Morgunblaðið - 12.02.2010, Page 39

Morgunblaðið - 12.02.2010, Page 39
Þjóðmenningarhúsið – The Culture House National Centre for Cultural Heritage Hverfisgötu 15 · 101 Reykjavík Sími 545 1400 · www.thjodmenning.is Sýningar · leiðsögn · verslun Opið daglega kl. 11.00 – 17.00 Aðrar sýningar: Póstkortaár, Flora Islandica, Handritin. Leiðsögn án endurgjalds í boði fyrir skólahópa. Veitingar á virkum dögum. SÝNINGAR Á ÖLLUM HÆÐUM © B LU E E Y E S P R O D U C TI O N S Sýningin ÍSLAND :: KVIKMYNDIR framlengd til hausts! 100 íslenskar kvikmyndir frá 1904- 2009 í fullri lengd auk myndbrota úr völdum myndum á skjám, sjá thjodmenning.is ÓÞEKKTUR HÖFUNDUR. Gestir geta endurraðað íslenskri hugsun liðinna alda að eigin skapi með orðum úr hundruðum lausavísna óþekktra höfunda. Dagskrárgerð: Þorvaldur Þorsteinsson myndlistarmaður og rithöfundur. Bókasalur kl. 19-24 ÍSLENDINGAR Sýning Sigurgeirs Sigurjónssonar og Unnar Jökulsdóttur á ljósmyndum úr samnefndri bók. Unnur skrafar við gesti á sýningunni milli kl. 21 og 22 og leikur með vinkonum á harmónikku. ÍSLAND :: KVIKMYNDIR 1904-2009 11. skjárinn – Frumsýning 100 kvikmyndir í fullri lengd og nýr skjár með myndbrotum úr The Good Heart, Sólskinsdreng, Sveitabrúðkaupi og Brúðgumanum. VÍNBAR og von er á gestum úr kvikmynda- geiranum. Í samstarfi við Kvikmyndamiðstöð Íslands. Kl. 19-24. ÓLÖF ARNALDS Sólótónleikar í Bókasal kl. 22:30-23:15. SAFNANÓTT 12. FEBRÚAR KL. 19-24 Ókeypis á Safnanótt – Allir velkomnir! – Safnanæturleikur – Veitingasala Menning 39 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. FEBRÚAR 2010 Eftir Árna Matthíasson arnim@mbl.is VETRARJAZZHÁTÍÐ í Reykjavík stendur nú sem hæst og meðal atriða eru tónleikar Sigurðar Flosasonar í Þjóðmenningarhúsinu sunnudaginn 14. febrúar þar sem hann kynnir diskinn Það sem hverfur. Á honum eru lög Sigurðar við ljóð Aðalsteins Ásbergs Sigurðssonar úr ljóða- og ljósmyndabókinni Eyðibýli, en í þeirri bók yrkir Aðalsteinn um horf- inn heim, aðskilnað, söknuð og landið sem er sífellt að breytast. Þeir Sigurður og Aðalsteinn Ás- berg hafa brallað margt saman í gegnum tíðina og Aðalsteinn segir að þessi nýjasti ávöxtur samstarfs þeirra eigi sér býsna langa sögu. „Sigurður hefur verið að semja tón- list við allmörg af ljóðunum mínum síðustu fimm árin og ég líka samið ljóð við lög eftir hann. Árið 2006 gaf Dimma út tvöfaldan disk þar sem Kristjana Stefánsdóttir söng lög Sig- urðar við texta eftir mig. Dagskrá á Jazzhátíð Í hittiðfyrra vorum við svo enn komnir með dálítið safn af lögum sem við völdum tvo söngvara til að glíma við, Ragnheiði Gröndal og Egil Ólafs- son, og settum saman dagskrá sem flutt var í Iðnó á Jazzhátíð í Reykja- vík og gekk mjög vel. Það má segja að það hafi verið einskonar framhald á samstarfi okkar eins og það birtist í disknum með Kristjönu,“ segir Að- alsteinn en bætir svo við eftir smá þögn: „… en samt allt öðruvísi.