Morgunblaðið - 25.02.2010, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 25.02.2010, Blaðsíða 18
18 Daglegt líf MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. FEBRÚAR 2010 Börn og konur á Akureyri gleðjast sérstaklega þessa vikuna. Ástæðan er snjór; börnum er eðlislægt að þykja gaman þegar mjöll fyllir bæ- inn en kvenpeningurinn stefnir á kvennaskíðagönguna Í spor Þór- unnar hyrnu sem verður í Hlíð- arfjalli um helgina.    Ganga kennd við Þórunni eiginkonu Helga magra fór fyrst fram 2008 en sambærilegar kvennagöngur fara árlega fram bæði í Noregi og Sví- þjóð. Um 70 konur tóku þátt í Þór- unnargöngunni 2008, í fyrra mættu 113 til leiks, kvenfólk á öllum aldri.    Skíðagangan er haldin í samvinnu við Mjólkursamsöluna. Vegalengd- irnar sem hægt er að ganga eru 3,5 eða 7,0 km. Engin tímataka er í göngunni og er útiveran, skemmt- unin og félagsskapurinn í fyrirrúmi. Á leiðinni er boðið upp á veitingar og einnig þegar komið er í mark.    Þó að gangan sé ekki opin körlum hef ég þokkalegar heimildir fyrir því að einhverjir þeirra gleðjist líka. Þeir geta farið á skíði, þeyst á sleð- anum eða bara hreinsað snjóinn af þakinu.    Friðbjarnarhús, eitt glæsilegasta húsið við Aðalstræti í Innbænum, er nú komið í eigu Akureyrarbæjar. Góðtemplarareglan afhenti bænum það að gjöf á dögunum og nú hefur verið auglýst eftir hugmyndum um notkun hússins.    KFC á Íslandi hefur sótt um lóð í miðbæ Akureyrar fyrir Kentucky Fried Chicken veitingastað. Skipu- lagsnefnd frestaði afgreiðslu máls- ins á síðasta fundi en í gögnum kem- ur fram að staðurinn eigi að vera 2000-3000 fermetrar.    „Bernskan: Krímsóda, lindubuff, skautar og skíði. Stutt til ömmu,“ segir í skemmtilegri tilvitnun í séra Svavar Alfreð Jónsson á heimasíðu Akureyrarbæjar. Síðan segir: „Æsk- an: Rúnturinn og Menntaskólinn. Stutt í Svarfaðardal. Fullorðinsár: Bókasafnið, leikhúsið og sundlaugin. Stutt í veiði. Framtíðin: Veitinga- staðir og menningarlíf. Stutt til Kaupmannahafnar. Alltaf: Gott veð- ur og kirkjan á brúninni. Stutt heim.“ Allt hárrétt...    Hljómsveitin Rokk, með Sjonna Brink í fararbroddi, leikur á Vél- smiðjunni á föstudags- og laug- ardagskvöld.    Íbúi við Helgamagrastræti hefur kvartað undan hraðakstri um götuna en skipulagsnefnd bæjarins telur ekki ástæðu til aðgerða. Hverfið er skilgreint sem 30 km svæði en í mælingu framkvæmdadeildar bæj- arins á tíu daga tímabili fyrr á árinu var meðalhraðinn 25 km.    Íbúi við Oddeyrargötu hefur einnig kvartað vegna hraðaksturs. Þar er líka 30 km hámarkshraði, með- alhraði skv. mælingu fram- kvæmdadeildar var 37 km á tíu daga tímabili í janúar en skipulagsnefnd telur þó ekki þörf á úrbótum.    Hljómsveitin Todmobile verður með tónleika á Græna Hattinum bæði á föstudags- og laugardagskvöld. Boð- ið verður upp á brot af því besta sem sveitin hefur samið í gegnum tíðina. AKUREYRI Skapti Hallgrímsson Skapti Hallgrímsson Gaman Börn að leik uppi á hól í Glerárhverfi í fyrradag. Engar konur voru sjáanlegar; þær hafa sennilega verið að æfa sig fyrir Þórunnargönguna. Bónus Gildir 25.-28. febrúar verð nú áður mælie. verð Os brauðostur ........................... 972 1231 972 kr. kg My samlokubrauð, 770 g ........... 198 279 257 kr. kg N.v. ferskt nautahakk ................. 