Skólablaðið

Årgang

Skólablaðið - 01.12.1962, Side 3

Skólablaðið - 01.12.1962, Side 3
4. tbl. Desember 1962 árg. ANMETAKENND er tilfinning, sem við könnumst öll við. Ef við stöndum andspænis fyrirbrigði, er við dáumst að vegna mikilleika eða snilli, vill vanmetakenndin oft vera drjúgur þáttur þeirra hughræringa, sem bærast hjá okkur á stund aðdáunarinnar. Við finnum til smæðar okkar og getu- leysis, er við berum mátt þess anda, sem skóp snilliverkið saman við eigin vangetu. Slíkur samanburður verkar jafnvel lamandi á mat eigin hæfileika, þúfan er minni,ef fjall er í baksýn. En þessi regla gildir ekki aðeins um samskipti tveggja einstakl- inga, heldur einnig um samskipti tveggja þjóða og þá helzt stórveldis og smárikis. Ef við athugum mannkynssöguna, rekumst við á mýmörg dæmi slíkra samskipta. En flest eru þau á einn veg. Hinn stóri og voldugi aðili,hefur smátt og smátt orðið ágengari, krafizt ívilnana hjá þeim vanmáttugri, teygt skollafíiigur sína eftir hverjum hlut, er hann ágirntist, kúgað hinn smærri og loks í krafti yfirburða sinna, undirokað hann, mergsogið og beitt öllu því ofríki, sem hugsazt gat.

x

Skólablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.