Morgunblaðið - 25.02.2010, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 25.02.2010, Blaðsíða 30
30 Minningar MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. FEBRÚAR 2010 ✝ Sigurður Þor-valdsson var fæddur í Dalbæ, Ár- nessýslu 26.12. 1939. Hann lést á gjör- gæsludeild Landspít- alans við Hringbraut 12. febrúar síðastlið- inn. Foreldrar hans voru Aðalheiður Hulda Björnsdóttir, húsfrú, fædd í Reykjavík 13.6. 1916, d. 20.8. 1995, og Þor- valdur Axel Sigurð- arson, bóndi, fæddur á Stekk í Hafnarfirði 8.11. 1911, d. 21.7. 1952. Foreldrar Sigurðar bjuggu fyrstu búskaparár sín á Stokkseyri, fluttust að Háfi í Djúp- árhreppi í Rangárvallarsýslu og ár- ið 1946 lá leiðin að Syðri-Brú í Grímsnesi þar bjuggu þau til ársins 1952. Sigurður missti föður sinn ungur að árum en fóstri hans og seinni maður Aðalheiðar er Björn Júlíusson rafvirki, fæddur á Ing- unnarstöðum, Austur-Barðastrand- arsýslu, 29.9. 1924, þeirra dóttir er Ingibjörg Erla fædd í Reykjavík 16.1. 1957. Sigurður bjó ásamt móð- ur sinni, fóstra og systur á Írafossi. Hann fluttist til Selfoss þegar hann fæddur á Ísafirði 13.10. 1998. Yngstur þeirra bræðra er 5) Aron Snær, fæddur í Reykjavík 31.5. 1990, unnusta hans er Erna Dóra Hannesdóttir, f. 27.9. 1991. Sigurður nam bifvélavirkjun 1958 og lauk meistaranámi í bif- vélavirkjun 1981, hann starfaði við fag sitt alla tíð. Hann starfrækti eigið verkstæði í Borgartúni 28 til ársins 1989 en þá flutti hann verk- stæði sitt í Asparteig í Mosfellsbæ og rak það til ársins 2001. Síðustu árin var hann með aðstöðu heima við í Þorlákshöfn. Tónlistin var Sig- urði hugleikin og spilaði hann á harmonikku frá 15 ára aldri, ásamt því að spila á orgel, saxófón, munn- hörpu og önnur hljóðfæri. Hann spilaði í ýmsum ballsveitum á sínum yngri árum og var meðlimur í Harmonikkufélagi Reykjavíkur sem og í Harmonikkufélagi Selfoss hin síðari ár. Sigurður átti sinn þátt í stofnun Fornbílaklúbbs Íslands og var virkur í honum um árabil. Hann var einnig félagi í Kiwanis- klúbbnum Geysi í Mosfellsbæ, þar sem hann var forseti klúbbsins árin 1999-2000. Sigurður naut þess að dansa hin seinni ár og var meðlimur í samtökunum Komið og Dansið. Útför Sigurðar fer fram frá Hvítasunnukirkjunni Fíladelfíu, Hátúni 2, í dag, 25. febrúar, og hefst athöfnin kl. 11. Jarðsett verð- ur í Hruna seinni part dags. hóf nám og störf í bif- vélavirkjun. Sigurður kvæntist Sigrúnu Ingu Sig- urgeirsdóttur, f. 2.10. 1941, d. 12.8. 2007, þeirra sonur 1) Þor- valdur, fæddist á Sel- fossi 2.8. 1963, d. 11.2. 1992. Sigurður og Sigrún skildu. Sig- urður bjó í Kópavogi með Sólveigu Mar- gréti Óskarsdóttur, f. 25.4. 1943, þau slitu samvistum, dóttir þeirra er 2) Aðalheiður Svana, fædd í Kópavogi 4.3. 1967, gift Bárði Jóni Grímssyni, fæddur í Reykjavík 18.12. 1958, þeirra börn fædd á Ísafirði eru Jóhanna, f. 21.6. 1987, Bjarki, f. 11.10. 1989, Bríet Ósk, f. 3.4. 