898 998 898 kr. kg G.v ferskar grísakótelettur ........... 898 998 898 kr. kg G.v. ferskt grísagúllas ................. 898 998 898 kr. kg G.v. ferskt grísasnitsel ................ 898 998 898 kr. kg Heinz tómatsósa, 2x567 g.......... 198 396 174 kr. kg Ariel þvottaefni, 28 þvottar ......... 1.398 1459 50 kr. stk. Lenor gulur, 2 l .......................... 298 398 149 kr. ltr Wella sjampó+næring, 800 ml.... 699 1.196 874 kr. ltr Fjarðarkaup Gildir 25.-27. febrúar verð nú áður mælie. verð Lambalærissneiðar, 1. fl............. 1.545 1.845 1.545 kr. kg Lambainnralæri ......................... 2.498 2.998 2.498 kr. kg Hamborgarar, 4x80 g m/brauði .. 456 548 564 kr. pk. Móa kjúklingalæri ...................... 599 998 599 kr. kg Móa kjúklingavængir.................. 305 508 305 kr. kg FK kindabjúgu ........................... 398 629 398 kr. kg Ali reykt medisterpylsa ............... 653 871 653 kr. kg Ali ítölsk steik............................ 1.319 2.198 1.319 kr. kg 6x2 l pepsi/pepsi max +4 glös ... 1.188 1.434 198 kr. stk. Hagkaup Gildir 25.-28. febrúar verð nú áður mælie. verð Nautaat gúllas........................... 1.494 2.298 1.494 kr. kg Nautaat snitsel.......................... 1.494 2.298 1.494 kr. kg Nautaat piparsteik ..................... 1.949 2.998 1.949 kr. kg Íslandsnaut ungnauta roastbeef.. 1.998 2.298 1.998 kr. kg Íslandslamb ferskt læri............... 1.364 2.098 1.364 kr. kg Holta heill kjúklingur .................. 598 949 598 kr. kg Holta kjúklingaleggir .................. 519 798 519 kr. kg Holta kjúklingavængir ................ 259 398 259 kr. kg Rifsberjalegin helgarsteik ........... 1.728 2.468 1.728 kr. kg Myllu risabrauð, 1 kg ................. 199 249 199 kr. stk. Kostur Gildir 25. feb.-1. mars verð nú áður mælie. verð Goða grísalundir kryddlegnar ...... 1.874 2.498 1.874 kr. kg Goða grísasnitsel....................... 1.274 1.698 1.274 kr. kg Goða Bayoneskinka ................... 994 1.325 994 kr. kg KF baconpylsa ........................... 638 805 638 kr. kg Kirkland þvottaefni, 11,7 kg ....... 3.995 4.890 341 kr. kg Aro Wc pappír, 10 stk. ............... 499 569 49 kr. stk. Aro uppþvottav. töflur, 120 stk. ... 1.889 2.355 15 kr. stk. Nopa mýkingarefni, 2 l ............... 449 589 225 kr. ltr Örbylgjupopp, 12x100 g ............ 599 785 49 kr. stk. Krónan Gildir 25.-28. febrúar verð nú áður mælie. verð Krónu kjúklingabringur ............... 1.698 1.798 1.698 kr. kg Krónu kjúklingur, ferskur ............. 598 698 598 kr. kg Móa kjúklingakjuðar................... 489 699 489 kr. kg Móa kjúklingaleggir .................... 599 998 599 kr. kg Holta buffaló/BBQ vængir í fötu .. 398 698 398 kr. pk. Holta kjúklingastrimlar, eldaðir.... 1.836 2.295 1.836 kr. kg Matf. kjúkl.mán. skinka/ostur ..... 1.459 2.085 1.459 kr. kg Holta kjúklingabr. álegg.............. 2.398 2.995 2.398 kr. kg Móa kjúklinganaggar, ferskir ....... 1.459 2.085 1.459 kr. pk. Matf. kjúklingakjöt, fahitas ......... 1.599 2.299 1.599 kr. kg Nóatún Gildir 25.-28. febrúar verð nú áður mælie. verð Grísasteik að hætti Dana............ 999 1.998 999 kr. kg Ungnautaborgari, 90 g ............... 109 169 109 kr. stk. Ungnautalund, erlend ................ 