Morgunblaðið - 25.02.2010, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 25.02.2010, Blaðsíða 16
16 FréttirERLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. FEBRÚAR 2010 Eftir Boga Þór Arason bogi@mbl.is TIL átaka kom í gær milli lögreglumanna og ungmenna sem tóku þátt í mótmælum þús- unda manna í miðborg Aþenu gegn sparnaðar- áformum grísku stjórnarinnar vegna mikils fjárlagahalla. Átökin hófust þegar um 50 ungmenni reyndu að ráðast inn í nokkur lúxushótel við Syntagma-torgið í miðborg Aþenu. Lögreglan beitti táragasi til að flæma ungmennin burt en um 250 aðrir mótmælendur tóku þá að kasta steinum og nokkrum eldsprengjum að lög- reglumönnunum. Tveir ljósmyndarar slös- uðust og þrír mótmælendanna voru hand- teknir. Rúður voru brotnar í um 20 verslunum í grenndinni. Lögreglan áætlar að alls hafi um 27.000 manns tekið þátt í mótmælunum í Aþenu og um 7.000 manns mótmæltu sparnaðar- áformum stjórnarinnar á götum Þessalóníku. Lögðu niður vinnu í sólarhring Atvinnulífið í Grikklandi lamaðist í gær vegna sólarhrings verkfalls samtaka ríkis- starfsmanna og annarra verkalýðssamtaka. Efnt var til verkfallsins til að mótmæla áformum stjórnarinnar um að minnka fjár- lagahallann sem nemur nú 12,7% af vergri landsframleiðslu. Samkvæmt skilyrðum evr- ópska myntbandalagsins má hallinn ekki vera meiri en 3% af landsframleiðslunni. Gríska stjórnin hefur lofað að minnka fjár- lagahallann í 8,7% af landsframleiðslunni í ár. Stjórnin hefur einnig heitið því að grynnka á skuldum ríkisins með því að frysta laun ríkis- starfsmanna, hækka meðaleftirlaunaaldurinn í 63 ár ekki síðar en árið 2015 og hækka skatta á bensín, áfengi og tóbak. Stjórnin hefur einnig boðað aðgerðir til að draga úr skattaundan- skotum, en svarta hagkerfið í Grikklandi er talið nema um 30% af vergri landsframleiðslu. Fréttaskýrendur telja líklegt að gríska stjórnin neyðist til að grípa til frekari sparnaðaraðgerða á næstu mánuðum til að fullnægja skilyrðum Evrópusambandsins. Hugsanlegt er til að mynda að stjórnin hækki virðisaukaskattinn sem er nú 19%. Matsfyrirtækið Fitch ákvað í fyrradag að lækka lánshæfismat fjögurra stærstu stærstu banka Grikklands og það verður til þess að dýrara verður fyrir bankana og gríska ríkið að taka lán. Gríska stjórnin þarf að gera stjórnvöldum í hinum evrulöndunum fimmtán grein fyrir sparnaðaráformum sínum ekki síðar en 16. mars. Fjármálaráðherrar evrulandanna fimm- tán hafa varað Grikki við því að þeir kunni að þurfa að grípa til frekari aðgerða ef sparnaðar- áformin, sem þegar hafa verið ákveðin, duga ekki til að minnka fjárlagahallann. George Papandreou, forsætisráðherra Grikklands, sagði í viðtali við breska ríkis- útvarpið um helgina að Grikkir óskuðu ekki eftir beinni fjárhagslegri aðstoð annarra aðildarlanda Evrópusambandsins. Þeir vildu hins vegar pólitískan stuðning sem gerði þeim kleift að taka lán á sömu kjörum og önnur lönd á evrusvæðinu. Reuters Átök Lögreglumenn og mótmælendur takast á í Aþenu er um 27.000 manns söfnuðust þar saman til að mótmæla sparnaðaráformum stjórnvalda. Atvinnulíf í Grikklandi lamaðist  Átök blossuðu upp í Aþenu þegar þúsundir manna mótmæltu sparnaðaráformum grísku ríkis- stjórnarinnar  Talið er að stjórnin þurfi að grípa til fleiri aðgerða til að minnka fjárlagahallann RANNSÓKN vísindamanna bendir til þess að frávik í sjávarhita í Ind- landshafi, eða svonefnd Indlands- hafssveifla, geti gert veðurfræð- ingum kleift að vara við veður- fyrirbærinu El Niño með allt að 14 mánaða fyrirvara. El Niño fylgir hlýnun á stóru svæði í Austur-Kyrrahafi og fyrir- bærið hefur áhrif á veðurfar í mörgum Kyrrahafslöndum, í sunn- anverðri Afríku og jafnvel Evrópu. Vísindamenn hafa hingað til að- eins getað varað við El Niño með nokkurra mánaða fyrirvara, en hann er oft of skammur til að sjó- menn, bændur og aðrir geti búið sig undir veðurfarslegu