Morgunblaðið - 25.02.2010, Blaðsíða 24
24 Umræðan
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. FEBRÚAR 2010
AÐEINS þrír staf-
ir. Samt reynist það
flestum erfitt að
hafna óskum og segja
„nei“. Flest vorum við
góð í því að segja
„nei“ þegar við vorum
tveggja ára. Það er jú
hlutverk tveggja ára
krakka að segja „nei“
og foreldrar okkar
bjuggust jafnvel við
því. Síðan, þegar við vöxum úr
grasi, hverfur orðið „nei“ smám
saman úr orðaforðanum. Við vilj-
um flest svo gjarnan hjálpa vinum,
fjölskyldumeðlimum og vinnu-
félögum og það er okkur þvert um
geð að segja „nei“ þar sem við vilj-
um ekki móðga þá, særa eða valda
vonbrigðum. Eða við viljum ekki
stofna áframhaldandi góðum sam-
skiptum í hættu eða erum smeyk
við neikvæðar afleiðingar höfn-
unar. Því er fyrsta hugsunin að
segja „já“ þegar við ættum að
segja „nei“.
Hér fyrir neðan eru tíu ráðlegg-
ingar fyrir þá sem vilja læra að
segja „nei“:
1. Þegar einhver kemur með
bón er gott ráð að biðja um um-
hugsunarfrest. Í stað þess að gefa
svar strax er gott að segjast ætla
að hugsa málið og verða í sam-
bandi síðar. Þetta gefur þér tæki-
færi til að íhuga málið og athuga
með skuldbindingar þínar og for-
gangsröðun. Minntu
þig á að ákvörðunin
er alfarið í þínum
höndum.
2. Jafnvel þó að þú
hafir smátíma á þín-
um höndum til að
sinna því sem þú ert
beðin(n) um er mik-
ilvægt að þú veltir
fyrir þér hvort þú vilj-
ir ráðstafa dýrmætum
tíma þínum með þess-
um hætti. Tími þinn
er takmarkaður og
því er mikilvægt að forgangsraða
rétt. Að segja nei við einhvern
gæti verið að segja já fyrir þig
sjálfa(n).
3. Vertu kurteis en skýr og
ákveðin(n). Sýndu sjálfsstyrk og
beittu röddinni rétt til að undir-
strika „nei-ið“. Það má ekki fara á
milli mála að þú sért að segja
„nei“. Vertu viss um að raddbeit-
ingin sé ákveðin og afdráttarlaus.
Haltu augnsambandi þegar þú
segir „nei“ og hristu hausinn.
4. Mundu að „nei“ er heiðarlegt
svar. Ef þú ákveður að „nei“ er
svarið sem verður fyrir valinu er
einlægt og heiðarlegt að segja
„nei“. Ef þú segir „já“ þegar þig
langar að segja „nei“ muntu sjá
eftir því.
5. Ef þú segir „nei“ við einhvern
sem þú myndir undir öðrum kring-
umstæðum aðstoða er gott að sýna
hluttekningu til að milda höfn-
unina, t.d. með því að segja: „Ég
get því miður ekki passað börnin
þín í kvöld. Ég geri mér grein fyr-
ir að það geti verið erfitt að finna
einhvern með stuttum fyrirvara en
ég hef þegar gert ráðstafanir fyrir
kvöldið.“ Síðan gæti verið gott að
stinga upp á annarri lausn: „Þú
gætir hugsanlega athugað með
Jón?“
6. Það hljómar kannski mót-
sagnakennt en gott er að byrja á
„já-i“. Síðan fylgirðu því eftir með
annaðhvort: „Allt í lagi, ég er upp-
tekin(n) núna en gætirðu haft
samband aftur eftir mánuð eða
svo? Ég vil ekki skuldbinda mig
nema ég geti lagt mig 100% fram“
eða „Allt í lagi, en gætir þú þá
gert X, Y og Z fyrst þannig að við
fáum að sjá hvort þetta muni virka
áður en við setjum allt í gang?“ Í
báðum tilfellum hafnarðu ekki
bóninni afdráttarlaust heldur kast-
ar boltanum til baka. Þú ættir að-
eins að nota þessa aðferð ef þú ert
einlæg(ur) í vilja þínum til að
framkvæma verkið en getur ekki
gert það núna. Þetta léttir undir
með þér án þess að þú þurfir
raunverulega að segja „nei“.
7. Ef þig langar að fresta
ákvörðun þinni í stað þess að gefa
afdráttarlaust svar er gott að
segja: „Þetta hljómar mjög spenn-
andi, ég vildi að ég gæti verið hluti
af þessu. Ég hef því miður ekki
tíma fyrir þetta eins og staðan er í
dag. Gætirðu haft samband aftur í
lok næstu viku?“ Ef málið er mjög
mikilvægt mun viðkomandi end-
urtaka bónina viku seinna.
