Skólablaðið - 10.11.1962, Síða 19
- 83 -
I. Myndir.
LLMARGAR myndir settu svip
sinn á fyrsta skólablað vetr-
arins. Telja má víst, að lítt
stoði að mæla gegn þeirri
þróun, að ritað mál víki fyrir
myndum á síðum blaðsins. Því á þess-
ari öld vaxandi hraða vinnst æ sjaldnar
tími til þess að lesa bækur, blöð eða
annað ritað mál niður í kjölinn. Kemur
það gleggst 1 ljós, hvað snertir lestur
dagblaða. Má skjóta því að til gamans,
að einn hinn ágætasti íslenzkukennara
okkar var staðinn að hrapallegum mis-
Sem fyrr segir voru margar myndir í
fyrsta blaðinu í haust. Voru margar
dregnar af mikilli kunnáttu, svo að vel
mátti þekkja af þeim helztu embættis- ;
menn skólans. En forljótar og ósmekk-
legar fundust mér teikningar, er voru
látnar fylgja greininni "íþróttir". Bera
þær með sér, að höfundur þeirra, nem-
andi x fjórða bekk, sé undir tvenns konar
mjög ólíkum áhrifum. Eru þar annars
vegar áhrif úr Egilssögu, er hann les
um þessar mundir, en hins vegar ómenn-
ingarrit amerískt, er Mad héitir, en það
er réttnefni. Má vart á milli sjá,hvort
má sín meir í huga listamannsins.
skilningi á grein í íslenzku dagblaði,
er hann hafði lesið svo flausturslega.
Sézt af því, að flestir eru breyzkir,
hvað þessu viðvíkur.
Til þess að svara þeirri kröfu tím-
ans, að allur lestur skuli taka stuttan
tíma, er gripið til tveggja óyndisúrræða.
Annað er að stytta ritaðar heimildir, svo
sem framast má verða eða jafnvel umrita
þær frá upphafi, því að höfundur er sagð-
ur of orðmargur, tína til aukaatriði x
stað þess að stikla á stærstu steinum,
Heitir slíkt á nútímamáli að færa.í 1 sam-
þjappað form". Hitt er að láta myndir
koma í lesmáls stað að einhverju eða öllu
leyti. Gott dæmi um hvorugtveggja er
dagblað, er gefið var út í Reykjavík á
liðnu sumri. Auk þess, að blaðið hét
MYND, var það yfirlýst stefna útgefenda
þess að birta stuttorðar fréttir og frá-
sagnir, engu af rúmi blaðsins skyldi var-
ið í óþarfa sparðatíning.
En þessi nýlunda hlaut ekki slíkar við-
tökur sem til var vonazt, og bendir það
til þess, að enn séu íslendingar ekki orðn-
ir þessari uggvænlegu þróun að bráð. Er
þess þá að minnast, að hin víðfræga frá-
sagnarlist, er varðveitzt hefur með ís-
lendingum um aldaraðir, er allt annars
eðlis eja þessi nýi og framandi frásagnar-
háttur.
Snorri eða lærisveinar Neumanns hins
ameríska. Mörgum mun og hafa komið
spánskt fyrir sjonir, er þeir sáu Skalla-
Grím með hár x herðar niður á mynd
hins unga snillings.
II. Esperantó.
A þessu ári eru 75 ár liðin síðan út
komu x Póllandi x bókarformi tildrög að
alþjóðamáli. Höfundur nefndi sig Doktoro
Esperanto. Nú veit hvert mannsbarn, að
þessi maður var pólski Gyðingurinn og
læknirinn Zamenhof ( 1859-1917 ), og að
dulnefnið hefur flutzt yfir á málið, sem
heitir esperantó.
Zamenhof mun ekki fyrstur manna
hafa fengið hugmynd um alþjóðamál,
heldur hafa bæði fyrr og síðar ýmsar al-
þjóðatungur skotið upp kollinum, en eng-
in þeirra hefur hlotið slíkar vinsældir
og almenna útbreiðslu sem esperantó.
Um víða veröld starfa félög áhugamanna
um esperantó, og esperantistar hafa með
sér alheimsþing. Ymis alþjóðasamtök
hafa farið að dæmi Þjóðabandalagsins
gamla og tekið esperantó x þjónustu sína.
Víða er esperantó kennt í skólum, þó að
svo sé ekki hér.
Um gildi alþjóðamáls hefur meira