Morgunblaðið - 12.02.2010, Síða 32
32 Minningar
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. FEBRÚAR 2010
Með Steingrími er
fallinn frá einn ástsæl-
asti leiðtogi þjóðarinn-
ar. Það er að bera í
bakkafullan lækinn að telja upp öll
þau afrek sem honum auðnaðist að
vinna á stjórnmálatíð sinni, bæði
sem leiðtogi þjóðarinnar og Fram-
sóknarflokksins. Þó vil ég sérstak-
lega tiltaka þátt hans í að koma á
þjóðarsáttinni svokölluðu sem lagði
grunn að löngu og farsælu velferð-
arskeiði á Íslandi. Margir hafa viljað
eigna sér hlut í þessari þjóðarsátt,
en hlutur Steingríms í henni var af-
gerandi og skipti öllu máli. Það var
einmitt einkennandi fyrir Steingrím
hversu auðvelt hann átti með að
sætta ólík sjónarmið.
Manngildi ofar auðgildi voru ein-
kennisorð Steingríms og hann lagði
mikla áherslu á jöfnuð. Steingrími
kynntist ég hratt og örugglega ef
svo má að orði komast. Það var árið
1990 þegar ég varð bæði bæjar-
fulltrúi og stuttu síðar formaður
Sambands ungra framsóknarmanna
(SUF). Þá var Steingrímur formað-
ur flokksins og því tilhlýðilegt að
nýr formaður SUF færi á öll kjör-
dæmisþing framsóknarmanna í
fylgd formannsins. Margar slíkar
ferðir voru eftirminnilegar, s.s. þeg-
ar formaðurinn ók okkur austur fyr-
ir fjall í blindþoku til að ná á kjör-
dæmisþing á Suðurlandi. Ekki sáust
handa skil í þokunni, en Steingrím-
ur var einbeittur og kom okkur á
þingið á réttum tíma og heilum. Á
þessu þingum hélt hann stórsnjallar
ræður og furðaði ég mig ávallt á því
hvernig hann gat haldið uppi dampi
í löngum, öflugum og innihaldsrík-
um ræðum, án þess að þurfa að líta
á blað í nokkurt einasta skipti. Ekki
grunaði mig þá að ég ætti eftir að
taka við kyndlinum af Steingrími
fyrir hönd flokksins í kjördæminu.
Steingrímur var ávallt í góðum
tengslum við flokksmenn þótt hann
hefði látið af formennsku og lét ekki
sitt eftir liggja í kosningabaráttu
eða öðrum stórviðburðum í flokks-
starfinu. Nú síðast í alþingiskosn-
ingunum í fyrravor var hann á
framboðslista okkar, í heiðurssæti
og mætti galvaskur til leiks þrátt
fyrir veikindi. Veitti hann okkur
ávallt innblástur með nærveru sinni.
Steingrímur var mjög stoltur
þegar Guðmundur, sonur hans, tók
sæti á Alþingi fyrir hönd framsókn-
armanna. Orðatiltækið sjaldan fell-
ur eplið langt frá eikinni á vel við
um þá feðga, enda minnir Guð-
mundur oft ótrúlega mikið á Stein-
grím á sínum yngri árum. Stein-
grímur var þeirrar gæfu aðnjótandi
að eiga góðan maka, hana Eddu,
sem stóð ávallt við hlið hans í blíðu
og stríðu. Virðing þeirra beggja
hvors fyrir öðru fór ekki fram hjá
neinum sem til þeirra þekktu. Þau
voru höfðingjar heim að sækja og
voru ávallt reiðubúin að taka á móti
flokksmönnum á heimili sínu. Nú
þegar komið er að leiðarlokum vil
ég þakka Steingrími fyrir að hafa
gefið svo mikið af sér fyrir al-
mannaheill. Hann lét aldrei deigan
síga og unni þjóð sinni og landi svo
heitt að störf í þjóðarþágu mótuðu
allt hans lífshlaup. Ég votta Eddu,
börnum, barnabörnum og öðrum
ættingjum og vinum mína dýpstu
samúð. Guð blessi minningu Stein-
gríms Hermannssonar.
