bakaleiðinni
lentum við á sprungusvæði og síðan
verður atburðarás sem enginn
mannlegur máttur getur útskýrt.
Þú og litli sonur okkar eru hrifsuð
frá mér á sekúndubroti og fallegur
dagur breytist í verstu martröð sem
hægt er að hugsa sér. Næstu
klukkustundir eru óendanlega lengi
að líða, biðin eftir að endurheimta
ykkur er óbærileg. Síðan kom frétt-
in um að þú værir látin og svart-
nættið helltist yfir. Hugurinn fer í
hringi, vonleysi, reiði og samvisku-
bit gera vart við sig. Síðan grípur
sorgin mann heljartökum. En á
sama tíma er gleðilegt að fá vitn-
eskju um að litli drengurinn okkar
er enn að berjast hetjulega fyrir lífi
sínu. Þegar hann loksins er laus úr
iðrum jökulsins tekur við önnur
óbærilega löng bið milli vonar og
ótta um líðan hans. Til allrar ham-
ingju tekst að bjarga honum við ill-
an leik. Sorgartárin breytast í gleði-
tár og fagnaðarfundir eru þegar
systkinin hittast öll á ný. En sorgin
er ekki lengi að banka upp á þegar
heim er komið og miskunnarlaus
raunveruleikinn kemur í ljós.
Mér er löngu orðið ljóst að hér
var ekkert nema kraftaverk um að
ræða að drengurinn okkar sé nú aft-
ur með okkur. Ég vildi óska að þú
hefðir getað séð hversu yfirvegaður
og sterkur hann hefur verið. Þvílíkt
æðruleysi við svo óhugnanlegar og
erfiðar aðstæður. Ég veit að þú
hélst verndarhendi yfir honum.
Benedikt og Kristín Edda hafa
staðið sig ótrúlega vel eftir að hafa
mátt þola að bíða í óvissu og síðan
að meðtaka sorgarfréttina. Ég veit
að þú ert þeim stoð og stytta í sorg-
inni.
Elsku Dóra mín, þín er sárt sakn-
að. Sagt er að tárin lækni sárin og
tíminn deyfi sársaukann, en örin
sitja eftir. Minningin um þig mun
haldast með okkur um ókomna tíð
og við vitum að þú munt vaka yfir
okkur og halda yfir okkur vernd-
arhendi eins og þú gerðir með litla
strákinn okkar. Elsku Dóra mín, við
áttum saman ómetanlegar samveru-
stundir á liðnum árum, áttum sam-
an 3 yndisleg börn og þar af eitt
endurheimt. Betri lífsförunaut er
ekki hægt að hugsa sér. Þakka þér
fyrir öll árin sem eru samt allt of fá,
en frábærar minningar munu lifa
með okkur um aldur og ævi. Engin
orð fá lýst okkar söknuði en ég veit
að þú ert á góðum stað og við mun-
um hittast aftur þó að síðar verði.
Guð blessi þig, ástar- og sakn-
aðarkveðjur.
Kristján, börn og Tinna.
Kveðja til mömmu frá Gunnari
Leiddu mína litlu hendi,
ljúfi Jesús, þér ég sendi
bæn frá mínu brjósti sjáðu,
blíði Jesús, að mér gáðu.
Hafðu gát á hjarta mínu,
halt mér fast í spori þínu,
að ég fari aldrei frá þér,
alltaf, Jesús, vertu hjá mér.
Um þig alltaf sál mín syngi
sérhvern dag, þó eitthvað þyngi.
Gef ég verði góða barnið,
geisli þinn á kalda hjarnið.
(Ásmundur Eiríksson.)
Kristján Gunnarsson og
Gunnar Kristjánsson.
„Það syrtir að er sumir kveðja.“
Að kveðja barnið sitt sem svo
skyndilega er hrifsað burt er ólýs-
anleg sorg. Helgarferð í góðra vina
hópi, bjartur fallegur vetrardagur.
Allt í einu er allt búið, fegursta rósin
er fallin. Hún var gegnheill gim-
steinn sem sendi frá sér kærleika. Á
þessari kveðjustund er okkur orða
vant.
En ljósið í myrkrinu er litla hetj-
an sem bjargað var úr djúpi jökuls-
ins. Einhver verndaði litla drenginn
sem lá klemmdur í niðamyrkri í jök-
ulsprungunni. Hann efaðist aldrei
um að björgun bærist og því náði
óttinn aldrei tökum á honum, þrátt
fyrir þessar skelfilegu aðstæður.
