Morgunblaðið - 25.02.2010, Blaðsíða 8
8 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. FEBRÚAR 2010
FRÉTTASKÝRING
Eftir Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
ÞETTA er undanbragðalaust sjón-
armið heimildarmanna innan lífeyr-
issjóða og í launþegahreyfingunni.
Mætti slá því föstu eins og umræð-
an er að þróast innan lífeyrissjóð-
anna, að fjárfestingarsjóður þeirra,
Framtakssjóður Íslands, muni
t.a.m. ekki verða meðfjárfestir í
Högum með fyrrverandi eigendum
félagsins, sem fengið hafa forkaups-
rétt, þegar hafist verður handa við
sölu þess félags.
16 lífeyrissjóðir standa að Fram-
takssjóðnum sem ætlað er að fjár-
festa í fyrirtækjum sem eiga sér
vænlegan rekstrargrundvöll og
skuldbundu sig til að leggja honum
til 30 milljarða í hlutafé.
Sjóðurinn á að verða áhrifa-
fjárfestir. „Þar sem við förum inn
gerum við það myndarlega til að
hafa áhrif. Við erum ekki bara að
koma með peninga til að fylla upp í
eyður hjá öðrum,“ segir Ágúst Ein-
arsson stjórnarformaður.
Göngum í takt
Hvassri viðvörun og áskorun
stjórnar Kennarasambands Íslands
um að sjóðirnir fjárfesti ekki í fyr-
irtækjum sem eru í eigu eða undir
stjórn aðila, sem áður hafa valdið
sjóðunum alvarlegu fjárhagstjóni er
vel tekið á vettvangi lífeyrissjóð-
anna. Haft var eftir Arnari Sig-
urmundssyni, formanni Lands-
samtaka lífeyrissjóða, í
Morgunblaðinu í gær að þetta væri
brýnt mál sem rætt yrði nánar. „Ég
heyri það sem Eiríkur Jónsson [for-
maður KÍ] segir og hef engar at-
hugasemdir við það,“ segir Ragnar
Önundarson, formaður stjórnar Líf-
eyrissjóðs verzlunarmanna. „Við
göngum í takt með lífeyrissjóðunum
í þessu,“ segir Ágúst Einarsson.
Samskonar mat verði haft að leið-
arljósi á vettvangi Framtakssjóðs-
ins, sem er að ganga frá fjárfesting-
arstefnu sinni. „Við erum hluti af
samfélaginu, okkar hlutverk er að
vera leiðandi í endurreisninni og
það verður að gerast í sátt við þjóð-
félagið sem er verið að endurreisa.“
Lífeyrissjóðirnir glíma hins vegar
þessa dagana við stór álitamál
vegna skuldameðferðar og nauða-
samninga um fyrirtæki sem bank-
arnir hafa tekið yfir, þar sem lífeyr-
issjóðir eru meðal stórra kröfuhafa.
Tugir milljarða geta verið í húfi fyr-
ir sjóðina og togast á sjónarmið um
siðferðileg gildi og kalt mat á því
hvaða leiðir eru færar til að end-
urheimta fé sjóðanna. Jafnvel þó
það þýði að viðkomandi banki
ákveði að afhenda fyrirtækið fyrri
eigendum á nýjan leik. „Það er
hægara um að tala en í að komast,“
segir stjórnarmaður í stórum lífeyr-
issjóði, sem bendir á að miklu skipti
fyrir hagsmuni sjóðfélaga hvaða leið
verður fyrir valinu við skulda-
meðferð fyrirtækja. Spurningin
snúist á endanum um það hvort
sjóðfélagar eru reiðubúnir að láta
peningalega hagsmuni víkja og
sætta sig við skerðingu lífeyrisrétt-
inda hjá sjóðnum af hugsjónaástæð-
um ef svo ber undir. Stjórnarmaður
í öðrum sjóði segir mikil fundarhöld
eiga sér stað hjá stjórn sjóðsins um
þessi álitamál. Málefni Bakkavarar
Group eru sérstaklega nefnd til sög-
unnar í þessu samhengi. Fram kom
í fréttaskýringu hér í blaðinu fyrir
skömmu að nauðasamningarnir sem
lagðir voru fyrir kröfuhafa fela í sér
að Lýður og Ágúst Guðmundssynir
munu stýra Bakkavör áfram. Þrír
stærstu lífeyrissjóðir landsins eru
meðal stærstu kröfuhafa auk Arion
banka og þrotabúa Kaupþings og
Glitnis. Skuldin við íslensku kröfu-
hafana er 60 milljarðar og engar
eignir í félaginu.
