Morgunblaðið - 25.02.2010, Blaðsíða 20
20
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. FEBRÚAR 2010
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/
Grikkir eru íverulegumfjárhags-
vandræðum. Það
er svo sem ekki
nýtt að þjóðir
lendi í niður-
sveiflum og þykir ekki alltaf
fréttnæmt. Íslendingar hafa
fengið sinn skammt af slíkum
þrautum og meðan atvinnu-
lífið var einhæft var náttúran
oft stærsti leikarinn á sviði
efnahagslífsins. Hafísár
gerðu okkur erfitt fyrir og
kal í túnum þjakaði bændur.
Síldin, sem verið hafði upp-
spretta auðs, hvarf eins og
það var kallað og kjör þjóð-
arinnar krepptust í kjölfarið
svo dæmi séu tekin. Nú erum
við í einni kreppunni. Fjarri
því að vera ein, en erum þó
með okkar eigin útfærslu.
Þeir sem lögðu undir sig við-
skiptalífið á Íslandi voru
ólánseintök og æði dýrkeypt.
Í kjölfarið fengum við stjórn-
völd, sem með aðgerðum sín-
um og stefnu keppast við að
festa kreppuna í sessi, veikja
hvern vaxtarsprota sem
glittir í og draga úr mönnum
þrótt og kjark.
Grikkir fengu sinn skammt
af efnahagslegum afturkipp
veraldarinnar. En þeir hafa
til viðbótar sína eigin útgáfu
af vandamálum. Þeir spenntu
bogann hátt eftir að þeir
komust á lánamarkað, sem
veitti þeim aðgang að fé eins
og þeir væru órjúfanlegur
hluti af þýsku efnahags-
maskínunni í gegnum evr-
una. En lánveitendur urðu sí-
fellt órólegri. Þeir fóru að
átta sig á að þótt myntin væri
sameiginleg var ekki sólidar-
ísk ábyrgð á skuldunum.
Reikning sem
Aþena hafði skrif-
að undir þýddi
ekki að reyna að
rukka í Berlín.
Þótt seðlabanki
svæðisins væri
kominn til Frankfurt og gæfi
þar út evrur með grísk
kennileiti á klinkinu sem þar
var dreift náði það ekki
lengra. Þeir í þeim banka
vildu ekki kannast við að þeir
væru útgefendur á grískum
víxlum. Vaxtakostnaðurinn,
sem kenningin um evruna
hafði sagt að ætti að vera
svipaður eða sambærilegur á
svæðinu öllu, fór á flug í
Grikklandi. Hann margfald-
aðist á fáeinum mánuðum, og
það dugði ekki til. Grísk rík-
isskuldabréf urðu torseljan-
leg vara. Og Grikkir, sem
höfðu trúað því að mynt-
samstarf og bandalag í
Brussel þýddi að þar væri
hjálp að fá, vöknuðu upp af
þeim draumi fremur harka-
lega. Og nú mótmæla menn á
götum hinnar sögufrægu
borgar. Og þótt háreystin sé
töluverð þá heyra ekki þeir
sem þyrftu. Þeir eru í óra-
fjarlægð. Grikkir geta ekki
beitt þeim úrræðum sem enn
er hægt að nýta hér í norðr-
inu. Þeir fá bein og hrokafull
fyrirmæli: Lækkið laun, lok-
ið velferðarstofnunum, segið
upp opinberum starfs-
mönnum, hækkið lífeyrisald-
urinn, dragið úr stuðningi við
listir og menningu og þar
fram eftir götunum. Grikkir
eiga ekki lengur leið sinnar
eigin myntar út úr vand-
anum. Valdboðið að utan er
eini kosturinn sem býðst.
Þeim var nær.
Grikklandi er
nú stjórnað með
tilskipunum norðan
úr Evrópu }
Grikkland á fáa kosti
Íslensk stjórn-mál eru stund-
um stóryrt og
stormasöm. En
það gengur víðar
töluvert á. Gordon
Brown, sem ekki
er í Íslandsvina-
félaginu, hefur fundið til te-
vatnsins að undanförnu og
ekki í þjóðlegri breskri merk-
ingu. Hann hefur verið sak-
aður um að vera eins og naut í
flagi í Downingstræti. Þar
skjálfi og nötri undirsátarnir,
enda karl illur viðureignar
þegar hann er í ham. Við
könnumst svo sem við þetta,
alræmd hryðjuverkaþjóðin.
Og nú er nágranninn, Dar-
ling fjármálaráð-
herra, sem á
heima á númer 11
búinn að segja
sitt. Hann hefði
fengið það óþveg-
ið úr númer 10
eftir að hafa upp-
lýst í október 2008 að illt væri
í efni fjármálanna, djúp
kreppa í vændum og volæði.
