Morgunblaðið - 25.02.2010, Blaðsíða 17
Fréttir 17ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. FEBRÚAR 2010
DÝRKENDUR falla í trans á Cap Go Meh-
hátíðinni í kínversku hofi í Pontianak í Vestur-
Kalimintan-héraði í Indónesíu. Hátíðin markar
lok hátíðarhalda í tilefni af því að ár tígursins
gekk í garð 14. þessa mánaðar samkvæmt kín-
verska tímatalinu.
Reuters
KÍNVERSKU NÝÁRSHÁTÍÐINNI LOKIÐ
Handtökuskipun
hefur verið gefin
út á hendur An-
gie Sanselmente
Valencia, þrí-
tugri nærfatafyr-
irsætu, sem lög-
regla grunar um
að reka einn víð-
tækasta eitur-
lyfjasmyglhring
heims.
Í blaðinu Daily Telegraph segir
að Valencia sé talin hafa fengið til
liðs við sig fagrar konur og fengið
þær til að flytja eiturlyf til Evrópu
og Norður-Ameríku gegn greiðslu.
Talið er að margar kvennanna séu
fyrirsætur, sem tekið hafi þátt í al-
þjóðlegri samkeppni. Haft er eftir
Valenciu að hún lýsi þeim sem „ógr-
unsamlegum, fallegum englum“.
Í desember var 21 árs gömul
kona tekin með 55 kíló af kókaíni í
Buenos Aires og sagði hún til Val-
enciu og lýsti aðferðum hennar.
Valencia hefur síðan verið á flótta
og er talið að hún sé annaðhvort í
Argentínu eða Mexíkó.
Fyrirsæta
höfuðpaur
glæpahóps
Eitt stærsta eitur-
lyfjagengi heims
Angie Sanselmente
Valencia
FÆRST hefur í vöxt að nauðgarar
noti lyf til að slæva fórnarlömb sín
tímabundið í því skyni að nauðga
þeim, að því er fram kemur í nýrri
skýrslu Alþjóðafíkniefnaráðsins
(INCB).
Þekktast þeirra lyfja, sem notuð
eru í þessum tilgangi, er svefnlyfið
Rohypnol. Alþjóðafíkniefnaráðið
segir að hertar alþjóðlegar reglur
hafi orðið til þess að dregið hafi úr
notkun Rohypnols í þessum tilgangi
en nauðgarar noti í auknum mæli
önnur lyf sem reglurnar ná ekki til.
Fíkniefnaráðið hvetur því stjórnvöld
til að setja þessi lyf á lista yfir efni
sem lúta ströngum reglum. Fram-
leiðendur lyfjanna eru einnig hvattir
til að nota litarefni eða bragðefni til
að torvelda nauðgurum að nota þau.
Lyfin eyðast svo hratt í líkaman-
um að yfirleitt er of seint að mæla
þau sólarhring eftir að þau eru not-
uð. Þeim er gjarnan laumað í drykk
hjá fórnarlambinu, en oft er auðvelt
að koma því við ef áfengi er haft um
hönd og fólk ekki á varðbergi.
Rohypnol og svipuð lyf hafa þau
áhrif að fólk verður sljótt og ófært
um að verjast. Og þegar áhrifin eru
horfin er sú eða sá sem nauðgað var
yfirleitt ekki fær um að rifja upp at-
burðarásina, lyfið þurrkar að mestu
út minnið meðan það virkar, að sögn
Alþjóðafíkniefnaráðsins.
Mörg dæmi munu vera um það
hérlendis að konum hafi verið gefið
Rohypnol eða svipuð lyf en
sönnunarbyrðin er erfið.
Varað við „nauðgunarlyfjum“
DANSKA ríkisstjórnin sagði í nýrri
stefnuyfirlýsingu, sem birt var í gær,
að hún hygðist skipleggja aðra at-
kvæðagreiðslu um það hvort Danir
ættu að taka upp evru. Ekki var til-
tekið hvenær atkvæðagreiðslan ætti
að fara fram.
Yfirlýsingin var rökstudd þannig
að með því að vera utan evrusvæð-
isins væri unnið gegn hagsmunum
Dana og það sama ætti við um aðrar
undanþágur frá Evrópusamstarfinu,
sem samið hefði verið um eftir að
Danir höfnuðu Maastricht-sáttmál-
anum árið 1992.