2001, og Svanbjörn, fæddur í Reykjavík 17.1. 2005. Sig- urður bjó með Mareyju Lindu Svav- arsdóttur, f. 23.1. 1958, frá 1978 til 1997, fyrst á Hrísateig síðan í Mos- fellsbæ. Þeirra synir eru 3) Viktor Svan, fæddur í Reykjavík 8.4. 1981, 4) Hlynur Smári, fæddur í Reykja- vík 23.10. 1982, sonur hans og Guð- bjargar Þóru Ingimarsdóttur, f. 24.5. 1982, er Ernir Leó Hlynsson, Elsku pabbi, elsku vinur vors og blóma, eins og þú sagðir stundum við mig þegar ég var drengsnáði og gat ekki sofnað eða var lítill í mér. Bara að ég skrifaði eins vel og þú varst mælskur, þó að ekki væri nema ég hefði lítið brot af mælskusnilld þinni. Því það var sannarlega svo að allir sem þig þekktu fengu að kynn- ast málbeini þínu og vissu hvar það var. En það voru hinsvegar ekki allir sem skildu orðin sem frá því komu. Svona þegar ég lít til baka og hugsa um það er líklegast hægt að skipta fólki í nokkra hópa hvað varðar skiln- ing þess á orðskreyttri tungu þinni. Það var hópurinn sem skildi ekki bofs hvað þú varst að babla. Það reyndi gjarnan að hafa samskiptin ykkar á milli stutt og snaggaraleg. Í öðrum hópnum voru svo ábyggilega þeir sem reyndu að skilja, kinkuðu gjarnan kolli og létu sem þeir fylgdu einu og öllu sem þú sagðir en misstu svo algerlega samhengið á meðan þeir rótuðu í rykföllnu heilahvelinu eftir réttu orðabókinni. En svo á end- anum vorum það við hin. Við sem fór- um í gegnum fyrri hópa en komumst að lokum í síðasta hópinn út af því að við þorðum að leita skýringa á mál- flóknu orðalaginu. Ég er að reyna að hugsa lítið dæmi sem ég gæti nefnt hér svo fólk skilji hvað ég er að rausa. En þegar ég róta í gegnum blaðsíð- urnar í kollinum, átta ég mig á því að ég var kannski bara kominn í þinn hóp. Sem er í rauninni hinn leyndi lokahópur. Lokahópurinn þinn, þar sem menn töluðu klakklaust sín á milli án þess að þurfa að brjóta litlu hugarhnetuna e-ð sérstaklega vegna sérstaks orðavals annars. Það er stórkostlegt, pabbi minn, að tala sama tungumál, hvernig sem á það er litið. Það gerðum við og þá sérstak- lega hin síðari ár. Ómetanlegar stundir, pabbi minn, eins og þú sagð- ir svo oft við mig. Sannarlega ómet- anlegar. Minningarnar eru eins góðar og þær eru margar. Auðvitað getur maður alltaf óskað sér fleiri eftir á. En ég er þannig gerður að ég lít ekki um öxl og velti mér upp úr því sem hefði getað verið. Það vissir þú, pabbi minn. Og því fer ég þakklátur til svefns að kveldi hvers dags með það sem við höfðum. Það kenndir þú mér eins og svo margt annað. Ég er einn- ig þakklátur fyrir það að þú leitaðir til mín jafnt sem sonar, trúnaðarvin- ar og félaga. Pabbi minn, nú ertu augljóslega farinn héðan en ég veit að héðan fórstu með bros á vör þó að snögg- lega bæri að. Ég hugga mig yfir því að vita hvar þú ert og sannarlega get ég sagt að ég hlakka til að taka næsta andlega lærdómsdans með þér. Hlát- ur þinn lengi lifi, húrra, húrra, húrra. Með ást, hamingju og söknuði, þinn sonur og vinur, Viktor Svan. „Blessaður hvað segir þú?