Fallast á nauðasamninga eða
keyra félög í þrot
Viðmælandi segir miklar umræð-
ur fara fram um þessa valkosti,
hvort réttlætanlegt sé að fallast á
nauðasamninga og bjarga ein-
hverjum fjármunum eða láta allt
fara í gjaldþrot, sem hefði í för með
sér að lífeyrissjóðirnir þyrftu að af-
skrifa skuldabréfin að fullu ,,Það er
þetta sem menn standa frammi fyr-
ir.“ Oftast ráði viðskiptabankinn
ferðinni og hanni lausnirnar sem
sjóðirnir þurfi síðan að samþykkja
eða hafna. Þar liggur vandinn.
Glíma við siðferðisspurningar
Morgunblaðið/Golli
Rík ábyrgð Lífeyrissjóðunum er falið að gæta lífeyris landsmanna en þeir eru um leið mikilvægasta fjárfestingarafl
landsins um þessar mundir. Forsvarsmenn þeirra standa frammi fyrir kröfum um siðferði og samfélagslega ábyrgð.
Lífeyrissjóðir munu forðast fjárfestingar með útrásarvíkingum Takast á við álitamál um endur-
heimt peninga í nauðasamningum eða hvort keyra á félög í þrot þótt það kosti skerðingu lífeyrisréttinda
Enginn hljómgrunnur er fyrir því
innan öflugustu lífeyrissjóða
landsmanna að sjóðirnir fjárfesti
í fyrirtækjum sem verða undir
stjórn eða að einhverju leyti í
eigu umdeildra útrásarvíkinga.
Þótt forsvarsmenn Framtakssjóðs
lífeyrissjóðanna segi að Hagar
verði skoðaðir eins og aðrir fjár-
festingarkostir þegar söluferlið
hefst hafa mál þess ekkert komið
inn á borð sjóðsins. Ákvarðanir
Arion banka um málefni Haga eru
gagnrýndar af mönnum sem fara
með málefni lífeyrissjóða. Bank-
inn hafi látið sér til hugar koma
að ákveða sjálfur fyrir væntanlega
fjárfesta hverjir verði meðfjár-
festar og um leið stjórnendur fé-
lagsins en ætli svo stórum sjóð-
um á borð við lífeyrissjóði, „sem
eru fullir af almannafé að sitja
bara í aftursætinu hjá þeim. Þetta
gengur ekki upp. Þetta er bara
ekki gert svona,“ segir viðmæl-
andi sem gjörþekkir þessi mál.
Greinilegt sé að bankinn hafi ver-
ið að þreifa sig áfram og virðist
líða fyrir að þá sem þar halda um
stjórnvölinn skorti starfsreynslu á
þessu sviði.
Nú virðist bankinn hafa bakkað
frá fyrri hugmyndum fyrir jól þeg-
ar áform voru uppi um að bankinn
myndi eiga 49%. Bankinn komi
ekki eingöngu fram í hlutverki
lánveitanda og veðhafa heldur
hafi blandað sér í eignaraðildina.
Virðist líða fyrir reynsluskort á þessu sviði
Eftir Helga Bjarnason
helgi@mbl.is
„ÞAÐ er verið að draga okkur á asnaeyrunum. Láta okk-
ur bíða og bíða og reyna þannig að drepa niður áhuga
heimafólks á þessu,“ segir Garðar Páll Vignisson, bæj-
arfulltrúi í Grindavík. Grindvíkingar telja sig hafa loforð
tveggja ráðherra um heimild til stofnunar menntaskóla í
bænum en fá ekki formlega staðfestingu þess.
Áhugi hefur verið á að koma upp framhaldsnámi í
Grindavík í nokkur ár. Sérstakur verkefnisstjóri hefur
unnið að málinu í bráðum tvö ár. Menntamálaráðuneytið
skipaði starfshóp sem lokið hefur störfum.
