Morgunblaðið - 25.02.2010, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 25.02.2010, Blaðsíða 21
21 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. FEBRÚAR 2010 Gleði Forsetahjónin heimsóttu í gær Norðlingaskóla sem hlaut Íslensku menntaverðlaunin í fyrra. Hjónin litu við í útiskólastofunni Björnslundi og virðist Dorrit hafa komið sér vel fyrir þar. Kristinn UPPBYGGING á heilsutengdri þjónustu á Ásbrú hefur vakið nokkra athygli að und- anförnu. Því vildu undirritaðir fjalla í stuttri grein um aðkomu og áhuga sveitarfélaga á Reykjanesi á verkefninu. Hugmyndin um uppbyggingu heilsuþorps á Ásbrú er byggð á nýlegri greiningu á sam- keppnishæfni svæðisins. Greiningin sýndi gríðarleg tækifæri fyrir Íslendinga til að bjóða heilbrigðisþjónustu við erlenda rík- isborgara, svonefnda heilsuferðaþjónustu. Mannauður kvenna Það kann að skjóta skökku við að þegar rætt er um atvinnusköpun komi heilbrigð- isstörf til umræðu. Við erum öllu vanari um- ræðum um „harðari“ verkefni svo sem vega- gerð og stóriðju. En íslensk heilbrigðisþjónusta er með því besta sem gerist í heiminum og við búum að miklum mannauði á þessu sviði. Þessi mannauður er reyndar sannkallaður kvenauður en á Heil- brigðisstofnun Suðurnesja starfa til dæmis 27 karlar og 187 konur. Við erum stoltir af þessum kvenauði og viljum að þær njóti fleiri tækifæra til þess að nýta sína þekk- ingu og dugnað. Ekki bara skurðaðgerðir Þó svo að í upphafi hafi verið litið til skurðstofa á HSS og nú til sjúkrahússins á Ásbrú eru skurðaðgerðirnar sjálfar í raun bara hluti þeirrar heildrænu meðferðar sem stefnt er að. Að lokinni aðgerð tekur við fjöl- breytt endurhæfing þar sem læra þarf á nýj- an lífstíl, allt frá mataræði og líkamsrækt, til sálfræðilegrar meðferðar. Þetta þekkja Ís- lendingar frá Hveragerði og Reykjalundi. Fjölbreytt uppbygging Starfsemi sjúkrahúsins styrkir grundvöll annarra aðila, og eykur líkur á því að nýir aðilar komi að uppbyggingu á Reykjanesi. Uppbyggingin veitir Keili, miðstöð vísinda, fræða og atvinnulífs, mikil tækifæri til upp- byggingar og þróunar á heilsuskóla sínum. Með starfseminni kemur á svæðið mikil þekking og þörf fyrir miðlun hennar, bæði til starfsfólks sem og beint til sjúklinganna sjálfra. Litið er til samstarfs við Bláa lónið sem hluta af aðdráttarafli Heilsuþorps með öfl- ugu samstarfi þar á milli. En þar hefur verið stunduð heilsuferðamennska um árabil í formi lækningarlindar Bláa lónsins. Sam- hliða munu svo aukast umsvif nærliggjandi þjónustufyrirtækja því litið er til þess að bæði sjúklingar og aðstandendur þeirra sæki sér afþreyingu og þjónustu í nær- umhverfinu meðan á dvöl þeirra stendur. Það er bjargföst trú okkar sem þetta skrifa að uppbygging sjúkrahúss að Ásbrú sé mikið framfaraskref fyrir Reyknesinga og landsmenn alla sem muni skila miklum ábata fyrir þjóðfélagið. Eftir Árna Sigfússon, Ásmund Friðriksson, Róbert Ragnarsson og Sigurð Val Ásbjarnarson Árni Sigfússon Höfundar eru bæjarstjórar á Reykjanesi Heilsuferðamennska – Græn stóriðja á Ásbrú Ásmundur Friðriksson Róbert Ragnarsson Sigurður Valur Ásbjarnason »Uppbygging sjúkrahúss á Ásbrú er mikið framfara- skref fyrir landsmenn alla sem mun skila miklum ábata fyrir þjóðfélagið AÐ UNDAN- FÖRNU hafa heyrst raddir um það að rétt- ast væri að breyta tímareikningi á Íslandi og seinka klukkunni um eina stund frá því sem nú er að vetri til eða jafnvel allt árið. Í grein sem geðlæknir og „áhugamaður um rétta klukku á Íslandi“ ritar í Morgunblaðið 15. febrúar er því haldið fram að núverandi skipan hafi verið ákveðin