“ Svona hófust öll okkar símtöl og samtöl meira og minna. Glaðleg röddin og sönglandinn er núna minningin ein. Frá því að ég var lítil stelpa hef ég verið hreykin af honum pabba mín- um, myndalegur, hlýr og skemmtileg- ur persónuleiki. Ég nýt þess í dag að ylja mér með minningum úr barn- æskunni þegar hann var að kenna mér að bóna bíla, þrífa og sópa á verk- stæðinu. Það þurfa jú allir að leggja eitthvað af mörkum, smáir sem stórir, vinnan göfgar manninn sagði hann og hló þegar ég þurrkaði aftur illa púss- aðar rúðurnar. Lagstúfinn Litlu flug- una sem hann kenndi mér og við sungum saman í bílferðum austur fyr- ir fjall, þegar við heimsóttum Þorvald bróður eða ömmu og afa á Írafossi. Unglingsárin voru mér erfið og pabbi, Marey og mamma reyndu sitt besta til að hlúa að uppreisnarseggnum, þolinmæði og þrautseigja þeirra hjálpuðu mér áleiðis inn í tölu fullorð- inna. Ég flutti vestur á Ísafjörð kynntist eiginmanni mínum, Bárði, og stofnaði með honum okkar eigin fjöl- skyldu. Fjölskylda pabba og Mareyj- ar í Asparteignum stækkaði og liti bróðir minn hann Aron var yngri en minn eigin sonur, þetta fannst okkur frekar skondið þegar við heimsóttum Mareyju og pabba og Bárður hélt á „mág“ sínum nokkurra mánaða. Pabbi hafði húmor fyrir þessum at- hugasemdum, enda var hann ákaf- lega stoltur af öllum strákunum sín- um og sagðist yngjast upp með hverju barni. Auðvitað vildum við vera í nán- ari samskiptum við pabba, Mareyju og strákana en vegalengdin á milli okkar átti sinn þátt í færri samveru- stundum en við hefðum kosið. Síðustu árin eftir að við fluttum í höfuðborg- ina hefur pabbi verið duglegur að koma í heimsókn til okkar Bárðar og barnanna, nú eru dýrmætar minning- ar um heimsóknir, matarboð, hátíðir og afmæli sem við nutum með honum. Hann kynntist afabörnunum sínum þeim Jóhönnu og Bjarka betur og Bríet Ósk og Svanbjörn eiga góðar minningar um Sigga afa. Ég er þakk- lát fyrir knúsin, kossana, samtölin, stuðninginn og umhyggjuna sem hann átti auðvelt með að sýna, fallega brosið, húmorinn og hláturinn. Þegar ég kvaddi hann á afmæli Svanbjörns átti ég ekki von á því að þetta yrði okkar síðasta faðmlag, ég hélt að ég hefði pabba hjá mér í áratugi enn. Það er sárt að kveðja ásvini sína, minn- ingar mínar eru huggun harmi gegn. Aðalheiður Svana Sigurðardóttir. Nú þegar ég kveð tengdaföður minn Sigga Þorvalds þá sækja á mann minningar liðinna tíma. Það er komið vel á þriðja áratuginn síðan ég hitti hann fyrst, ég man að það var mikil tilhlökkun hjá mér að hitta Sigga tengdó, töffarann sem átti Har- ley Davidson-mótorhjól og gamla bíla. Á þeim tíma rak hann bílaverk- stæði í Borgartúninu í Reykjavík, hann var með hausinn ofan í húddinu á einhverri druslunni sem þurfti að koma út í umferðina á ný. Hann leit upp, virti tilvonandi tengdason sinn fyrir sér, rak fram