Grindavíkurbær hefur lýst sig reiðubúinn að leggja
fjármuni í verkefnið. Tilbúin er áætlun um að hefja
kennslu fyrsta árgangsins á komandi hausti. Búið var að
útvega húsnæði og stundaskráin tilbúin. Katrín Jak-
obsdóttir menntamálaráðherra og Steingrímur J. Sigfús-
son fjármálaráðherra hafa gefið munnleg loforð um að
skólastarf hæfist í haust, að því er fram kemur í bókun á
bæjarstjórnarfundi fyrr í mánuðinum.
En það stendur á formlegu svari menntamálaráðu-
neytisins. „Við erum búin að bíða ansi lengi eftir skrif-
legu svari, það er farið að skipta mánuðum. Við getum
ekki gert ráðstafanir um framtíð barnanna okkar nema
hafa formlega heimild ráðuneytisins. Það virðist vera
einhver andstaða í ráðuneytunum,“ segir Garðar Páll
sem mikið hefur unnið að framgangi málsins. „Við erum
að falla á tíma með að byrja í haust.“
Hugmynd Grindvíkinga var að stofna sjálfstæðan
skóla en ráðuneytið vildi að skólinn yrði útibú frá öðrum
framhaldsskóla. Rætt hefur verið óformlega við stjórn-
endur Flensborgarskóla í Hafnarfirði um samstarf.
Spurður um hugsanlega samvinnu við Fjölbrautaskóla
Suðurnesja segir Garðar að skoðanir stjórnenda þess
skóla og Grindvíkinga um framtíðina fari ekki saman.
„Fullnýting hugar og handa“
Hugmyndir eru uppi um að framhaldsskóli í Grindavík
verði með svipuðu sniði og Menntaskóli Borgarfjarðar.
Boðið verði upp á þriggja ára nám til stúdentsprófs.
Um 50 nemendur eru í hverjum árgangi grunnskóla í
Grindavík og skólinn myndi þá byrja með um 50 nem-
endur en verða 150 til 200 manna skóli eftir fáein ár.
Garðar Páll telur að framhaldsskóli muni hafa mikla
þýðingu fyrir Grindavík, ekki aðeins í aukinni menntun
ungmenna. „Þetta er stóriðjan okkar, ekki með útsölu á
orku heldur fullnýtingu hugar og handa.“
Verið að drepa niður
áhuga heimafólks
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Einbeittar Hugsanlegir nemendur í nýjum framhalds-
skóla í Grindavík taka þátt í körfuboltamóti.
Grindvíkingar óánægðir
með að fá ekki staðfestingu á
loforðum um framhaldsskóla
SAMNINGUR um uppbyggingu
svokallaðrar Fab Lab-smiðju á
Sauðárkróki var undirritaður í
gær. Fulltrúar Fjölbrautaskóla
Norðurlands vestra, Sveitarfé-
lagsins Skagafjarðar, Nýsköp-
unarmiðstöðvar Íslands og Há-
tækniseturs Íslands undirrituðu
samninginn.
„Fab Lab á Sauðárkróki mun
hefja starfsemi í verknámshúsi
Fjölbrautaskólans síðari hluta
sumars. Smiðjunni er ætlað að
gefa frumkvöðlum, nemendum,
almenningi og starfsmönnum fyr-
irtækja og stofnana tækifæri til
að láta hugmyndir sínar verða að
veruleika með því að hanna, móta
og framleiða hluti með aðstoð
stafrænnar tækni,“ segir í frétt
frá sveitarfélaginu Skagafirði.
Fab Lab stendur fyrir Fabri-
cation Laboratory og átti hinn
virti MIT-háskóli í Bandaríkj-
unum frumkvæði að stofnun Fab
Lab. Slíkar starfrænar smiðjur
eru t.d. víða í Bandaríkjunum,
Gana, Suður-Afríku, Kostaríku,
Indlandi og á Spáni auk Vest-
mannaeyja en þar opnaði Nýsköp-
unarmiðstöð Íslands Fab Lab árið
2008.
Fab Lab opnuð
á Sauðárkróki
Verður smiðja fyrir frumkvöðla
Fab Lab Samningurinn um Fab Lab var undirritaður á Sauðárkróki í gær.