á sínum tíma „með tilliti til samstillingar við evr- ópskan tíma, og út frá við- skiptafræðilegu sjónarmiði“. Greinarhöfundur leggur út af þessu og kemst að þeirri niðurstöðu að þessi rök séu löngu úrelt. Ef við- komandi hefði kynnt sér málavexti hefði hann orðið þess vísari að það voru ekki viðskiptaleg sjónarmið sem réðu því að núgildandi lög um tímareikning voru sett árið 1968. Þetta atriði var að vísu nefnt í greinargerð með frumvarpinu, en ekki sem fyrsta röksemd heldur sú áttunda af þeim níu sem taldar voru upp. Auk þess getur röksemdin varla talist úrelt því að á síð- ari árum (síðast árið 2006) hafa komið fram tillögur á Al- þingi um að flýta klukkunni enn frekar yfir sumarið, og þá ekki síst vegna viðskiptalegra sjónarmiða. Hér mætast því andstæðar skoð- anir. Gallinn við báðar þessar tillögur er sá að flutningsmenn einblína á kosti hvorrar tillögu um sig en huga lítt að ókostunum. Ekki er unnt að stilla klukkur eftir sönnum sóltíma, og þess vegna er í rauninni ekkert sem kallast getur rétt klukka í þeim skilningi að hún fylgi sólinni. Still- ing klukkunnar er og verður ætíð málamiðlun og skoða þarf kosti og galla hverrar lausnar. Það sem ein- um finnst mikilvægt finnst öðrum litlu skipta svo að leita verður þeirr- ar niðurstöðu sem flestir geta sætt sig við. Þetta var gert við lagasetn- inguna 1968, og góð sátt ríkti um niðurstöðuna í áratugi. Nú er komin til sögunnar ný kynslóð sem þekkir ekki forsögu málsins og vill breyt- ingar, ýmist í þá átt að flýta klukk- unni eða seinka henni. Meginástæðan fyrir lagasetning- unni 1968 voru óþægindin af því að breyta klukkunni tvisvar á ári þegar skipt var milli „vetrartíma“ og „sumartíma“. Færsla klukkunnar var sífellt umkvörtunarefni sem birtist í fjölmörgum lesendabréfum til dagblaðanna. Þar sem almenn- ingur var orðinn þreyttur á þessu hringli með klukkuna eins og það var kallað, stóð valið milli þess að hætta við „sumartímann“ eða láta hann gilda allt árið. Flestir þeirra sem spurðir voru álits, þar á meðal forsvarsmenn í atvinnulífi og skól- um, vildu heldur seinni kostinn. Það sem úrslitum réð var ósk manna um lengri birtutíma eftir vinnu og meiri tíma til útivistar. En umfram allt vildu menn losna við hringlið. Íslendingar eru ekki einir um að búa við fljóta klukku. Það má glöggt sjá á yfirlitskorti sem birt er í Almanaki Háskólans. Sem dæmi má taka Rússland, Kína, Kanada og Alaska þar sem klukkan er víða 1-2 klukkustundum á undan beltatíma að vetrinum, og jafnvel meira að sumri til. Þess má geta að forsætis- ráðherra Bretlands lýsti nýlega áhuga sínum á að taka upp fljóta klukku allt árið eins hér er gert og Bretar gerðu reyndar í tilrauna- skyni á árunum 1968-1971. Sú til- raun leiddi til umtalsverðrar fækk- unar umferðarslysa, en einnig telja menn að breytingin yrði til hags- bóta fyrir ferðamannaþjónustuna. Ekki er þó víst að af þessu verði því að taka þarf tillit til margra sjón- armiða sem sumpart eru önnur í Bretlandi en hér Ég vil eindregið ráðleggja þeim sem vilja breyta tímareikningi á Ís- landi að staldra við og kynna sér all- ar röksemdir í málinu, þar á meðal kosti núgildandi fyrirkomulags. All- mikinn fróðleik um þetta efni er að finna á vefsíðu Almanaks Háskólans www.almanak.hi.is/klukkan.html. Eftir Þorstein Sæ- mundsson » Gallinn við báðar þessar tillögur er sá að flutningsmenn ein- blína á kosti hvorrar til- lögu um sig en huga lítt að ókostunum. Þorsteinn Sæmundsson Höfundur er stjörnufræðingur. Um tillögu að breyttum tímareikningi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.