sótsvarta höndina og heilsaði kumpánlega, hann brosti eins og honum var einum lagið, ég tók þétt í höndina á honum og skeytti ekkert um sótið og olíuna. Frá þessari stundu féll aldrei skuggi á vináttu okkar Sigga. Á meðan við Heiða bjuggum á Ísafirði var reynt að vera í góðu sambandi og fá fréttir af bræðr- unum og daglega lífinu fyrir sunnan. Heimsóknir til Sigga, Mareyjar og strákanna í Asparteiginn þegar við vorum á ferð í Reykjavík. Fagleg að- stoð og ráðleggingar þegar verið var að kaupa bíla og selja. Eftir að við fjölskyldan fluttum bú- ferlum frá Ísafirði 2004 kynntist ég Sigga betur en ég hafði gert á þeim árum sem við bjuggum fyrir vestan. Tíðar heimsóknir þeirra Hrafnhildar til okkar í Marargrundina og síðan í Lóuásinn og einlægur vilji Sigga til að kynnast litlu og stóru barnabörnun- um sínum og afahlutverkinu. Siggi var stoltur af strákunum sínum, talaði um hvað þeir væru að gera í starfi og námi og bar mikla umhyggju fyrir þeim og þeirra velferð. Við sátum tím- unum saman og spjölluðum um alla heima og geima og var víða komið við. Gaman hafði ég að hjálpa honum við að kaupa varahluti í bíla sem ég fann á Ebay og hvað þakklátur hann var fyr- ir hjálpina. Nú þegar ég sit og skrifa þessar línur verður mér hugsað nokkrar vikur til baka. Ég hafði á orði við hana Heiðu, hann pabbi þinn verð- ur hundrað ára, hann er svo unglegur og flottur karl. Siggi bar aldurinn einkar vel, síbrosandi glaðlegur og léttur á sér. Mig setti hljóðan, að morgni föstu- dagsins 12. febrúar síðastliðinn þegar Heiða kom og sagði mér að pabbi sinn hefði dáið um morguninn úr hjarta- áfalli. Nýkominn úr hjartaþræðingu sem ég hélt að mundi duga næstu ára- tugina, hann svona hress, rétt sjötug- ur að aldri. Þegar dauðinn kveður dyra verður maður alltaf jafn dofinn og hissa, en svona er líf okkar mann- anna, við sem eftir lifum syrgjum og söknum þeirra sem okkur þykir vænt um. Ég er þakklátur fyrir þær góðu stundir sem við áttum saman. Kveð ég Sigga vin minn með trega og sökn- uði í síðasta sinn og veit að vel verður tekið á móti honum þar sem hann er núna. Elsku Heiða, Viktor, Hlynur, Aron, Erla, Bjössi og aðrir aðstendur og vinir ég votta ykkur mína einlægu samúð. Megi minningin lifa um góðan mann. Bárður Jón Grímsson. Það var 17. janúar síðastliðinn, á af- mælisdegi örverpisins í fjölskyldunni, sem ég fékk eitt þéttingsfast knús frá afa Sigga eins og honum einum var lagið. Rétt tæpum fjórum vikum síð- ar, eða hinn 12. febrúar, fékk ég sím- tal frá mömmu þar sem hún sagði mér að afi hefði kvatt þennan heim um nóttina. Ég trúði varla mínum eigin eyrum. Hvernig mátti það vera að hrausti og hressi afi minn, sem ég átti eftir að kynnast miklu betur, væri far- inn? Ég viðurkenni það að ég þekkti því miður afa ekki eins vel og ég hefði vilj- að. Ég fæddist og ólst upp á Ísafirði og afi bjó þá, ásamt konu sinni og þremur sonum, fyrir sunnan. Sam- gangurinn