Morgunblaðið - 25.02.2010, Qupperneq 40

Morgunblaðið - 25.02.2010, Qupperneq 40
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. FEBRÚAR 2010 HLJÓMSVEITIN Tepokinn heldur tónleika í Kjallara Cafe Cultura við Hverfisgötu á fimmtudagskvöld, en tónleikarnir eru liður í tónleikaröð djassklúbbsins Múlans. Tepokinn varð til sem sumarstarfshópur á vegum Hins húss- ins sumarið 2006 og þá sem kvartett. Upphaflega var áhersla lögð á djassstandarda, en sumarið eftir var unnið að þjóðlaga- tónlist frá ýmsum áttum m.a. frá Suður-Ameríku og þá varð hljómsveitin kvintett. Upp frá því hefur Tepokinn að mestu leikið salsatónlist og hefur enn stækkað, því nú slæst söngv- arinn og slagverksleikarinn Ibirocay Regueira í hópinn, en hann er búsettur á Íslandi og starfar sem danskennari hjá Salsa Iceland. Regueira lærði djass- og söngleikjadans, ballett og nútíma- dans í Ballettakademíu Stokkhólms, en hefur einnig starfað við tónlist og leikið á slagverk í hljómsveitum ásamt því að syngja. Tepokann skipa auk Ibirocay Regueira þeir Jóhannes Þor- leiksson, trompet- og slagverksleikari, Eyjólfur Þorleifsson saxófónleikari, Vignir Þór Stefánsson píanóleikari, Leifur Gunnarsson bassaleikari og Þorvaldur Þór Þorvaldsson trommuleikari. Á tónleikunum á fimmtudagskvöld, sem hefjast klukkan 21, hyggjast Tepokamenn leika tónlist sem er ný á efnisskrá hljómsveitarinnar. Tepokasalsa í Cafe Cultura Morgunblaðið/Ómar Múlastuð Tepokinn byrjaði í djassi og endaði í salsa. Tepokinn var í upphafi kvartett. Eftir Atla Vigfússon laxam@simnet.is Það verður mikið um að veraí leikhúsinu á Breiðumýri íÞingeyjarsveit um helginaen þá verður nýr söng- leikur, Ólafía, frumsýndur. Söng- leikurinn er eftir Hörð Þór Benón- ýsson en tónlistin er eftir Jan Alavere sem jafnframt er tónlistar- stjóri. Ólafía er samtímaverk sem fjallar um unglinga á framhaldsskólastigi og fjölskyldur nokkurra þeirra. Verkið heitir eftir einni persónunni sem leikin er af Gígju Valgerði Harðardóttur, en hún er dóttir höf- undarins og er ekki óvön sviðinu því hún hefur jafnhliða skólagöngu sinni stigið mörg spor á fjölunum í Reykjadal. Daglegt líf unglinganna er um- fjöllunarefnið, það áreiti sem sumir þeirra búa við, freistingar nútímans, vímuefni, útlitsdýrkun o.m.fl. Mikið er af tónlist í verkinu, sautján lög, allt frá ballöðum upp í rokktónlist. Hörður Þór sem samdi alla textana segir að hugmyndin að verkinu hafi kviknað sl. haust þegar hann og Jan Alavere hafi borið sam- an bækur sínar, en Jan var með mikið af frumsömdum lögum sem hann hafði ekki fundið farveg fyrir. Í framhaldi af því sömdu þeir við leikdeild ungmennafélagsins Efl- ingar og þar með hófst ferlið. Hafa sýnt tvisvar í Þjóðleikhúsinu Í Reykjadal er áratuga hefð fyrir leikstarfsemi af ýmsu tagi og við val á verkefnum hjá leikdeildinni hefur iðulega verið miðað við að nem- endur Framhaldsskólans á Laugum hefðu tækifæri til þess að koma að sýningum, ýmist sem leikarar eða starfsmenn. Skólinn hefur síðan metið vinnu nemendanna til eininga og þeir fengið starfið metið sem val- áfanga við skólann. Þannig hafa verið slegnar tvær flugur í einu höggi með vinnu