Þetta var ekki sá óður sem
Brown vildi heyra. „Þá voru
árásarsveitir andskotans
ræstar út gegn mér,“ sagði
fjármálaráðherrann í viðtali.
Nú fer maður loks að skilja af
hverju Jóhanna hefur ekki
lagt í Lundúnaferð til að
leysa Icesave-málið.
Breski forsætisráð-
herrann sakaður um
skapofsa, jafnt af
starfsfólki og
starfsbræðrum }
Brown slær um sig S
turla Böðvarsson segir í pistli á
Pressunni að landið sé stjórnlaust
og formenn Sjálfstæðisflokks og
Framsóknarflokks, Bjarni Bene-
diktsson og Sigmundur Davíð
Gunnlaugsson, þurfi að vera viðbúnir því að
taka við og koma þjóðarskútunni á réttan
kjöl.
Stundum er sagt að menn eigi að gæta þess
hvers þeir óska sér því ósk þeirra gæti ræst.
Þetta mætti Sturla Böðvarsson hafa í huga
þegar hann óskar þess að Bjarni og Sigmund-
ur Davíð taki við stjórn landsins. Þegar
Sturla segir í grein sinni að Bjarni sé efni í
þjóðarleiðtoga virðist sem hann sé að gefa
ímyndunarafli sínu fulllausan tauminn. Margt
gott má segja um Bjarna Benediksson en eitt
er víst og það er að leiðtogahæfileika skortir hann sárlega.
Bjarni nýtur langt í frá nægilegs trausts í eigin flokki, eins
og kannanir hafa sýnt, og þjóðin hefur heldur ekki látið
sannfærast. Fréttaflutningur af viðskiptatenglsum Bjarna
hefur ekki orðið til að styrkja stöðu hans. Jafnvel dyggir
sjálfstæðismenn ræða um alvarlegan forystuvanda.
Þegar Sigmundur Davíð var kjörinn formaður Fram-
sóknarflokksins voru miklar vonir við hann bundnar. En
fljótlega eftir formannskjörið varð gjörbreyting á Sig-
mundi. Hann hefur fest sig í dómsdagsspám og almenn-
ingur veit að þegar hann birtist á sjónvarpsskjánum er
ekki góðra tíðinda að vænta. Formaður stjórnmálaflokks
sem eingöngu segir þjóðinni vondar fréttir mun aldrei ná
hylli almennings, jafnvel þótt hann kalli bölmóð-
inn raunsæi.
Það verður engan veginn séð að Bjarni og Sig-
mundur séu mennirnir sem þjóðin kýs að láta
leiða sig út úr vandanum. Steingrímur J. Sigfús-
son hefur tekið að sér þjóðarleiðtogahlutverkið
undanfarna mánuði. Ef menn viðurkenna ekki
dugnað og þrautseigju Steingríms J. sýna þeir
einfaldlega ekki sanngirni. Um Jóhönnu Sigurð-
ardóttur má svo margt gott segja, en það er
fyrst og fremst Steingrímur J. sem hefur tekið
þá slagi sem þarf að taka. Stundum virðist hann
einn í þeirri baráttu sem segir kannski sitthvað
um ástandið innan ríkisstjórnarinnar.
Þegar litið er yfir hið pólitíska svið virðist ekki
þar að finna nýja þjóðarleiðtoga. Forystuvandi
hrjáir alla stjórnmálaflokkana í einhverjum
mæli, nema vinstri græna. Ef Steingrímur J. kýs að
hverfa úr stjórnmálum á flokkurinn varaformanninn,
Katrínu Jakobsdóttur, sem er svo geðug, heiðarleg og
sönn að það virðist ganga kraftaverki næst að hún skuli
þrífast svo óspillt í þeim drullupolli sem íslensk stjórnmál
eru.
Forystuvandi Samfylkingarinnar er engu minni en
Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Tveir karlmenn
láta sig dreyma um formennsku, Árni Páll Árnason og
Dagur B. Eggertsson. Báðir eru einstakir sérfræðingar í
því að tala lengi og mikið um ekki neitt.
Þjóðin þarf nýja leiðtoga en vandséð er hvar þá er að
finna. kolbrun@mbl.is
Kolbrún
Bergþórsdóttir
Pistill
Leit að nýjum leiðtogum
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjórar:
Davíð Oddsson Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Útgefandi:
Óskar Magnússon
Getur reynst erfitt að
manna stöður í sumar
Eftir Hlyn Orra Stefánsson
hlynurorri@mbl.is
Í
slenskum læknum og öðru
heilbrigðisstarfsfólki hafa
lengi boðist hærri laun er-
lendis. Með falli krónunnar
jókst launamunurinn, auk
þess sem óhjákvæmilegar hagræð-
ingaraðgerðir í kjölfar hruns tekju-
stofna ríkisins hafa valdið auknu álagi
á heilbrigðisstarfsfólk.