var því ekki mikill þegar Sigurður Þorvaldsson ✝ Árnína TorfhildurGuðmundsdóttir, fv. yfirhjúkrunarkona á Barnaspítala Hringsins, fæddist í Neskaupstað 1. nóv- ember 1914. Hún lést á Hjúkrunarheimilinu Skjóli í Reykjavík 15. febrúar sl., 96 ára að aldri. Foreldrar hennar voru Guðmundur Stefánsson frá Hólum í Norðfirði, f. 1. sept. 1873, d. í Reykjavík 18.8.1959, og Valgerður Árnadóttir frá Grænanesi, f. í sömu sveit 1. júní 1881, d. í Reykjavík 19.7. 1948. Systkini Árnínu voru 1) Stefán Jó- hann, f. 26.10. 1899, d. 29.10. 1988, kvæntur Elínu Guðjónsdóttur frá Eyrarbakka. Hans börn: a) Árni Geir, f. 3.11. 1932, d. 16.4. 2006. Hann eignaðist fjögur börn. b) Unn- ar, f. 20.4 1934. Hann á þrjú börn. c) Guð- mundur, f. 5.10. 1937. Hann á tvö börn. d) Guðjón Yngvi, f. 3.3. 1939. Hann á þrjú börn. e) Atli Þor- steinn, f. 11.12 1942. Barnlaus. 2) Árni, f. 16.6. 1901, d. 8.12. 1926. 3) Guðrún, gift Ingvari Jónssyni frá Loftsstöðum í Flóa. Hennar börn: a) Guð- mundur Valgeir, f. 15.12. 1933. Hann á þrjú börn. b) Jóna Þorbjörg, f. 12.10. 1935. Hún á þrjú börn. c) Steinþór, f. 8.10. 1936. Hann á tvö börn. d) Svanhildur, f.11.10. 1937. Hún á eitt barn. e) Torfhildur, f. 11.10. 1937. Barnlaus. 4) Sveinn, f. 17.4. 1905, d. 16.8. 1981. Maki Unn- ur Pálsdóttir frá Skriðulandi í Hóla- hreppi í Skagafirði. Hans börn a) Oddný Kristín Lilja, f. 1.6. 1925, Hún á fjögur börn. b) Garðar, f. 11.3. 1931, Hann á fjögur börn. c) Ásdís, f. 16.6. 1932. Barnlaus og d) Aðalheiður, f. 28.1. 1936. Barnlaus. 5) Kristín Guðríður, f. 5.9. 1907, d. 2.2. 1916. 6) Kristinn, f. 17.6. 1916, d. 7.4. 1992. Maki Helga Benedikts- dóttir frá Miðengi í Grímsnesi. Börn hans: a) Halldóra, f. 11.3. 1945. Hún á þrjú börn. b) Valgerður, f. 3.10. 1946. Hún á tvö börn. c) Þórunn, f. 10.4. 1949. Hún á tvö börn. d) Katr- ín, f. 13.9. 1952. Hún á þrjú börn. 7) Kristín Guðríður, f. 21.4. 1919. Maki Sigurður Guðlaugsson frá Vest- mannaeyjum. Börn hennar: a) Kol- brún, f. 2.3. 1940. Hún á fjögur börn. b) Guðlaugur, f. 29.7. 1945. Hann á þrjú börn. c) Valgerður, f. 27.4. 1952. Hún á tvö börn. 8) Aðal- björg Halldóra, f. 16.3. 1923. Maki Guðmundur Skaftason frá Gerði í Hörgárdal. Börn hennar: a) Val- gerður, f. 7.1. 1949. Hún á þrjú börn. b) Skafti, f. 8.1. 1953. Hann á eitt barn. c) Sigrún, f. 6.12. 1956. Hún á tvö börn. Árnína lauk námi frá Hjúkr- unarkvennaskóla Íslands 1943, stundaði framhaldsnám í skurð- stofuhjúkrun við Landspítalann, geðhjúkrun við Kleppsspítala og barnahjúkrun við Ríkisspítalann í Kaupmannahöfn. Í framhaldi af því fór hún í námsferðalag um Dan- mörku, Svíþjóð og Finnland. Eftir að námi lauks starfaði hún við hjúkrun við Landspítalann, sjúkra- húsið á Ísafirði, á Kleppsspítala og um skeið á barnadeild Amtsyge- huset í Hilleröd í Danmörku. Varð deildarhjúkrunarkona barnadeildar frá 1957 til 1965, hjúkrunarstjóri Barnaspítala Hringsins frá stofnun hans hinn 