breyting- arnar. Kemur um ári síðar El Niño kemur óreglulega á tveggja til sjö ára fresti þegar staðvindar, sem valda hringrás yfirborðssjávar, taka að veikjast. Sjórinn í vestanverðu Kyrrahafi tekur að hlýna og hlýi sjórinn breiðist síðar austur um. Þetta veldur miklum breytingum á úr- komu, flóð og aurskriður verða al- gengari í löndum, sem eru yfirleitt þurrviðrasöm, og þurrkar verða í Vestur-Kyrrahafi. Breytingar verða einnig á sjávarstraumum. Á eftir El Niño kemur kaldara tímabil, sem nefnist El Niña, en það hefst yfirleitt um ári síðar. Veðurfræðingar við japanska stofnun, sem rannsakar loftslags- breytingar í heiminum, telja að svonefnd Indlandshafssveifla (Indi- an Ocean Dipole) geti verið fyr- irboði El Niño. Þessi sveifla var fyrst skilgreind árið 1999 og hefur komið á um það bil tveggja ára fresti. Rannsókn vísindamannanna á veðurgögnum frá 1981 til 2009 leiddi í ljós að þegar Indlandshafs- sveiflan var í „neikvæðum fasa“ – þegar sjórinn var hlýr í vestur- hlutanum og kaldur í austurhlut- anum – hófst El Niño-tímabil í Kyrrahafinu rúmu ári síðar. Skýrt er frá niðurstöðum rann- sóknarinnar í tímaritinu Nature Geoscience. Vísindamenn segja þó að rann- saka þurfi þetta lengra aftur í tím- ann þar sem aðrar rannsóknir á sjávarhita frá 1890-2008 bendi til þess að Indlandshafssveiflan kunni að vera breytileg. Heimildir: NOAA, NASA, Veðurstofa Ástralíu VEÐURFYRIRBÆRIÐ EL NIÑO Veðurfyrirbærið El Niño getur ýmist valdið óvenjumiklum þurrkum eða flóðum víða um heim, auk skógarelda sem valda aukinni losun gróðurhúsalofttegunda ÁHRIF EL NINO Á VEÐURFAR Hlýr sjávarstraumur, sem færist suður frá miðbaugi og kemur stundum til Perú um jólaleytið, nefnist El Niño sem þýðir 'drengurinn' á spænsku og er þá átt við Jesú- barnið. Hann kemur óreglulega á 2-7 ára fresti og hefur flókin veðurfarsleg áhrif Dæmi- gerð staða háþrýsti- svæða á vorin Yfirborð staðvindar Tahiti Walke r- hring rásin Kaldu r sjór Kaldu r sjór strey mir u pp á yfirbo rðið Hlýr s jór Kaldu r sjór Darwin Tahiti Hlýr s jór Kaldu r sjór Upps treym i kald s sjáv ar minn kar Walke r- hring rásin Kaldu r sjór MIÐB AUGU R Darwin ÁHRIF EL NIÑO Í HEIMINUM Svæði sem verða oftast fyrir áhrifum Votviðra- samara HlýrraÞurrara MIÐBAUGUR SUÐUR- SVEIFLUSTUÐULL Segir til um sveiflur í loftþrýstings- mismun milli Tahiti og Darwin í Ástralíu 20 0 -20 -40 1950 1960'55 '65 '75 '85 '95 '051970 1980 1990 2000 '10 Jákvæð gildi benda oft til La Niña-tímabila Neikvæð gildi benda oft til El Niño-tímabila El Niño-tímabil EL NIÑO-ÁR Staðvindar veikjast eða breyta um átt Hlýr sjór og regn- ský færast austar, venjulega í a.m.k. 3-5 mánuði Óvenju- þurrkasamt verður í Asíu El Niño kemur óreglulega á tveggja til sjö ára fresti, að meðaltali fjögurra ára 1 2 3 Staðvindar ýta yfirborðs- sjó vestur á bóginn VENJULEGT ÁR Hlýrri sjór vermir loftið og regnský myndast Kaldur sjór streymir upp og kælir loftið, þannig að loftslagið á svæðinu verður svalara og þurrara 1 2 3 Hægt að vara við El Niño með 14 mánaða fyrirvara? Kvöldið áður en Grikkir efndu til sólarhrings verkfalls var efnt til fjölmennra götumót- mæla í spænskum borgum vegna áforma rík- isstjórnar Spánar um að hækka eftir- launaaldurinn úr 65 árum í 67. Fjárlagahalli landsins nemur nú 11,4% af vergri lands- framleiðslu og stjórnin hefur boðað sparnaðaraðgerðir næstu fjögur árin til að minnka hallann í 3% af landsframleiðslunni. Í grannríkinu Portúgal hafa samtök opin- berra starfsmanna boðað sólarhrings verk- fall 4. mars til að mótmæla áformum stjórnarinnar um að frysta laun þeirra. Stjórnin stefnir að því að minnka fjár- lagahallann um eitt prósentustig í ár, eða í 8,3% af vergri landsframleiðslu. Búist er við fleiri verkföllum á evrusvæðinu á næstu mánuðum vegna efnahagsaðgerðanna. Fjöldamótmæli og verkföll víða á evrusvæðinu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.