Siv Friðleifsdóttir.
„Ertu móður“? spurði nýi utan-
ríkisráðherrann mig glettnislega
þegar við lukum stigagöngunni upp
Steingrímur
Hermannsson
✝ Steingrímur Her-mannsson fæddist
í Reykjavík 22. júní
1928. Hann lést á
heimili sínu í Máva-
nesi í Garðabæ 1.
febrúar 2010.
Útför Steingríms
fór fram frá Dóm-
kirkjunni í Reykjavík
9. febrúar 2010.
á efstu hæð ráðuneyt-
isins í lögreglustöð-
inni við Hverfisgötu
skömmu eftir að hann
kom til starfa. Ég bar
mig mannalega, en
var fullljóst að ég
hefði gott af því að
fylgja fordæmi hans
og ganga oftar upp
stigann og sniðganga
lyftuna. Nokkrum
dögum síðar færði
hann mér litla bók um
heilsurækt og heil-
brigt mataræði sem
ég tók sem mark um umhyggju í
minn garð og leitaðist við um of
stuttan tíma að fylgja.
Steingrímur Hermannsson nálg-
aðist starf sitt sem utanríkisráð-
herra af kostgæfni. Hann lét sér
annt um góða stjórnun ráðuneyt-
isins og sinnti störfum sínum af ná-
kvæmni, ábyrgð og fyrirhyggju þar
sem hann skoraðist hvergi undan
forystu þótt oft væri við erfið við-
fangsefni að glíma. Starf mitt sem
skrifstofustjóri ráðuneytisins og yf-
irmaður alþjóðadeildar þess kallaði
á náin dagleg samskipti þar sem á
stundum þurfti að marka stefnu í
alþjóðamálum sem ekki var sjálf-
gefið að væri í samræmi við stefnu
ýmissa bandalagsþjóða okkar svo
sem gagnvart Ísrael, gamalli vina-
þjóð sem Steingrímur taldi koma
afar illa fram gagnvart Palestínu-
mönnum. Hann fylgdi sannfæringu
sinni vel eftir í samtölum við sendi-
herra Ísrael og lagði fyrir að und-
irritaður léti ekki sitt eftir liggja.
Tæpum áratug síðar fól Matthías
Á. Mathiesen, utanríkisráðherra,
okkur Jóni Hákoni Magnússyni um-
sjón með framkvæmd þeirra þátta
sem sneri að þjónustu við erlent
fjölmiðlafólk sem fjallaði um leið-
togafundinn í Reykjavík 1986. Afar
skammur tími var til undirbúnings
og Steingrímur, sem þá var for-
sætisráðherra, leiddi þetta áhlaups-
verkefni okkar Íslendinga sköru-
lega svo land og þjóð hafði mikinn
sóma af og góða kynningu.
Mér er minnistætt hversu
skemmtilega hann svaraði frétta-
hauki CBS-sjónvarpsstöðvarinnar,
Dan Rather, sem í beinni útsend-
ingu spurði í lokin hvort hann tryði
á álfa og huldufólk eins og hann
hefði heyrt að margir Íslendingar
gerðu. Steingrími vafðist ekki tunga
um tönn og svaraði því til að amma
hans hefði nú gert það og líklega
væri best að fylgja fordæmi hennar.
Svarið batt enda á þetta góða viðtal.
Það er bjart yfir minningunni um
samstarfið við Steingrím sem þró-
aðist til góðrar vináttu við þau hjón-
in. Steingrímur átti tvisvar á ári er-
indi til Washington, D.C. þar sem
hann sat í stjórn framtíðarstofn-
unar sem fjallaði um alþjóðamál og
var um tíma stjórnarformaður fyrir.
