Skólablaðið - 01.12.1962, Side 5
- 97 -
smáborulega heimskuleg er hverjum
manni skylt að vera vel á verði, því
ótalmörg dæmi færa okkur heim sanninn
um,að slikt atferli getur verið mikils
vísir.
En lotning fyrir hernaðarstyrk stór-
veldanna er ekki það eina, sem smáþjóð
ber að forðast. Of náin tengsl við
tungu eða menningu stórþjóðar er jafn-
vel ennþá hættulegra, því slíkt varðar
ekki aðeins hégómagirnd og tildur-
mennsku, eins og hernaðardýrkunin, held-
ur snertir sjálfa undirstöðuna, þjóðar-
sálina, menningarástand og hugsanagang
allan. Það er alls ekki út í hött, að
mörg stórveldi hafa lagt kapp á að upp-
ræta tungu og menningu þeirra þjóða, er
þau hafa undirokað. Þeim hefur verið
kunn sú staðreynd, að bezta ráðið til
fullkominnar ánauðar, var að gleypa
smáþjóðina blátt áfram með huð og hári,
láta hana hverfa inn í aragrúa milljón-
ana og samlagast þeim. Þetta er hin
algjöra tortíming. Hætturnar, sem eru
samfara nánum menningartengslum stórr-
ar þjóðar og lítillar, eru margvíslegar.
Hin skrautlega pjáturumbúðamenning
stórveldana gengur auðveldlega í augun
á þeim veikgeðjuðu og getur áður en
varir helsýkt mestalla þjóðina, einnig er
sú hætta við of einhliða samskipti, að
menning hins smáa staðni, er listastefn-
ur og menntastraumar eru móttekin án
úrvinnslu og gagnrýni. Þegar allt þetta
kemur saman, er þjóðerninu hinn mesti
háski búinn. Hugarfarið spillist, svo
menn sætta sig við að lifa af náðar-
brauði stórþjóðarinnar, ef ekki hreinum
snikjum. Hugsanahátturinn verður furðu-
legt sambland af ósannri þjóðerniskennd
og skriðdýrahætti fyrir hinum erlenda
ofjarli, allt einkennist af því að þiggja
og þakka, en trú á eiginn mátt og getu
dofnar að sama skapi. Illa er su þjóð
komin, er slíkt hendir. Hún er raun-
verulega í andaslitrunum. Enda þótt hún
hafi allt ytra form sjálfstæðis og lands-
réttinda, er hún dauðadæmd. Þegar hið
innra sjálfstæði er horfið, er undir hæl-
inn lagt, hvenær hún bætist í tölu þeirra
þjóða, er voru til en eru það ekki leng-
ur, nema í gömlum sögubókum.
II.
Ég hef nú lauslega lýst þeim helztu
hættum, er smáþjóð stafar af of náinni
sambúð við erlent stórveldi, og kem ég
þá að því atriði, sem raunar er kjarni
þessa greinarkorns. Þ. e.a. s. aðsíaða
íslendinga og þau vandamál, sem risið
hafa við þróun undanfarinna ára.
Við íslendingar erum í hópi þeirra
smáþjóða, er hafa nána sambúð við er-
lent herlið. Um aðdraganda eða nauðsyn
þess óhappaverks, að leigja íslenzkt land
undir erlend strfðstæki, ætla ég ekki að
ræða að sinni, enda ekki vettvangur fyr-
ir slxkar umræður hér. Hins vegar ætla
ég að drepa á þær uggvænlegu afleiðing-
ar, sem dvöl hinna amerísku dáta, svo
og of náin tengsl við Bandaríkin, hefur
haft á íslenzkan hugsanahátt og menn-
ingu.
Það má með sanni segja, að á tíma-
bilinu eftir heimsstyrjöldina fyrri hafi
Islendingar verið einna sjálfstæðastir.
Enda þótt þeir hefðu ennþá konungs-
samband við Danmörku, var það nánast
formsatriði, sem litlu máli skipti fyrir
innlenda þróun. A þessu timabili var
hin mesta grózka í menningarlífi okkar,
nýir straumar að utan veittu lífslofti
inn í íslenzkar bókmenntir, Þá áttum við
marga afbragðs listamenn, er þá hófu
listabraut sína og hafa allt til okkar
daga borið höfuð og herðar yfir yngri
félaga sína, sem standa á ótraustari
grunni. Að vísu voru atvinnumál okkar
ekki í sem beztu lagi, en straumar
þjóðlífsins voru frjóir og vöktu menn til
félagslegrar þátttöku og umhugsunar.
En þegar upp úr seinni heimsstyrjöld-
inni fór að síga á ógæfuhliðina. Við fór-
um f æ ríkara mæli að halla okkur í
vesturátt, bæði hvað viðskipti og menn-
ingartengsl snerti, og hefur þetta sam-
band orðið okkur til hinna mestu óheilla.
Þessi nýja stefna, sem bæði birtist í
hugsanagangi okkar og hegðun, hefur
verið kölluð ameríkanismi. Ameríkan-
isminn er raunverulega alþjóðlegt vanda-
mál, sem gengur þó aðallega ljósum log-
um í Vestur-Evrópu. Helztu einkenni
hans eru pukrunarlaus gróðahyggja, þar
sem ekkert er heilagt eða óhult fyrir
löngum fingrum kaupfinnana, auglýsinga-
skrum, þar sem spilað er á alla hugs-
anlega strengi mannlegra tilfinninga.
Nægja þessi einkenni ein til þess að
sýna fram á, að hin alþjóðlega eða öllu