Morgunblaðið - 25.02.2010, Blaðsíða 6
6 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. FEBRÚAR 2010
Eftir Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
SKÓLAHREYSTI, liðakeppni
grunnskóla í kraftagreinum og
hraðaþraut, hefst í Austurbergi í
dag, en keppnin hefur farið fram
árlega síðan 2005 að frumkvæði
hjónanna Andrésar Guðmunds-
sonar og Láru B. Helgadóttur.
Fyrsta árið kepptu sex skólalið, en
að þessu sinni eru 120 skólar skráð-
ir til leiks og hafa aldrei verið fleiri.
Keppnin er svæðaskipt og er
fjögurra manna skólaliðunum skipt
í 10 riðla. Riðlakeppnin fer fram
fjóra fimmtudaga í röð og lýkur
henni 18. mars. Efstu liðin í hverj-
um riðli ásamt tveimur stigahæstu
liðunum þar á eftir mæta síðan í úr-
slitakeppnina í Laugardalshöll 29.
apríl.
Rúmlega 13.000 áhorfendur
Í hverju liði eru tvær stúlkur og
tveir piltar sem skipta keppnis-
greinunum á milli sín. Keppendur
hafa fengið mikinn stuðning frá
skólafélögum sínum og í fyrra dró
keppnin að sér meira en 13.000
áhorfendur.
Keppt verður í þremur riðlum í
dag. Í 1. riðli eru 11 skólar á Suður-
landi og hefst keppni þeirra klukk-
an 13.00. Kl. 16.00 byrjar keppni í
2. riðli þar sem eru lið 16 skóla í
Reykjavík og keppni 3. riðils, 11
skóla í Reykjavík, byrjar kl. 19.00.
Með Morgunblaðinu í dag fylgir
sérstakt blað um Skólahreysti.
Morgunblaðið/Ómar
Sterk Eva Hlín Harðardóttir úr
Foldaskóla tók 60 armbeygjur í
keppninni fyrir tveimur árum.
Skóla-
hreysti í
sjötta sinn
Lið 120 grunnskóla
keppa og aldrei fleiri
„ÞAÐ ER mikið fjör í kiðlingunum,“ segir Vil-
hjálmur Grímsson, bóndi á Rauðá í Þingeyjarsveit,
en huðnurnar hans báru allar á níu daga tímabili,
frá 11.-20. febrúar, sem Vilhjálmur segir frekar
óvenjulegt. Á Rauðá eru 13 geitur, 12 huðnur og
einn hafur. Kiðlingarnir, sem eru 15 talsins, eru í
öllum litum. Rauðá er eina geitabúið á stóru svæði
og skólahópar koma oft í heimsókn til að skoða
geiturnar. „Oft fleiri hundruð á ári,“ segir Vil-
hjálmur. Geitabúskapurinn er aðeins aukabúgrein
á Rauðá en þar er einnig fjárbúskapur og nauta-
bú. Ekki tíðkast að gefa geitunum nafn á Rauðá,
en þó heitir sú elsta Killa. Þessi nýborni kiðling-
ur fer á fjöll í vor með hópnum en geiturnar
ganga frjálsar á sumrin þar til fer að snjóa.
Löng hefð fyrir geitabúskap á Rauðá í Þingeyjarsveit
Morgunblaðið/Atli Vigfússon
Allar huðnurnar báru á níu dögum
HALDIN var opin málstofa á
vegum sjávarútvegs- og land-
búnaðarráðuneytisins í gær í
Reykjavík um veiðar og
vinnslu makríls og meðal ann-
ars var þar birt skýrsla vinnu-
hóps um veiðarnar. Friðrik J.
Arngrímsson, framkvæmda-
stjóri Landssambands ís-
lenskra útvegsmanna, segir
margt fróðlegt hafa komið
fram og umræðurnar hafi verið
gagnlegar.
„Þetta var allra fínasti upplýsingafundur, menn
voru að deila með sér ýmiss konar þekkingu,“ seg-
ir Friðrik. „Þarna voru fyrirlestrar um allt sem
lýtur að makrílveiðum, vinnslu og sölu og líka
fiskifræðinni.“ Hann er spurður um fund í Noregi
sem íslenskir fulltrúar munu taka þátt í eftir tvær
vikur en þar verður rætt um heildarstjórnun
makrílveiða.