“ Eins og Aðalsteinn rekur söguna settist Sigurður aftur yfir laga- og ljóðasafnið eftir Iðnótónleikana og fannst hann komast í feitt þegar hann komst yfir bókina Eyðibýlið og samdi mörg lög við ljóð þaðan. Fyrir ári hóf- ust svo upptökur en þeir áttuðu sig fljótlega á því að þeir væru með of mikinn efnivið í höndunum. „Þegar við fórum að raða lögunum saman sáum við að eyðibýlaljóðin voru rauð- ur þráður í öllu saman svo við fórum aftur í stúdíó til að gera plötu sem byggðist bara á ljóðum úr þeirri bók.“ Allt tók þetta sinn tíma og því kom platan ekki út fyrr en í miðju plötu- flóði jólanna og ekki gafst tími til að kynna hana fyrr en núna. Gefandi samstarf Aðalsteinn Ásberg lætur vel af samstarfinu við Sigurð, segir að það sé mjög gefandi enda teygi það sig einhvern veginn í margar áttir, eins og hann orðar það. „Hann kemur mér mjög oft á óvart með það sem hann er að gera, er oft kominn með tónverk við ljóð sem ég hef aldrei hugsað mér að ættu að eftir að tengj- ast tónlist. Á móti reyni ég líka að koma honum á óvart, hef lagt fyrir hann gildrur eða próf sem hann hefur staðist. Eitt af því sem gerir þessa tónlist Sigurðar svo skemmtilega er að hún er mjög ólík því sem hann hef- ur áður gert, enda er þetta ekki hefð- bundinn djass heldur tónlist sem dansar á mörkum margra greina.“ Öðruvísi Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson og Sigurður Flosason. Dansað á mörkum margra greina Sigurður Flosason kynnir plötu með lögum við ljóð um eyðibýli Ljóðabókin Eyðibýli sem getið er um hér til hliðar kom út 2004 og var sjöunda ljóðabók Aðalsteins Ásbergs, en hann hefur líka gefið út þýðingar á ljóðum Paal-Helge Haugen, Karl-Erik Bergman, George Mackay Brown og Hal Sirowitz, átt texta á mörgum plötum og þýtt og samið fjölda söngtexta. Ljóðabækur hans eru: Ósánar lendur 1977 Förunótt 1978 Gálgafrestur 1980 Fugl 1982 Jarðljóð 1985 Draumkvæði 1992 Eyðibýli 2004 (væntanleg í aukinni útáfu) Ljóð (úrval m. tónskreyt- ingum) 2005 Hvar er tunglið? 2006 Hjartaborg 2007 Ljóð á ljóð ofan –– Meira fyrir lesendur PANTAÐU AUGLÝSINGAPLÁSS Best er að panta sem fyrst til að tryggja sér góðan stað í blaðinu! NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR: Katrín Theódórsdóttir Sími: 569 1105 kata@mbl.is . Morgunblaðið gefur út sérblað tileinkað Food and Fun matar- hátíðinni með sérlega glæsi- legri umfjöllun um mat, vín og veitingastaði laugardaginn 20.febrúar. Food and Fun verður haldið í Reykjavík í níunda skipti dagana 24.-28. feb. MEÐAL EFNIS: Umfjöllun um veitingastaðina Umfjöllun um erlendu sérfræðingana sem taka þátt Sælkerauppskriftir Lambakjöt Villibráð Sjávarfang Sætir réttir Matarmenning Íslendinga Rætt við keppendur Og fullt af öðru spennandi efni Food and Fun P NTAÐU AUGLÝSINGAPLÁSS FYRIR 16. FEBRÚR PÖNTUNARTÍMI AUGLÝSINGA: Fyrir kl. 16, þriðjudaginn 16. febrúar Morgunblaðið/Árni Sæberg

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.