Morgunblaðið - 25.02.2010, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 25.02.2010, Blaðsíða 19
Daglegt líf 19 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. FEBRÚAR 2010 Eftir Kristínu Heiðu Kristinsdóttur khk@mbl.is Á hverjum laugardegi set ég færslu inn á Facebook þar sem ég minni landann á að skella sér í lopa- peysu,“ segir Hrafnhildur Inga Sigurðardóttir listmálari en hún vill gera laugardaga að lopapeysudögum. „Mér finnst lopapeysan tilvalið sameining- artákn fyrir þjóðina núna í þessum hremm- ingum. Fólk virðist tvístrað og tvístígandi og fátt sem sameinar nema þá helst handboltinn, en það kemur bara í tímabilum. Með því að gera laugardaga að lopapeysudögum vil ég hvetja þjóðina til að standa saman og gera eitt- hvað sem allir geta gert. Það eiga jú nánast all- ir hér á landi lopapeysur og sumir fleiri en eina.“ Ullin hefur haldið á okkur hita Hrafnhildur Inga segist hafa fengið hug- myndina þegar hún sá mynd af hópi ungs fólks þar sem allir voru í lopapeysum. „Mér fannst það svo táknrænt og flott. Lopapeysan er rammíslenskt fyrirbæri sem löng hefð er fyrir. Hún er gerð úr ull sem ís- lenska sauðkindin gefur af sér og ullin hefur haldið á okkur hita í gegnum aldirnar. Ég legg því til að Íslendingar fari allir í lopapeysu á laugardögum, til að sýna samstöðu sem þjóð. Með því segjum við: Við erum Íslendingar og við erum í lopapeysum. Og ekki veitir af á köldum vetrum að eiga hlýja flík. En lopapeys- an er heilsársflík og nýtist ekki síður á sumrin, hvort sem það er í útilegum eða við einhverjar aðrar aðstæður.“ Erfði peysu eftir pabba sinn Sjálf á Hrafnhildur Inga fimm lopapeysur í fórum sínum. „Eina þeirra hef ég á heimili mínu í Fljóts- hlíðinni og nota hana einvörðungu þar, en hana erfði ég eftir pabba minn. Hún er eina lopa- peysan mín sem er hneppt að framan. Svo á ég eina hvíta og eldgamla og eina á ég mórauða sem ég fékk fyrir fjórum árum og nota mjög mikið. Fyrir um fimmtán árum prjónaði hún Paula á mig mosagræna lopapeysu, en hún var norsk vinnukona á Valdastöðum í Kjós og lærði að prjóna lopapeysur af húsfreyjunni þar. Sú peysa var alltaf heldur stór en ákaflega falleg svo ég brá á það ráð að setja hana í þvottavél og þæfði hana og þá passaði hún svona glimrandi. Þegar ég klæðist þessari peysu vekur það ævinlega mikla lukku, hún þykir svo flott. En sú fimmta og nýjasta er peysa sem Birna vinkona mín prjónaði en hún er algjör snillingur. Sú peysa er með ýmsum útúrdúrum, það er hægt að hneppa af henni ermunum og einnig er hægt að hneppa neðan af henni. Mér finnst hún svakalega flott.“ Hrafnhildur Inga gerir lítið úr eigin prjóna- hæfileikum og segist lítið kunna á prjónana. „Þó hef ég prjónað eina lopapeysu um dag- ana, en hún var ekki með neinu mynstri og satt að segja má þakka fyrir að hún skuli hafa hangið saman, af því ég prjóna svo laust,“ seg- ir Hrafnhildur Inga sem er afskaplega ánægð með hversu íslenska lopapeysan er orðin vin- sæl. „Mér finnst líka skemmtilegt hvernig er búið að útfæra hana á ýmsa vegu, meðal ann- ars sem ermalausa kjóla. Svo er lopapeysan orðin að frábærri útflutningsvöru, útlendingar ganga niður Laugaveginn og kaupa sér lopa- peysur í hrönnum.“ Allir í lopapeysu á laugardögum Morgunblaðið/Kristinn Peysukona Nýjustu lopapeysuna hennar Hrafnhildar prjónaði Birna vinkona hennar en m.a er hægt að hneppa af henni ermunum. Hún lítur á hina rammís- lensku lopapeysu sem sam- einingartákn fyrir þjóð í hremmingum. Sjálf á hún fimm slíkar og sumar fornar. Morgunblaðið/Golli ÍSLENSKA sauðkindin hefur fylgt okkur frá örófi alda og hún gefur af sér sérstaka og gæðaríka ull. Ullin hef- ur frá náttúrunnar hendi afar góða einangrunareig- inleika og stafar það af því að þræðirnir eru liðaðir og loftrými er því mikið í þeim. Hún er tiltölulega teygj- anleg og þolir vel notkun. Ullin hefur góða rakaeig- inleika og getur innihaldið vökva allt að 35%. Uppsog ullar á vökva er frekar hægt og hrindir því ullin frá sér vökva. Ullin er slitsterk og pressun helst vel í henni. Ull- in krumpast minnst af náttúrulegum efnum en það staf- ar af eiginleikum þráðanna til þess að rétta sig við. (www.wikipedia.com) Gæðaþræðir ullarinnar ÍSLENSKA lopa- peysan hefur löngum komið sér vel við hinar ólík- ustu aðstæður. Þessar blómarósir klæddust báðar sígildum lopa- peysum þar sem þær sinntu ung- lingavinnunni fyr- ir rúmum tveimur áratugum. Margir eiga góðar lopapeysu- minningar frá úti- legum í íslenskri náttúru og alveg er þessi flík ómissandi í smala- mennskum. Eins er hún ævinlega með í för í hestaferðalögum, gönguferðum um hálendið og ýmsum vetrarævintýr- um. Í stormum og stórsjó hefur hún líka bjargað mörgum manninum frá ofkælingu. Til er fólk sem gengur aldrei í öðru en lopapeysu, á öllum tímum ársins. Þá er stundum sagt að peysan sé samvaxin viðkomandi einstaklingi. Hvar sem er, hvenær sem er – Lifið heil Lægra verð í Lyfju www.lyfja.is ÍS L E N S K A /S IA .I S /L Y F 49 28 4 02 /1 0 Otrivin tveir í einum - fjölskyldupakki 8% ódýrari 1.234 kr. Nicotinell Mint 2 mg, 300 stk. 19% ódýrara en 204 stk. pakkning með myntubragði miðað við hvert tyggjó. 8.127 kr.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.