„Ég tel engar líkur á að það verði nokkur ár-
angur af þeim fundi. En þetta er eitt skref á langri
leið. Þetta er í fyrsta sinn sem Noregur og Evr-
ópusambandið axla ábyrgð og viðurkenna að Ís-
land sé strandríki með fullan rétt til að taka þátt í
stjórnun veiða úr þessum stofni, þá kröfu höfum
við gert í meira en áratug. En það ber svo mikið á
milli að engar líkur eru á að samningar takist, þeir
ætla okkur bara eitthvert smáræði.“ kjon@mbl.is
„Engar líkur á að samningar
takist um heildarstjórnun“
Framkvæmdastjóri LÍÚ segir of mikið bera á milli í deilunum um makrílkvóta
Í HNOTSKURN
»Makrílveiðar hafa á seinni árum orðiðumtalsverður hluti af sjávarútvegi Ís-
lendinga. En margir benda á að brýnt sé að
ná hámarksarði af veiðunum með því að
nýta sem mest til manneldis í stað þess að
bræða megnið af fiskinum.
» Íslendingar hafa úthlutað sér einhliðakvóta af þeim makríl sem veiðist í lög-
sögu landsins. Veiðikvótinn er á þessu ári
130 þúsund tonn.
Friðrik J.
Arngrímsson
Eftir Andra Karl
andri@mbl.is
SNÖRP orðaskipti urðu á Alþingi í
gær í kjölfar fyrirspurnar Sigurgeirs
Sindra Sigurgeirssonar, varaþing-
manns Framsóknarflokks, til utanrík-
isráðherra um þær stjórnsýslubreyt-
ingar sem gera þarf áður en Ísland
telst tækt til inngöngu í Evrópusam-
bandið. Þingmenn allra flokka – utan
Hreyfingarinnar – létu til sín taka og
sitt sýndist hverjum um ágæti fyrir-
hugaðra aðildarviðræðna.
Landsbyggðarþingmenn voru áber-
andi í umræðunni, s.s. Vigdís Hauks-
dóttir, þingmaður Framsóknarflokks,
Unnur Brá Konráðsdóttir, þingmaður
Sjálfstæðisflokks, og Lilja Rafney
Magnúsdóttir, þingmaður Vinstri
grænna. Höfðu þær uppi stór orð um
þá ákvörðun Alþingis að halda í aðild-
arviðræður.
Ein bað landsmenn að muna þennan
örlagadag enda væri ríkisstjórnin að
hefja baráttu fyrir ESB en láta barátt-
una um heimilin lönd og leið. Önnur
sagði aðildarumsóknina arfavitlausa og
hún sæi eftir hverri krónu. Raunar
gæti enginn sagt til um kostnaðinn
þannig að Íslendingar væru að afhenda
óútfylltan tékka.
Öllu hógværari voru þær Ragnheið-
ur Ríkharðsdóttir, þingmaður Sjálf-
stæðisflokks, og Siv Friðleifsdóttir,
þingmaður Framsóknarflokks. Báðar
vildu þær að spöruð yrðu gífuryrðin.
Siv minnti á að meirihluti Alþingis hefði
samþykkt að halda í þessa vegferð – og
Framsóknarflokkur hefði ályktað að
fara í viðræður með skilyrðum.
Ragnheiður benti á að enn ætti eftir
að semja og sjá hvað kæmi út úr við-
ræðunum og að það væri þjóðarinnar
að kjósa um inngöngu.
Ágæti aðildarviðræðna
kom til umræðu á þingi
Þingmaður bað landsmenn að muna þennan örlagaríka dag
» ESB-umsóknin að-
eins óútfylltur tékki
» Meirihluti Alþingis
samþykkti
Rau›arárstígur 14, sími 551 0400 · www.myndlist.is
Opið virka daga 10–18, laugard. 11–16, sunnud. 14–16
Listmunauppboð á næstunni
Gallerí Fold · þekkt fyrir trausta þjónustu
Áhugasamir vinsamlegast hafið samband í síma
551-0400, 896-6511 (Tryggvi),
845-0450 (Jóhann)
Erum að taka á móti verkum núna í
Galleríi Fold við Rauðarárstíg