8. Byrjaðu setninguna á „nei“
við fólk sem er mjög ýtið. Það er
auðveldara að standa á þínu ef það
er fyrsta orðið út úr munninum á
þér: „Nei, ég var búin(n) að kaupa
miða í bíó og því kemst ég ekki.“
9. Ekki biðjast afsökunar eða
fara út í málalengingar með því að
setja fram fullt af ástæðum fyrir
„nei-inu“. Það er algengt að segja:
„Mér þykir það leitt en …“, „Ég
get það ekki vegna þess að…“ af
því að fólki þykir það kurteislegra.
Þó að kurteisi sé mikilvæg dregur
afsökunin úr „nei-inu“ og sendir
þau skilaboð að þú gerir eitthvað
rangt með því að segja „nei“, að
þú hafir ekki sterkan rétt til að
segja „nei“. Slíkar málalengingar
leiða oft til þess að maður er þrá-
spurður. Leyfðu þér að finnast það
vera í lagi að hafna bón. Þú hefur
fullan rétt á að segja „nei“. Stattu
með sjálfum/sjálfri þér.
10. Æfingin skapar meistarann.
Æfðu þig daglega í að segja „nei“.
Það er góð leið til að bæta sig í
því og líða betur með það. Og
stundum er endurtekningin eina
leiðin til að koma skilaboðunum til
skila, sérstaklega við þá þrjósk-
ustu. Haltu áfram að segja „nei“
við þá þangað til skilaboðin síast
inn.
Hafa skal samt í huga að þó að
gott sé að geta sagt „nei“ þá er
líka mikilvægt að segja „já“.
Nei er svo einfalt orð …
Eftir Ingrid
Kuhlman » Það er okkur þvert
um geð að segja
„nei“ þar sem við viljum
ekki móðga aðra, særa
eða valda vonbrigðum.
Því er fyrsta hugsunin
að segja „já“.
Ingrid Kuhlman
Höfundur er framkvæmdastjóri
Þekkingarmiðlunar.
AUSTUR á Djúpa-
vogi hafa margir
heimamenn barist
fyrir því að vega-
lengdin upp í Egils-
staði verði stytt með
uppbyggðum heils-
ársvegi á snjóþungu
og illviðrasömu svæði
í 530 m hæð um Öxi
til þess að þeir þurfi
ekki að keyra í gegn-
um Fáskrúðsfjarð-
argöngin og um Fagradal sem er
ekki alltaf öruggur fyrir snjó-
þyngslum, mikilli veðurhæð og
snjóflóðahættum. Þetta segir ekk-
ert að allar spár um hlýnandi veð-
urfar næstu áratugina séu 100%
öruggar. Í blaðinu Fram-
kvæmdafréttum frá Vegagerðinni
kemur fram að þessi vegur yrði
lagður upp brekkuna á núverandi
vegi fyrir ofan brúna á Hemru.
Þetta sama blað sýnir líka að þessi
vegur færi upp í klettana fyrir
neðan Mannabeinahjalla í 200 m
hæð ofan við Beitivelli. Fyrir neð-
an brúna á Hemru leggst vegurinn
niður Háuöldu af. Með því að
sprengja burt klettana uppi í fjall-
inu getur slysahættan á þessu
svæði fimmfaldast ef grjóthrun og
snjóflóð hrella vegfarendur. Þarna
geta aurskriður sem enginn sér
fyrir sópað veginum niður hlíðina
með ófyrirséðum afleiðingum. Að
vel athuguðu máli er uppbyggður
vegur á snjóþungu og illviðrasömu
svæði um Öxi og uppi í miklum
halla fyrir ofan Beitivelli og
Háuöldu óþörf, áhættusöm og vit-
laus framkvæmd sem talsmenn
fortíðarinnar munu iðrast síðar
meir þegar fjárveitingavaldið neit-
ar að henda í snjómokstra á þessu
illviðrasama svæði mörgum millj-
örðum króna sem aldrei skila sér.
Fyrirhugaður vegur í innanverðum
Berufirði sem yrði tekinn í meiri
hæð uppi í fjallinu ofan við Beiti-
velli, Háuöldu og upp Vagna-
brekku verður aldrei öruggur fyrir
6 til 10 metra háum snjóskafli og
mikilli ísingu.
