Skólablaðið

Volume

Skólablaðið - 10.11.1962, Page 14

Skólablaðið - 10.11.1962, Page 14
- 78 - NARLA þótti mér Skólablaðið koma út í annað sinn á vetr- inum. Akafi ritstjórans virð- ist mikill, en þó fór hér sem áður, að hann kastaði ás og daus. Samt er búningur blaðsins með ágætum. Hið hvimleiða útsaumsstafalag fyrirsagna hefur verið lagt niður utan enn blasir það við á bókarrassinum á blaðsíðu þrjú. Auglýsingar eru hins vegar óunnar og andlausar. I blaðinu er slíkt úðumkrúð prentvillna, að varla verða munuð dæmi annars eins. Til varnar þessu bókstafahröngli skal rit- nefnd bent á að lesa prófarkir af þess- um fáu blaðsíðum. Fyrsta grein blaðsins undir forsetn- ingarliðnum frá ritstjóra, byrjar á herj- ans miklu brambolti gegn talnalegu mati á andlegum verðmætum. Eftir þann þeysing ber ritstjóra að prentfrelsi og nefnir hann þá óðara tölur og prósentur og loks þegar þessari fantareið er lokið, eru taldar upp persónur harmleiks! Dómur: Furðulegur samsetningur. Næst verða fyrir "Þrjár dróttkvæðar vísur orktar fyrirfram ellegar eftir á". Titillinn er óákveðinn jafnvel hálfkær- ingslegur. Svo hefst kvæðið, allt leikur á reiðiskjálfi einkum þó merking og skáldskapur kvæðisins. Höfundur virð- ist leggja allt sitt í að hafa hátt vísn- anna rettan, en tekst þó ekki. Jóni Sigurðssyni,höfundi þessara vetrar- vísna, væri hollt að hugleiða vísu Björns á Skarðsá, sem hér fylgir og taka síðan upp léttari háttu: Margur boga fyrir sér fann fýsir voga spenna þann upp að toga ekki kann er að roga þó við hann. Dómur : Laklegar vísur. Þorvaldur Olafsson skrifar um kennslu. Þó ég sé honum ekki alls kost- ar sammála á hann þakkir skildar fyrir að ympra á ýmsu athyglisverðu. Minni- máttarkennd stærðfræðideildarnema gagn- vart máladeildinni kemur fram hjá hon- um. Ekki ligg ég honum á hálsi fyrir það. Dómur : Hin sæmilegasta grein. Fátækleg þakkarorð eftir Þráin Bert- elsson eru tileinkuð kennarastofunni. Smekkur Þráins á skáldskap er svo næm- ur, að hann eyðir nærri heilli blaðsíðu í Skólablaðinu undir þakkarorð fyrir eina ómerlcilega vísuafmán. Oft veltir lítil þúfa þungu hlassi. Dómur : Allt of mörg orð. Þátturinn Quid novi er lipurlega skrif- aður og virðist nú vera að rétta úr kútnum sxðan Baldur Símonarson fór frá. Þó sakna ég hinna skemmtilegu stíl- bragða, sem Baldur viðhafði. Dómur : Sæmilegt og stendur til bóta. Kvæði að nafni Gjörningaveður má líta í blaðinu. Ekki er það sérstaklega hrífandi og veldur því vafalaust stirt rim. Þó virðist mér sem einhverjar sperrur eða híbýli séu undir þessu torfi, einhver merking. Dómur: Vert að lesa sér til íhug- unar. Jón Örn Marinósson skrifar "Sögu". Bersýnilegt er, að höfundur hefur lesið nokkuð skáldrita. En allt virðist það lenda í hrærigraut, svo sagan fær engan heildarsvip eða stíl. Annað slagið má sjá hina sæmilegustu spretti, sem svo detta niður í flatneskju og; jafnvel. smekkleysur, sem einkennast af sjoppu- sproki. Skylt er þó að virða þessa viðleitni nokkurs. Hefði áreiðanlega far- ið betur, ef nostrað hefði verið við sög- una. Dómur: Lítt merkilegur saxr setningur. Enn skrifar Jón Sigurðsson í blaðið,

x

Skólablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.