Á árunum 2002 – 2006 átti ég sem
sendiherra þess kost að kynnast
samstarfsmönnum hans þar og
finna hversu mikils þeir mátu fram-
lag hans og forystuhæfileika. Þess-
ar samverustundir á erlendri grund
voru ævinlega ánægjulegar og lifa í
minningunni um einlægan, hrein-
skiptinn og góðan mann.
Við hjónin vottum Eddu og fjöl-
skyldunni innilega samúð okkar.
Helgi Ágústsson.
Steingrímur og móðir mín voru
systkini og voru samrýnd sem börn,
enda aðeins eitt ár á milli þeirra.
Minningar um Steingrím, ekki síst
um hann ungan, eru gjarnan um
hversu kraftmikill og fyrirferðar-
mikill hann var. Hann sagði reynd-
ar frá því sjálfur í ævisögu sinni að
hann hefði dregið móður mína á
hárinu um Ráðherrabústaðinn og
lét sig þá ekki endilega varða hvort
mamma hefði verið sátt við þann
ferðamáta. Þetta voru bernskubrek,
en samt honum lík. Alltaf á fleygi-
ferð. Þessi einbeitti kraftur, sem
kom fram í æsku, einkenndi hann
með einum eða öðrum hætti alla tíð.
Ég minnist Steingríms einkum
fyrir eitt; óþrjótandi lífsþrótt. Þeg-
ar ég var á barns- og unglingsaldri
heyrði ég gjarnan sögur af lygilegu
úthaldi og þreki hans, oft úr fram-
boðsferðum á Vestfjörðum. Þessum
vilja og þessum þrótti fékk ég að
kynnast nú síðustu árin þegar
Steingrímur barðist jöfnum hönd-
um við tvo illvíga sjúkdóma. Nýlegt
atvik frá Kletti rifjast upp. Niður
við Reykjadalsá er girðing og yfir
þá girðingu lágu maukfúnar tröpp-
ur. Leið okkar lá yfir þessar tröpp-
ur sem reyndust Steingrími vægast
sagt ekki auðveldar yfirferðar. En
það var ekki um það að ræða að ég
mætti svo mikið sem snerta hann til
þess að auðvelda honum klifrið, sem
var honum í reynd stórhættulegt.
Að fá ofurlitla aðstoð, þó ekki væri
nema við fáránlegt klifur, jafngilti
því í hans huga að viðurkenna að
sjúkdómurinn hefði náð tökum. Það
var óhugsandi. Reyndar gekk hann
lengra, reif tröppurnar í burt, og
smíðaði forláta hlið í staðinn úr
timbri úr skóginum.
Skógrækt, smíðar og aðrar fram-
kvæmdir á Kletti voru honum mikill
innblástur. Hann hætti aldrei. Allt-
af kominn í gallann og út að ham-
ast. Fólk á besta aldri hristi höf-
uðið: Ætlar hann aldrei að slaka á?
Annað var eftir því. Þó hreyfigetan
væri orðin verulega takmörkuð fór
hann á skíði til Austurríkis. Nokkru
síðar, á tvísýnu tímabili í sjúkdóms-
glímunni, heyrði ég af honum í Int-
ersport að kaupa klifurvél. Nú í
haust dreif hann sig til Spánar í
golf. Jafnvel þegar verulega var
farið að halla undan fæti síðla
hausts, og hann hefði átt að vera í
návígi við sjúkrahús, fór hann á
rjúpnaveiðar í Ísafjarðardjúp. Um
það leyti hitti ég 100 ára gamla
tengdamóður hans, Hlíf Böðvars-
dóttur, sem hristi bara höfuðið yfir
því að það væri alveg borin von að
koma tengdasyninum í skilning um
að kannski væri ráðlegt að fara að-
eins hægar. Og viku fyrir andlátið
reif hann sig upp að Kletti að ná í
viðarboli fyrir panel. Lenti í slarki
við að ná kerru upp á veg. Það þótti
honum ekki leiðinlegt og glotti alla
leið í bæinn.