Þá gæti vegurinn lent í enn
meiri snjóþyngslum ef hann verður
lagður á svæðinu sem stendur neð-
ar en núverandi vegur í Háu-
brekku og Hænubrekku. Líkurnar
á því að Vegagerðin geti tryggt að
uppbyggður vegur á þessu ill-
viðrasama og snjóþunga svæði og í
brekkunni ofan við brúna á Hemru
verði 100% öruggur fyrir miklum
blindbyl eru einn á móti milljón.
Nýr Axarvegur sem lagður yrði í
miklum halla á þessum stað fyrir
neðan Háubrekku og Hænubrekku
getur strax orðið ófær þótt starfs-
mönnum Vegagerð-
arinnar takist að opna
hann. Þarna geta öku-
menn á upphækkuðum
jeppum sett sig í
hættu án þess að veg-
urinn sjáist ef þeir
reyna að brjótast í
gegnum 6 til 9 metra
háan snjóskafl. Þá
geta menn líka velt
ökutækjunum með
skelfilegum afleið-
ingum.
Ekki taka stuðn-
ingsmenn Axarvegar það nærri sér
hver kostnaðurinn verður þegar
óhjákvæmilegt er að senda björg-
unarsveitir til að leita þeirra sem
týnast ef þessi tóma vitleysa kost-
ar fleiri mannslíf. Þar sem veg-
urinn í Vagnabrekku stendur hæst
geta ökumenn sem ekkert sjá fram
fyrir bílinn vegna mikils blindbyls
keyrt fram af án þess að vita af
því og steypst niður í Berufjarðar-
dal. Ekki er útilokað að afleiðing-
arnar geti orðið enn verri ef veg-
urinn verður lagður í miklum halla
uppi í fjallinu fyrir ofan Háuöldu
og Beitivelli. Þarna gætu aur-
skriður og snjóflóð tekið sinn toll.
Útilokað er að Vegagerðin geti
tryggt að nýi vegurinn fari yfir á
snjólétt svæði nálægt Merkjalæk
þótt núverandi vegur á Þrívörðu-
hálsi leggist af.
Eitt versta vandamálið sem
skapar mikla slysahættu er hálka í
brekkunni ofan við brúna á
Hemru, á veginum niður Háuöldu
og víðar. Uppi í brekkunni fyrir
neðan Mannabeinahjalla þar sem
klettarnir yrðu sprengdir burt
verður ekki sjálfgefið að nýi veg-
urinn losni við þetta vandamál.
Víða um land hefur vegasamband
rofnað þegar aurskriður og snjó-
flóð hafa hrellt vegfarendur á þeim
stöðum sem áður voru taldir 100%
öruggir. Fyrir og eftir 1970 var al-
gengt að landleiðin milli Eyja-
fjarðar og Skagafjarðar væri ófær
í meira en tíu daga vegna mikils
blindbyls og snjóþyngsla á Öxna-
dalsheiði.
Slysahætta
í Berufirði
Eftir Guðmund
Karl Jónsson
Guðmundur Karl
Jónsson
» Að vel athuguðu máli
er uppbyggður veg-
ur á snjóþungu og ill-
viðrasömu svæði um Öxi
og uppi í miklum halla
fyrir ofan Beitivelli og
Háuöldu óþörf, áhættu-
söm og vitlaus fram-
kvæmd …
Höfundur er farandverkamaður.
Í TENGSLUM við
undirbúning stefnu
gegn útgefendum DV
vegna meiðyrða kom í
ljós að svokallaður
eigandi blaðsins,
hæstaréttarlög-
maðurinn Hreinn
Loftsson, sem sterkur
orðrómur er um að sé
þarna sem leppur fyr-
ir Jón Ásgeir Jóhann-
esson, heldur DV úti um pýramída
byggðum upp af þremur gjaldþrota
einkahlutafélögum að því er virðist
til að komast hjá því að taka
ábyrgð á starfseminni.
Eftir stutta rannsókn á bak-
grunni og fjárhag útgefanda DV er
ljóst að rekstrinum er viðhaldið
með grófum viðskiptablekkingum
og kennitöluflakki. Ég hef nú kært
athæfið til efnahagsbrotadeildar
ríkislögreglustjóra.
Ársreikningar félaganna Birtings
útgáfufélags ehf., Hjálms ehf. og
Austursels ehf. einkennast af
blekkingum uppáskrifuðum af al-
þjóðlega endurskoðendafyrirtækinu
Deloitte hf. Þegar reynt var að
spyrjast fyrir um bókfærðar loft-
bólur hjá Einari Hafliða Ein-
arssyni, endurskoðanda hjá Delo-
itte, kom svo mikið fát á manninn
að hann skellti á símanum.
