Morgunblaðið - 25.02.2010, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 25.02.2010, Blaðsíða 27
Minningar 27 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. FEBRÚAR 2010 kærleik og natni. Og svo veikist afi og auðvitað hjúkraðir þú honum svo vel og lést honum líða eins vel og hægt var, en þá var enga utanað- komandi aðstoð að fá, heimahlynn- ing Karítas ekki komin. Þegar kom að því að þú þurftir með afa á spít- alann spurðu læknarnir í undrun hvort þú hefðir hjúkrað honum svona lengi heima og sögðu henni að enginn læknir hefði getað gert bet- ur. En hann lést 1. ágúst 1986. Já, sterk varst þú, enda vön að segja: Mér er hjálpað. Og um það bil 11 árum síðar hjúkrar þú syni þínum sem var mjög veikur og Guð veit að enginn hefði getað gert það betur en þú, elsku amma mín. En hann lést 9. maí 1997. Já, þú hugsaðir ávallt um öll börnin þín, barnabörn og barna- barnabörn, þú lifðir fyrir okkur og við lifum fyrir þig. Svo að endingu vil ég fara með bæina sem þú fórst alltaf með yfir mér áður en ég fór að sofa. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum.) Þín, Kristín Gunný. Hún elskulega amma mín hefur nú kvatt þessa jarðvist. Þegar hringt var í mig um daginn og mér var sagt að amma væri uppi á spít- ala vegna beinbrots, óraði mig ekki fyrir að þetta færi á þennan veginn. Oft hugsar maður með sér: „Af hverju hún?“ Ég er viss um að hún amma mín var tilbúin í þessa ferð og eins og hún hafði óskað sér, eng- ar þjáningar heldur bara fá að fara í friði. Enda var hún búin að skila öllu sínu og gott betur en það. Í dag er erfitt fyrir mig að skilja að þetta sé raunveruleikinn, það er eins og stór hluti af mér hafi verið tekinn í burtu, enda ólst ég upp hjá henni ásamt mömmu og Jóa frænda. Maður vissi ávallt að maður gat leitað til ömmu sinnar þegar eitt- hvað bjátaði á í lífinu, enda átti hún svör við svo ótal spurningum um líf- ið og tilveruna. Þegar unglingsárin gengu í garð hjá mér var frekar erf- iður tími í mínu lífi. Kannski að maður byrgði margt innra með sér og neitaði að vilja sjá allt það bjarta í lífinu, en þegar til ömmu var kom- ið birti ávallt til að nýju. Hún fékk alltaf sólina til að rísa aftur á nýjan leik innra með manni. Hún átti ein- hvern veginn hug minn allan. Ég er svo þakklátur fyrir þessa tíma sem ég átti með ömmu. Maður var alltaf velkominn til hennar, skipti engu máli hvernig maður var til fara eða hvernig manni leið, það var alltaf opið hús og tók hún alltaf jafn vel á móti manni. Hún amma mín var mjög trúuð og sagðist finna á sér ýmislegt sem og hún gerði. Þegar eitthvað bjátaði á hjá manni var hún yfirleitt ekki lengi að taka upp símtólið og hringja í mig og spyrja mann hvað væri að angra mann. Það var svo gott að geta komið til ömmu og sagt henni frá öllu. Maður þurfti ekkert að fela eða skammast sín, hún amma dæmdi mann ekki heldur gaf manni góð ráð, sýndi manni ást og umhyggju. Amma sagði mér frá því hvernig henni leið þegar hún var á gjör- gæslu 2008, hún hafi þá ekki verið meðal okkar heldur verið í einhverj- um fallegum garði ásamt mörgu öðru fólki, en ekki því fólki sem hún þekkti. Greinilega var þá ekki henn- ar tími kominn. En nú er hún komin í garðinn sinn ásamt sínu fólki og ástvinum. Ég þakka fyrir samveruna sem ég og amma áttum saman því þær stundir munu lifa áfram í hjarta mínu til eilífðar. Hún gaf mér mikið af ráðum til að feta mig áfram í líf- inu, halda mér á réttu brautinni og geta brosað framan í heiminn og til- veruna. Hún sagði ávallt við mig: „Gunnar minn, ef þér líður illa þá mun mér líða illa. En ef þér líður vel þá mun mér líða vel.