Framundir það síðasta reif hann
sig fram úr á hverjum morgni og
stundaði líkamsrækt og smíðar og
var stöðugt að gera áform um verk
sem þyrfti að vinna. Í glímu við tvo
illvíga sjúkdóma virðist sem í hans
huga hafi það aldrei komið til
greina að svo mikið sem leggjast
fyrir. Lífsþrótturinn og lífsviljinn
virtist alveg takmarkalaus.
Fyrir mína hönd og fjölskyldu
minnar færi ég fjölskyldu Stein-
gríms innilegar samúðarkveðjur.
Dagfinnur Sveinbjörnsson.
Steingrímur Hermannsson, frv.
forsætisráðherra, er látinn, 81 árs
að aldri. Með honum er fallinn í val-
inn mikilhæfur maður, leiðtogi og
æskuvinur.
Við lát hans koma í hugann ótal
svipmyndir frá liðnum áratugum:
leikir og íþróttir á Landakotstúni
og Hávallagötu, störf í Röskum
Drengjum, bíltúrar á R-25, námsár
við tækniháskólann í Chicago og líf
„Íslendinganýlendunnar“ þar, störf
við byggingu Áburðarverksmiðj-
unnar og gangsetningu hennar, há-
lendisferðir á R-3030, laxveiði í
Grímsá, silungsveiði í Reykjadalsá
og dvöl á Kletti, húsbygging á
Laugarásveginum, bridsspil og
þannig mætti lengi rifja upp minn-
ingar sem ylja á þessari stundu. En
það er þó minningin um manninn
sjálfan og hans miklu mannkosti
sem er sterkust.
Steingrímur var fæddur foringi.
Kom þetta snemma í ljós er hann
varð formaður okkar Röskra
Drengja og á menntaskólaárunum
var hann í forystu síns árgangs sem
Inspector. Seinna gegndi hann for-
mennsku í Surtseyjarfélaginu í ára-
tugi og svo að lokum formennsku í
Framsóknarflokknum með miklum
glæsibrag. Annars stóð hugur hans
ekki til stjórnmálastarfa fyrsta
hluta starfsævinnar, en enginn má
sköpum renna. Hann var í áhuga-
verðu starfi sem framkvæmdastjóri
Rannsóknaráðs ríkisins er hann var
kallaður til forystu í ungliðahreyf-
ingu Framsóknarflokksins og þar
með var teningunum kastað. Hann
var síðan kosinn á þing fyrir Vest-
firði 1971 og gegndi þingmennsku
til 1994. Var hann tvisvar forsæt-
isáðherra á þessu tímabili auk ann-
arra ráðherraembætta. Stjórnmál
áttu vel við Steingrím. Naut hann
þar áreiðanlega uppeldisins í Ráð-
herrabústaðnum og áhrifa frá föður
sínum, Hermanni Jónassyni, en
þeir feðgar voru mjög samrýmdir
og miklir félagar. Steingrímur hafði
ákveðnar skoðanir og hélt þeim fast
fram en var þó sveigjanlegur og
góður málamiðlari. Það hefur verið
sagt að stjórnmál séu list hins
mögulega á hverjum tíma. Á því
sviði var hann maður mikilla hæfi-
leika. Hann var alltaf óþvingaður og
alúðlegur í framkomu og tilgerð-
arlaus við alla enda naut hann virð-
ingar og vinsælda allrar alþýðu
manna.
Steingrímur unni Íslandi og nátt-
úru þess og var mikill útivistarmað-
ur. Á yngri árum vann hann að
fyrstu stóriðjuframkvæmdum á Ís-
landi sem byggðust á beislun vatns-
orku landsins en þegar honum
fannst keyra úr hófi í þeim efnum
hikaði hann ekki við að aðvara þjóð
sína og benda á að fara þyrfti var-
lega með náttúruna. Þá var hann og
eindreginn andstæðingur inngöngu
Íslands í Evrópusambandið með til-
heyrandi skerðingu á fullveldi
landsins. Hann studdi Landvernd
og Heimssýn dyggilega.