Telja slæmt að vera fyrir utan
„Við sjáum nú afleiðingarnar af
stöðu okkar hvað varðar sameigin-
legu myntina nú þegar löndin á evru-
svæðinu eru að styrkja samstarf
sitt,“ segir í stefnuyfirlýsingu stjórn-
arinnar. Því er bætt við að efnahagur
Danmerkur hafi orðið fyrir meiri
skakkaföllum vegna þess að Danir
eru utan evrusvæðisins en orðið
hefði væru þeir innan þess.
Nýja stefnuskráin var gefin út í
kjölfar rækilegrar uppstokkunar í
stjórn Lars Løkke Rasmussen for-
sætisráðherra.
Þegar Rasmussen tók við embætt-
inu af Anders Fogh Rasmussen í
fyrra sagði hann að þjóðin fengi að
kjósa um undanþágurnar frá sam-
starfinu um sameiginlegar varnir, í
réttarmálum, um ríkisborgararétt
og evruna fyrir lok þessa kjörtíma-
bils, sem er 2011.
Danir höfnuðu evrunni í þjóðarat-
kvæði árið 2000. 53% kjósenda
greiddu atkvæði gegn henni.
kbl@mbl.is
Reuters
Evruatkvæði Lars Løkke Rasmussen ætlar að láta kjósa um evruna.
Boða þjóðarat-
kvæði um evru
STEFNUSKRÁIN
»Í stefnuskrá uppstokk-aðrar ríkisstjórnar Dana
segir að Danmörk eigi að vera
eitt þeirra tíu landa heims þar
sem fólk er langlífast.
»Stefnt er að því að opin-beri geirinn verði sá skil-
virkasti í heimi og skriffinnsk-
an minnst.
»Ætlunin er að Danmörkverði meðal þeirra þriggja
landa sem eru með besta nýt-
ingu í orkumálum.
Þjóðaratkvæðagreiðsla 6. mars 2010
um gildi laga nr. 1/2010
Kjörstaðir í Reykjavík
Í Reykjavíkurkjördæmi suður: Í Reykjavíkurkjördæmi norður:
Hagaskóli Ráðhús
Hlíðaskóli Kjarvalsstaðir
Breiðagerðisskóli Laugardalshöll
Ölduselsskóli Íþróttamiðstöðin í Grafarvogi
Íþróttamiðstöðin Austurbergi Borgaskóli
Árbæjarskóli Ingunnarskóli
Ingunnarskóli Klébergsskóli
Kjörfundur hefst laugardaginn 6. mars kl. 9.00 árdegis og lýkur kl. 22.00. Sérstök athygli
kjósenda er vakin á að kjósandi sem ekki hefur meðferðis persónuskilríki getur átt von á
því að fá ekki að greiða atkvæði.
Yfirkjörstjórn í Reykjavíkurkjördæmi suður mun hafa aðsetur í Hagaskóla á kjördegi og þar
verða atkvæði talin.
Yfirkjörstjórn í Reykjavíkurkjördæmi norður mun hafa aðsetur í Ráðhúsi Reykjavíkur á kjördegi
og þar verða atkvæði talin.
Kjörskrár í Reykjavíkurkjördæmum norður og suður
Kjörskrár í Reykjavíkurkjördæmum norður og suður vegna þjóðaratkvæðagreiðslu 6. mars nk.
liggja frammi almenningi til sýnis í Ráðhúsi Reykjavíkur frá 26. febrúar nk. fram á kjördag.
Vakin er athygli á því að hægt er að fá upplýsingar um hvar kjósendur eru á kjörskrá á vefnum
www.kosning.is.
Kjósendur eru hvattir til þess að kynna sér hvort nöfn þeirra eru á kjörskrá. Athugasemdum
vegna kjörskráa í Reykjavíkurkjördæmum skal beint til skrifstofu borgarstjórnar, Ráðhúsi
Reykjavíkur, sími 411 4700, netfang kosningar@reykjavik.is. Þar eru jafnframt veittar nánari
upplýsingar. Borgarráð úrskurðar um athugasemdir vegna skráningar í kjörskrá.
Yfirkjörstjórn í Reykjavíkurkjördæmi suður
Yfirkjörstjórn í Reykjavíkurkjördæmi norður
Skrifstofa borgarstjórnar