“ Ég fel í forsjá þína, Guð faðir, sálu mína, því nú er komin nótt. Um ljósið lát mig dreyma og ljúfa engla geyma öll börnin þín, svo blundi rótt. (Matthías Jochumsson.) Gunnar Magnús. Það er erfitt að hugsa til þess að fá ekki að sjá ömmu Stínu aftur í þessu lífi. Okkur langar ekki til að kveðja en í hjörtum okkar vitum við að nú líður henni vel og erum æv- inlega þakklát fyrir þær frábæru stundir sem við fengum með henni. Efnishyggju var ekki fyrir að fara hjá ömmu Stínu. Hún hirti ekki um veraldlegan auð en var þeim mun ríkari af þeim auð sem skiptir hvað mestu máli í lífinu, þeim andlega. Við vitum öll leiðina í gegnum Gullna hliðið en oft og tíðum bregst mannfólkið rangt við erfiðleikum og mótlæti á lífsleiðinni. Amma Stína var heiðarleikinn uppmálaður, kær- leikurinn skein úr augum hennar og auðmýktin í garð samferðamanna sinna var gegnumgangandi alla hennar lífsleið. Slíkt hugarfar er til eftirbreytni fyrir okkur öll. Þær dyggðir ömmu gera okkur glöð og í hjörtum okkar vitum við að hún hef- ur þegar fengið höfðinglegar mót- tökur á himnum. Þegar að leiðarlok- um kemur viljum við öll hafa tileinkað okkur slíka hegðun á því ferðalagi sem lífið er. Vera má að kærleiksverk og vin- arþel breyti engu um rás sögunnar en breyti það lífi fólks til hins betra skiptir það miklu máli. Ég sendi þér kæra kveðju nú komin er lífs þíns nótt, þig umvefji blessun og bænir ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði nú sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Með nærveru sinni gerði amma okkur og alla í kringum sig að betri manneskjum. Við geymum allar góðu minningarnar um ömmu Stínu í hjörtum okkar. Blessuð sé minning hennar. Aðeins eitt líf sem endar fljótt en kærleiksverkin standa. Gunnar Örn Jónsson, Herdís Jónsdóttir, Friðrik Ellert Jónsson. Látin er elskuleg móðursystir mín Kristín sem hefði orðið 89 ára 21. des. nk. Stína eins og hún var alltaf kölluð var ein af 6 systkinum og annað þeirra til að kveðja þenn- an heim en móðir mín, Gunnleif, lést árið 2002 Ég á þessari móðursystur minni mikið að þakka og hennar fjölskyldu sem tóku alltaf fagnandi á móti mér þegar ég þurfti á gistingu að halda í henni Reykjavík bæði í Melhúsum á Seltjarnarnesi og í Tjarnargötu. Þegar ég tveggja ára gömul lenti í slæmum bruna og var á Landakoti í talsverðan tíma kom Stína frænka og heimsótti mig og það gerðu einn- ig hin móðursystkini mín Valla, Gunna, Nonni og Pétur og ég er þeim ævinlega þakklát fyrir þá elsku sem þau sýndu mér, því ekki máttu foreldrarnir koma í heim- sókn. Jólin 1967 var ég á spítala í að- gerð en fékk að fara heim til Stínu um jólin en þá bjuggu þau í fallegu húsi í Tjarnargötunni. Þegar við vorum búin að taka upp alla jólapakkana og ég búin að fá pakka frá fjölskyldunni liggur einn pakki undir trénu og var það pakki frá Gunnari sem hann hafði keypt sjálfur, þennan fína náttkjóll handa mér, upp á sitt eindæmi. Gunnar, eiginmaður Kristínar, var ekki allra en var mér alltaf góður og hlýr. Elsku fallega og góða Stína mín, ég þakka þér fyrir alla ástúðina sem þú sýndir mér og kveð þig með ljóð- inu hennar Ingibjargar Sigurðar- dóttur. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibjörg Sigurðardóttir.) Edda Tryggvadóttir. Komið er að leiðarlokum en kallið kom nokkuð óvænt. Stína, sem sá um sig sjálf fram að síðustu viku lífs síns, varð fyrir því óláni að detta á gólfinu heima. Hún var flutt á sjúkrahús og átti ekki afturkvæmt heim. Er ég minnist Stínu, mágkonu mömmu minnar, kemur upp í hug- ann hve vel til höfð hún var í hæla- háum skóm gangandi niður Mels- húsatröðina að ná í strætó nr. 2 á Nesinu. Sama hvernig viðraði alltaf var hún uppábúin. Árin í Melshús- um sem ég átti með henni urðu 18. Samgangur var mikill á milli hæða, við krakkarnir á svipuðum aldri. Eins og gengur tvístrast hópurinn, fólk fer í sitt hverja áttina um stundarsakir þó að aldrei rofni tengsl. Þá má nefna að æskustöðv- arnar