Verðum við því ekki að treysta orð-
um Matthíasar Jochumssonar þar
sem hann segir:
„Og gef því ei slysin guði að sök,
því guð er sjálfur í hverri vök.“
Gunnar og systkini hans eru alin
upp í ást og öryggi af frábærum for-
eldrum. Dóra var einstök móðir,
eiginkona dóttir og systir. Hún var
traustur og fórnfús vinur. Systkin-
um sínum var hún skjólið sem hægt
var að leita í þegar boðaföll lífsins
skullu á þeim. Systkinabörnunum
var hún ástrík aukamamma. Hún
var styrka stoðin fjölskyldunnar
allrar. Alltaf hægt að leita til hennar
með hvað sem var.
Dóra var listræn kona og ber
heimili þeirra Kristjáns glöggt vitni
um það. Þau voru sérstaklega sam-
hent hjón, og börnunum sínum ein-
stakar fyrirmyndir.
Hún var einstök perla.
Afar fágæt perla,
skreytt fegurstu gimsteinum
sem glitraði á
og gerðu líf samferðamanna hennar
innihaldsríkara og fegurra.
Fáar perlur eru svo ríkulega búnar,
gæddar svo mörgum af dýrmætustu
gjöfum Guðs.
Hún hafði ásjónu engils
sem frá stafaði ilmur
umhyggju og vináttu,
ástar og kærleika.
Hún var farvegur kærleika Guðs,
kærleika sem ekki krafðist
endurgjalds.
Hún var vitnisburður
um bestu gjafir Guðs,
trúna, vonina, kærleikann og lífið.
Blessuð sé minning einstakrar perlu.
(Sigurbjörn Þorkelsson.)
Minning þín er ljós í lífi okkar.
Mamma og pabbi.
Elsku Dóra systir.
Ég vil ekki trúa því enn að þú
sért farin frá okkur, þetta er allt svo
skrítið og svo óraunverulegt. Maður
finnur það svo sárt núna hvað missir
okkar er mikill, og engin orð sem fá
því lýst.
Alltaf ef eitthvað mikið stóð til í
fjölskyldunni eða eitthvað bjátaði á
þá leituðu allir til þín. Þú hafðir ráð
við öllu, yfirveguð og róleg, og það
var allt eitthvað svo lítið mál í þín-
um höndum. Þú varst kletturinn í
fjölskyldunni, varst alltaf að passa
upp á alla í kringum þig.
Og þannig hafði það verið alveg
frá því við vorum krakkar, þú pass-
aðir upp á okkur Steindór bróðir,
hlaupandi á eftir okkur út um allt að
passa að við færum okkur ekki að
voða. Það hlutverk fór þér vel úr
hendi eins og öll önnur hlutverk
sem þú tókst að þér.
Þú hafðir alveg einstaklega góða
nærveru enda var heimili ykkar
Kristjáns oft á tíðum þéttsetið af
vinum og fjölskyldu. Og ekki vant-
aði kræsingarnar sem þú fram-
reiddir á mettíma, hvert sem tilefnið
var.
Ég er svo þakklát fyrir að hafa
átt þig sem systur og er rík af góð-
um minningum um þig.
Er sárasta sorg okkur mætir
og söknuður huga vorn grætir
þá líður sem leiftur úr skýjum
ljósgeisli af minningum hlýjum.
(Hallgr. J. Hallgr.)
Ég bið góðan guð að styrkja okk-
ur öll í þessari miklu sorg.
Þín systir,
Sigurbjörg.
Svo viðkvæmt er lífið sem vordagsins
blóm
er verður að hlíta þeim lögum
að beygja sig undir þann
allsherjardóm
sem ævina telur í dögum.
Við áttum hér saman svo indæla
stund
sem aldrei mér hverfur úr minni.
Og nú ertu genginn á guðanna fund
það geislar af minningu þinni.
(Friðrik Steingrímsson.)
Elsku systir, við þökkum alla þína
hjálp og umhyggju á liðnum árum.
Betri systur getur enginn óskað
sér. Þú varst gimsteinn sem enginn
gleymir. Þín minning lifi.
Steindór og börn.
Það er af veikum mætti sem við
skrifum þessar línur til minningar
um Dóru, hjartkæra tengdadóttur
okkar Gunnars, sem lét lífið í átak-
anlegu slysi laugardaginn 30. janúar
síðastliðinn. Það skiptust á von og
kvíði þennan örlagaríka laugardag
og loks ólýsanleg sorg en jafnframt
gleði og þakklæti þegar í ljós kom
að tekist hafði að bjarga Gunnari
litla, syni Dóru, fyrir kraftaverk.
Fjölskyldan stendur í eilífri þakk-
arskuld við björgunarmenn sem
lögðu sig í hættu við erfiðar að-
stæður. Einnig finnum við til með
samferðafólki Kristjáns og Dóru á
jöklinum.
