Skólablaðið - 10.11.1962, Qupperneq 15
-79 -
eru það fáeinar athugasemdir. Mér er
öldun^is ókleift að skilja hvers vegna
ritstjóri leyfir að innstu helgidómar og
hinn fegursti arfur félagslífs nemenda
séu ausnir auri í Skólablaðinu. Þá má
nefna hinn herfilega buning þessarar
svívirðu, en hann einkennist af orðunum
áðurnefndur, fyrrnefndur, margnefndur
og framangreindur. Einnig er sérvizka
og fordild í stafsetningu og stíl þessar-
ar greinar með öllu óþolandi.
Dómur: Viðurstyggð.
Blekslettur eru vel skrifaðar af
Friðriki Sophussyni. Ég er ekki nálægt
því sammála honum alls staðar, en auð-
vitað læt ég hann njóta sannmælis sem
aðra.
Dómur: Þátturinn er skemmtilegur
aflestrar.
"Afengi" er kvæði eftir H. J. Það er
vel kveðið og fyndið. Væri óskandi að
fá að heyra meira frá þessum ljóðar-
smið, því ljóst er að hér er maður vel
hagmæltur á ferð.
Dómur : Létt og skemmtilegt.
Dandimannaþátturinn er helgaður
Maríu Kristjánsdóttur. Það mun vera
Vésteinn Lúðvíksson, sem hann ritar.
Þátturinn er frábært hrákasmíð og gert
lítið úr eins ágætu efni. Ég held,að
hinar sönnu sögur um Maríu, séu miklu
skemmtilegri en þessi lygi.
Dómur: Fremur hvimleitt, þó ör-
fáir neistar.
r Skólablaði þessu lýkur Andrés
Indriðason grein frá fyrra blaði. Grein-
in nefnist Herranótt - upphaf íslenzkrar
leiklistar. Ekki hefði skaðað að orða
titilinn vægar, þar sem vitað er meira
um þetta efni en greinin gefur til kynna.
Andrés gerir sig sekan um það vafa-
sama athæfi að nefna ekki heimildarit
sín, en ljóst er, að hann hefur gögn í
höndum, sem hann vitnar í, einkum þó
í fyrri hluta greinarinnar. Sjálfur veit
ég um a.m.k. þrjú þessara heimilda-
rita. En vissulega var mér akkur í
þessari grein, sérlega þó í því, sem
sagt var frá eftir 1871. Upp úr því fer
Andrés þó því miður fljótar yfir sögu
en áður. Það hefði glatt mig að fá
sögu Herranætur á síðustu árum ná-
kvæmari. Því skora ég á fróðleiks-
manninn Andrés að skrifa^ sérstaka grein
um það. Þessi ritgerð þótti mér tekin
saman á snoturlegasta hátt annars.
Dómur : Hin ágætasta grein.
Litill pistill nefndur Menntaskóla-
jazz, undirritaður af Birni Björnssyni,
tilkynnir mönnum stofnun jazzklúbbs inn-
an Framtíðarinnar. Eins og kunnugt er
hefur Framtíðin fóstrað vormenn íslands ,
en byrjar nú með þessu fóstur trumbu-
sláttarmanna íslands. Þar eð þessi
pistill er nánast auglýsing, felli ég ekki
dóm um hann.
Galeiðan heitir síðasta grein blaðsins
og er vel unnin, þó hugmyndin sé göm-
ul. Það er ekki oft sem ég les jafnvel
unnar greinar í Skólablaðinu.
Dómur : Með ágætum góð grein.
Við lestur þessa blaðs þykist ég hafa
orðið þess áskynja, að greinahöfundar
vinni ekki nóg að sínu. Fer þetta stund-
um svo illa, að þeir koma varla kló-
drepi á aðalatriðin. Allir geta þeir ef-
laust skrifað og ort vel, en hafa mættu
þeir hugfast, að það kostar vinnu og
aftur vinnu.
Ritað að beiðni ritstjóra og eftir
beztu samvizku í nóvember 1962.
Sveinbjörn Rafnsson
CONVERSATION
Einar Magnússon ( stendur frammi á
gangi og er að skoða laskað skólaborð).
Guðlaugur Tryggvi Karlsson ( kemur
aðvífandi ).
Guðlaugur Tryggvi : Komdu sæll,Einar.
Einar : Komdu nú sæll.
Guðlaugur Tryggvi : Um hvað hugsar
þú svona stíft ?
Einar (lyftir plötunni af borðinu og velt-
ir fyrir sér ): Ég er að hugsa um þetta
borð, hvort ekki megi gera við það.
Guðlaugur Tryggvi (þungur á brún): Já,
satt er það, örlög heimsins eru vanþakklæti.