Morgunblaðið - 25.02.2010, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 25.02.2010, Blaðsíða 4
4 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. FEBRÚAR 2010 KARLMAÐUR var í Héraðsdómi Suðurlands í gær sýknaður af ákæru um að hafa framið kynferðisbrot gagnvart sjö ára gamalli dóttur sinni. Maðurinn neitaði að hafa fram- ið brotin. Stúlkan er greind með væga þroskahömlum og er einnig of- virk og með athyglisbrest. Maðurinn var ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn dóttur sinni. Upphaf kærunnar má rekja til þess að vinkona móður stúlkunnar og starfsmaður skóla hennar upplýsti skólastjóra um áhyggjur móðurinn- ar vegna þess að klámefni fannst á diski í herbergi stúlkunnar og að stúlkan kynni að vera að horfa á klámmyndir með föður sínum. Hafði skólastjóri samband við barnaverndarnefnd sem hóf athugun á málinu, sem meðal annars fólst í að tekið var könnunarviðtal við stúlk- una í Barnahúsi. Kom þar fram hjá stúlkunni að hún ætti leyndarmál með pabba sínum sem hún mætti ekki segja frá en sagðist ætla að segja móður sinni frá því að viðtalinu loknu. Dómarar málsins skoðuðu mynd- upptökur af skýrslutöku yfir stúlk- unni og mátu framburð hennar út af fyrir sig trúverðugan. Hins vegar var framburður stúlkunnar um margt óljós um það hvernig atvik voru þegar pabbi hennar átti að hafa brotið gegn henni, hvar það gerðist og hversu oft. Segir í niðurstöðu dómsins að framburður stúlkunnar fái ekki stoð nema að hluta til í frá- sögnum annarra af því hvað hún sagði þeim. Samkvæmt þessu, og gegn eindreginni neitun mannsins, verði ekki talið að fram sé komin næg sönnun. Sigríður Björnsdóttir hjá samtök- unum Blátt áfram segir það óeðlilegt að klámefni sé inni í herbergi hjá ungu barni. Það að barn segi að það eigi sér leyndarmál sem því finnist erfitt að tjá sig um bendi til þess að eitthvað hafi gerst. Það geti hins vegar verið erfitt fyrir réttinn að byggja á einhverju þegar barnið eigi erfitt með að tala um hlutina. Það sé einkenni á kynferðisbrotamálum þar sem börn eiga í hlut að barnið sé uppfullt af skömm og kenni sér um. egol@mbl.is Faðirinn sýknaður Í HNOTSKURN »Vitni sem komið höfðu aðkennslu eða umönnun stúlkunnar á árunum 2008 og 2009 sögðu að þau hefðu veitt því eftirtekt að stúlkan ætti það til, umfram aðra krakka, að leika sér á kynferðislegan hátt með dúkkur.  Framburður 7 ára stúlku með þroskahömlun talinn óskýr og faðir hennar því sýknaður af ásökunum um kynferðisbrot UNNENDUR meistaramatseldar geta fram á sunnudag notið góðra kræsinga á nokkrum veitingastöðum borg- arinnar. Hin árlega menningarhátíð Food and Fund var sett í gær með viðhöfn, í níunda sinn. Innlendir og erlendir kokkar verða á ferðinni á eftirtöldum stöðum: Dill, Einar Ben, Fiskfélagið, Fiskmarkaðurinn, Grand hótel, Grillið, Hótel Holt, La Primavera, Nauthóll, Perl- an, Silfur, Við Tjörnina og Vox. Morgunblaðið/Kristinn Matar- og menningarhátíðin Food and Fun í níunda sinn Matarkræsingar um borg og bý FRESTUR þeirra sem fengu bréf frá rann- sóknanefnd Al- þingis til að gera athugasemdir rann út í gær. Páll Hreinsson, formaður nefnd- arinnar, sagði í gær að nefndin stefndi að því að verða búin að fara yfir athugsemdirnar á föstudaginn og þá gæti hún metið betur hversu mikil vinna væri eftir hjá henni. Athugasemdirnar snúast um af- mörkuð atriði sem nefndin hefur til athugunar í skýrslu sinni til Alþing- is með tilliti til þess hvort um mis- tök eða vanrækslu hafi verið að ræða við framkvæmd laga og reglna um fjármálastarfsemi á Ís- landi og eftirlit með henni. 