Þrátt fyrir að læknum starfandi á
Íslandi hafi fækkað um 90 á tveimur
árum, eins og greint var frá í Morg-
unblaðinu í gær, segjast aðilar innan
heilbrigðisgeirans sem rætt hefur
verið við ekki enn finna fyrir auknum
læknaskorti.
Hins vegar hafa margir áhyggjur
af því að erfiðlega muni ganga að
manna læknastörf á landsbyggðinni í
sumar. Hingað til hefur gjarnan verið
brugðið á það ráð að fá lækna af höf-
uðborgarsvæðinu til starfa á lands-
byggðinni í sumarfríum sínum. Nú
velja margir hins vegar frekar að
vinna í útlöndum í fríunum.
Kerfinu blæðir
„Ég hef ákveðnar áhyggjur af því
að einstaklingar sem eru skráðir
læknar á Íslandi fari utan í frítíma
sínum eða launalausum leyfum. Þar
með blæðir kerfinu, þótt þeir séu
áfram starfandi læknar á Íslandi,“
segir Geir Gunnlaugsson landlæknir.
Mögulega verði af þessum sökum erf-
itt að manna stöður á landsbyggðinni
í sumar.
Flókið er að segja til um hvort og
þá hversu mikið læknum starfandi
hér á landi hafi fækkað, segir land-
læknir, enda margir skráðir hér á
landi þótt þeir starfi erlendis. Fram-
undan hjá embættinu sé hins vegar
að reyna að kortleggja þróunina í
þessum efnum.
Björn Zoëga, forstjóri Landspítala
– háskólasjúkrahúss, segir að þótt
ekki sé hægt að tala um landflótta séu
læknar greinilega farnir að horfa
meira í kringum sig. „Við finnum fyr-
ir óróleika hjá vissum læknum og
finnum líka fyrir því að sumir læknar
hafa unnið í útlöndum í fríum.“
Spurn er eftir íslenskum læknum í
öðrum löndum, enda læknaskortur
víða í Evrópu og á Norðurlöndum.
Björn bendir á að ungir íslenskir
læknar myndi oft góð tengsl við
læknasamfélagið í þeim löndum þar
sem þeir dvelja til að afla sér sérhæf-
ingar. Þeir eigi því oft tiltölulega auð-
velt með að ráða sig til starfa í lönd-
um þar sem þeir bæði þekkja til og
aðrir þekkja til þeirra.
Meðvitandi um hættuna
„Við erum okkur mjög vel meðvit-
andi um að mögulega sé hætta á því
að við missum hæft fólk til útlanda,“
segir Álfheiður Ingadóttir heilbrigð-
isráðherra. Mikilvægt sé að fylgjast
eins vel og hægt er með þessum mál-
um. „En samkvæmt þeim upplýs-
ingum sem ráðuneytið hefur eru eng-
in merki enn um stórfelldan land-
flótta hjá heilbrigðisstéttum.“
Undanfarið hefur þó eitthvað borið
á því, að sögn Álfheiðar, að lækna-
nemar fari utan til sérfræðináms
strax að loknu kandídatsnámi hér
heima, frekar en að vinna í tvö til þrjú
ár eins og áður tíðkaðist. Auk þess
hefur orðið vart við að læknanemar
dvelji gjarnan lengur en áður erlend-
is vegna sérfræðináms.
Morgunblaðið/ÞÖK
Með augun opin Forstjóri LSH segist finna fyrir því að læknar horfi meira
til útlanda. Hann verður þó ekki var við landflótta úr heilbrigðisgeiranum.
Ekki virðist vera orðið vart við
læknaskort hér á landi. Þó eru
áhyggjur af því hvernig takist að
manna stöður á landsbyggðinni í
sumar, enda velja læknar að
vinna erlendis í fríum sínum.
„ÞAÐ er verið að draga úr þjón-
ustu í heilbrigðiskerfinu, sem
kemur óhjákvæmilega niður á
sjúklingum,“ segir Sigmar B.
Hauksson, formaður Astma- og of-
næmisfélagsins og stjórnarmaður í
SÍBS.
Hann segir sjúklinga nú þegar
finna fyrir fækkun heilbrigðis-
starfsfólks og almennum sam-
drætti með þrennum hætti. Í
fyrsta lagi sé orðið mun erfiðara
að fá tíma hjá lækni. „Þetta hefur
aukist greinilega undanfarnar vik-
ur.“
Í öðru lagi veldur takmörkun á
greiðsluþátttöku ríkisins kostnaði
dýrustu lyfjanna því að sjúklingar
skipta úr dýrari lyfjum yfir í ódýr-
ari. Skiptin geti reynst fólki erfið,
enda taki oft tíma að finna réttu
lyfin eða lyfjablönduna.
„Í þriðja lagi er biðin eftir að
komast í aðgerðir á spítölum
greinilega farin að lengjast.“
ÞURFA AÐ BÍÐA
LENGUR
››