Að lokum sendi ég Eddu og börn-
um hans öllum mínar innilegustu
samúðarkveðjur. Minningin um
mikilhæfan mann mun lifa og hans
er gott að minnast.
Runólfur Þórðarson.
Mannlífið hefur sinn gang, það
tekur og það gefur og allir verða að
lúta því. Bekkjarbróðir minn og
aldavinur er nú horfinn sjónum og
er sárt til þess að hugsa. Stein-
grímur Hermannsson hefur víða
látið að sér kveða og mörgu komið
til leiðar til hagsbóta fyrir land og
lýð. Það er ekki ofmælt að hann
hafi verið einn af áhrifamestu for-
ingjum þjóðarinnar í stjórnmála-
baráttu á síðustu þremur áratugum
liðinnar aldar. Mér segir líka svo
hugur þegar grannt er skoðað að
hann hafi verið einna farsælastur
þeirra stjórnmálaforingja, sem
stóðu í orrahríðinni miðri á þeim
tímum.
Við Steingrímur vorum jafnaldra
og sex vetur samfleytt sessunautar
í Menntaskólanum í Reykjavík. Tvö
sumur lögðum við veg um Vatns-
skarð og vorum eitt sumar á síld
eða við síldarvinnslu á Siglufirði.
Öðru hverju vorum við spilafélagar
þar til yfir lauk.
Hér gefst ekki rými til að bregða
upp svipmyndum af einstökum
löngu liðnum atvikum en lítið eitt
skal sagt frá Steingrími skólaár-
anna. Hann var snemma mikill
maður fyrir sér svo að hann dró
ósjálfrátt að sér athygli nær-
staddra, hvort sem hann varpaði
kúlu á lóð skólans eða mælti á sal.
Forsjónin var Steingrími gjöful
og gaf honum afl og vit í ríkum
mæli eins og til háttar með höfð-
ingja í fornum sögum. Hann hafði
bæði metnað og dug til að leggja
rækt við þessa eðlisþætti. Hann
efldi krafta sína með þrekraunum
og hvers kyns íþróttum, sem of
langt yrði að gera grein fyrir. Þessu
sinnti hann af alúð, skipulega og
markvisst alla sína skólatíð, mældi
og vó og árangurinn lét ekki á sér
standa.
Steingrímur var mikið mannsefni
og félagslyndur, vel liðinn, einlægur
í viðmóti og orðheldinn. Hann lærði
að treysta öðrum og hlaut sjálfur
traust og trúnað. Af þessu má ráða
að Steingrímur var miklum hæfi-
leikum búinn. Foringjaefnið var í
mótun. Af þessum mannkostum
leiddi að Steingrímur var í sjötta
bekk kjörinn inspector scholae.
Stúdentaárgangurinn ’48 hefur með
þökkum notið leiðsagnar hans og
forystu allar götur til þessa dags.
Vart þarf að taka fram að sam-
band Steingríms og árgangs ’48
hefur ætíð verið með miklum ágæt-
um, enda hvílir það á traustum
stoðum vináttunnar.
MR hefur löngum verið akur vin-
skapar. Í merkri þriggja binda ævi-
sögu sinni víkur Steingrímur að vin-
áttunni á þann hátt að árgangur ’48
kemst við: „Í Menntaskólanum
eignaðist ég mína bestu vini … það
er undarlegt til þess að hugsa að
vinabönd úr æskunni og frá þessum
árum hafa reynst mun traustari en
allur vinskapur frá stjórnmálaferli
mínum samanlögðum. Þessir fé-
lagar mínir urðu sannkallaðir vinir
fyrir lífstíð“ (I, 99).