Hugur okkar er í uppnámi þegar
minningar um Dóru streyma fram.
Þær eru allar á einn veg. Dóra var
vel af Guði gerð, mikil mannkosta-
kona og gædd mörgum fágætum
eiginleikum. Hún kom okkur þannig
fyrir sjónir sem glæsileg, heilsteypt,
viðmótshlý, með gott hjartalag og
einstaklega jákvæð. Hún var list-
feng og lagði alúð í heimilið sitt sem
og vinnuna. Hún var mikill dýravin-
ur og umfram allt umhyggjusöm
móðir og eiginkona. Svona mætti
lengi telja og ekki ofgert því að
þannig er henni rétt lýst. Sonur
okkar Kristján hefði ekki getað
eignast betri konu. Þau voru sam-
heldin hjón í umönnun barnanna og
áberandi þáttur í fari þeirra var
ræktarsemi við fjölskyldu og vini.
Margir eiga um sárt að binda við
sviplegt fráfall ungrar konu í blóma
lífsins. Eftir lifa eiginmaður og þrjú
börn, foreldrar og systkini Dóru. Í
sameiningu munu fjölskyldurnar
vaka yfir velferð barnanna og föð-
urins, hlúa að þeim eftir fremsta
mætti og reyna að græða sárustu
sorgina.
Með hinstu kveðju til þín, elsku
Dóra, fylgir þetta ljóð Guðrúnar Jó-
hannsdóttur frá Brautarholti:
Við burtför þína er sorgin sár
af söknuði hjörtun blæða.
En horft skal í gegnum tregatár
í tilbeiðslu á Drottin hæða
og fela honum um ævi ár
undina dýpstu að græða.
Kristín Edda og Gunnar.
Elsku Dóra mín.
Á svo óskiljanlegan hátt ertu far-
in frá okkur, fallega, sterka kona
með blik í augum og hláturinn stutt
undan. Með ástúð og hlýju hefurðu
mætt fólki á lífsleiðinni og þú átt
stað í hjarta okkar sem alltaf mun
vera.
Þú hélst verndarhendi yfir syni
þínum og munt gera það áfram.
Þinn hlýi faðmur umvafði fjölskyld-
una þína og gerir enn. Þú veitir
þeim styrk í sorginni.
Elsku bróðir minn.
Ekkert á lífsleiðinni hefur búið
þig undir þennan missi. Eða þetta
kraftaverk. Litli sonur þinn sem var
næstum farinn líka er gjöfin þín. Í
vanmætti þínum hefur þú þegar
fundið styrk sem þú vissir ekki að
þú ættir. Og þú munt finna meiri
styrk er fram líða stundir einmitt
þegar vonin virðist á þrotum.
Elsku Benni, Kristín Edda og
Gunnar.
Engin orð geta lýst því sem burtu
frá ykkur hefur verið tekið. En ástin
innra með ykkur sem mamma ykkar
hlúði að og nærði mun búa með ykk-
ur allt ykkar líf. Hún bugar ekki
heldur styrkir í óendanleik sínum.
Ég get ekkert annað gert en að
biðja fyrir öllum þeim er hafa misst
svo mikið. Elsku Þórey, Benedikt,
Silla og Steindór, megi Guð veita
ykkur styrk í sorginni. Drottinn gef-
ur og Drottinn tekur og við eigum
engin svör. Við sitjum eftir með
okkar eigið líf vitandi hve erfitt það
er, hve brothætt það er, hve dásam-
legt það er.
Með djúpu þakklæti til samferða-
fólkins á jöklinum og björgunar-
manna.
Guðrún Edda.
Laugardagurinn 30. janúar líður
okkur seint úr minni. Ótímabært
andlát Dóru, svo ósanngjarnt og
sárt. Eftir sitjum við sorgmædd og
ráðþrota yfir því að hún var kölluð
burt svona fljótt frá eiginmanni og
börnum. Guð hefur ætlað henni ann-
að hlutverk á öðrum stað. Ljósið í
myrkrinu er Gunnar litli sem bjarg-
aðist svo farsællega. Þar hefur Dóra
umvafið hann sínum verndarvæng.
Dóra var einstaklega falleg, ljúf,
hlý og einlæg sem vildi allt fyrir alla
gera. Það var alltaf svo gott að vera
í návist hennar, svo glaðlegrar og
jákvæðrar. Hún var börnunum sín-
um afar góð móðir og bar mikla um-
hyggju fyrir þeim. Allir hennar
góðu eiginleikar endurspeglast í
börnunum sem munu bera vitnis-
burð hennar um ókomna tíð. Við er-
um sannfærð um að börnin munu
upplifa sína framtíðardrauma sem
hún lagði svo traustan grunn að.