2.999 3.998 2.999 kr. kg Ungnauta innlæri, danskt ........... 1.979 3.298 1.979 kr. kg Ungnautagúllas ......................... 1.698 2.198 1.698 kr. kg Ungnautasnitsel ........................ 1.798 2.398 1.798 kr. kg Ungnautafille ............................ 2.898 3.898 2.898 kr. kg Ungnauta Rib Eye ...................... 2.998 3.498 2.998 kr. kg Ungnautahakk........................... 1.098 1.398 1.098 kr. kg Meistara möndlukaka ................ 399 625 399 kr. stk. Þín verslun Gildir 25. feb.-3. mars verð nú áður mælie. verð Folaldagúllas úr kjötborði ........... 1.598 1.898 1.598 kr. kg Folaldasnitsel úr kjötborði .......... 1.698 1.998 1.698 kr. kg Folaldafile úr kjötborði ............... 2.398 2.889 2.398 kr. kg Ísfugls kjúklingur, heill ................ 682 975 682 kr. kg Daloon kínarúllur, ofn, 720 g ...... 798 998 1.109 kr. kg Myllu hjónabandssæla ............... 669 998 669 kr. stk. Swiss Miss kakó í dós, 737 g...... 698 875 948 kr. kg Lambi salernisrúllur, hvítar, 6 rl. .. 485 625 81 kr. stk. Neutral taumýkir, 1.000 ml......... 479 619 479 kr. ltr Skittles ávaxtahlaup, 195 g ........ 389 519 1.995 kr. kg helgartilboð Góð kaup í kjöti Morgunblaðið/Ómar ÞAÐ hefur góð áhrif á málfærni ein- staklinga sem fengið hafa heilablóð- fall að kenna þeim að syngja. Þetta eru niðurstöður rannsóknar sem Gottfried Schlaug, prófessor í taugafræðum við Beth Israel Deaco- ness læknamiðstöðina og læknadeild Harvard háskóla, fór fyrir og greint var frá á fréttavef BBC. Söngurinn er talinn nýta annað svæði heilans en málið og hefur gef- ist vel við að breyta boðleiðum heil- ans og hjálpa sjúklingum að öðlast málið á ný. Þegar er farið að nýta söng sem læknisfræðilega aðferð, en tækninni var fyrst beitt eftir að í ljós kom að einstaklingar sem fengið höfðu heilablóðfall gátu sungið þrátt fyrir að geta ekki talað. Flestar tengingar sem stjórna hreyfingu og heyrn eru í hægra hveli heilans. „En það er eins konar samsvarandi hola vinstra megin,“ segir Schlaug. „Einhverra hluta vegna skortir tengslin þannig að vinstra hvelið er meira nýtt fyrir málnotkun. Hafi það hvel skaddast á hægra hvelið í erfiðleikum með að gegna því hlutverki.“ Séu orðin hins vegar færð yfir í söng myndast nauðsynlegar teng- ingar í hægra hvelinu. „Tónlist kann að vera önnur leið til að tengja hluta heilans sem skortir tengingar.“ Söngstöðvarnar geta þjálf- að upp málþroskann á ný Morgunblaðið/Brynjar Gauti Söngur Nýtir önnur svæði heilans en talstöðvarnar gera. –– Meira fyrir lesendur PANTAÐU AUGLÝSINGAPLÁSS MEÐAL EFNIS: Viðtöl við fyrirlesara ráðstefnunnar. Viðtal við formann Ímark. Hvernig má bæta ímynd Íslands með markaðssetningu. Neytendur og auglýsingar. Góð ráð fyrir markaðsfólk Hverjir keppa um Lúðurinn? Viðtöl við fólkið á bak við tjöldin í bransanum. Niðurstöður úr árlegri könnun Capacent meðal auglýsenda. Ásamt fullt af öðru spennandi efni. ÍMARK ÍSLENSKI M RKAÐSDAGURINN PÖNTUNARTÍMI AUGLÝSINGA: Fyrir kl. 16, föstudaginn 26. febrúar. NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR: Katrín Theódórsdóttir Sími: 569 1105 kata@mbl.is Morgunblaðið gefur út sérblað fimmtudaginn 4.mars og er tileinkað Íslenska markaðs- deginum sem ÍMARK stendur fyrir þann 5.mars.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.