Nánast eina eign ofangreindra
félaga er viðskiptavild, kallað „út-
gáfuréttur“, hjá Birt-
ingi ehf. upp á tæpar
tvö hundruð milljónir
króna. Slík við-
skiptavild er auðvitað
nánast einskis virði
hjá félagi sem tapaði
150 milljónum króna
við síðasta uppgjör og
á þriðja tug milljóna
árið áður. Þá eru bók-
færðar útistandandi
viðskiptaskuldir upp á
152 milljónir króna en
stór hluti þess er
ónýtar kröfur.
Endurskoðandinn veit fullvel að
þessar rúmar 302 milljónir eru loft-
bólur og í engu samræmi við raun-
veruleg verðmæti. Hér er verið að
viðhalda þeim ólögmætu bókhalds-
brellum sem viðgengust í Baugi en
þaðan virðist félagið Hjálmur ehf.,
eigandi DV útgáfufélags og Birt-
ings, hafa færst yfir til Austursels
ehf., fyrirtækis Hreins Loftssonar,
árið 2008 með einhvers konar
töfrabrögðum.
Undirritaður er upplýstur um að
aðrir sem hafa á síðastliðnu ári
fengið dæmdar miskabætur í meið-
yrðamálum gegn útgefendum DV
hafa síðan verið í vandræðum með
að fá bæturnar greiddar. Þekktur
lögfræðingur ritaði á síðasta ári
grein í Fréttablaðið (22. ágúst
2009) þar sem hann kallaði að-
standendur DV „síbrotamenn á
sviði ærumeiðinga“ en þá hafði
blaðið fengið sjö dóma á níu mán-
uðum.
DV virðist fyrir stuttu hafa verið
gefið út af Útgáfufélagi DV ehf. og
Dagblaðinu Vísi ehf. og fært á milli
þessara fyrirtækja með kennitölu-
flakki. Hreinn Loftsson og félagar
virðast hafa sveiflað töfrasprot-
anum enn eina ferðina og síðast
fært útgáfuna inn í félagið Birting
útgáfufélag, sem nú stefnir í þrot
eins og fyrirrennarar þess. Und-
irritaður þarf því að stefna tveimur
eða þremur útgáfufélögum vegna
meiðyrða síðustu ára. Hins vegar
kemur upp það vandamál að DV
útgáfufélag og Dagblaðið Vísir eru
bæði gjaldþrota og nú afmáð úr
hlutafélagaskrá. Þar sem huldu-
maðurinn sem stendur bak við út-
gáfuna felur sig í dag á bak við
þrjú eignalaus félög verður ekki
séð hvernig hægt er að ná fram
réttvísi gegn DV eða fá kröfur
greiddar. Í síðasta ársreikningi nú-
verandi útgáfufélags DV er ört
hækkandi og einn stærsti kostn-
aðarliðurinn dráttarvextir, sem
sýnir vaxandi vanskil! Þá er rit-
stjóri blaðsins, Reynir Traustason,
skráður á vanskilaskrá Láns-
trausts.
Ótækt er að líða það að þeir sem
hafa fjárhagslegan ávinning af
mannorðsmorðum með rógi og
lygaþvælu og einelti gegn ein-
stökum persónum eins og undirrit-
uðum komist undan réttvísi og
ábyrgð með slíkri svikamyllu sem
útgáfa DV er. Þess vegna er þess
krafist að efnahagsbrotadeild rík-
islögreglustjóra stöðvi áframhald-
andi rekstur þessa gjaldþrota sorp-
rits og hlutist til um að opinber
rannsókn fari fram á ólögmætu
hátterni Hreins Loftssonar í
tengslum við útgáfu-pýramídann.
Full þörf er á að rannsaka hvernig
útgáfa DV var færð með töfra-
gjörningum úr Baugi, sem nú er í
gjaldþrotameðferð, en ekki er hægt
að lesa úr ársreikningum ofan-
greindra félaga að raunveruleg
verðmæti hafi verið greidd til
Baugs.
Einnig vakna spurningar um
hvort Hreinn Loftsson geti áfram
starfað sem hæstaréttarlögmaður
eða fyrirtæki hans veitt opinberum
aðilum lögfræðiþjónustu með slíkan
slóða af gjaldþrotum og viðskipta-
blekkingum í farteskinu.
DV gjaldþrota
Eftir Ástþór Magn-
ússon Wium »Eftir stutta rann-
sókn á bakgrunni og
fjárhag útgefanda DV
er ljóst að rekstrinum er
viðhaldið með grófum
viðskiptablekkingum og
kennitöluflakki.
Ástþór Magnússon
Höfundur er forstöðumaður
Friðar 2000 og fyrrverandi
forsetaframbjóðandi.
Eyrnalokkagöt
sími 551 2725