Árgangurinn ’48 saknar nú vinar
í stað, leiðtogans sem áratugum
saman greiddi götu hans til minn-
isstæðra mannfagnaða og ferðalaga
bæði innanlands og utan. Við skóla-
systkinin sendum Eddu og fjöl-
skyldu hennar innilegar samúðar-
kveðjur.
Bjarni Guðnason.
Með Steingrími Hermannssyni er
fallinn frá einn litríkasti stjórnmála-
maður síðari ára. Hann var eft-
irminnilegur foringi okkar fram-
sóknarmanna, og sérstaklega
minnisstæður okkur sem áttum
samleið með honum á Alþingi og í
flokksstarfinu um árabil.
Um það leyti sem ég kom fyrst
inn á Alþingi, sem varamaður, var
Steingrímur að taka við for-
mennsku í Framsóknarflokknum af
Ólafi Jóhannessyni, þeim trausta og
eftirminnilega foringja. Stíll þeirra
var ólíkur, enda fóru nú breyttir
tímar í hönd í stjórnmálum. Ekki
var langt í hina miklu fjölmiðlabylt-
ingu hér á landi sem gjörbreytti
starfsumhverfi stjórnmálamanna.
Þegar litið er til baka má segja
að Steingrímur hafi farið í gegn um
þessar breytingar eins og fiskur í
vatni. Persónuleiki hans var þannig.
Aðgengi fjölmiðla að honum var
gott, hvaða stöðu sem hann gegndi,
og hann var einlægur og hreinskil-
inn í viðtölum. Hann var forkur til
vinnu og vel skipulagður og kom
verkfræðimenntunin honum þar til
góða. Hann gat skipulagt störf sín
þannig að eiga afgangs tíma til þess
að létta sér upp við útivist eða
smíðar og hvíla hugann þannig frá
átökum daganna. Hann var lipur í
samskiptum og laginn samninga-
maður. Á góðum stundum gat hann
kastað af sér amstri hversdagsins
og farið í strákslega leiki með okk-
ur samþingsmönnum sínum, farið í
sjómann eða keppt í því hver gat
kastað símastaurum lengst. Úr
gömlum símastaurum var hann að
smíða bjálkahús sem átti að þjóna
sem gufubað uppi á Kletti í Borg-
arfirði þar sem fjölskyldan átti
sælureit.
Þingflokkurinn stóð fast að baki
honum. Á því var ein undantekning
í upphafi tíunda áratugarins þegar
fjallað var um EES-samninginn,
þegar skildi leiðir og hluti þing-
flokksins sat hjá. Þennan aðskilnað
tók hann nær sér en við áttuðum
okkur þá á. Afstaða okkar beindist
ekki gegn hans persónu að neinu
leyti.
Steingrímur sat um árabil á frið-
arstóli eftir að hann hvarf úr ráð-
herradómi og þingstörfum. Við
þessi þáttaskil eru mér efst í huga
þakkir fyrir samstarfið fyrr og síð-
ar. Ekki síst vil ég minnast þess
þegar ég var kominn í heilbrigð-
isráðuneytið og fundum okkar bar
saman hve vinsamlegur hann var og
talaði jákvætt um störf mín þar.
Það var hvetjandi og uppörvandi.
Steingrímur var mikill fjölskyldu-
maður og Edda Guðmundsdóttir
kona hans og fjölskyldan var hon-
um sá trausti bakhjarl sem nauð-
synlegur er í þeim vindum sem
fylgja forustu í stjórnmálum. Við
Margrét sendum henni og fjölskyld-
unni allri innilegar samúðarkveðjur.
Jón Kristjánsson.
Náin samfylgd með Steingrími til
margra ára hefur bæði verið lær-
dómsrík og gefandi. Hann lét sig
margt varða á viðburðaríkri ævi,
var vel liðinn sem yfirmaður á
vinnustað, árrisull, nákvæmur, ein-
lægur og úrræðagóður. Afar auð-