á Hellissandi voru henni of- arlega í minni. Hún fór ung að heiman, til Reykjavíkur í vist eins og algengt var á þeim tíma. Gunnar og Stína byrjuðu sinn búskap í Melshúsum á Seltjarnarnesi en þar bjuggu þau fram undir 1967 er þau fluttu til Reykjavíkur. En eftir að Gunnar lést árið 1986 flutti Stína í næsta nágrenni við mig í Selja- hverfið og urðu heimsóknir tíðari. Stína var myndarleg húsmóðir og hreinleg með afbrigðum. Aldrei mátti sjá á neinu hjá henni. Hélt hún þessu alla tíð en undir það síð- asta með aðstoð við gólfþvottinn. Þegar hún var komin langt yfir átt- rætt mátti sjá hana storma í strætó á leið í Kringluna með Gunnu systur sinni eða á leið á Hrafnistu til að hitta Valnýju systur sína. Þeim sem sáu hana á götu gat ekki dottið í hug að þarna færi öldruð kona, svo vel bar hún sig. En komið er að leið- arlokum og kveðjustund runnin upp að sinni. Ég, Maggi bróðir og fjöl- skyldur okkar ásamt Agli og syni sendum samúðarkveðjur til eftirlif- andi afkomenda. Megi guð og góðar vættir vaka yfir þeim. Trúarinnar traust og styrkur tendrar von í döpru hjarta. Eilífðin er ekki myrkur, eilífðin er ljósið bjarta. (Helgi Sæmundsson.) Guðríður (Gauja). HINSTA KVEÐJA Elsku langamma mín. Ég þakka þér fyrir allt, þú varst alltaf svo góð við mig. Ég mun aldrei gleyma þér. Minning þín er ljós í lífi mínu. Megi Guð og englarnir vaka yfir þér. Þín Vaktu, minn Jesús, vaktu í mér, vaka láttu mig eins í þér. Sálin vaki þá sofnar líf, sé hún ætíð í þinni hlíf. (Hallgrímur Pétursson.) Þín, Eyrún Rós Cano. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, ÁRMANN SNÆVARR prófessor, fyrrv. háskólarektor og hæstaréttardómari, verður jarðsunginn frá Neskirkju á morgun, föstudaginn 26. febrúar kl. 15.00. Valborg Sigurðardóttir, Sigríður Ásdís Snævarr, Kjartan Gunnarsson, Stefán Valdemar Snævarr, Sigurður Ármann Snævarr, Eydís Kr. Sveinbjarnardóttir, Valborg Þóra Snævarr, Eiríkur Thorsteinsson, Árni Þorvaldur Snævarr og barnabörn. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, GARÐAR EÐVALDSSON skipstjóri frá Eskifirði, lést miðvikudaginn 17. febrúar. Útförin fer fram frá Eskifjarðarkirkju laugardaginn 27. febrúar kl. 14.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir. Þeim sem vilja minnast hans er bent á líknarstofnanir. Dagmar J. Óskarsdóttir, Hólmfríður Garðarsdóttir, Olga Lísa Garðarsdóttir, Sigurkarl Stefánsson, Arna Garðarsdóttir, Jónas Tryggvason, Garðar Eðvald Garðarsson, Svava Sveinbjörnsdóttir, Óskar Garðarsson, Benný Sif Ísleifsdóttir og barnabörn. ✝ Ástkær eiginmaður, faðir okkar, bróðir, afi og lang- afi, ERLINGUR GUÐMUNDUR AXELSSON, Brekkustíg 14, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju föstudaginn 26. febrúar kl. 15.00. Ólöf Snorradóttir, Lára Erlingsdóttir, Guðmundur Ólafsson, Gunnar Rafn Erlingsson, Guðbjörg Axelsdóttir, Skarphéðinn Guðmundsson, Richard Axelsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, ÞORSTEINN JÓNSSON, sem lést á Landspítalanum Fossvogi föstudaginn 19. febrúar, verður jarðsunginn frá Grensáskirkju mánudaginn 1. mars kl. 13.00. Hulda Svansdóttir, Ágústa Margrét Þorsteinsdóttir, Gauti Ástþórsson, Jóhanna Sigurjónsdóttir, Karl G. Kristinsson, Sigurbjörg Sigurjónsdóttir, Hjalti J. Guðmundsson og barnabörn. ✝ Eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÁLFDÍS BJÖRK VALDIMARSDÓTTIR, lést á hjúkrunarheimilinu Höfn miðvikudaginn 17. febrúar. Útförin fer fram frá Hafnarkirkju föstudaginn 26. febrúar kl. 14.00. Þeim sem vildu minnast hennar er bent á Gjafa- og minningarsjóð Skjólgarðs. Þorvarður Gústafsson, Áslaug Þórhildur Ásgeirsdóttir, Már Þorvarðarson, Rósa Sólveig Steingrímsdóttir, Þórlaug Inga Þorvarðardóttir, Gústav Hjörtur Gústavsson, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.