Dóra hafði sérstakt lag á að gera
heimilið notalegt. Hún hafði auga
fyrir því sem var fallegt og henni
tókst svo einstaklega vel að skapa
hlýleika svo eftir var tekið. Það
sama á við um garðinn, hann fékk
líka á sig þennan hlýlega blæ. Dóru
var margt til lista lagt, hún átti svo
auðvelt með að skapa fallega hluti.
Það rifjast upp margar samveru-
stundirnar með Dóru, Kristjáni og
börnunum, allar ánægjulegu heim-
sóknirnar og ferðirnar. Það var allt-
af svo yndislegt að heimsækja Dóru
og Kristján. Alltaf var hægt að kíkja
inn þegar farið var í gönguferðir og
það var gulrótin til að fá stelpurnar
okkar með í þær. Þessar ljúfu sam-
verustundir með henni munu aldrei
líða okkur úr minni.
Elsku Dóra, þín er svo sárt sakn-
að. Við þökkum þér fyrir að vera sú
sem þú varst. Trygglynd og ljúf.
Þolinmóð og skilningsrík. Yndisleg-
ur ferðafélagi á lífsins leið.
Elsku Kristján, Benedikt, Kristín
Edda og Gunnar, Þórey og Bene-
dikt, Silla og Breki, Steindór og
börn. Megi guð styrkja ykkur í
sorginni.
Skafti, Súsanna, Berglind
Björk, Birta Dögg og
Ásdís Hrund.
Elsku Dóra, það er skrítið að sitja
hér og setja þessi orð á blað. Það er
svo erfitt að trúa því að þú sért farin
og við eigum ekki eftir að hitta þig
aftur. Að þér hafi verið kippt burt
án nokkurs fyrirvara frá fjölskyldu
þinni og vinum. Fallegur dagur á
jöklinum breyttist skyndilega í mar-
tröð.
Mörg minningabrot koma fram í
hugann – fyrsta minningin um þig
er þegar tvær litlar níu ára stelpur
kynntust. Við vorum að koma úr
skólanum á leið inn í skólabílinn
þegar ég spurði þig hvort við ættum
að vera vinkonur. Þú sagðir já og
við höfum verið vinkonur alla tíð síð-
an. Við gerðum margt saman, fórum
í skólaleik, út í leiki og á skíði svo
eitthvað sé nefnt. Það er skrítið að
geta ekki rifjað aftur upp með þér
þegar við ætluðum í Skálafell tæp-
lega tvítugar. Það var svo mikil
hálka á veginum að þú varst alltaf
úti að ýta. Við hlógum oft að því að
þú hefðir hlaupið langleiðina í
Skálafell en svo þurftum við að snúa
við áður en við komumst alla leið
þar sem búið var að loka vegna
ófærðar.
Ég var fyrst í vinkonuhópnum til
að eignast barn og naut ég góðs af
því hvað pössun varðar. Þú passaðir
oft eldri dóttur mína fyrst eftir að
ég byrjaði að vinna þegar hún var
tæplega eins árs. Oft höfum við
hlegið að því þegar þú varst að
passa og ætlaðir að nota tækifærið
og bjóða Kristjáni í mat þar sem þið
höfðuð húsið fyrir ykkur en sú litla
var nú ekkert á því. Henni leist ekki
á að hleypa þessum karli inn – vildi
bara hafa þig í friði og hrakti Krist-
ján burt með háværum gráti. Krist-
ján fór og keypti sér pylsu og hætti
sér ekki aftur til baka fyrr en litla
daman var sofnuð. Tilraun dóttur
minnar til að stía ykkur í sundur
tókst sem betur fer ekki og tveimur
árum seinna voruð þið búin að eign-
ast Benedikt. Síðan komu Kristín
Edda og Gunnar. Þið Kristján voruð
einstaklega samhent og góð hjón og
voruð búin að búa ykkur og börn-
unum fallegt og hlýlegt heimili í
Brekkubyggðinni, þangað sem alltaf
hefur verið svo notalegt að koma.
Það verður stórt skarð í vinkonu-
hópnum sem ekki verður fyllt. Ég á
eftir að sakna þín mikið Dóra mín.
Elsku Þórey, Benedikt, Silla,
Steindór, Kristján, Benedikt, Krist-
ín Edda og Gunnar, missir ykkar er
mikill og bið ég um styrk handa
ykkur í þessari miklu sorg.
Hvíl í friði kæra vinkona,
Karen.
Halldóra
Benediktsdóttir