1. mars 1965 til 1. júní 1980 og var í hlutastarfi til 30. júní 1986 er hún hætti í fastri vinnu sök- um aldurs. Hún var sæmd ridd- arakrossi hinnar íslensku fálkaorðu á árinu 1985. Útför Árnínu fer fram frá Foss- vogskirkju í dag, 25. febrúar 2010, og hefst athöfnin kl. 11. Árnína Guðmundsdóttir, sem lést hinn 15. febrúar, ólst upp í stórum systkinahópi austur á Norðfirði, en leitaði sér af litlum efnum mennt- unar á því sviði sem eðli hennar og upplag stóð til. Hún lærði hjúkrun og starfaði alla sína tíð að hjúkrun af mikilli einlægni. Kunnust var hún fyrir starf sitt sem yfirhjúkrunar- kona á Barnaspítala Hringsins. Þar tók hún ástfóstri við fjölmarga unga skjólstæðinga sína og fylgdist með heilsufari þeirra jafnvel löngu eftir að spítaladvöl þeirra lauk. Þegar hún vegna aldurs fluttist á Hjúkr- unarheimilið Skjól sýndi hún hug sinn til barnanna með því að gefa Barnaspítalanum íbúð sína við Eski- hlíð til þess að fjölskyldur utan af landi sem áttu börn á spítalanum gætu dvalist sem næst börnum sín- um meðan þau væru þar. Þá var hún mikil fjölskyldukona. Ef eitthvað bjátaði á í heilsufari fjölskyldunnar var ævinlega leitað til Ínu frænku eins og hún var köll- uð af sínum nánustu. Hún fylgdist afar vel með frændum sínum og frænkum, sem hún orðaði svo, eink- um systkinabörnum og afkomend- um þeirra, og var ætíð reiðubúin til hjálpar ef hún taldi að aðstoðar væri þörf. Gilti þá einu hvort um var að ræða leiðbeiningar í síma eða fylgd til Kaupmannahafnar og Lundúna. Í hópi frændfólksins átti hún margan hauk í horni eins og kom fram á fjölmennum „ættarmót- um“ þegar haldið var upp á áttræð- isafmæli og síðar níræðisafmæli hennar. Hún færði skrá yfir afkom- endur systkina sinna eins og góður sauðfjárbóndi heldur fjárbók. Auk þess færði hún löngum dagbók eins og faðir hennar austur á Norðfirði hafði gert um langt árabil. Þá var hún fróð um ættir manna jafnt skyldra sem óskyldra. Ína var mikill Norðfirðingur og náttúruunnandi. Í sumarleyfum sín- um lagði hún oft land undir fót og skoðaði landið sitt. Þótt Norðfjörð- ur og Austurland væri henni sér- lega hugstætt þá var henni landið allt afar kært. Undir lok ævinnar var hún einatt með hugann á æsku- slóðunum og rifjaði þá upp af mikilli ánægju störf sín á æskuheimilinu með föður sínum sem skar út fjalir á bókahillur og skápa. Handlagin var Ína líka. Hún lærði bókband í tómstundum og batt inn fjölmargar bækur. Mikil og sérstaklega falleg handavinna liggur eftir Ínu frænku sem ber þess einnig merki hve list- feng hún var. Þá unni hún ljóðum, átti margar ljóðabækur og kunni ótalmörg kvæði. Síðustu æviárin dvaldist Ína á Hjúkrunarheimilinu Skjóli í Reykja- vík og naut þar af hálfu starfsfólks- ins mikillar umhyggju og ástúðar. Fyrir það er hér með þakkað. Blessuð sé minning Árnínu Guð- mundsdóttur. Unnar Stefánsson. Árnína Guðmundsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.