Skólablaðið - 10.11.1962, Síða 4
- 68 -
uppfræðsia gerir þá að menntamönnum
með hinum sanna lærdómsanda, eða hvort
þeir verða aðeins þyrrkingslegir
geymslustaðir endursagna og yfirborðs-
atriða fræðslunnar. Það skal játað, að
hið síðara er miklu algengara og gildir
það jafnt um hina æðri skóla. Við könn-
umst öll við þessi fyrirbrigði, barbarana,
sem £eta oft og tíðum verið sprengfullir
af froðleik, en hugarfarið er eitt gap-
andi tóm. Þeir drattast áfram í skólan-
um, ýmist knúðir af skyldurækni eða
nauði ættingja. Ahugamálin eru af lág-
kúrulegustu tegund, ef þau eru þá nokk-
ur. Bíladella, snobbdrykkjuskapur,
slæpingsháttur eða sjúklegur íþróttaáhugi
eru mest áberandi, eða þetta blandast
allt saman og úr verður hinn algjöri
barbari. Samfara þessum ósköpum kem-
ur fyrirlitning á öllu því, er félagar
þeirra, sem ekki stahda á sama þrepi
niðurlægin^unnar, taka sér fyrir hendur.
Ahugi á bokmenntum, listum og yfirleitt
ástundan andlegra hugðarefna, er þeim
þyrnir í augum. Þeir hæðast að þess-
um félögum sínum og skopast, ata þá
saur fyrirlitningarinnar og'telja sig meiri
menn, ef þeir geta gert þeim óskunda
eða valdið þeim tjóni.
Það er hryggileg staðreynd, að
margir af þessari manngerð skuli vera
á meðal okkar. Ég efast um að þetta
hafi verið svo áður fyrri, enda tíðar-
andi þá annar og betri.
II.
Það væri hæpin fullyrðing að segja,
að menn gengju í skóla af námsfýsi ein-
vörðungu. Það er margt fleira en hin
beina fræðsla, sem hefur aðdráttarafl.
Félagar okkar, sem við umgöngumst
daglega, skipta miklu máli og félagsskap-
ur þeirra hefur jafnvel eins mikil áhrif
á okkur og námsefnið sjálft. Það er
því þýðingarmikið, að gott og heilbrigt
félagslíf skapist, að það sé til þess að
þroska okkar beztu eiginleika, kenna
okkur framkomu, er sæmir félagsverum
og venji okkur af þeim einyrkjahætti og
innilokun, sem gerir öll dagleg sam-
skipti stórum erfiðari og leiðinlegri.
III.
Það sem af er vetharins hefur félags-
lífið hér í skólanum veriðiallmikið. Að -
venju er það starfsemi Framtiðarinnar,
SKÖLABLAÐIÐ
Gefið út í Menntaskólanum í Reykjavík
Ritstjóri :
Júníus H. Kristinsson 5. -B
Ritnefnd :
Þorbjörn Broddason 6. -X
Kristín Waage 5. -E
Björn Björnsson 4. -Y
Þráinn Bertelsson 4. -B
Jón Örn Marinósson 3. -H
Abyrgðarmaður :
örnólfur Thorlacius, kennari
Forsíðumynd gerði Karólína Lárusdóttir
Skreytingar annaðist Björn Björnsson
sem hefur mest verið áberandi. Tveir mál-
fundir hafa verið haldnir og tvær málsvarn-
ir, einnig klúbbkvöld og kynningar. Það
sem mesta athygli vekur við starfsemi
Framtíðarinnar, svo og annarra félaga,er,
hversu þátttaka er léleg. Allur meginþorri
nemenda virðist vera gjörsneyddur áhuga á
félagslífinu. A málfundi og listkynningar
kemur venjulega 40-50 manna hópur og er
það yfirleitt sama fólkið. Astæðan til þessa
ófremdarástands er eflaust margþætt.
Alltof mikill fjöldi nemenda í skolanum
veldur því að nokkru, þvx skemmtilegur fé-
lagsandi skapast síður í slíkum grúa. En
höfuðorsökin er eflauSt sú lognmóða og
deyfð, sem alls staðar ríkir og gildir það
jafnt um þjóðina alla sem Menntaskólann.
Það væri því full þörf á því að stokka upp
alla félagsstarfsemi hér í skólanum. Það
á að þrengja starfsemi félaganna, tak-
marka inngöngu í þau og kappkosta að hafa
þar aðeins þá meðlimi, er taka fullan þátt
í starfseminni. Það er alltof mikið reynt
að gera öllum til hæfis. Við verðum að
horfast í augu við þá staðreynd, að alltof
mikill hluti nemenda vill enga samleið hafa
með félögum sfnum,eða er svo innantómux;
að engin félagsstarfsemi fellur þeim í geð.
Ef tryggt væri, að aðeins þeir, er sannan
áhuga hafa,fái að taka þátt í félagslifi okk-
ar, er ég viss um, að allur skólabragur
myndi breytast til batnaðar og eins og allir
mega sjá, er ekki vanþörf á slíku.
Reykjavík, 18.nóvember 1962.
Júníus H. Kristinssorx