sem nýtist sem hluti af námi og hafa nemendur um leið öðlast reynslu sem eflir þá og styrkir. Búið að gefa út geisladisk með lögunum úr Ólafíu Samvinnan við Laugaskóla hefur vakið nokkra athygli og á liðnum árum hafa sýningar á vegum Efl- ingar verið tvisvar sinnum valdar til flutnings í Þjóðleikhúsinu. Má þar nefna Landsmótið, en Hörður Þór er annar tveggja höfunda þess ásamt Jóhannesi Sigurjónssyni. Að fara í leikhúsið á Breiðumýri er orðið fastur liður í menningarlíf- inu í Þingeyjarsýslu og nágrenni. Það er sett upp sem kaffileikhús því gestum gefst kostur á að kaupa sér kaffi og meðlæti enda sitja allir við borð og þykir sú skipan hafa gefist mjög vel. Í Ólafíu eru alls 25 leikarar og leikstjóri er Arnór Benónýsson. Hljómsveitina skipar auk Jans Ala- vere, þeir Pétur Ingólfsson, Sig- urður Illugason og Þórgnýr Val- þórsson. Æfingar hófust um miðjan október og samhliða þeim var ráðist í upptökur á tónlist verksins og er búið að gefa út geisladisk með lög- unum sem verður til sölu á leiksýn- ingunum. Söngleikur með ballöðum og rokktónlist Ljósmynd/Atli Vigfússon Ólafía Verkið fjallar um unglinga á framhaldsskólastigi og fjölskyldur nokkurra þeirra. Nánari upplýsingar um tíma og sýningar má finna á www.leik- deild.is. SÝND Í ÁLFABAKKASÝND Í ÁLFABAKKA HHHH "Ein besta mynd ársins" New York Observer HHHH "Einstök skemmtun" Ebert SÝND Í KRINGLUNNI ÞAÐ ERU TVÆR HLIÐAR Á ÖLLUM MÁLUM Frá framleiðandanum Sigurjóni Sighvatssyni kemur ein af stórmyndum ársins „BESTA KVIKMYND SEM HEFUR VERIÐ FRAMLEIDD SÍÐASTLIÐINN 20 ÁR.“ - DAVID LETTERMAN HHHHH „THE BEST MOVIE I'VE SEEN IN 2009. TOBEY MAGUIRE GIVES THE PERFORMANCE OF HIS CAREER. NATALIE PORTMAN DESERVES AN OSCAR NOMINATION.“ - RICHARD ROEPER, RICHARDROEPER.COM HHHH „BROTHERS IS ARGUABLY THE MOST SUCCESS- FUL REMAKE OF A FOREIGN FILM SINCE MAR- TIN SCORSES REWORKED INFERNAL AFFAIRS INTO THE DEPARTED.“ - 88REELVIEWS - JAMES B. HHHH „POWERFUL AND GRIPPING! AN ABSOLUTELY MESMERIZING MOTION PICTURE EXPERIENCE. JIM SHERIDAN HAS MADE AN OSCAR-WORTHY MUST-SEE MOVIE FOR OUR TIMES. TOBEY MAGUIRE DELIVERS THE BEST PERFORMANCE OF HIS CAREER. NATALIE PORTMAN IS TERRIFIC.“ - PETE HAMMOND, BOXOFFICE MAGAZINE TILNEFND TIL 2 ÓSKARS- VERÐLAUNA Morgan Freeman er tilnefndur fyrir besta leik í aðalhlutverki. Matt Damon er tilnefndur fyrir besta leik í aukahlutverki. Clint Eastwood leikstýrir hér frábærri mynd um það hvernig Nelson Mandela sameinaði Suður Afríku SÝND Í KRINGLUNNI SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI, AKUREYRI OG KEFLAVÍK / KRINGLUNNI BROTHERS kl. 5:40D - 8:10D - 10:30D 12 INVICTUS kl. 5:30 - 8 - 10:40 L VALENTINE'S DAY kl. 5:40D - 10:40D L MAYBE I SHOULD HAVE kl. 8 UPPSELT L / ÁLFABAKKA BROTHERS kl. 5:50 - 8 - 10:20 12 TOY STORY 2 - 3D m. ísl. tali kl. 5:50 3D L VALENTINE'S DAY kl. 5:30 - 8D - 10:40D L DIGITAL THE BOOK OF ELI kl. 10:20 16 VALENTINE'S DAY kl. 8 - 10:40 VIP-LÚXUS AN EDUCATION kl. 5:50 L THE WOLFMAN kl. 8 - 10:20 16 SHERLOCK HOLMES kl. 8 - 10:40 12 UP IN THE AIR kl. 8 L BJARNFREÐARSON kl. 5:50 L UP IN THE AIR kl. 5:50 VIP-LÚXUS

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.