12 ein- staklingar fengu bréf frá nefndinni. egol@mbl.is Fresturinn til and- mæla rann út í gær Páll Hreinsson KARLMAÐUR sem ekið var á, á mótum Lauga- vegar og Vega- mótastígs, að- faranótt laugardagsins 24. janúar 2009, lést sunnudaginn 21. febrúar sl. Hann hét Hörður Heimir Sigurðs- son, fæddur 3. júní 1982. Hörður var til heimilis að Birkibergi 32 í Hafnarfirði. Hann var ókvæntur og barnlaus. Ökumaður bifreiðarinnar játaði fyrir dómi að hafa ekið á manninn, drukkinn og undir áhrifum vímu- efna, of hratt og með of marga far- þega. Hann stakk einnig af eftir ákeyrsluna. Maðurinn var í sept- ember dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir ákeyrsluna auk fleiri brota. Lést eftir ákeyrslu fyrir rúmu ári Hörður Heimir Sigurðsson ANNE Siebert, fulltrúi Samfylking- arinnar í peningastefnunefnd Seðlabankans, fær um 2.000 pund í laun á mánuði, jafnvirði um 400 þúsund króna, auk greiðslna fyrir kostnað við flug og gistingu. Þetta kom fram í svari Gylfa Magnús- sonar, efnahags- og viðskipta- ráðherra, á Alþingi í gær. Daniel Gros, fulltrúi Framsóknarflokks í peningastefnunefnd, er með 117 þúsund krónur á mánuði. Með 400 þúsund krónur á mánuði MP Reykjavíkurskákmótið hófst í gær í Ráðhúsi Reykjavíkur og var aðsókn mikil. Þetta er 25. Reykja- víkurskákmótið en fyrsta mótið var haldið árið 1964. Þátttakendur eru rösklega 100 og frá 22 löndum og þar af eru 22 stórmeistarar. Á efstu borðunum urðu úrslit hefðbundin, hinir stigahærri sigruðu hina stigalægri. En úkraínski stór- meistarinn Yuri Kuzubov þurfti svo sannarlega að hafa fyrir sigri sínum gegn Guðmundi Halldórssyni og Rússinn Alexei Dreev að hafa sig all- an við til að leggja Þorvarð F. Ólafs- son, segir í fréttatilkynningu. MP banki og Skáksamband Ís- lands hafa gert með sér samstarfs- samning um stuðning bankans við mótið næstu þrjú árin og er grund- völlur mótanna þar með tryggður. Aðgangur er ókeypis en önnur um- ferð fer fram í dag og hefst kl. 15:30. Skákskýringar hefjast um 17:30. kjon@mbl.is Þjarmað hressilega að stórmeisturunum Góð aðsókn á 25. Reykjavíkurskák- mótinu í gær Morgunblaðið/Ómar D-4? Hanna Birna Kristjánsdóttir borgarstjóri opnar mótið með fyrsta leikn- um í skák Ivans Sokolovs frá Bosníu og Fionu Steil-Antoni frá Lúxemborg. „SVÍAR eiga að slíta þau tengsl sem eru á milli láns til Íslendinga og lausnar Icesave-deilunnar,“ segir Hans Linde, þingmaður hins sænska Vinstri flokks (Vänsterpartiet), sem staddur er hér á landi. Hann segir þingmenn frá flokknum hafa komið til Íslands til að kynna sér hvernig endurreisn efnahagslífsins gangi. Líta verður á Icesave-málið sem tvíhliða deilu milli Íslendinga annars vegar og Breta og Hollendinga hins vegar, segir Linde. Því hafi hann fært rök fyrir því á sænska þinginu að rangt sé að tengja lán frá Norð- urlandaþjóðunum og Alþjóðagjald- eyrissjóðnum við lyktir málsins. Ekki varð vart við mikil viðbrögð við þeim röksemdaflutningi, segir Linde, sem kveðst þó munu halda áfram slíkri umræðu þegar hann kemur aftur til Svíþjóðar. Hann segist telja að almenningur í Svíþjóð finni fyrir norrænni sam- kennd og svíði að sjá hvernig Norð- urlandaþjóðirnar hafi tekið málstað Breta og Hollendinga frekar en Ís- lendinga. hlynurorri@mbl.is Lánin verði ekki skilyrt Systurflokkur VG vill að Svíar styðji Ísland RAGNA Árna- dóttir dóms- málaráðherra sagði á Alþingi í gær að 170 ein- staklingar hefðu verið teknir til skýrslutöku hjá sérstökum sak- sóknara, af þeim hefðu á milli 40 og 50 réttarstöðu sakbornings. Sextíu mál hefðu verið tekin til rannsóknar en kæru vísað frá í sautján og einu vísað til annars embættis. Ragna benti á að þegar embættið tók til starfa voru fjórir fastráðnir starfsmenn. Í dag væru þeir 25 og myndi fjölga um þrjá á næstunni. Auk þess væru sjö erlendir sérfræðingar til halds og trausts. Einnig nefndi Ragna að skila- nefndir föllnu bankanna hefðu fengið erlenda sérfræðinga til að fara yfir gögn þeirra og léki grunur á sak- næmu athæfi bæri þeim að vísa mál- um til embættis sérstaks saksóknara. andri@mbl.is 170 teknir til skýrslutöku Ragna Árnadóttir © IL V A Ís la n d 20 10 einfaldlega betri kostur laugardaga 10-18 sunnudaga 12-18 mánudaga - föstudaga 11-18:30 s: 522 4500 www.ILVA.is LJÓS Í TILVERUNA Lanterne. Kertalukt. 21x17 cm. Verð 1.995,- 26x21 cm. Verð 3.495,- 33x25 cm. Verð 4.995,-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.